Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1993, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1993, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1993 Fréttir Blý í kúlunum - bréf sent umhverfisráðuneyti: Sprengikúlur eða æf- ingakúlur í Helguvík? - mikið magn skotfæra fannst til viðbótar í gærkvöldi Mikið magn skotfæra fannst í höfninni í gærkvöldi. Kafarar sem leita þar töluðu um „heilan haug“ af skotfærum sem fundust rétt við bryggjuna í Helguvík. Þessi skotfæri eru talin af svipuðum toga og þau sem áöur hafa fundist. Skiptar skoðanir eru hjá Vamar- liðinu og sprengjusérfræðingum Landhelgisgæslunnar um hvort skotfærin, sem fundust í höfninni í Helguvík, séu sprengikúlur eða „hættulausar“ æfingakúlur. „Við höfum kannað þessar kúlur og komist að þeirri niðurstöðu að þetta væru sprengikúlur og eru þær hættulegar í fórum þeirra sem ekki vita hvað þeir eru með í höndunum. Núna er ég með röntgenmyndir héma fyrir framan mig og held á einni kúlunni og þær eru holar að innan. Þannig að með hliðsjón af því og lit kúlnanna þá em þetta sprengi- kúlur og við höldum ekki öðm fram á meðan við höfum ekki tekið þær í sundur," segir Sigurður Ásgrímsson, sprengjusérfræðingur Landhelgis- gæslunnar. „Þessar kúlur, sem lögreglan hefur undir höndum, em æfingakúlur sem springa ekki og hefur aldrei verið ætlað að springa enda ekkert sprengiefni í þeim. Þessar kúlur em bláar og blátt þýðir æfingaskot en hitt er annað mál aö það er aldrei hægt að vera viss því gildi litanna breytist með tímanum en það em númerin sem segja til um þetta,“ seg- ir Friðþór Eydal, blaðafulltrúi Vam- arliðsins. Hann segir að Vamarliðið muni kanna þetta mál því Helguvík sé eldsneytishöfn og það kæri sig ekki um aö hafa neitt á botninum sem hugsanlega gæti verið hættu- legt. Litrn- kúlnanna er því deiluefhi beggja aðila þar sem annar telur að blátt tákni að kúlumar séu æfinga- skot en hinn að blátt tákni spreng- kikúlur. Samkvæmt heimildum DV tákna bláar kúlur hjá danska hem- um sprengiskot en litareglur kúlna eru mismunandi á milli heija. Merkingar á kössunum segja að skotfærin séu framleidd árið 1961 og eftír vissan tíma úreldist þau og þá beri að eyða þeim. Málið er'nú í Neytendasamtökin um Miklagarð: Kvartað yf ir háu vöruverði á útsölunni „Fólk hefur kvartað við okkur um að það hafi ekki fengið 15% afslátt við kassann eins og lofað var og aðr- ir hafa talið að það ættu að bjóðast betri kjör í Miklagarði en raun er á miðað við auglýsingu um 15% afslátt af heildsöluverði. Fólk hefur t.d. bent á að vömverð í Bónusi sé lægra," sagði Jóhannes Gunnarsson, for- maður Neytendasamtakanna. „Við hjá Neytendasamtökunum gagnrýnum hins vegar aö afsláttur frá heildsölunni til Miklagarðs er ekki dreginn af því heildsöluverði sem Mikligarður auglýsir tíl neyt- enda og dregur 15% afslátt af við kassann." Jóhannes sagði að ofnotkun Mikla- garösmanna á orðinu heildsöluverð hafi kallaö fram óánægju fólks, miklu eðlilegra væri að kalla þetta rýmingarsölu vegna lokunar eða bara útsölu. -ingo Ekki í samkeppni við Bónus - segir verslunarstjóri Miklagarðs „Ef kassakvittanir fólks sýna ekki 15% afslátt getur það komið með þær tíl okkar og fengiö leiðréttingu. Hugsanlega hafa þá átt sér stað mannleg mistök við kassann en 70 þúsund manns hafa lagt leiö sína hingað undanfama þijá daga og af- greiðslufólkið því orðiö þreytt," sagði Einar H. Bridde, verslunarstjóri Miklagarðs við Sund, en verslunin hefur undanfarið boðið 15% afslátt af heildsöluverði allra vara og enn meiri afslátt af sérvöm. Aöspurður hvers vegna sumar vör- umar væm ódýrari í Bónusi en á útsölunni í Miklagaröi sagði Einar þá ekki hafa verið í samkeppni við Bónus undanfamar vikur. „Þegar ljóst var að hveiju stefndi með verslunina hætti okkar eigin lager að kaupa inn og því þurftum við að panta sjálfir beint frá heild- sölu. Vömverð hækkaði og heild- söluverðiö er bara ekki lægra en þetta,“ sagði Einar. Þórður Sigurðsson sér um matvör- una í Miklagarði og viðurkenndi hann að afsláttur af heildsöluverði væri ekki gefinn út í verðið. „Það er því eina álagningin sem er á vörunni en hún er samt sem áður seld á heildsöluverði. Ég get hins vegar ekkert að því gert þótt mitt heildsöluverð sé hærra en verslana sem hafa hagstæðari samninga um