Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1993, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1993, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1993 25 Átta kalkúnar fyrir einn Heill ananas 99 kr.- Reykjavík London 126 kr.- Rórída Hamborgari, franskar og kók Reykjavík London Flórída Verðmunur á landbúnaðarvörum 1600- 0 Kalkúnn Nautahakk Kjúklingur Reykjavík London Fórída Skinka T-bein steifT' Sirlionsteik Reykt svínalæri' Bacon Verðmunurinn á landbúnaðarvörum á milli þessara þriggja borga var hreint ótrúlegur og kom Reykjavík vægast sagt illa út úr þeim saman- burði. Mest sláandi var verðmunurinn á kalkún sem var sjö sinnum dýrari í Reykjavík en á Flórída. Kílóið kost- aði 131 krónu á Flórída en 1.079 krón- ur hér, munurinn er 723% og getur maður samkvæmt því fengið átta kalkúna á Flórída á sama verði og einn hér. Kílóverðið í London var 156 krónur eða 591% ódýrara en hér. Bacon var einnig langdýrast hér á landi. Hér kostaði kOóið 1.568 krónur en 387 krónur í London og 275 krónur á Flórída, munurinn á hæsta og lægsta verði var 470% en 305% á milli Reykjavíkur og London. Sirlion margfalt ódýrara á Flórída Minni munur var á t.d. nautahakki þótt hann haíl verið þónokkur. Hér kostaði kílóið 639 krónur en 277 krón- ur í London og 205 krónur á Flórída. Það var þvi hægt að kaupa þrisvar sinnum meira af nautahakki á Flórída en í Reykjavík fyrir sama verð. Sirlion steik var, eins og annað kjöt, langdýrust í Reykjavík. Hér kostaði kílóið 1.335 krónur en 1.050 krónur í London og 358 krónur á Flórída. Það var sem sagt hægt að fá nærri fjórum sinnum meira magn á Flórída en hér fyrir sama verð. Eggin rándýr hér Á töflunni hér á síðunni eru nokkr- ar matvörur taldar upp og gefið verð þeirra og mismunur á hæsta og lægsta verði í prósentum. Þar er áberandi hversu dýr egg eru hér á landi. Tólf egg kosta 257 krónur í Reykja- vík, 123 krónur í London en einungis 42 krónur á Flórída. Það er því hægt að fá sex egg á Flórída fyrir hvert eitt hér á landi eins og áður kom fram. Verðmunurinn er 509%. Heill ananas ódýrastur hér Það er athyglisvert að ananas- sneiðar í dós voru ódýrari hér en á Flórída og svo var einnig með græn eph og heilan ananas. Heili ananas- inn var einnig ódýrari hér en í Lon- don svo verið gæti að hörð sam- keppni á grænmetismarkaðinum hér á landi hafi skilað sér í verði til neyt- enda. Heill ananas kostaði 99 krónur í Reykjavik þegar hann kostaði 156 krónur í London og 126 krónur á Flórída. Hann var því 21% ódýrari en á Flórída og 37% ódýrari en í London. Engin önnur matvara reyndist ódýrari hér á landi en í Lon- don. Jarðarber dýrust í Reykjavík MikUl verðmunur var á jarðarberj- um, eða allt að 450%. Kílóið kostaöi 769 krónur í Reykjavík, 393 krónur í London en ekki nema 140 krónur á Flórída. Það er því hægt að fá fimm kíló af jarðarberjum á Flórída fyrir sama verð og greitt er fyrir eitt kíló hér. Sama má segja um ferska maís- stöngla en munurinn á hæsta og lægsta verði þar er 505%. Þrjú stykki kostuðu 339 krónur í Reykjavík, 206 krónur í London en 56 krónur á Flórída, eða sex sinnum minna en í Reykjavík. Meiri verðmunur á gosi í