Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1993, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1993, Síða 29
LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1993 41 íþróttir DV í samvinnu við í slenskar getraunir og Austurbakka velur 13 rétta í Getraunadeildinni: Sigurður, Guðjón og Guðmundur bestir - Sigurður besti leikmaðurinn, Guðjón besti þjálfarinn og Guðmundur besti dómarinn Guðjón Þórðarson, Sigurður Jónsson og Guðmundur S. Maríasson, menn mánaðarins í Getraunadeildinni. DV-mynd Brynjar Gauti ■ Hlynur Birgsisson (Þór) Daöi Dervic (KR) Helgi Björgvinsson (Fram) ^v. ■A.- fc -L L Alexander Högnasson (ÍA) Siguröur Jónsson (ÍA) Ágúst Gylfasson (Valur) Rnnur Kolbeinsson (Fylkir) Andri Marteinsson (FH) Þóröur Guöjónsson (ÍA) Höröur Magnússon (FH) Leikmaður mánaðarins: Þjálfari mánaðarins: Dómari mánaðarins: Sigurður Jónsson (ÍA) Guðjón Þóröarsson (ÍA) Guömundur St. Maríasson DV hefur útnefnt Sigurö Jónsson, ÍA, besta leikmann Getraunadeildar- innar eftir flmm fyrstu umferðir mótsins, Guðjón Þórðarson, þjálfara LA, besta þjálfarann og Guðmund Stefán Maríasson besta dómarann. Fjórum sinnum í sumar mun DV standa að vali á 13 réttum sem sam- anstendur af þeim 11 leikmönnum sem að mati íþróttafréttamanna DV hafa skarað fram úr á tímabiiunum, besta þjálfaranum og besta dómaran- um. Einn af þeim 11 leikmönnum, sem valdir eru í liðið, er síðan út- nefndur besti leikmaðurinn á tíma- bilinu. íslenskar getraunir og Aust- urbakki eru samstarfsaðilar DV að þessari útnefningu og gefa glæsileg verðlaun. íslenskar getraunir gefa leikmönnum 11 áprentaða bob og Austurbakki gefur þeim þremur sem skara fram úr að mati DV glæsilega Nike íþróttaskó. í þessari fyrstu útnefningu er frammistaða leikmanna, þjálfara og dómara metin eftir fyrstu fimm um- ferðir Getraunadeildarinnar. Ein- kunnagjöf DV er höfð til hliðsjónar varðandi val á þeim 11 leikmönnum sem skipa 13 rétta og val á þjálfara ræðst á besta árangri liðs á því tíma- bili. Varðandi val á besta dómara eru umsagnir íþróttafréttamanna um störf dómara í leikjunum látin ráða. Sigurður lykilmaður í sterku Skagaliði íslandsmeistarar ÍA sýndu það og sönnuðu í þessum fyrstu fimm um- ferðum að þeir ætla ekki að sleppa íslandsbikamum svo glatt af hendi. Ldðið sigraði í fjórum affimm fyrstu leikjum sínum og tyllti sér á topp Getraunadeildarinnar. Sigurður Jónsson átti mjqg góða leiki með Skagabðinu og var aö öðrum ólöstuð- um lykilmaður í leik liösins í þessum fyrstu leikjum. Hann stjómaði leik bðsins á miöjunni og ófáar sóknir Skagamanna hófust hjá honum. Sig- urður átti við meiösli að stríða megn- ið af sumrinu í fyrra en hefur nú náð sér og er óðum að nálgast sitt besta form. Guðjón með IA ' á toppi deildarinnar Guðjón Þórðarson hefur skipað sér á bekk á meðal fremstu þjálfara lands- ins. Undir stjóm hans urðu Skaga- menn íslandsmeistarar í fyrra og virðast eins og staöan er í dag hafa aUa burði til aö endurtaka leikinn. Skagaliðið vann fjóra af fimm fyrstu leikjum sínum á mótinu. IVeir þeirra vora afar glæsilegir. í fyrstu umferö- inni skellti liðið FH-ingum á útivelli, 0-5, og í fimmtu umferð vann liðið stærsta sigur á íslandsmóti í 20 ár þegar liðiö burstaði Víkinga uppi á Skipaskaga, 10-1. í umferðinni á und- an töpuðu Skagamenn sínum eina leik á tíambUinu, 4-2, fyrir Fram, svo sjá má að Guðjón hefur svo sannar- lega tekið sína menn í gegn eins og góðum þjálfara sæmir. Guðmundur fékk góða dóma fyrir frammistöðu sína Guðmundur Stefán Maríasson dæmdi tvo leUd á þessu tímabili og fékk í bæði skiptin mjög góöa ein- kunn að mati íþróttafréttamanna DV. Guðmundur, sem dæmir fyrir Leikni, Reykjavík, er einn af fjórum FIFA-dómurum okkar íslendinga. Hann tók dómarapróf árið 1979 og árið 1985 lauk hann landsdómara- prófi og hefur síðan þá dæmt í 1. deildinni. Það var síðan í fyrra sem hann var skipaður FIFA-dómari. Þrir Skagamenn í liði mánaðarins Lið mánaðarins aö þessu sinni sam- anstendur af leikmönnum úr átta félögum af tíu í GetraunadeUdinni. Flestir koma frá ÍA eða þrír talsins, tveir FH-ingar skipa Uðið og einn úr Val, Fram, Fylki, ÍBV og Þór. Eins og áður segir þá var einkunnagjöf DV höfð tU hhðsjónar þegar skipað var í Uðið. Liðinu er stiUt upp í 3-5-2, það er þrír vamarmenn, fimm miðjumenn og tveir framUnumenn. 13 réttir valdir næst eftir 10 umferðir Næsta val á 13 réttum verður tU- kynnt eftir eftir 10. umferð Get- raunadeUdarinnar. Eins og áður seg- ir verða 13 réttir valdir fjórum sinn- um í sumar og í lok íslandsmótsins verða útnefndir: leikmaður ársins, þjálfari ársins, dómari ársins og síð- ast en ekki síst Uö ársins. Austur- bakki og íslenskar getraunir munu gefa þeim sem skara fram úr glæsileg verðlaun svo það er tU mikUs að vinna fyrir knattspymumennina, þjálfarana og dómarana í Getrauna- deUdinni í sumar. -GH/JKS/VS/RR Skagamennirnir á heimavelli. Sigurður Jónsson lykilmaður i sterku ÍA-liði og þjálfarinn snjalli, Guöjón Þórðarson. DV-mynd Sigurður Sverrissor

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.