Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1993, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1993, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1993 Fréttir Alltaf meðhjálm Þær Sara Jónsdóttir og Tinna Rós Vilhjálmsdóttir, 7 ára telpuhnokkar á Tálknafirði, hafa tekið vel eftir leið- beiningum frá Umferðarráði, lög- reglu og fleiri og segjast alltaf nota hjálm þegar þær eru úti að hjóla. „Við viljum ekki meiða okkur á höfð- inu ef við dettum," segja þær. Fyrir utan hjólreiðarnar finnst Söru og Tinnu skemmtilegast að passa og róla sér. DV-mynd hlh Bæjarráð Hafnarfjarðar: Tveir bæjar- fulltrúar mótmæla formannsvali Valgerður Guðmundsdóttir og Jóna Ósk Guðjónsdóttir, fulltrúar Alþýðuílokks í bæjarstjórn Hafnar- fjaröar, eru óánægðar með hvernig staðið var að vali á formanni bæjar- ráðs Hafnarijarðar. Á fundi fuUtrúaráðs Aiþýðuflokks- félaganna í Hafnarfirði og bæjarfull- trúanna á miðvikudagskvöld var til- kynnt að Tryggvi Harðarson yrði næsti formaður bæjarráðs um leið og lagt var til að Ingvar Viktorsson tæki við af Guðmundi Árna Stefáns- syni bæjarstjóra. Valgerður Guðmundsdóttir bæjar- fulltrúi segist vera óánægð með að val á nýjum formanni bæjarráðs skyldi afgreitt á þessum fundi í stað þess að bæjarfulltrúarnir hittust og ræddu máÚn. „Við ákváðum báðar að vera heima til að mótmæla þess- um vinnubrögðum í stað þess að fara á fundinn," segir hún. -GHS Árekstur: Sofnaði undirstýri Talið er að ökumaður á Trabant hafi sofnað undir stýri snemma í fyrradag á Reykjanesbraut, skammt frá Straumsvík, þegar bifreiðin lenti utan í annarri fólksbifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Við áreksturinn hentist Trabant- inn út fyrir veg og eldur kom skjótt upp í honum. Ökumaður var einn í Trabantinum og tókst honum að forða sér áður en bifreiðin stóð í ljós- um logum. Enginn slasaðist alvar- lega í þessu óhappi en flytja þurfti báðar bifreiðamar á brott með kranabíl. -bjb B.B. BYGGINGA VORUR KYNNA VEONA OPNUNAR A NYRRI 06 6LÆSILE6RI VERSLUN AÐ HALLARMÚLA 4 VEITUM VIÐ Sláttutraktor ÁÐUR 188.244,- NÚ 150.595,- SLÁTTUVÉLAR HJÓLBÖRUR HRÍFUR GARÐÁBURÐUR SLÖNGUR GARÐÁHÖLD AF5LATT AF ÖLLUM GARÐVÖRUM OPIÐTILKL. 14 Á LAUGARDAG Bensínsláttuvél, 3,5 hö. ÁÐUR 21.700,- NÚ 17.360,- UÐARAR SKÓFLUR KLIPPUR SLÖNGUTENGI SLÁTTUTRAKTORAR KANTSKERAR HANSKAR FÍFLAJÁRN KLÓRUR ARFASKÖFUR RAFMAGNSSLÁTTUORF OG MARGT FLEIRA... EINNIC EICUM VIÐ ALLTTIL MALUNAR UTANHÚ5S PINOTEX OG ÚTIMÁLNINC Á BESTU VEROUM í BÆNUM D D O HALLARMÚLA 4 1 05 REYKJAVÍK SÍMI 33331 LAMBAKJÖT E R BEST Á GRILLIÐ Framhryggjar- sneiðar með a.m.k. 15% grillafslætti I næstu verslun færðu nú lambakjöt á afbragðstilboði, - tilbúið beint á grillið. QDia

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.