dósum en flöskum Verðmunur á dósagosi reyndist töluvert meiri en verðmunur á gosi í plastflöskum sem líklega kemur til af því að flytja þarf dósimar inn. Fjórir lítrar af dósakóki voru 197% dýrari í Reykjavík en á Flórída og 120% dýrari hér en í London. Þeir kostuðu 646 krónur hér, 293 krónur í London og 217 krónur á Flórída. Tveggja lítra plastflöskur af kóki voru 141% dýrari í Reykjavík en á Flórída og 53% dýrari hér en í Lon- don. Flaskan kostaði 149 krónur hér, 97 kr. í London en 62 kr. á Flórída. Hamborgari, franskar og kók Hinn klassíski skyndibitamatur, hamborgari, franskar og kók, var að sjáifsögðu ódýrastur á Flórída en þó munaði ekki nema einni krónu þar og í London. Á veitingastað kostaði maturinn 225 krónur á Flórída, 226 krónur í London en 650 krónur í Reykjavík, eða tæplega 190% meira en í hinum borgunum tveimur. 473 ml kókglas á veitingastað var langdýrast hér, kostaöi 180 krónur þegar það kostaði 69 krónur í London og 59 krónur á Flórída. Þama er 203% verðmunur á hæsta og lægsta verði. Hreinlætisvörur ódýrar í Reykjavík Reykjavík kom mjög vel út þegar gerður var verðsamanburður á hreinlætisvörum. Colgate tannkrem reyndist 31% ódýrara hér en í Lon- don og ekki nema 8% dýrara en á Flórída. Svipaða sögu var að segja um Reach tannbursta sem kostaði 126 krónur hér, 136 í London og 83 krónur á Flórída. Honey Water frá Body Shop var lítið dýrara hér en í hinum borgun- um og Jojopa sjampó og næring var ódýrari hér en á Flórída en 94% dýr- ara en í London. Leikföng dýr í Reykjavík Þegar borið var saman verðið á nokkmm Fischer Price leikfóngum í borgunum þremur vom þau öll dýr- ust hér á landi. Síminn kostaði 975 krónur hér, 586 krónur í London og 542 krónur á Flórída. Stereo Cassette player kost- aði 4.995 krónur hér, 2.699 krónur í London en 2.035 krónur á Flórída og Fischer Price Farm kostaði 6.245 krónur hér, 2.441 krónu í London og 2.995 krónur á Flórída. Verðmunur á vömm frá Little Tikes reyndist svip- aður. Ódýrast að fram- kalla í London Það kostaði helmingi minna að fram- kalla filmu í London en í Reykjavík. Hér kostaði 1.620 krónur að fram- kalla 36 mynda filmu þegar verðið var 735 í London en 1.152 á Flórída. Verðmunurinn á hæsta og lægsta verði er 120%. Minni verðmunur reyndist vera á filmukaupum en 35 mm Kodakfilma (36m lOOa) kostaði 580 krónur í Reykjavík, 382 krónur í London og 339 krónur á Flórída. Verðmunurinn á Reykjavík og Flórída er 71% en 52% á Reykjavík og London. ÞrjárLevi's á verði einnar Það borgar sig að fara til Florída til að kaupa gaUabuxur en þar er næstum hægt að fá þrennar buxur fyrir sama verð og einar í Reykjavík. Levi’s 501 kostuðu 6.890 í Reykjavík á sama tíma og þær kostuðu 4.809 krónur í London og 2.444 á Flórída. Verðmunurinn á Reykjavík og Flórída var 182%. Ullarbuxur úr 100% ull vom líka dýrastar hér á 8.980 krónur þegar þær kostuðu 4.809 krónur í London og 6.051 krónu á Flórída. Ullaijakka- fót úr 100% ull vora þó alis staðar á svipuðu verði. Þau kostuðu 29.980 krónur hér á sama tíma og þær kost- uðu 24.439 krónur í London og 28.831 krónu á Flórída. -ingo

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.