Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1993, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1993, Blaðsíða 52
1 Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast' 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstiórn - Auqivsingar - Áskrift - Preifing: 632700 Frjálst, óháð dagblað LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1993. Verður gengið fellt? „Þorskkvóti næsta árs verður ræddur á ríkisstjómarfundi um helgina en það er óvíst hvort tekin veröur ákvörðun," sagði Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra við DV. Ríkisstjórnin mun funda á morgun og flalla um þorskkvóta næsta árs og efnahagsaðgerðir. Búist er við að þorskaflinn verði takmarkaður við 165 þúsund tonn. Vegna þessa og 12 prósenta halia útgerðarinnar hefur einnig verið búist við að látið verði - -undan kröfum um gengisfellingu og gengið fellt um helgina. Þorsteinn vildi ekki staðfesta að gengislækkun yrði sérstaklega tii umræðu á ríkis- stjórnarfundinum. Vegna orðróms um gengisfellingu hefur Skeljungur frestað bensínlækkun fram yfir helgi. -hlh Bönuðu hvítabirni Skipverjar línubátsins Guðnýjar IS bönuðu í fyrradag hvítabimi sem þeir sáu á sundi um 50 mílur frá Homi. Munu skipverjar hafa brugðið um háls bjarnarins og hengt hann við skipshliðina. Talið er hugsanlegt að þetta sé sami björn og ummerki hafa sést um á Homströndum. Hefur útvarpið eftir refaskyttu að hún hafi séð selshræ svo langt frá sjó í Hom- vík að ekki hafi getað verið um ann- að en hvítabjöm að ræða. Hins vegar hefur enginn séð til bjarndýrs á þess- umslóðum. -hlh íslendingar töpuðu fyrir Belgíu- mönnum á Evrópumótinu í bridge í gær og lentu við það í 5. sæti. Tvær umferðir eru eftir. íslenska kvenna- hðið tapaði fyrir San Marínó og hafn- aöi í 12. sæti. -hlh Kolbeinseytekin Varðskipið Týr kom að Kolbeinsey í morgun þar sem skuttogarinn var staddur úti fyrir Berufirði. Veiðar- færi togarans voru athuguð og er talið að möskvar þeirra hafi verið smærri en reglur segja til um. Kol- beinsey var færð til hafnar á Fá- skrúðsfirði þar sem málið var tekið 'til rannsóknar. Niðurstöður þess voruekkikunnarígærkvöldi. -bm LOKI Þarf ekki prest til að tala á milli Jóns og Jóhönnu? sem varaformaður Jóhanna Sigurðardóttir, vara- formaður Alþýðuflokksins og fé- lagsmáiaráðherra, tilkynnti í gær að hún hefði sagt af sér sem vara- formaður flokksins. Þetta kom fram í kvöldfréttum Sjónvarps í gær. Jóhanna segir að samstarflð við Jón Baldvín iiafi oft verið stormasamt en upp úr hefði soöið þegar nýir ráðherrar Alþýðuflokks tóku við embættura sínura. Jóhanna sagði í viðtalinu að ákvörðunin hefði verið erfið en nauðsynleg. Hún telur samstarf sitt vlð Jón Baldvin hafa reynt á þolrif- in og oft hefðí hún þurft að kyngja mótmælum til að halda fríðinn. „Eg hef þurft að þola það sem vara- formaður að hann hefur misboðið mér mjög oft. Hann hefur tekið stórar ákvarðanir sem skipta miklu, án samráðs við mig. Mér hefur verið kynnt þetta eftir á og hef oft á tíðum þurft að hlusta á þetta í íjölmíðlum," sagði Jóhanna í samtali við fréttamann RÚV. Jóhanna sagði að kormð sem hefði fyllt mæUnn hefði verið sú „leikflétta" sem Jón Baldvin lék í kringum ráðherraskiptin. „Jón Baldvin lék miklar leikfléttur þar, án samráðs við mig, til að fá þá niðurstöðu sem honum var þókn- anleg og þessa leikfléttu stundaði hann meðan ég var erlendis," sagði Jóhanna ennfremur. Jóhanna vildi ekki tjá sig irekar ura leikfléttur Jóns Baldvins en sagðist myndu ræða málin nánar við „sittflokksfólk“. „Þessiákvörð- un hefur legið fyrir síðan helgina 13.-14. júní,“ sagði Jóhanna. „Ég átti fund með Jóni Baldvin í utan- ríkisráöuneytinu sama dag og rík- isráðsfundur var haldinn. Þar fór ég yfir okkar saroskipti og greindi honum frá þessura þáttaskilum sem yrðu í okkar samstarfi. Ég sagði honum að ég væri bæði að íhuga stööu mína innan ilokksins sem ráöherra og ekki síst sem vara- formaður." Ástæðu þess að Jó- hanna greindi ekki frá ákvörðun sinni fyrr en í gær sagði hún vera þá að hún vildi ekki tengja þetta persónum nýrra ráðherra Alþýðu- flokksins, heldur tengdist þetta vinnubrögðum formannsins, Jóns Baldvins. Jóhanna taldi einnig rétt að Rannveig Guðmundsdóttir fengi tækifæri til að taka ákvörðun um stöðu þingflokksformanns út frá sínum eigin forsendum, áöur en ákvörðunin um afsögn lægi fyrir. Jóhanna Sigurðardóttir hefur ver- ið varaformaður Alþýðuflokksins frá 1984 og ráðherra félagsmála frá 1987. Ekki náðist í Jón Baldvin Hannibaisson, þar sem hann er staddur erlendis. -hm Eldeyhf.: Gengiðaðtilboði íEldeyjarboða Útgerðarfélagið Eldey hf. hefur gengið að tilboði íslenskra aðalverk- taka um kaup á Eldeyjarboða GK fyrir 170 milljónir króna. Fljótlega verður gengið frá kaupsamningi. Þær 170 milljónir sem fara í kaup á Eldeyjarboða eru hluti af þeim 300 milljónum króna sem íslenskir aðal- verktakar hyggjast setja í atvinnu- uppbyggingu á Suðurnesjum. Forsvarsmenn íslenskra aðalverk- taka hitta í næstu viku forráðamenn Eignarhaldsfélags Suðurnesja þar sem reynt verður að komast að sam- komulagi um sameiginleg verkefni fyrirtækjanna. -GHS Bankastjóri kvaddur Birgir ísleifur Gunnarsson, Jóhannes Nordal og Tómas Árnason í kveðjuhófi starfsmanna Seólabankans i gær. DV-mynd Brynjar Gauti Starfsfólk Seðlabankans hélt frá- farandi bankastjóra, Jóhannesi Nor- dal, kveðjuhóf í gærkvöldi. Jóhannes hefur stýrt Seðlabankanum frá því hann var stofnaður 1961 en lætur af störfum næstkomandi miðvikudag, 30. júní. Jón Sigurðsson, nýr seðla- bankastjóri, mun hefja störf 1. júh. Hannerskipaðurtilsexára. -bm Veðrið á sunnudag ogmánudag: Hlýjastnorð* anlands Á sunnudag og mánudag verð- ur sunnan- og suðaustanátt, skúrir um landið sunnanvert en þurrt að mestu norðan til. Hiti verður á bilinu 7-15 stig, hlýjast í innsveitum noröanlands. Veðrið í dag er á bls. 61 4 5 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 I AMXSSAMBAND ÍSI.. RAI VKRKTAKA TVOFALDUR1. vinningur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.