Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1993, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1993, Síða 8
8 MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ 1993 36 MÁNAÐA GREIÐSLUKJÖR Dodge Aires stw. 2,2 ’88, sjálfsk., 5 d., hvít- ur, ek. 74.000. V. 680.000. MMC Pajero dísil 2,3 '86, 5 g„ 3 d„ grár, ek. 130.000. V. 770.000. Jeep Cherokee Laredo 4,0 ’90, sjálfsk., 5 d„ d. rauður, ek. 55.000. V. 1.950.000. Peugeot 205 GR 1,4 ’89, 5 g„ 5 d„ hvítur, ck. 59.000. V. 480.000. Skoda Favorit LS 1,3 ’91, 5 g„ 5 d„ grænn, ek. 30.000. V. 390.000. MMC Gaiant GLSi 2,0 ’90, sjálfsk., 4 d„ grænn, ek. 64.000. V. 1.190.000. NOTAÐIR BÍLAR virka daga frá 9-18. iaugardaga frá 12-16. SÍMI: 642610 Útlönd____________________________________________dv Aideed eftir þriðju loftárásina á Mogadishu: Guð mun rústa Washington líka Bandarískar árásarflugvélar á veg- um Sameinuöu þjóðanna geröu snemma í morgun sprengjuárásir á bækistöðvar helsta stríðsherra Só- malíu, Mohamed Farah Aideed. Menn hans eru sakaðir um morðin á tuttugu og þremur pakistönskum friðargæsluliðum fyrir viku. Var þetta þriðja nóttin í röð sem árásir eru gerðar á stöðvar Aideed í höfuðborginni Mogadishu. Að minnsta kosti einn Sómali lét lífið í árásunum í morgun. íhúar í grennd- inni kváðu níu manns hafa látið lífið en sjúkrahúsyfirvöld staðfestu að- eins lát eins. Reykur sást stíga upp frá svæði nálægt heimili Aideeds þar sem hann er með aðalstöðvar sínar. Hópur reiðra Sómala efndi í gær til mótmælaaðgerða gegn loftárásun- um á stöðvar Aideed. Að sögn sjónar- votta skutu pakistanskir friðar- gæsluliðar inn í hóp mótmælenda án viðvörunar með þeim afleiðingum að að minnsta kosti tuttugu manns hiðu bana, þar á meðal konur og börn. Um fimmtíu manns særðust í skot- árásinni. Yfirmaður pakistönsku friðargæsluliðanna sagði fyrstu rannsóknir benda til að mótmælend- ur hefðu skotiö á hans menn. Aideed fór í morgun í skoðunarferð um svæðið sem loftárásirnar voru gerðar á. Sakaði hann Bill Clinton Bandaríkjaforseta um dauða óbreyttra borgara í Mogadishu. „Guð mun eyðileggja Washington eins og Bandaríkjamenn hafa eyðilagt Mogadishu," sagði stríðsherrann. Stjómmálaskýrendur í Mogadishu segja hættu á aö loftárásimar hafi þveröfug áhrif við það sem ætlast sé til. í morgun varð vart við mikla andúð gegn útlendingum í höfuð- borginni. Reuter Lík fórnarlamba skotárásar pakistanskra friðargæsluliða á hóp mótmæl- enda í Mogadishu i gær. Simamynd Reuter Malavíbúar flykkjast a kjörstaöi: Orlög Banda ráðast í dag Þúsundir Malavíbúa komu á kjör- staði í landinu fyrir dögun í morgun til að- taka þátt í þjóðaratkvæða- greiðslu sem gæti bundið enda á eins flokks kerfi Kamuzi Banda lífstíðar- forseta. Nær eins kílómetra löng biðröö spennts fólks var fyrir utan kjörstað í bænum Blantyre í miöhluta lands- ins og beið þess að opnaö yrði klukk- an sex. Sumir sögðust hafa sofið þar um nóttina. Fólkið gaf V sigurmerkið og myndaði merki stjórnarandstöðu- bandalags sem berst fyrir lýðræði á vestræna vísu. „Við ætlnm að greiða atkvæði með fjölflokkakerfinu. Við höfum þjáðst lengi. Við erum glöð og ánægð vegna Framtíð stjórnkerfis Banda Malavi- forseta ræðst í dag. þess að breytingar eru í aðsigi," sagðj sendisveinninn Wilson Mdala. Banda hefur stjórnað í Malaví með harðri hendi frá því landið hlaut sjálfstæði frá Bretlandi árið 1964. Hann berst meö oddi og egg fyrir að viðhalda eins flokks kerfinu og segir aö flokkapólitík hafi skapað ringul- reið um alla Afríku. Hann var knúinn til að halda þjóð- aratkvæðagreiðsluna eftir innan- landsólgu og eftir að Vesturlönd hættu allri aðstoð nema neyðarhjálp til aö mótmæla mannréttindabrot- um. Talið er að mikil þátttaka verði vatn á myllu stjómarandstæðinga. Reuter MÓNÓ-SÍLAN er nauðsynlegt öllum steyptum mannvirkjum Eykur viðloðun og endingu á málningu Vertu viss um að þitt mónó-sílan sé framleitt úr hráefni frá l)OII (()I(M\(, fyrsta og stærsta framleiðanda á silicone/silane-efnum í heimi. DOW CORNING NB. fffr»ðnr ekki gtor þótt það Inndi á þvf. fYrs,i °s stærsti í heimi með silicone/silane-efni KISÍLL HF eru fyrstir á Islandi með silicone/silane vatnsfælu Lækjargötu 6b - Reykjavik - Simi 15960

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.