Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1993, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1993, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1993 Kvikmyndir ■ - stubrún Hér er Stallone i erfiðri aðstöðu. Sylvester Stallone hefur átt frekar erfitt uppdráttar undanf- arin ár. Myndir hans hafa ekki slegið í gegn og raunar hefur hann meira verið í sviðsljósinu vegna umtals mn kvenfólk en kvikmynda. En nýjasta myndin hans Stallone, sem ber nafnið Clifihanger, hefur fengið þokkalega dóma sem ágætis af- þreying þar sem aldrei slaknar á spennunni frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Þarna er Stallone í essinu sínu en segja má að það sama gildi yfir þá félaga Stallone, Amold Schwarzenegger og Clint Eastwood að myndir þeirra eru þeim mun betri þeim mun minna sem þeir tala. Þeir kapp- ar eru menn átaka og spennu eins og sést best á þvi hve mis- lukkaðar þær gamanmyndir hafa veriö sem þeir hafa leikið í. Gott dæmi um þetta eru síð- ustu myndir Stallone, Oscar og svo Stop! Or My Mom Will Sho- ot You, sem fáir sáu. Einfaldur söguþráður Clifíhanger gerist uppi í fjöll- um eins og nafniö ber með sér. Söguþráðurinn er einfaldur þar sem dregnar eru skýrar línur milli góðu og vondu gæjanna. í upphafi myndarinnar förum við ár aftur í tímann og fylgj- umst með Gabe Walker (Stall- one), björgunarsveitarmanni að atvinnu í Colorado-fylki, þegar hann reynir að bjarga ungri óreyndri stúlku sem hafði klifið einn erfiðasta tindinn í Rocky íjallgarðinum og lent í vandræðum. Stúlkan er vin- kona Hal Tucker (Michael Roo- ker) sem er samstarfsmaður Gabe. En björgunin mistekst og Gabe horfir á hana falla niöur klettana og láta þar lífið. Ári seinna, þegar Gabe snýr aftur til Colorado, á hann erfitt meö að aðlaga sig sínum fyrri heimkynnum. Hann á í deilum við vinkonu sína, sem ber heitið Jessie (Janine Tumer), og Ted vinur hans kennir Gabe um dauða vinkonu sinnar. Það er því ekki auðvelt fyrir Gabe að gera upp hug sinn um hvort hann treysti sér til að halda áfram störfum sem björgunar- sveitarmaður. Flugrán Þá er komið að næsta þætti. Flugvél frá fjármálaráöuneyti Bandaríkjanna er rænt á flugi. Ástæðan er 60 milljarðar króna í lausafé sem hópur glæpa- manna ætlar sér að komast yf- ir. Þegar þeir reyna að ferja peningatöskumar eftir vír yfir í aðra flugvél á þeirra vegum, meðan flogiö er yfir Colorado, vill svo illa til að þær detta nið- ur í fjalllendið. Til að kóróna atburðarásina neyðist flugvélin síðan til aö nauðlenda í fjöllun- um með alla glæpamennina innanborðs og þar að auki er óveður í aðsigi. Svo er það loka- þátturinn. Þeir félagar Hal og Gabe em fengnir til að reyna að bjarga farþegunum en þegar þeir koma á staðinn sem bjarg- vættar em þeir teknir sem gísl- ar og neyddir til að hjálpa ræn- ingjunum að reyna aö finna ránsfenginn. Spennan magnast dag frá degi og ekki einfaldast máhð þegar Jessie kastar sér niöur í fallhlíf til hjálpar, ómeö- vituð um ástandið. Mikil spennumynd Þaö era mörg stórkostleg glæfraatriði í myndinni enda býður umhverfið upp á það. Þótt. myndin eigi að gerast í Colorado var aðeins lítill hluti Umsjón Baldur Hjaltason hennar tekinn þar heldur í ít- ölsku Ölpunum og Róm. Leik- stjórinn, Renny Harlin, finnsk- ur að þjóðemi, er ekki heldur óvanur að leikstýra spennu- myndum enda var hans síðasta verk Die Hard 2. Því hafa gár- ungamir kallað Clifihanger í gamni Die Hard on a Mountain. Renny Harlin hefur verið tahnn hálfgert undrabam sem leik- stjóri því honum tekst yfirleitt einstaklega vel að halda spenn- unni uppi frá upphafi til enda án þess að myndin detti niður inn á milli eins og oftast vih verða. Upphaflega voru þeir Stahone