Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1993, Síða 11
MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ 1993
11
Pantið
Það er ódýrara
^ " listarnir ókeypis
Pöntunarsími 52866
Unnið við byggingu Digraneskirkju. Deilt er um kostnað við kirkjubygging-
una.
Fréttir
Enn deilt í Digranessókn, nú um byggingarkostnað:
Ekkert athugavert við
byggingarkostnaðinn
- segir Magnús Bjamason byggingarstjóri
Samkvæmt heimildnm DV ríkir
enn óánægja einstakra sóknarbama
innan Digranessóknar vegna kirkju-
byggingar sem nú stendur yfir í
sókninni. Deilumar snúast ekki
lengur um staösetningu kirkjunnar
heldur er deilt á sóknamefndina
vegna ákvörðunar hennar um aö
bygging kirkjunnar skyldi ekki boð-
in út að öliu leyti og þannig leitað
hagstæðustu tilboða í 230 milljóna
kirkjubyggingu sem nú er unnið að.
Til samanburðar má geta þess að
nývígð kirkja í Hjallasókn kostaði
rúmlega 100 milljónir.
„Ég kýs að tjá mig ekki um þetta
mál núna. Það er eins og verið sé að
vekja upp einhveijar deilur á ný.
Spumingar geta ieitt til deilna og sú
er undirrót þessara spurninga,"
sagði Þorbjörg Daníelsdóttir, for-
maöur sóknarnefndar Digranes-
sóknar í Kópavogi, í samtab við DV.
Þorbjörg neitaði því alfarið að deilt
hefði verið um kostnað vegna kirkju-
byggingarinnar og að byggingin
skyldi ekki boðin út í einu lagi en
viðurkenndi þó að emhverjar at-
hugasemdir hefðu getað komið fram
á fyrrnefndum sóknarnefndarfundi.
Magnús Bjamason, byggingar-
stjóri Digraneskirkju, sagði í samtab
við DV að um það bb 85% fram-
kvæmdarinnar væru boðin út og
hagstæðasta tbboði tekið í hvem
verkþátt. Inni í þeim 15% sem ekki
vom boðin út er hönnunarkostnaður
með tabnn. Ástæðan fyrir því að
kirkjubyggingin hefði ekki verið boð-
in út í einu lagi væri aðstæður á
markaðnum. í dag væri oft hægt að
fá hagstæðari tilboð ef emstakir
verkþættir væra boðnir út, að auki
hefði hebdarútboð í þessu tbviki ekki
verið mögibegt þar sem hönnun
kirkjunnar væri ekki að fullu lokið.
Aðspurð hvort ekki hefði mátt
byggja ódýrari kirkju sagði Þorbjörg
að þama væri um fúbbúna, vandaða
og stóra byggingu að ræða. Kirkju-
byggingin yrði auk þess ekki tekin í
notkun í einum áfanga.
-PP
Laugaland í Holtahreppi:
Sundlaug
byggð í sumar
Jón Þóröarsan, DV, Rangárþingi:
Bygging sundlaugar hófst á dögun-
um á Laugalandi í Holtrnn og verður
hún staðsett við íþrótta- og menning-
armiðstöð sem reist var fyrir nokkr-
um árum.
Gert er ráð fyrir að laugin, sem
verður 10x16,67 metrar að stærð og
steinsteypt, verði fubbúin í haust
ásamt rennibraut, vaðlaug og heitum
pottum, en búningsaðstaða fyrir
laugina er nú þegar fyrir hendi í
menningarmiðstöðinni.
Nú er nýlega lokið við að grafa fyr-
ir lauginni og fyUa undir hana. Ekki
Uggur fyrir hver kostnaður við fram-
kvæmdina verður þar sem endanleg
útboðslýsing liggur ekki fyrir.
Unnið að jarðvegsframkvæmdum við sundlauaina að Laugalandi en verk-
taki er Grétar Guðmundsson. DV-mynd JÞ
með Flugleiðwn og Eimskip
til Hamborgar eða Amsterdam
Bíllinn þinn fer með Laxfossi eða Brúarfossi til Hamborgar eða Rotterdam.
Þú flýgur með Flugleiðum til Hamborgar eða Amsterdam.
Síðan geturðu ekið hvert sem þig lystir í Evrópu og verið allt að heilan mánuð
í ógleymanlegu ferðalagi fyrir eitt og sama verðið allan tímann.
Verð (flug ogflutningsgjöld):
• 46.100 kr. á manninn m.v. 2 fullorðna.*
• 30.980 kr. á manninn m.v. 2 fullorðna og 2 börnA
Leitaðu nánari upplýsinga og hafðu samband við söluskrifstofur okkar,
umboðsmenn um allt land, ferðaskrifstofurnar eða í síma 690300
(svarað alla 7 daga vikunnar frá kl. 8 -18.)
EIMSKIP
FLUGLEIDIR
Traustur íslenskurferðafélagi
Skattar eru innifaldir í verði. Bókunarfyrirvari er 7 dagar, lágmarksdvöl 6 dagar og hántarksdvöl 1 mánuður.