Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1993, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1993, Síða 3
MIÐVIKUDAGUR 28. APRÍL 1993 3 Fréttir Topparmr bjoða hver öðrum í lax Frétt DV um veiöitúr yfirmanna Landsbankans I Þverá í Borgar- firði, sem kostar tvær milljónir, hefur vakið feiknalega athygli og hörð viðbrögð í bankanum þar sem nú fer fram undirskriftasöfnun meðal starfsmanna þar sem skorað er á yfirmenn að hætta við ferðina. Bankaráðsmemi og bankastjórar fara hins vegar ekki aðeins í einn veiðitúr sem ríkisbankinn borgar heldur tvo. Fyrir utan aðrar veiði- feröir sem þeim kann að vera boðið í en mörg stærstu fyrirtækin í land- inu hafa þann siö að bjóða banka- monnum og laxveiðar. stjómmálamönnum i Bankaráðsmenn og bankastjórar Landsbankans fara bæði í Þverá í Borgarfirði og í Viði- dalsá í Húnavatnssýslu í sumar á kostnað bankans. Bankastjórar og bankaráðsmenn Landsbankans, ásamt gestum, hafa síðastliðin ár farið einu sinni á sumri í lax i Þverá og dótturfyrir- tæki Landsbankans, Landsbréf hf., hefur farið síðastliðin þrjú sumur í Víöidalsá. Venjulega eru fiórir til fimm útlendingar með í ferð Lands- bréfa, svo og ýmsir yfirmenn i Landsbankanum. Landsbréf býður sem sagt yfir- mönnum í Landsbankanum í Víði- dalsá og Landsbankinn býður svo yfirmönnum Landsbrófa, ásamt ýmsum öðrum gestum, í Þverá í Borgarfirði. „Við bjóðum erlendum viðskipta- aðilum til laxveiöa og förum í því skyni eina ferð á ári. Markmiðið með þessum boðum er aö hagnast á þeim. Við teljum að það skili sér i betri samskiptum og fyrirgreiðslu til okkar og viðskiptavina okkar ef hægt er að veita þessum erlendu viðskiptaaðilum eftirsóknarverða hluti eins og laxveiðar á íslandi vissulega eru. Þetta er aðferð sem er alþekkt erlendis í stórviðskipt- um í einu eða öðru formi,“ segir Gunnar Helgi Hálfdánarson, for- stjóri Landsbréfa. -G. Bender/-Ari Uno jno i;l iíc; -fyrir norðlœgar slóðir " 687.000 ITALSKIR BILAR HF. Skeifunni 17 • 108 Reykjavík • sími (91)677620 Beggja vegna malarfjörunnar, sem prammann rak upp í, eru klappir. DV-mynd Árni Geir Pramiriinn náöist á flot: Mildi að ekki fór verr Á hádegi 1 gær tókst að ná á flot malarflutningaprammanum sem rak upp í fjöru á Skagaströnd. Tvær gröfur ýttu á prammann og björgunarbátur Skagstrendinga, Þórdís, dró hann á flot. Að sögn Vil- hjálms Skaftasonar, hafnarvarðar á Skagaströnd, eru skemmdir á prammanum óverulegur. Einhveijar suður hafa þó gefið sig og var pramminn dreginn í slipp á Skaga- strönd síðdegis í gær. Vilhjálmur segir að aðeins hafi lið- ið örfáar mínútur frá því að þeim barst hjálparkall frá prammanum og því hafi enginn tími gefist til að bjarga honum.,Mikil mildi hafi verið að ekki fór verr því að beggja vegna við malarfjöruna, sem prammann rak upp í, séu klappir og í gær hafi verið mikið brim á þessum slóðum og pramminn komið á talsverðri ferð upp í fjöruna. -PP Landsbankinn þarf sjálfur aö greiða atvinnuleysisbætur: Fjöldauppsagnir geta verið hæpinn sparnaður - óánægja og óvissa meðal starfsmanna Engin ákvörðun hefur verið tekin um hversu margir fá uppsagnarbréf hjá Landsbankanum en stefnt er að því að fækka stöðugildum um 130 á þessu ári. Mikil óánægja og óvissa er ríkjandi meðal starfsmanna bank- ans vegna þessa, aö sögn Helgu Jóns- dóttur, formanns starfsmannafélags- ins. í bankanum hefur meðal annars farið fram undirskriftasöfnun til að skora á æðstu stjómendur bankans að hætta við fyrirhugaðan laxveiði- túr í Þverá í sumar sem kostar um tvær milljónir króna og DV greindi frá fyrir skemmstu. Helga segist ekki búast við að upp- sagnarbréfin kæmu um þessi mán- aðamót, fyrst henni heföi ekki verið tilkynnt hvað væntanlegar aðgerðir fælu í sér. í lögum um opinberar stofnanir sé ennfremur kveðiö á um að tilkynna verði verkalýðsfélögum opinberra starfsmanna með tveggja mánaða fyrirvara þegar um íjölda- uppsagnir sé að ræða. Það mun einnig halda aftur af for- ráðamönnum Landsbankans að bankinn verður að borga sjálfur at- vinnuleysisbætur. í kjarasamning- um bankamanna er þeim tryggður sambærilegur réttur og hjá Atvinnu- leysistryggingasjóði. Bankarnir greiddu ekki í sjóðinn til skamms tíma og hafa ekki enn fengið aðgang aö honum. -Ari wmm Öflug litatölva fyrir þig! Macintosh Colour Classic er öflug tölva sem hentar öllum, hvort sem er á heimilinu, í skól- anum eða á vinnustaðnum. Hún er með 4 Mb vinnsluminni og 40 Mb harðdisk, Trinitron- litaskjá með hágæðaupplausn, hnappaborði og mús og að sjálfsögðu íslenskt stýrikerfi með handbókum á íslensku. Colour Classic-tölvunni fylgja ýmis forrit, svo sem ritvinnsluforritið öfl- uga: MacWrite II og margir skemmtilegir leikir. Samanburbur á vinnsluhraba Macintosh Plus og SE Macintosh Classic Macintosh LC Macintosh Colour Classic Macintosh SE/30 Verðið er óviðjafnanlegt, aðeins 103.579,- kr. eða 98.400 J~ stgr. Greiðslukjörin eru margvísleg: Eurocard eða Samkort til 11 mánaða: Jafngreiðslur 10.513,- kr. á mánuði í 11 mánuði. Visa til 18 mánaða: Að meðaltali 6.490,- kr. Fyrsta greiðsla u.þ.b. 7.000,- kr. Munafán til 30 mánaða: 25.895,- kr. út og síðan 3.185,- kr. á mánuði í 30 mánuði. Apple-umboðið Skipholti 21, sími: (91) 624800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.