Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1993, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1993, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ1993 15 DV-mynd GVA Áfram tap á bankakerfinu - vaxtamunur mun aukast - vextir verða háir Spáö er tapi á rekstri bankanna í heild í ár, annaö árið í röð. Tap varð á bönkunum í fyrra, í fyrsta sinn síðan 1984. Tapið í ár mun sennilega þýða að vaxtamunur, munur útláns- og innlánsvaxta, mun vaxa í ár en ekki minnka eins og margir vonuðu. Skuldaramir munu áfram greiða tiltölulega háa vexti. Skattgreiðendur munu sennilega áfram þurfa að leggja skattpeninga til Landsbankans. Nær helmingur eig- infjártapaður Láta mun nærri að bankar og sparisjóðir hafi í heildina tapað yfir þremur og hálfum milljarði króna á síðastliðnu ári, eða yfir 17 prósent- um af eiginfé sínu. Mikil umskipti urðu þá frá fyrra ári, þegar bank- amir vom 3 prósent í plús miðað við eigið fé. Plúsinn hafði árin þar á undan verið 5-8 prósent. Lands- bankiim tapaði í fyrra 43 prósentum af eiginfé sínu. Halli varð einnig á rekstri hinna bankanna. Sérfræð- ingar gera ráð fyrir áframhaldandi halia - yfirleitt. ÞÓ er sú glæta sýni- leg að 30 milljóna króna hagnaður varð á Búnaðarbankanum fyrstu fimm mánuðina í ár. Þó lagði bank- inn 400 miiljónir króna í afskrifta- sjóð á þessu tímabili. Þótt Búnaðar- bankinn sé ríkisbanki eins og Landsbankinn, hafa bankastjórar Búnaðarbankans farið betur að ráði sínu og einnig varizt að töluverðu leyti þrýstingnum frá stjómvöld- um, sem er ein helzta orsök ömur- legrar útkomu Landsbankans. Fyrirtæki og einstaklingar hafa farið á höfuðið. Þar með hefur mik- ið glatazt af útlánum banka og sparisjóða. En bankarekstur hefur ekki þurft að vera tapað spil. Þann- ig koma bæði Sparisjóður vélstjóra og Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis út með hagnað. Helmingurvið- skiptavíxla í vanskil Óvenjumikið útlánatap núna or- háir, þar sem staða til dæmis Landsbankans verður áfram slæm. Afskriftir umfram launakostnað Það er ekki launakostnaðurinn, sem er að sliga bankana. Orsökin er fyrst og fremst röng útlánapóli- tík. Áhrifin magnast vegna efna- hagslægðarinnar. Mikiil hvellur varð í vor vegna fjöldauppsagna fólks í Landsbank- anum.' Þótt sjálfsagt sé, aö bankinn reyni að spara í launum, þarf miklu meira að koma til. Vegna tapaðra útlána var framlag banka og spari- sjóða í afskriftasjóði í fyrra meira en launakostnaður samkvæmt vikuritinu Vísbendingu. Aðalvand- inn hefur því ekki verið, að starfs- menn hafi verið of margir. Starfsfólki í bönkunum hefur verið að fækka. Ef fyrirætlanir um fækkun í Landsbanka og íslands- banka rætast í ár, fækkar stöðu- gildum bankakerfisins um 175 í ár eða mn 6 prósent. Það yrði mesta fækkun bankamanna, sem orðið hefur á einu ári. Hafa verður í huga, að bankamir þurfa að greiða fyrrverandi starfs- mönnum sínum atvinnuleysisbæt- ur í allt að 16 mánuði, fái fólkiö ekki aðra vinnu. Rétt er, að fækkun í bönkunum ætti einnig að koma fram á toppn- um. Menn kannast við af fréttum, að bankastjórum íslandsbanka var fækkað úr þremur í einn eftir síð- asta aðalfund. Þetta hefur ekki gerzt í ríkisbönkunum, og