Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1993, Side 22
22
MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ 1993
Fréttir___________________________________________
Slökkvilið vamarliðsins:
Vann til verðlauna
í brunavörnum
Ægir Mar Kárascai, DV, Suöumesjum;
Slökkvilið vamarliðsins á Kefla-
víkurflugvelli, sem skipað er íslensk-
um starfsmönnum, vann nýlega til
mikilla verðlauna í samkeppni milii
allra slökkviliða bandaríska flotans
og landgönguliðsins um brunavarn-
ir. Þetta er þriðja árið í röð sem þeir
vinna til þessara verðlauna.
Þátttakendur í samkeppninni
skipta hundruðum og keppt er um
besta viðbúnað og árangur í bruna-
vömum mannvirkja í flotastöðvum
og á skipsfjöl.
Slökkviliðið á Keflavíkurflugvelli
annast brunavamir allra fasteigna á
varnarsvæðunum, að meðtalinni
Flugstöð Leifs Eiríkssonar, svo og
allra flugvéla sem leið eiga um flug-
völlinn. Auk þess sjá þeir um hreins-
un hættulegra efna, fermingu og af-
fermingu herflutningaflugvéla,
ísvarnir og snjóruðning á öllum at-
hafnasvæðum flugvéla á vellinum.
Slökkvilið varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli á æfingu. DV-mynd ÆMK.
Þokkalegar horf ur með atvinnu unglinga
Helgi Jónsson, DV, Ólafsfirði:
Atvinnumálanefnd lét nýlega
kanna horfur með atvinnu unglinga
á aldrinum 16-20 ára á Ólafsflrði nú
í sumar.
Könnunin náði til 80 unglinga og
svöruöu 73. Af þeim eru 21 þegar í
fastri vinnu frá því í vetur, þ.e. era
sem sagt komnir út á vinnumarkað-
inn. 21 unglingur er skráður í ungl-
ingavinnuna og 20 höfðu loforð um
vinnu í sumar hjá öðrum atvinnu-
rekendum. Þá era alls 11 af þessum
73 sem ekki hafa fengið loforð um
vinnu.
Könnun á meðal atvinnurekenda
var einnig gerð og kom þá í Ijós að
þeir ætla aö ráða 33-36 einstaklinga
í sumar.
Vinna hjá unglingum á Ólafsfirði
hófst 3. júní sl.
Atvinnuleysistryggingasjóöur
hefur samþykkt umsókn Ólafs-
fjarðarbæjar um 30 störf en bær-
inn sótti reyndar um 36 störf.
Sjóðurinn samþykkti 26 störf
vegna umhverfismála og 4 til
ferðamála. Þessi sarnþykkt bygg-
skráning var í Olafsfirði í mai
Alls eru 500 milljónir króna í
sjóðnum sem sveitarfélög leggja
til, þar á meðal Ólafsfjörður, og
síðan geta sveitarfélögin sótt um.
Tekjuhækkun
langtumfram
landsmeðaltal
Helgi Jónsson, DV, Ólafefirði:
Samband íslenskra sveitarfé-
laga hefur gert könnun á stað-
greiðslu og launum fyrir fyrstu
þrjá mánuði þessa árs og í fyrra.
Staðgreiðsiuhluti sveitarfélaga
yfir allt iandið lækkaöi um 3,71%
fyrstu þrjá mánuöi á þessu ári
miðað við fyrstu þrjá mánuði í
fyrra. Á sama tímabili hækkaöi
staðgreiösluhluti Ólafsfjarðar
um 6,53%, þ.e. hækkaði ur 15,4
milfjónum króna í 16,5 milljónir.
Þá hefur Samband: íslenskra
sveitarfélaga kannað tekjur fólks
fyrir sama tímabil. Laun yfir allt
landið lækkuðu um 1,98% en á
Ólafsfirði hækkuöu þau á sama
tímabili um 12,63%. Latmin
hækkuðu sem sagt úr 206 milij ón-
um króna í 232 mílljónir.
ÓDÝRAR PYLSUR
EIGA EKKI AÐ KOSTA MIKIÐ
Þrátt fyrir gylliboð annarra á ódýrum pylsum
eru Búrfellspylsur á sumartilboði langódýrastar.
Verðið er aðeins 599 kr./kg, sem er 10% lægra
verð en á næstódýrustu pylsunum.
Þegar þú færð þér ódýrar pylsur
skaltu fá þér Búrfellspylsur.