Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1993, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1993, Blaðsíða 30
LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1993 42 Trimm Sri Chinmoy og Carl Lewis. Friðarhlaup '93 Friðarhlaupið verður haldið í dag og á morgun. Friðarhlaupið er sam- tímis hlaupið í sjö heimsálfum og talið að um !4 mÚljón manna muni leggja að baki 80.000 kílómetra vega- lengd í þágu friðar. í dag verður lagt af stað frá Hafnarfirði (Víðistaðatúni kl. 11.30 og Mosfellsbæ (íþróttamið- stöðinni við Varmá) kl. 12.00 og hlaupið niður að Hljómskálagarðin- um í Reykjavík. Friðarhlaupið kem- ur til Garðabæjar (Flataskóla) kl. 12.00 og Kópavogs (Rútstún) kl. 12.45. Á öllum þessum stöðum verða at- hafnir og að þeim lokmrni hlaupa bæjarstjórar með friðárkyndilinn. í Hljómskálagarðinn verður síðan komið kl. 14.00 og þá verður upphafs- athöfn í Reykjavík. Að henni lokinni hefst 24 tíma hlaup umhverfis Reykj- víkurtjöm sem lýkur kl. 15.00 á sunnudag með lokaathöfn. Eymundur Matthíasson er skipu- leggjandi friðarhlaupsins hér á landi. Friðarhlaupið er boðhlaup í ólymp- ískum anda þar sem áherslan er lögð á vináttu og frið í gegnum íþróttír. Logandi kyndill er látinn ganga á milli manna, frá einni hendi til ann- arrar, frá einu landi tíl annars og mynda þannig táknrænan ljósbaug friðar umhverfis hnöttinn. Hvert og eitt okkar getur lagt lóð sitt á vogar- skálar friðarins því innri friöur, væntumþykja og eining í hjarta mannsins er forsenda ytri friðar. í hvert sinn sem friðarkyndillinn berst frá manni til manns, verður einingarloginn aðeins bjartari. Sri Chinmoy maraþonliðið skipuleggur friðarhlaupið. Það eru alþjóðleg hlaupasamtök sem leggja rækt við að efla persónulegan þroska í gegn- um íþróttir og trúa því að íþróttir getir verið máttugt tæki til að vinna að framgangi friðar. Friðarhlaupið í ár byijaði í apríl síðastiiðnum þegar fuiltrúar frá rúmlega 80 löndum komu saman við aðalstöðvar Sam- einuðu þjóðaima í New York þar sem kyndlar þeirra voru tendraðir af ein- um kyndli sem tákn um heimsein- ingu. Vemdari friðarhlaupsins hér á landi er forseti íslands, Vigdís Finn- bogadóttir, og eru allir velkomnir í Friðarhlaup ’93 hvar og hvenær sem er. Þolraun Nafn: Eymundur Matthíasson. Keppnisgrein: 47 mílna hlaup. (75 km). Keppnisstaður: New York. Árið: 1992, 27. ágúst. Þátttakendur: 70. Ég hafði komist þessa vegalengd árið á undan á átta klukkustundum og 45 mínútum. Takmarkið var að komast undir átta klukkustundir. Byrjað var kl. 12 á miðnætti vegna hitans en rakinn var mjög mikill. Fer rólega af stað Allt er þetta nú rólegt framan af, ég held vel aftur af mér og ætla ekki að hrynja niður í miðju hlaupi. Eftir 4 klst. fer heldur að síga í, vöðvarnir að stífna og maginn ekki í réttum skorðum. Verð að fara varlega með hvað ég læt ofan í mig. Tveimur klst. síðar Vöðvar orðnir mjög stífir og mér er flökurt. Ég á erfitt meö að halda einbeitingu. Ég ætla að klára hlaupið hvað sem það kostar. Þarf orðið að ganga tölvert en sumir eiga greini- lega í meiri erfiðleikum en ég. Hitinn virðist vera aö aukast. Tekstmérþetta? Klukkustundu síðar. Ekki langt eftír. Ég verð að þrauka. Hugsunin orðin þokukennd. Þröngva ofan í mig drykkjum þrátt fyrir hávær mót- mæh magans sem virðist vera hætt- ur að taka við. Sársaukinn orðinn mikih. Ég skal klára. Loksins eftír 7 klst. og 57 mín. kem ég í mark. And- leg sæla, stór sigur. E.M. Eymundur Matthíasson ultra mara- þonhlaupari. Trímla Sé skrokkurinn sífeht til vansa er sjálfsagt að fara að dansa og stunda þá mennt sem mörgum var kennt að svíf um í Óla skansa. J.B.H. Nota brekkur til að auka styrk og þol Jeppaáhugamaður og torfærutröh búsettur austan við fjall var vanur að mæla erfiðleika út frá brekkum. Ef erfiðleikar voru miklir sagði hann gjaman: Þetta er brekka, maður. Ef hann hins vegar sá einfalda lausn á erfiðleikunum sagði hann gjaman: Þetta er ekki nokkur brekka. Þessi jeppaáhugamaður vissi sem var hversu brekkur geta verið erfiðar viðfangs en jafnframt gefandi fyrir forfallna jeppaáhugamenn. En brekkur geta einnig veriö gef- andi fyrir fleiri en jeppaáhugamenn. Brekkur auka styrk og úthald skokk- ara/hlaupara. Gott er aö hafa brekk- umar 100-300 m langar og hlaupa á góðum hraða upp þær. Við gætum byijað á því að hlaupa upp 5 sinnum og auka um einn sprett á tveggja vikna frestí. Það er mjög góð æfing að hlaupa hring þar sem í era 1-2 brekkur og 1-2 kaflar þar sem hægt er að taka spretti á jafnsléttu. 7. vika 27/6-3/6 Lengd Sunnd. Mánd. Þriðjd. Miðvd. Fimmtd. Föstd. Laugd. Samt. km 10km 8 km ról. 5 km ról. 4kmjafnt 7kmról. 5kmbrekkur Hvíld 5kmjafnt 34 21 km 16 km ról. 7 km ról. 6kmjafnt 12kmról. 8kmbrekkur Hvíld 7kmjafnt 56 í þessari viku bætum við einum degi verður áfram okkar hvíldardagur. léttu trimmi 1-3 km áður en byijað við i æfingaáætluninni og hlaupum Brekkusprettir koma inn á fimmtu- er á þeim og trimma svo niður eftír núna 6 sinnum í viku. Föstudagurinn daginn og gott er að hita upp með sprettina 1-3 km. J.B.H. Heilræði Hjartasjúkdómar valda næst- um því þriðjungi allra dauðsfaha í vestrænum iðnríkjum. Einn af fyrirbyggjandi þáttum hjarta- sjúkdóma er að stunda trimm. Best er að stunda líkamsæfingar þar sem um er að ræða stöðuga hreyfingu eða álag jafnt og þétt (t.d. göngu, skokk eða sund). Slík- ar æfingar styrkja hjartað, lung- un og vöðvana. Þar sem áreynsl- an er ekki stööug, t.d. við iðkun lyftínga ertu ekki að styrkja hjarta né lungu nema að mjög takmörkuðu leyti. (Heimihslæknirinn I.)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.