Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1993, Qupperneq 35
MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ 1993
47
Smáauglýsingar
Ódýri tjaldvagninn. Frumsýnum
ódýran og vandaðan, 4ra manna
fjölskylduvagn, með fortjaldi, sem
kemur mjög á óvart, verð aðeins kr.
269.800 stgr., takmarkað magn. Verið
velkomin í sýningarsal okkar.
Víkurvagnar, Síðumúla 19, s. 684911.
Sprite Musketeer hjólhýsi, árg. '88, til
sölu, selst ódýrt. Til sýnis og sölu á
Bílasölunni Bílagallerí, Grensásvegi
3, s. 812299. Þar sem bílarnir seljast.
■ Sumarbústaöir
Heilsársbústaðirnir okkar eru íslensk
smíði, byggðir úr völdum, þurrkuðum
norskum viði. Verð á fullbúnum hús-
um er frá: 35 m2, kr. 2,3 m., 41 m2, kr.
2,7 m„ 45 m2., kr. 2,9 m„ 50 m2, kr. 3,2
m„ 61 m2, kr. 3,6 m. með eldhúsinnr.,
hreinlætistækjum (en án verandar og
undirstöðu). Húsin eru fáanleg á ýms-
um byggingarstigum. Greiðslukjör -
Teikningar sendar að kostnaðarlausu.
RC & Co hf„ s. 670470.
Heilsárshús.
Sumarhúsin okkar eru úr völdu, brot-
þolsflokkuðu efni og þau eru auðveld
í uppsetningu. Stærðir frá 11 m2 upp
í 120 m2. Verðdæmi: 60 m2 hús (sýning-
arhús á staðnum) með 25 m2 verönd
og eldhúsinnréttingu kr. 3,6 milljónir.
Góð greiðslukjör. Teikningar og öll
þjónusta við uppsetningu húsanna.
Trésmiðja Hjörleifs Jónssonar,
Kalmansvöllum 4, 300 Akranesi,
s. 93-12277 & 93-12299, fax 93-12269.
Veljum íslenskt. Arinofnar í þremur
gerðum. Smíðum einnig eldhólf, hlið
og leiktæki. Vélsmiðjan Gneisti hf„
Smiðjuvegi 4E, Kópav., s. 677144, fax
677146. Opið 7.30-17, föstud. 7.30-16.
Merming
Cambrian Brass Quintet
Tónleikar voru á Listahátíð í Hafnarfirði í
gærkvöldi. Þar lék enskur málmblásarakvintett
sem nefnist Cambrian Brass Quintet. Kvintett-
inn skipa Richard Adams, trompet, Andrew
Stone-Fewings, trompet, John Carvell, hom,
Kevin Pitt, básúna, og Melwyn Poore, túba. Á
efnisskránni voru verk eftir Luciano Berio,
Stephen Oliver, Tim Ewers, Peter Maxwell
Davies, Jonathan Dove og Jarmo Sermila.
Stundum taka tónlistarmenn upp á því að
flytja munnlegar kynningar á tónleikum. Oftast
er slíkt heldur hvimleitt. Tónhstarmönnum er
venjulega annað betur gefið en ræðuhöld og ítar-
legar kynningar á tónverkum hljóma iöulega
eins og afsökun. Gott tónverk þarfnast engra
útskýringa. Þar kemur allt sem máli skiptir
fram við hlustun. Stundum reyna menn að vera
fyndnir í kynningum og jafnvel þótt áheyrendur
hlæi af kurteisi eða feimni er árangurinn oftast
sá að andrúmslofti tónhstar hefur verið spillt.
Ef menn þurfa endilega að láta ljós sitt sltína i
töluðu máli er það því betra því styttra sem það
er. Verkin á efnisskránni voru öll frá síðari hluta
Tónlist
Finnur Torfi Stefánsson
þessarar aldar og sum ný. M.a. var eitt verk
frumflutt, Things Remembered eftir Dove. Það
verk er í hálfgerðum jassstfl undir minimalísk-
um áhrifum. Tónamálið byggist á rómantískum
þrí- og fjórhljómum. Þrátt fyrir þennan heldur
íhaldssama efnivið var verkið skemmtilegt og
áheyrilegt og sérlega vel flutt. Call eftir Berio
hafði enn nokkurn ferskleika til að bera þrátt
fyrir mikið stældan stíl. Miðkaflinn dalaði nokk-
uð en upphaf og endir var góður. Verk Sermfla,
Diary Fragments, var einnig skýrt og vel hljóm-
andi og sama má segja um Ricercare no. 5 eftir
Oliver. Önnur verk á tónleikunum náðu ekki
að hreyfa við áheyrendum og á það m.a. við um
verk Davies, March - The Pole Star, sem var
heldur þunnt. Þótt til séu ágæt verk eftir þenn-
an fræga höfund virðist hann vera almennt of-
metinn.
