Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1993, Síða 10
10
MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ 1993
POIAR
RAFGEYMAR
618401
DEMPARAR
Bílavörubú6in
FJÖÐRIN
Skeifan 2 • Simi 812944
'KÆ
HARSNYRTI-
VÖRURNAR
o
13010
HÁRGREIÐSLUSTOFAN
KLAPPARSTÍG
mfimizF
Bíldshöfða 14 - slmi 672900
KOMI
HÖGGDEYFAR
Ef þú vilt hafa
besta hugsan-
lega veggrip
á malbiki
sem og
utan
vegar
...þá
velur þú KONI!
Nettasti og léttasti
U þráólausi handfarsimi, , B NMT450, sem völ er á.
EEEEEEY Þyngd 530 g. Mál 62x184x39 mm. Rafhlaða 800 mAh. eða 1200 mAh. Hröð endurhleðsla, 1 klst.
í5S5hí»
1 IS AT ii j| 91-607820 |
(90%). Hleðslutæki 12 V eða 220 V. Tekur númeraboð. Úrval aukahluta.
(§;(/ • •j
(j ):o c& * C. ÁMUNDASON HF.
Bildshölða 18 - simi 687820
kVWWVWVWVWWW
SMAAUGLYSINGADEILD
OPIÐ:
Virka daga frá kl. 9-22,
laugardaga frákl. 9-16,
sunnudaga frákl. 18-22.
ATH.! Smáauglýsing í helgar-
blað DV verður að berast
okkur fyrir kl. 17 á föstudag.
Þverholti 11 — 105 Reykjavík
Sími 91-632700
Bréfasími 91 -632727
Græni síminn: 99-6272
Útlönd
Breskir hermenn úr liði Sameinuðu þjóðanna virða fyrir sér lik manns í þorpinu Bandol i Bosníu.
Simamynd Reuter
Serbar herða sókn sína á Gorazde:
Fimmtíu fórust
í sjúkrahúsárás
Flugskeyti Serba grönduðu fimm-
tíu og tveimur sjúklingum og hjúkr-
unarliði í sjúkrahúsi í Gorazde í aust-
urhluta Bosníu á sunnudag. Að sögn
útvarpsins í Sarajevo lifði enginn
sem í húsinu var af árásina. Fleiri
hafa ekki látist í einni árás í fjórtán
mánaða borgarastríðinu í Bosníu.
Lík lágu eins og hráviði á götum
Gorazde í gær og árásarmenn Serba
hertu enn tök sín á borginni sem er
undir stjóm íslamstrúarmanna.
Stjómvöld Bosníu sögðu að Serbar
hefðu hert árásir sínar á svæðið sem
Sameinuðu þjóðimar hafa lýst griða-
stað fyrr íslamstrúarmenn.
Vamarsveitir múslíma í Gorazde
hafa misst 59 menn fallna og rúmlega
eitt hundraö hafa særst í fótgöngu-
liðsárásum Serba.
Bosníustjórn segir að Serbar fremji
hræðilega glæp gegn íbúum Gorazde
þar sem talið er að sextíu þúsund
manns séu innikróaðir.
Yfirmaður heraíla stjómarinnar í
Bosníu hefur fyrirskipaö sveitum
sínum, sem berjast viö sveitir Króata
í miöhluta landsins, að virða vopna-
hlé sem stjórnmálamenn náðu sam-
komulagi um í Genf.
Útvarpið í Sarajevo hafði það eftir
Rasim Delc hershöfðingja að bosn-
íski herinn ætlaðist til að vamar-
sveitir Króata gerðu slíkt hið sama.
Samkomulag um vopnahléið náðist
innan forsætisráðs Bosníu í gær en
þar eiga fulltrúa íslamstrúarmenn,
Serbar og Króatar. Heimildarmenn
sem standa nærri alþjóðlegu sátta-
semjurunum sem höfðu milligöngu
um vopnahléssamkomulagið, vom
þó ekki bjartsýnir á aö það yrði virt.
Reuter
Dómur í Jan Mayen-deilunni:
Mikilvægur fyrir Færeyjar
Lausn deilunnar um hvar draga
eigi línu í hafinu milli Færeyja og
Bretlands getur ráðist af dómnum
sem kveðinn verður upp í dag í Haag
um miðlínuna milli Jan Mayens og
Grænlands.
Frá því aö Englendingar tilkynntu
um verðmætan olíufund aðeins 13,5
sjómílur frá flskveiðilögsögu Fær-
eyja hefur þótt mikilvægt að ákvarða
hvar draga eigi miölínu milli land-
anna tveggja. Færeyingum liggur á
aö fá málið útkljáð þar sem í gangi
er undirbúningur fyrir olíuleit í fær-
eyskri lögsögu.
í október hittast fulltrúar Færeyja
og Bretar á ný til viðræðna um mál-
iö. Hvorugur aðilinn er sagður hafa
áhuga á því að málið komi til Al-
þjóðadómstólsins í Haag.
