Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1993, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1993, Blaðsíða 32
LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1993 M „Þessi atburður fer aldrei úr minni mér, ég var svo ungur þegar þetta gerðist að það er eins og þetta hafi verið lamið inn í mig,“ sagði Björn Kjaran sem var aðeins 13 ára dreng- ur á Súðinni þegar þýsk orrustuvél réðst á skipið fyrir fimmtíu árum. Strandferðaskipið Súðin var á sigl- ingu utarlega á Skjálfandaflóa á leið til Akureyrar þann 16. júní 1943. Þá bar svo við að þýsk orrustuflugvél gerði heiftarlega árás á skipið, varp- aði sprengjum að því og skaut á það úr vélbyssum og faUbyssum. Tveir menn létust í árásinni, tveir aðrir særðust hættulega og nokkrir minna. Bjöm Kjaran, sonur skipstjórans á Súðinni, Ingvars Kjaran, rifjar upp í viðtali við DV þennan örlagaríka at- þurð fyrir fimmtíu árum. Kom undan sól „Þennan dag var rjómalogn, glampandi sólskin og hiti. Breskir togarar voru þama skammt undan á veiðum. Rétt eftir hádegið vorum við uppi á dekki, nokkuð margir í þessu góða veðri. Þá sáum við hvar flugvél kom undan sól. Við fórum að fylgjast með henni og velta fyrir okkur hvað- an hún gæti verið. Héldum í fyrstu að þetta væri ensk vél sem væri að fljúga yfir okkur, eins og þær gerðu svo oft á stríðsárunum. Allt í einu standa logamir út úr henni. Kúlumar lentu fremst í skip- inu og alveg aftur eftir öllu. Þá var eins og mér hefði verið ýtt niður við stól bak við lunningu. Kúlnahríðin fór allt í kringum mig. Hinir hlupu í skjól og eftir því sem ég man best þá var Guömundur, einn skipveij- anna, á leiðinni aftur eftir þegar sprengikúla lenti í tréhurð og hún splundraðist í hann. Hann fékk á annað hundrað sár. Næst man ég að skipið tókst á loft þegar sprengjurnar sprungu við hliðina á því vegna þess að þrýstingurinn var svo mikill. Árásin stóð ekki yfir nema í eina til tvær mínútur. Eftir það fór vélin frá okkur og flaug út undir sjóndeild- arhringinn, sveimaði þar þangað til það fór að rjúka úr skipinu, þá komu þeir ekki aftur.“ Bjöm Kíaran hafði fengið að fara eina ferð með föður sínum, skipstjór- anum á Súöinni, þegar þetta gerðist. „Ég var í sveit á Norðvesturlandi og bóndinn fór með mig á bát inn til Hólmavíkur til að hitta föður minn. Bretarnir mönnuðu byssumar Seinna vom ýmsar.getgátur uppi um af hverju skotið hefði verið á Súðina, sem var greinilega merkt með íslenska fánann og fánalitina í skorsteininum. En aldrei hefur feng- ist svar viö því hvers vegna árás var gerð á skipið. „Þær vom alltaf á ferðinni, þessar þýsku vélar. Ég hafði verið í sveit í Hornafirði og Þjóðverjarnir flugu oft þar yfir. Þeir flugu stundum þaö lágt að maður gat séð þá og veifað þeim. Þetta var orðið svo daglegt brauö að manni datt ekki í hug að þeir myndu gera árás á okkur frekar en að þeir myndu ráðast á bresku togarana sem voru skammt frá og vopnaðir. Áhöfn- in var búin að manna byssurnar og tilbúin ef á þá yröi ráðist. Véhn hreyfði hins vegar ekki við þeim.