Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1993, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1993, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ1993 Sérstæð sakamál Bræðumir Thomas og Martin eru bræöur en ólíkir sem dagur og nótt. Thom- as hefur ætíö brugöist vonum manna og leitt íjölskyldu sína og ættingja í hvem vandann á fætur öörum. Martin er alger andstæða bróður síns og haföi ætíð staðið sig vel, bæði í skóla og einkalífinu, uns þolinmæði hans brast einn daginn en það hafði þær alvarlegu afleið- ingar að hann situr nú í fangelsi fyrir morðtilraun. Og hafi nú ein- hver látið sér koma til hugar að Martin hafi ætlað að ráða bróður sinn Thomas af dögum er það rétt til getiö. Missti stjórn á sér Martin hafði ætíð verið þekktur fyrir stillingu og góða framkomu. Og dugnað og ástundun hafði held- ur ekki skort. Báru einkunnir hans í skóla því vitni en þar var hann efstur á lokaprófi. En dag einn gat hann ekki lengur ráðið viö tilfinn- ingar sínar og reyndi að myrða Thomas. Hann skaut fyrst á hann með gasbyssu sem deyfir, síðan sló hann hann í hnakkann með sver- um lurk en að því loknu skaut hann hann tvívegis í höfuðið og reyndi því næst að drekkja honum í skólp- röri. Engin þessara drápstilrauna bar árangur. Thomas hélt lífi og gat fyrir rétti gefið þann vitnisburð sem varð til þess að Martin var sendur í fangelsi. Margir hafa orðið til þess að líkja þeim bræðum við Kaín og Abel. Þeir eru frá litla bænum Donauesc- hingen í Svartaskógi í Þýskalandi og hér fer meðal annars á eftir frá- sögn lögreglunnar af því sem gerö- ist. Árásin Síðdegis þann 13. mars í fyrra bað Martin bróður sinn, Thomas, að koma með sér í ökuferð því faðir þeirra væri orðinn alvarlega veik- ur og hefði beðið um að þeir bræð- ur kæmu á, hans fund. Martin ók hins vegar ekki með bróður sinn til foður þeirra heldur inn á bílastæði. Þar skaut hann af gasbyssu í andlitið á Thomas. Gas- ið gerði hann hálfblindan um stundarsakir, auk þess sem það dró mjög úr honum mátt. Hann komst út úr bílnum en Martin hljóp á eft- ir honum. Hafði hann þá í hendinni sveran lurk og sló bróður sinn svo fast í höfuðið með honum að höfuð- kúpan brotnaði. Thomas, sem var nú ekki aðeins hálflamaður eftir gasið heldur vankaður eftir höggið og blóðugur, komst ekki undan bróður sínum sem setti hann aftur í Wolkswag- en-sendiferðabílinn sem þeir voru í. Ók Martin síðan með hann á miklum hraöa út að mannlausum ruslahaug við hraðbrautina milli Stuttgart og Bodenvatns. Þegar þangaö kom tók Martin fram Smith og Wesson-skammbyssu, neyddi Thomas út úr bílnum og skipaði honum að leggjast á fjóra fætur í skólplögn sem þar var. Áður varð Thomas að lyfta upp jámlokinu sem var yfir lögninni til að komast niður í hana. Á meðan stóð Martin yfir honum með hlaöna skamm- byssuna. Tvö skot Thomas klöngraðist niður í lögn- ina en engu aö síður stóð höfuð hans nokkuð upp úr gatinu sem hann hafði farið niður um. Hann var nú í litlum vafa um hvað bróð- ir hahs hygðist fyrir og bar báöar hendur fyrir höfuð sér. Nokkrum augnablikum síðar skaut Martin tveimur kúlum. Sú fyrri fór í gegn- um hægri hönd Thomas og í höfuð Martin í réttinum. Annette. Thomas, til hægri. Jóhanna og Alfred Leimgruber. Thomas, til vinstri, og Martin í æsku. hans. Sú síðari fór í gegnum vinstri handlegginn og hafnaði sömuleiðis í höfði bróðurins. En Thomas var enn á lífi og Martin, sem var enn sem óður maður, skellti nú klóaks- lokinu á höfuð Thomas, þannig að hann sat í lögninni. Síðan ók Mart- in burt. Blað eitt í Þýskalandi líkti þess- um atburöi við það sem kom fyrir rússneska munkinn Raspútin, en bæði var gerð tilraun til að drekkja honum og skjóta áður en tókst að ráða hann af dögum fyrir sjötíu og fimm árum. Var talið að í raun hefði Thomas slegið Raspútín við með því að halda lífi. Á spítala Þrátt fyrir að hafa höfuðkúpu- brotnað, fengið tvær kúlur í höfuð- ið og misst mikið blóð hélt Thomas meðvitund. Og nonum tókst að lyfta lokinu af klóakslögninni og skríða upp úr henni. Hann komst síðan í síma skammt frá og skömmu síðar komu lögreglubíli og sjúkrabíll. Thomas var í skyndi lagður á spítala og undruðust læknar, sem sáu hvernig hann var á sig kominn, að hann skyidi vera á lífi. Hann náði sér þó af áverkun- um en varð að leita aðstoðar sál- fræðings á