og Harhn fengnir til að vinna saman að mynd sem bar heitið Gale Force. Þeir vom ekki ánægðir með handritiö svo þeir settust saman niður og reyndu að hressa upp á spennuna í efn- isþræðinum. En á sama tíma sendi bandaríska fyrirtækið Carolco þeim handritið að Clifí'- hanger sem átti að gerast í Col- orado. Harhn neitaði í fyrstu að leikstýra svona spennumynd því að hann var orðinn þreyttur á hamaganginum sem fylgir gerð spennumynda og hafði engan áhuga á að gera eina Die Hard mynd th vibótar. Hann vildi gera rómantíska mann- lega mynd um fólk svona th th- breytingar. En eftir að hann og Stahone höfðu setið yfir hand- ritinu og umskrifað það a.m.k. átta sinnum gáfu þeir grænt ljós á gerð myndarinnar og nú hef- ur árangurinn komið í ljós. Þess má geta að Clifíhanger verður fnunsýnd í Stjörnubíó fyrstu vikuna í júh. Evrópsk áhrif í banda- rískum kvikmyndum Það er bæði athyghsvert og gam- an að sjá hve mikið Bandaríkja- menn em famir áö leita í smiöju Evrópubúa hvað varðar hugmynd- ir að söguþræði fyrir bandarískar kvikmyndir. Það hefur löngum loð- að við Hohy wood aö þar komi fram fáar góðar hugmyndir að handriti en ef „original" mynd slær í gegn em fáir sem standast samkeppnina við Hohywood þegar kemur að því að búa th fleiri myndir byggðar á sömu hugmynd. Bandarískir kvik- myndaframleiðendur hafa um ára- bh keypt réttinn th að gera „banda- ríska útgáfu“ af vinsælum erlend- um myndum. Joseph Losey gerðir myndina M árið 1951 sem var end- urútgáfa af hinni þekktu M sem Fritz Lang gerði 1931. Seven Sam- urai, sem Kurosawa leikstýrði var fyrirmynd The Magnificent Seven og svo mætti lengi telja. Af nýlegum myndum má nefna Scent of a Woman sem er byggð á ítölsku myndinni Profuma Di Donna sem Dino Risi gerði 1976, og Sommersby með Richard Gere og Judie Foster í aðalhlutverkum, sem er byggð á frönsku myndinni The Retum of Martin Guerre. Fáar þessara mynda hafa orðið stór- myndir undanfarin ár ef undan- skildnar em Scent of a Woman og svo Three Men and a Baby. Hins vegar hefur samkeppnin milh kvikmyndaveranna harðnaö að undanfomu og er staðan orðin sú að sum kvikmyndaverin kaupa sýningarréttinn að evrópsku myndunum til að tryggja það að þær verði ekki sýndar vestanhafs áður en endurútgafa þeirra sjálfra kemur á markaöinn. Tværgóðar Nýlega vom framsýndar í Evr- ópu tvær bandarískar spennu- myndir byggðar á evrópskum myndum. Það eru myndimar The Vanishing og svo The Assassin. í fyrra thvikinu er verið aö endur- gera mynd sem er byggð á sam- nefndri hollenskri kvikmynd sem sló í gegn í evrópu 1988. Þaö sem er dáhtið sérstakt við The Vanis- hing er að hinn hohenski leikstjóri myndarinnar var fenginn th að leikstýra þeirri bandarísku. Hann ber Hohywood ekki söguna vel, segist hafa orðið að hlýða stjóm- endum kvikmyndaversins í hví- vetna og þegar forsýningar á myndinni gáfu ekki nógu góð við- brögð frá áhorfendum var þess krafist að nýr endir yrði gerður. Þegar leikstjórinn reyndi að malda í móinn var ekki hlustað á hann. Það er því mikill munur að vera leikstjóri í Evrópu eða Bandaríkj- unum. Það verður forvitnhegt að sjá hvernig Evrópubúar taka endurút- gáfunni að hinni persónulegu frönsku mynd Nikita sem nú ber heitið The Ássassin. Nikita hehlaði margan kvikmyndahúsagestinn fyrir nokkrum árum þegar hún var sýnd í Háskólabíói enda frönsk spennumynd af hæsta gæðaflokki. Nú er þaö Bridget Fonda sem fer meö aðalhlutverkið. Evrópski kvikmyndaiðnaðurinn virðist taka þessari þróun með ró. Hann er far- inn að hta á þetta sem nýja útflutn- ingsgrein því allir verða jú að borga fyrir að afrita verk annarra. Það er Bridget Fonda sem leikur Nikita.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.