Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1993, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1993, Side 36
48 MÁNUDAGUR 14. JÚNÍ 1993 Veiðivon Veiðin hefur glæðst verulega í Þverá - mjög fáir laxar 1 mörgum veiðiám Það er langt frá því að byijunin í laxveiðinni sé nokkuð til að hrópa húrra fyrir, fáir laxar hafa sést í þeim veiðiám sem hafa verið opnaðar fyrir * veiöimönnum. Ami Baldursson, leigutaki Laxár í Kjós, segir lítið af iaxi í ánni og veiðimenn, sem voru við veiðar í Kjarrá fyrir tveimur dög- um, urðu lítið varir við fisk. Reyndar var Kjarrá lituð næstum allan tím- ann en hreinsaði sig síðasta daginn. í fyrradag fór reyndar að veiðast í Þverá og í gærkveldi hafði hollið þar veitt á einum og hálfum degi 20 laxa. Þverá hefur gefið 33 laxa „Þaö eru komnir 33 laxar og hollið, sem hefur veriö hjá okkur í einn og hálfan dag, hefur fengið 20 laxa,“ sagði Ólafur Hrútfjörð, kokkur í -veiðihúsinu við Þverá, í gærkvöldi. „Ég held að það sé dagaspursmál hvenær veiðin byijar fyrir alvöru. Veiðin er öll að koma til í Þverá, stærsti laxinn á land ennþá er 14,5 pund,“ sagði Ólafur ennfremur. Veiðin í Kjarrá hefur verið treg síð- an áin var opnuð, komnir 7 laxar. Síðasta holl veiddi einn 14 punda lax. Það eru flugumenn þar efra þessa dagana. Flóðastrengur gaf * þrjá laxa í opnuninni „Það veiddust 6 laxar, frá 9 til 11 pund,“ sagði Óskar Hrafn Ólafsson, skipstjóri á Akraborginni, en hann opnaði Laxá í Leirársveit ásamt fleir- um í gærmorgun. „Við fengum þrjá laxa í Flóða- streng, tvo í Grettisstreng og einn í Vaðstreng. Laxarnir veiddust allir á maðk en við misstum tvo. Við sáum ekki mikið af laxi enda mikið vatn í ánni. Það er eitthvað af fiski í Lax- fossi en hann tekur illa,“ sagði Óskar Hrafn ennfremur. 13laxar hafa veiðst í Laxá í Kjós 5 „Veiðin gengur rólega eins og er, það eru komnir 13 laxar og hann er 11 punda sá stærsti,“ sagði Árni Baldursson í gærkveldi er við spurð- um um Laxá í Kjós. „Opnunarhollið veiddi 9 laxa og sjö Kristján Snæbjörnsson veiddi sjötta laxinn í Kjarrá um helgina og við vor- um á bakkanum þegar þessi 14 punda fiskur kom á land. Meö Kristjáni er Ágúst Pétursson. DV-mynd G. Bender þeirra veiddust á maðk en tveir á flugu. Það hefur sést lítið af laxi enn- þá í ánni en við bíðum eftir næstu straumum," sagði Árni sem hefur veitt tvo laxa á tímabilinu. 14punda veiddist í Myrkhyl í Norðurá „Það eru komnir 60 laxar á land og hann er 14 pund sá stærsti, hann veiddist í Myrkhylnum og það var Jón Hilmarsson sem veiddi hann,“ sagði Guðjón, kokkur í veiðihúsinu við Norðurá í Borgarfirði, í gær- kveldi. „Síðasta holl veiddi yfir 20 laxa en það eru Laxavinir sem eru að veiða hérna núna og þeir friða mest lax- inn,“ sagði Guðjón í lokin. -G. Bender TiBcyimingar broti um líf og starf hollenska listmálar- ans Van Goghs. Sýningar Brúðubílsins Þriðjudagirm 15. júní verður Brúðubíll- inn í Ljósheimum kl. 10 og Malarási kl. 14. Vinningshafar í ferðagetraun Nýrra eftirlætisrétta Dregið hefur verið í ferðagetraun Nýrra eflirlætisrétta, matreiðsluklúbbs Vöku- Helgafells. Vilborg Jóhannsdóttir á Höfn í Homarfirði hlaut aðalvinninginn, ferð fyrir tvo til Parísar á vegum Úrvals- Utsýnar. Að auki voru dregin út nöfn tíu stofnfélaga sem fá bók að gjöf frá Vöku- j Helgafelli. Það er listaverkabók í stóru Sjóvá-Almennar tryggingar hf. styrkja kvennahlaup ISI íþróttasamband íslands hefur falið lands- samtökunum íþróttir fyrir alla (ÍFA) skipulagningu og yflrumsjón Kvenna- hlaups 1993 og er það stefna samtakanna að gera kvennahlaupið að staersta hlaupaviðburði ársins. Markmiðið með kvennahlaupinu er sem fyrr að leggja áherslu á íþróttaiðkun kvenna og holla lífshætti sem konur öðlast meö aukinni þátttöku í íþróttum ásamt skemmtilegum félagsskap og samveru. Sjóvá-Almennar eru aðalstyrktaraðili