eftir vegna þess hve mikið atburðurinn hafði fengið á hann andlega. En nú hafði lögreglan haflð af- skipti af málefnum fjölskyldunnar og þá fór ýmislegt furðulegt að koma í ljós. Thomas, sem var þijátíu og sjö ára, og Martin, sem var þremur árum yngri, voru synir Jóhönnu og Alfreds Leimgruber, en þau hjón ráku prentsmiðju í Donauesching- en. Þau áttu líka tvær dætur, en önnur þeirra varð ekki langlíf. Afbrotaferill Martin hafði frá upphafi verið í miklu uppáhaidi hjá foreldrum sín- um. Hann stóð sig strax vel í skóla og hélt því áfram uns hann útskrif- aðist með hárri einkunn. Thomas var ætíð andstæða hans. Hann hætti í skóla og.fluttist til Frankfurt með vinkonu sinni. Þar bjó hann með henni um hríð en sagði svo skilið við hana og síðan eignaðist hann margar vinkonur sem hann bjó með. Venjulega lauk kynnunum á þann hátt að hann seldi bílana þeirra. Síðan tók við afbrotaferill, innbrot og þjófnaðir, og loks fékk Thomas tveggja ára fangelsisdóm. Martin sat hins veg- ar heima í Donaueschingen og að- stoðaði foreldra sína _við rekstur prentsmiðjunnar. Þegar Thomas kom úr fangelsinu varð strax ljóst að vistin þar hafði ekki gert hann að betri manni. Hann hélt áfram á sömu braut og áður en hélt sig nú nær fjölskyldu og ættingjum en fyrr. En brátt var fóður hans nóg boðið og má segja að hann hafi þá afneitaö syni sín- um. Komið sem fyllti mælinn Til aö reyna aö hjálpa Thomas hafði faðirinn, Alfred, reynt að hafa hann í starfi í prentsmiðjunni. Eitt sinn bað hann Thomas um að fara fyrir sig í bankann og leggja inn ellefu þúsund mörk. Þeir peningar enduðu í vasa Thomas en ekki á bankareikningum og síðan bættist við að í bankann fóru að streyma ávísanir sem Thomas hafði falsað á nafn bróður síns, Martins. Um hríð sást ekkert til Thomas en svo þraut féð og þá leitaði hann á heimslóðir á ný. Hann fór nú á fund móður sinnar og bar sig illa við hana. Þau ræddust við um hríð og þrátt fyrir það sem á undan var gengið sá hún loks aumur á honum og rétti honum tvö hundruð mörk. Thomas sá hvar hún hafði tekið peningana og þegar hún leit undan náði hann sér í tvö þúsund mörk til viðbótar. Jafnframt tókst honum aö komast í ávísanahefti og náði einu eyðublaöi úr því. Slysið Thomas fékk lánaðan bO meðan hann var í Donaueschingen en varkámi í akstri var oft ekki fyrir að fara hjá ’nonum. Hann ók á stúlku sem slasaðist svo mikið að hún rétt hélt lífi. Þetta atvik átti eftir að hafa mikfi áhrif á yngri systur hans, Annette, sem var tutt- ugu og átta ára. Hún var hjúkrun- arkona á spítalanum sem komið var með slösuðu stúlkuna á og brátt fékk hún að heyra að bróðir hennar, Thomas, bæri ábyrgð á því hvemig komið var. Annette var tilfinninganæm og ef tíl vill ekki vel sterk á taugum. Um hríð sat hún og íhugaði þennan atburð, sem gerðist 2. ágúst í fyrra, um Qóram og hálfum mánuöi eftir að Martin hafði reynt að ráða Thomas af dögum. Umhugsunin um þaö sem gerst hafði varð Annette um of. Hún fór út, settist upp í bO sinn og ók að hundrað metra hárri steinbrú. Þar steig hún út úr bOnum, gekk fram að brúarhandriðinu og kastaði sér fram af því. Mikil umfjöllun Síðar um daginn fannst foreldr- um Annette hún hafa verið furöu- lengi að heiman og tilkynntu þá lögreglunni að hún væri horfin. Skömmu síðar hafði lögreglan samband við Alfred Leimgruber og sagði honum að dóttir hans hefði fundist látin. Martin, sem sat í varðhaldi þegar þetta gerðist, fékk leyfi til að vera viö jarðarfór systur sinnar. Þar var þá einnig eldri dóttur Leimgrub- ers-hjónanna, Alice, þrjátiu og fimm ára. Hún bjó í Austurríki og hafði flutt þangað nokkrum árum áður af því hún þoldi ekki lengur við á heimili foreldra sinna og systkina. Nokkra eftir jarðarfórina var mál Martins tekið fyrir af rétti í bænum RottweO. Þar varð hann að svara tO saka fyrir að hafa reynt að myrða bróður sinn, Thomas, sem var helsta vitnið í málinu gegn honum. Við réttarhöldin kom fram saga fjölskyldunnar árin á undan og ekki síst þáttur Thomas. Og réttar- höldunum lauk með því að svarti sauðurinn gekk fijáls maður úr úr dómhúsinu en bróðir hans, Martin, fékk fimm ára fangelsi. Mál þetta hefur réttilega þótt sérs- takt og hefur vakið mikla umfjöllun í Þýskalandi auk þess sem skrifað hefúr verið um það erlendis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.