innkaup." -ingo „Fólk alveg brjálað“ - segir Jóhannes 1 Bónusi „Við fylgdumst mjög grannt með þessari útsölu og það var engin vara í Miklagarði sem var ódýrara en hjá okkur. Það er okkar prinsipp að bjóða alltaf lægsta veröið og við vor- um tilbúnir að lækka hjá okkur ef við fyndum ódýrari vöm þama en þaö reyndist ekki nauösynlegt,“ sagöi Jóhannes Jónsson, eigandi Bónuss, í samtah við DV. „Fólk var að koma til okkar alveg bijálað af því það var búið að kaupa eitthvert magn af vöm sem var svo ódýrari hjá okkur. Við erum alltaf að hvetja fólk að vera á varðbergi gagnvart slíku, þetta var bara tíma- bundið „show “. -ingo Bensínverð lækkar hjá Esso og Olís Bensínverð lækkaði hjá Oiíuversl- m íslands og Olíufélaginu hf., Olís ig Esso, í gærmorgun í kjölfar lækk- mar á heimsmarkaösveröi. Lækk- min nemur innan viö 1%. 92 oktana bensín er nú lægst hjá ísso, 95 oktana bensín er lægra hjá Dlís og Esso en hjá Skeljungi og 98 iktana bensín er lægst hjá Olís. Olís lækkaöi lítrann á 92 oktana jensíni um 50 aura og kostar hann pví 65,70 kr., 95 oktana bensín lækk- löi um 60 aura, 168,10 kr., og 98 okt- ana bensín lækkaði um 60 aura, í 71,30 kr. lítrinn. Esso lækkaði lítrann á 92 oktana bensíni um 50 aura í kr. 65,60, á 95 oktana um 60 aura, í kr. 68,10 og á 98 oktana bensín um 50 aura, í kr. 71.50 lítrann. Skeljungur hefur ekki lækkaö bensínið en þar kostar 92 oktana bensín 66,20 lítrinn, 95 oktana bensín 68.50 og 98 oktana bensín 72,10 kr. -ingo Fólk sankar að sér, vill ekki fara á mis við neitt og eiga nóg af öllu, helst meira en þarf aö nota,“ segir Sigurjón Björnsson, prófessor i sólarfræði um kaupæði íslendinga I Miklagarði. DV-mynd ÞÖK Kaupæðið í Miklagarði: Frumstæðar kenndir - segir Sigurjón Bjömsson prófessor „Þetta er nú dálítíö frumstæð kennd sem þama kemur fram, þ.e. að sanka aö sér, vilja ekki fara á mis viö neitt og eiga nóg af öllu, helst meira en maður þarf að nota,“ sagði Siguijón Bjömsson, prófessor í sál- arfræði við HÍ, aðspuröur hvaða hvatir lægju að baki kaupæðis ís- lendinga. Siguijón sagði að það væri ákveðin hefð fyrir þessu í þjóðfélaginu sem skapaðist m.a. af öryggisleysi. „Oryggisleysið stafar sjálfsagt bæði af uppeldisþáttum og þjóðaraðstæð- um. Við búum í erfiöu landi þar sem óöryggi gætir bæði til sjós og lands, búast má viö jarðslqálftum og eldgos- um hvar sem er og samgöngur em oft tregar. Strax og eitthvaö kemur upp á erum við ákaflega fljót að missa fótanna og því notum við hvert tækifæri til að tryggja okkur.“ -ingo höndum Jóns Eysteinssonar, sýslu- mannsins í Keflavík, og segir hann að formleg beiðni hafi verið send Landhelgisgæslu þar sem farið er fram á rannsókn á skotfærunum sem fundust. Á meðan sú niðurstaða ligg- ur ekki fyrir verði beðið. Þó hefur umhverfisráðuneytínu verið sent bréf því blý er í skotfærunum og óheimilt er að fleygja því í sjóinn. Þá hefur einnig verið farið fram á aö höfnin veröi hreinsuð. -PP Stuttar fréttir Á tímabilinu 1. apríl til 31. okt- óber verður framvegis tekin upp gjaidskylda fyrir afnot afmark- aöra langtímastæða norðan og vestan megin við flugstöð Leifs Eiríkssonar. Stæðisgjald er 220 krónur fyrir hvem sólarhring. A afmörkuðum svæðum fyrir framan aðalanddyri flugstöðvar- innar verður óheimilt að leggja bifreiðum lengur eri 3 stundir samfleytt. Á þessum bílastæðum er liægt að leggja bifreiðum ókeypis. . Formaður Kennarasambands islands telur fjárskort eiga stóran þátt I því að þörfin fyrir sér- kennslu í grunnskólum er aö aukast. Bylgjan greinir Irá. Stjóm Eldeyjar hefur ákveðið að taka tilboði íslenskra aðal- verktaka í Eldeyjarboða. Aðal- verktakar ákveða í næstu viku hvort staðið verður viö tflboðið. Gengi smáskifu Bjaikai- Guð- mundsdóttur hefur ekki verið eins gott og búist var við, skífan -er 1 70 Útgefendur em þó mtar Um það bfl fimmtíu bflar á dag, að meðaltali. hafa skemmst i Allir umhverfisspillandi hlutir á Hólmavík em skráðir á svartan lista hreppsins sem dreift er í hús. íbúar, sem ekki hirða lóð sina vel, lenda því á listanum. Ökumaður fólksbfls á Reyða firöi varö í gær fyrir stóru] steini sem skaust undan hjí vömbfls $em keyrði framhj Steinninn skaust inn um hliða tnannsins. Farið var með hann á sjö spor saumuð í andlit hans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.