“ Mildi að ekki fór verr Bjöm sagði að röð tilviljana- kenndra atburða heföi gerst í kring- um árásina og að sannast hefði hið fornkveðna að ekki yrði feigum forð- að né ófeigum í hel komið. „Þótt við töpuðum tveimur mönn- um þá fór þetta betur en á horföist. Þegar þetta gerðist var aðeins einn farþegi með skipinu en venjulega voru fleiri farþegar um borð. Ef þeir hefðu verið fleiri hefðu þeir allir ver- ið uppi á dekki og miklu meira mann- fall orðið. Það sem þótti einnig mildi var að fyrr um morguninn hafði pabbi lagt sig. Ef hannflefði verið annars staðar í herberginu en í kojunni heföi hann sennilega ekki hfað þetta af því það kom byssukúla inn í herbergið og allt splundraðist. Á Súðinni var háseti sem ég þekkti ágætlega því ég haföi oft áður verið með föður mínum á skipinu. Háset- inn var frá Þingeyri. Þegar skipið kom þangað, skömmu fyrir árásina, var móðir hans mjög veik og var ekki hugað líf. Pabbi leyföi honum að fara til þess aö vera hjá móður sinni ef hún skyldi nú deyja. Því var tekinn annar maður frá ísaflrði í hans stað í smátíma. Hann var settur við stýrið þar sem hinn hafði staðið og var annar tveggja sem féhu í árás- inni. Þegar skipiö kom síðan til Reykjavíkur eftir árásina var hinn Fimmtíu ár síðan þýsk orrustuflugvél gerði árás á Súðina: Kúlnahríöin fór allt í kringum mig Ég sagði við hann að mér líkaöi ekki vistin og hann tók mig með sér á Súðina. Hann hefur sennUega ætlað að hvUa mig og láta mig fara eina ferð og skUa mér aftur í Hólmavík. En það varð auðvitað ekkert úr því.“ Gekkberfættur á glerbrotum „Eftir árásina stóö ég upp og ráfaði aftureftir. Það blæddi úr mér og ég var með sár á hausnum, bakinu og síðunni Ég hef sennUega fengið í mig flísar úr hurðinni og var náttúrlega hræddur við blóðið. Það var kviknað í bátaþUfarinu sem var úr timbri og einnig voru lííbátar sundurskotnir. Þá sá ég að skipveijamir voru að fara í bát og ég var híföur niður. Faðir minn haföi lagt sig áður en þetta gerðist og hurðin sem splundr- aðist var í dyrunum þar sem gengið var inn til hans. Hann kom út ber- fættur á nærfötunum og gekk þama á glerbrotum og drasli. Hann varö hræddur þegar hann sá líkama Uggja - segir Bjöm Kjaran, einn skipverjanna Tveir menn létust af sárum i árásinni á Súðina. Hér má sjá hvar skips- menn fylgja iikkistum hinna föllnu félaga sinna til skips á Húsavik 1943. Myndin er fengin úr bókinni Virkið í norðri og var tekin af Sigurði P. Björns- syni. alblóðugan því hann hélt í fyrstu að þetta væri ég, en sá að svo var ekki. Þá var ég kominn áleiðis aftur eftir skipinu. Hann fór beint upp í brú og stöðvaði skipið, sagði öllum að fara í bjargbáta og blístraði neyðarflautu. Það heyrði einnig áhöfn bresku tog- aranna. Hér er Björn ásamt föður sinum, Ingvari Kjaran, um borð i Súðinni. Myndin var tekin skömmu áður en árásin var gerð á skipið. Við yfirgáfum skipið og Bretamir komu og sóttu okkur í björgunarbát- ana og fóra með okkur um borð í einn togarann.“ kominn og móður hans batnað. Þeg- ar ég fer að hugsa um þetta eftir á þá er þetta einkenrúleg tilviljun." Fékk sjokk Bresku togararnir fluttu áhöfn Súðarinnar tU Húsavíkur, sem var næsta höfn, og var farið með hina særðu á sjúkrahús. „Þegar viö vorum komnir í land fór ég á spítala á Húsavík og var þar í tíu daga. Ég hafði fengið sjokk og þurfti því tíma til þess að jafna mig. Faðir minn fór aftur út með togaran- um og nokkrir menn með sem vom frískir. Þeir fóru þangað sem Súðin var og hún var dregin til Húsavík- ur.“ Bjöm Kjaran lét þennan atburð ekki aftra sér frá því að fara á sjó aftur 1945, sem háseti eða viðvaning- ur eins og þaö var kaUaö. Árið 1972 varð hann skipstjóri hjá Eimskip og vann við það allt tíl 1985 en varð þá að hætta vegna veikinda. -as

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.