Flutningur Cambrian Brass Quintet var yfir-
leitt góður. Nokkuð var hann misjafn þó og vant-
aði þá upp á bæði hreinleika og nákvæmni, má
nefna verk Ewers sem dæmi um það. Þegar vel
tókst til, eins og í Call, Ricercare og Things
Remembered, fóru þeir félagar á góðum kostum
og varð ekki að neinu fundið.
■ Bátar
Quicksilver gúmmibátar, 4 stærðir.
Mercury utanborðsmótorar. Fjöldi
stærða á lager. Vélorka hf„ Granda-
garði 3, Reykjavík, sími 91-621222.
■ Sendibílar
Atvinnutækifæri. Til sölu Chevy van,
árg. '85,6,2, dísil, hlutabréfog aksturs-
leýfi geta fyigt. Á sama stað óskast
maður til afleysinga á stórum bíl
m/lyftu.
Upplýsingar í síma 91-74929 eða
símboði 984-51570.
Glæsileg Mazda RX7, árg. 87, ek. að-
eins 45 þús. km, bíll í sérflokki, rauð-
ur, óskemmdur. Einnig Suzuki
RM250, árg. '90 (’91), lítið ekinn, í
toppstandi, skuldabr. mögul. Uppl. í
síma 91-41862 e.kl. 19.
Gullfallegur Escort XR3i, árg. '86 (nýja
útlitið), þýskur, ekinn 84 þús. km, sk.
'94, vel viðhaldið, rauður, með sport-
innréttingu, 5 gíra, tvívirk sóllúga,
útv./segulb. Fæst aðeins gegn 420 þús.
kr. staðgreiðslu. Uppl. í síma 91-28792.
Toyota double cab, árg. '89, mikið br„
ek. 60 þ. km, hlutföll, læsingar, spil,
lóran, talstöð, kastarar o.fl., 36" dekk
á 12 'A" felgum, nýr gangur á felgum
getur fylgt, skipti á fólksbíl. S.
93-11418 e.kl. 19 og 985-22307 á daginn.
■ Jeppar
Blazer S-10 1986 til sölu, V6, 2,8 1,
4 gíra, mjög gott lakk, góð innrétting,
álfelgur, varahjólsgrind, kastarar, air
condition, cruisecontrol, dráttarkúla
o.fl. Verð kr. 950.000 staðgreitt.
Upplýsingar í síma 91-666398.
Toyota Hilux, árg. '81, 8 cyl., 4 gíra,
læst drif aftan og framan, 2 tankar,
36" dekk, uppgerður '91, gott svefn-
pláss. Skipti á ódýrari bíl, stað-
greiðslutilboð óskast. Sími 91-811102.
■ Ymislegt
Nú býðst fyrirtækjum og einstaklingum
aðstaða til geymslu á stóru sem smáu
á vöktuðu útisvæði. Bjóðum geymslu-
reiti í öllum stærðum, frá 25 m2 upp
í nokkur þúsund m2. Allt eftir því
hvað -hentar hverjum og einum.
Tökum einnig í umboðssölu vinnu-
vélar, vinnuskúra, timbur, báta o.fl.
Geymslusvæðið hf., Kapelluhrauni
v/Straumsvík, s. 654599, fax 654647.
■ Þjónusta
I11
a 0
□ fl -A
Takið eftir! Dreifi hrossataði á gras-
bletti. Reisi flaggstangir, steypi sökkl-
ana, útvega ód. stangir. Háþrýstiþv.
f. málningu og sprunguviðgerðir.
Annast einnig minni háttar sprungu-
viðgerðir. Skipti um gluggakarma. Og
ýmiss konar trésmíðavinna. Pósthólf
1198, 121 Rvk, sími 985-41467.
^§P BLINDRAFÉLAGIÐ ||^EROAR
KOMDU 06TAKTU
GOMSÆTH HAMBORGARA
HtANSKAR & KOKKimSÖSU
A AÐEINS KRÖNUR
KOMDU OG TAKTU
RJÚKANDI fi PIZZU
Mll
A AOEINS KRÖNIIR
ÁifHBMAR 6 • SM 67 88 67
MYLLAN
íslensk o§
ódýrari!
Kynningarverð
til 17. júní.
Myllu hvítlauksbrauð fást bæði gróf og fín. Þau eru ómissandi með öllum mat.