Ritzau
Mannréttindaráðstefnan í Vín:
Deilt um nærveru Dalai Lama
Dalai Lama, andlegur leiðtogi Tíbet, kveðst (ús til að tala á mannréttindaráð-
stefnunni í Vín valdi það ekki oþægindum. Símamynd Reuter
Dalai Lama, andlegur leiðtogi Tí-
bets, kvaðst í gær vera leiður yfir því
að nærvera hans á mannréttindaráð-
stefnu Sameinuðu þjóðanna í Vín
skyldi hafa leitt til deilna. Samein-
uðu þjóðirnar létu undan þrýstingi
kínverskra yflrvalda og strikuðu
Dalai Lama út af lista yfir mikilvæga
aðila sem boðið hafði verið til opnun-
arhátíðarinnar.
Yfirvöld í Austurríki, sem eru gest-
gjafar ráðstefnunnar, hafa mótr ælt
yfirgangi Kínverja. Vera kam að
utanríkisráðherraAusturríkis íois
Mock, sem búist er við að verði kjör-
inn forseti ráðstefnunnar í dag, virði
að vettugi óskir kínverskra yfirvalda
og bjóði Dalai Lama að tala á ráð-
stefnunni. Það gæti hins vegar leitt
til þess að kínverska sendinefndin
gengi út.
„Ef mér verður boðið að tala og það
veldur ekki miklum óþægindum þá
mun ég auðvitað þiggja boðið,“ sagði
Dalai Lama í gær. Dalai Lama lagði
á þaö áherslu að Kínverjar og Tíbetar
þyrftu sjálfir að leysa deilur sínar en
kvaðst jafnframt þakklátur fyrir at-
hygli Vesturlanda á því sem væri aö
gerastíheimalandihans. Reuter
Konaforsætis-
ráðherra
Kanada
Kim Camp-
bell, varnar- í—
málaráðherra jf . 1
Kanada, var í
gær kjörinn
nýr leiðtogi
ihaldsmanna 1
staö Brians Mulronev, sem
lætur af emhætti eftir níu ára
setu. Hlaut Campbell 53,5 prósent
atkvæða. Búist er við aö Camp-
bell, sem er lögfræðingur frá
Vancouver, taki við eftir eina eða
tvær vikur og skipi þá nýja stjóm
áður en hún hefur baráttu fyrir
kosningarnar síðar á þessu ári.
Nýrvitnisburður
í Palme-málinu
Ikigreglan í Stokkhólmi kannar
nú vitnishurð tveggja kvenna i
sambandi við morðið á Olof
Palme fyrir sjö árum. Segjast
konumar hafa rétt fyrir morðið
hitt á morðstaðnum mann sem
önnur þeirra kannaðist við. Kon-
urnar voru aö koma úr bíói og
gengu fram hjá manninum, sem
er vaxtarræktarmaður, og
spurðu hann hvað klukkan væri.
Hann svaraði þeim hins vegar
ekki.
Aö sögn kvennanna, sem ekki
þoröu fyrr en í vetur að snúa sér
til lögreglunnar, virtist maðurinn
vera með labbrabbtæki hman á
sér. Ýmis önnur vitni hafa sagst
séö aðila með labbrabbtæki ná-
lægt morðstaðnum. Lögreglan
segir ýmislegt benda til aö morð-
kvöldið hafi hópur veriö að und-
irbúa rán nálægt moröstaðnum.
Bæði konumar og maðurinn
sem þær sáu em frá Finnlandi.
Eftirgrennslan lögreglunnar þar
hefurenganárangurborið. tt
Engir hvalir
hafaveiðst
Hingað til hefur áhöfn fyrsta
norska hvalbátsins, sem' fór á
veiöar í síðustu viku, ekki séö
hval en veðrið hefur verið slæmt.
í gær voru nokkrir hvalbátar til
viöbótar komnir á miðin eða voru
á leiðinni. Búist er við fleirum i
dag.
A morgun hefiast hvalveiðar i
vísindaskyni og leggja þeir bátar
sem þátt taka í þeim úr höfn í dag.
Reuter, TT, NTB
Stuttar fréttir
kom nýlega fram opinberlega í
fyrsta sínn eftir sjö vikna veikindi,
aö sögn Xinhua fréttastoftmnar.
Konaíformannssæti
Tansu Ciller, fyrrum hagfræði-
prófessor, veröur væntanlega
fyrsta konan tl að gegna embætti
forsætisráðherra Tyrklands eftir
að hún var kosin formaður
stærsta flokks landsins.
Rafsanjani sigraði
Akbar Hasemi Rafsanjani var
endurkjörinn forseti írans í kosn-
ingum sem fóru fram í gær. Fylgi
hans var minna en áður og bend-
ir til dvínandi vinsældá byltingar
Khomeinis erkiklerks.
Rabinmeðefasemdir
. Yitzhak Rabin, forsætisráðherra
ísraels, lét í Ijós efasemdir um ár-
angur af næstu umferð friðarvið-
ræönanna um Miðausturlönd sem
hefjast í Washington í vikunni,
Námumenn í verkfalii
Verkfall námumanna í Úkra-
ínu, sem lamar um 90 prósent
kolaiðnaðarins í landinu, gæti
stefnt pólitísku og efnahagslegu
jafhvægi landsins í voða.