kvennahlaupsins í ár. Allt í veiðiferðina BYRJAÐ AÐ BÓKA í HAFNARÁ OG EYSTRI-RANGA. LAUGAVEGI 178, SÍMAR 16770 - 814455, FAX 813751 Nýr gítarskóli Gítarinn hf. hefur nýverið stofnað gítar- skóla sem ætlað er að taka á öllum hlið- um gítarleiks. Þar verður kennt á raf- magnsgítar, kassagítar og bassa. Anton Kröyer, eigandi verslunarinn Gítarsins, er kennari að mennt og hefúr starfað sem slíkur um áraskeiö. Magnús Þór Ásgeirs- son er ungur og efnilegur gítarleikari sem einnig mun annast kennslu við skól- ann. Skólinn er til húsa á annarri hæð að Laugavegi 45 (í sama húsi og verslun Gítarsins). Kreppan flutt Antikverslunin Kreppan hefur flutt starfsemi sína í rúmbetra húsnæði að Hverfisgötu 64, Reykjavík. Verslunin kaupir antikhúsgögn og safnaramuni innanlands og erlendis og selur. Opið er mánudaga til föstudaga kl. 12-18 og laug- ardaga kl. 12-14. Verslunin var áður til húsa að Austurstræti 8, Reykjavik. Félag eldri borgara Opið hús í Risinu í dag kl. 13-17. Frjáls spilamennska. Fyrirlestrar Grieg frá sjónarhóli nútímatónskálds Þriðjudaginn 15. júní eru 150 ár liðin frá fæðingu norska tónskáldsins Edvards Grieg. í tilefni af þvi heldur heldur Ath Heimir Sveinsson tónskáld fyrirlestur í Norræna húsinu. Fyrirlesturinn nefnir hann: Grieg frá sjónarhóh nútímaskálds. Hann mun segja frá verkum Griegs, leika á píanó og spha tóndæmi af hljómplötum. Fyrirlesturinn er á íslensku og er um 40 min. að lengd. Allir eru velkomnir og er aögangur ókeypis. Tóiúeikar Grieg-tónleikar í tílefni þess að 150 ár eru hðin frá fæð- ingu norska tónskáldsins Edvards Grieg efnir Listasafn Siguijóns Ólafssonar th sérstakra Grieg-tónleika þriðjudaginn 15. júni kl. 20.30, sem er afmæhsdagur tón- skáldsins. Signý Sæmundsdóttir mun syngja úrval laga efhr tónskáldiö við píanóundirleik Þóru Fríðu Sæmunds- dóttur og Hlíf Siguijónsdóttir fiðluleikari og Kristinn Öm Kristinsson píanóleikari leika sónötu í c-moU ópus 45 fyrir fiðlu og píanó. Námskeið Námskeið í ung- barnanuddi Námskeiðið er ætlað foreldrum ung- bama á aldrinum 1-10 mán. Ungbama- nuddið er byggt á aldagamalli indverskri hefð. Móðirin eða faðirinn nuddar barnið á sérstakan hátt. Nuddið veitir bömun- um velhðan bæði líkamlega og tilfmn- ingalega. Ungbamanudd hefur í mörgum thvikum reynst hjálpa kveisubömum. Nýtt námskeið hefst þriðjud. 22. júni og stendur dagana 24. og 29. júní og 1. júh. Kennari er Ragnheiður Þormar sem hef- ur réttindi frá „Intemational Association of Infant Massage Instmctors". AUar frekari upplýsingar em veittar í síma 91-41734 eftir kl. 19. Leiksmiðja - námskeið í Kramhúsinu 14.-24. júní. Um er að ræða mjög krefjandi námskeið sem byggist meðal annars á kenningum Lee Stras- berg og Stanislavski. Námskeiðið er opið almenningi. Unnið verður út frá að efla næmi fyrir: Umhverfi og aðstæðum, vinnu leikarans, eigin tilfmningum og ímyndunarafli. Leiðbeinendur em Guð- mundur Haraldsson (Drama Center Lon- don) og Þorsteinn Bachmann (Leiklistar- skóli íslands). Aukablað Ferðablað um innanlandsferðir Miðvikudaginn 23. júní nk. mun aukablað um ferðalög innanlands fylgja DV. Blaðið er hugsað sem nokkurs konar handbók fyrir ferðalanginn og þar verður fjallað um ýmis- legt tengt ferðalögum, t.d. hollráð varðandi veiðiferðir, gönguferðir, tjald- og húsvagna o.fl. íslandskort (vegakort) í litþar sem merktireru inn á ailir helstu gistimöguleikar o.fl. Kort með upplýsingum um golfvelli, auk umQöllunar um þá möguleika sem þeir bjóða. Þeir auglýsendur, sem hafa áhuga á að auglýsa i þessu aukablaði, vinsamlega hafi samband við Sonju Magnúsdóttur, auglýsingadeild DV, hið fyrsta í síma 63 27 22. Vinsamlegast athugið að síðasti skiladagur aug- lýsinga er miðvikudagurinn 16. júni. ATH.i Bréfasimi okkar er 63 27 27.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.