er dæmi um, hvemig einkareksturinn gefst betur en ríkisreksturinn á bönkun- um. Hér þarf að stokka upp Ríkisstjómin frestaði einkavæð- ingu ríkisbankanna, þegar hún ákvað að veita Landsbankanum sérstakan stuðning, eins og lesend- ur kannast vafalaust við. Þessi einkavæðing átti annars að byrja í ár. Henni ætti að hraða. Vandræöin í Landsbankanum sýna einmitt, hversu hættulegt ríkisbankakerfið er. Að vísu er Islandsbanki líka í nokkrum, en minni, vanda. Aukið aðhald stjómarmanna að banka- rekstrinum ætti að geta leitt til lag- færinga. Auðvitað er viðurkennt, að áhrif stjómmálamanna á stjóm- un Landsbankans hafa farið einna verst með rekstur hans. Þar hefur verið of léttur leikur fyrir toppa í stjórnmálunum að ota sínum tota. Sótt hefur verið eftir mikilli fyrir- greiðslu við vini og gæðinga, fyrir- greiðslu sem ekki ætti sér stoð í eðlilegum bankarekstri. Vegna þessa hefur dauðstríð ýmissa gælu-fyrirtækja bara lengzt, og vandamálið orðið stærra. Banka- ráð ríkisbankanna eru kosin á al- þingi. Bankaráðsmenn hafaþví oft- ast orðið leikbrúður stjórnmála- flokkanna, fulltrúar þeirra til aö tryggja setu við kjötkatlana. Þessu verður að linna. Vikiuitið Vísbending gerir sér ekki miklar vonir um, að tilkoma erlendra banka hér muni brátt verða til að bæta ástandið. Aðild að Evrópska efnahagssvæðinu ætti þó að leiöa til úrbóta með aukinni samkeppni. Jafnframt verður að einkavæða bankana, ekki aðallega Búnaðarbankann heldur sjálfan Landsbankann. Landsmenn munu uppskera, verði breyting til batnaðar. Þaö gengur einfaldlega ekki, að banka- kerfið sé áfram eins og það hefur verið. Þaö er alltof dýrt fyrir skuldarana, fyrir skattgreiðendur og fyrir allan atvinnurekstur á ís- landi. Evrópubandalagsmenn vilja nú lækka vexti til að efla atvinnulíf sitt. Þeii sjá að sjálfsögðu, að vaxta- lækkun er eitt bezta ráðið til þess. Atvinnuvegimir hér heima þarfn- ast mjög vaxtalækkunar. Til þess að lækka megi vexti til lengri tíma þarf uppstokkun í bankakerf- inu. Betra er seint en aldrei. Haukur Helgason Munur á vöxtum á útlánum og innlánum; vaxtamunur er meiri hér á landi en f grannríkjum okkar. sakast auðvitað af slæmu efna- hagsástandi og svo líka af háum raunvöxtum, vöxtum að frádregnu verðbólgustigi. Fjölmargir hafa einfaldlega ekki getað risið undir þessari byrði, eins og allir þekkja. Þessi öfugþróun heldur áfram í ár. DV sagði frá því í vikunni, að helm- ingur allra viðskiptavíxla bank- anna lenti í vanskilum. Banka- menn eru einmitt að gefast upp á þessu gamla formi víxla. „Þetta flármögnunarform er til vand- ræða. Það er mjög dýrt og afar áhættusamt. Víxlarnir skapa óheyrilegan kostnað og hækka allt verðlag. Þetta er áhættusamt fyrir bankana og raunar alla, sem taka þátt í þessu, bæði fyrir þá, sem selja, og þá, sem taka við þessu sem greiðslu,“ sagði Vilhjálmur Egils- son, alþingismaður og fram- kvæmdastjóri Verzlunarráðs, í við- tali við DV. Kannski ber aö finna annað form fyrir þessi lán, en fyrst og fremst sýnir vanskilaprósentan, hversu erfitt efnahagsástandið er fyrirtaekjunum. Gera má ráð fyrir áframhaldandi tapi í bankakerfinu, einkum hjá Landsbanka og íslandsbanka. Spáð er samdrætti í landsframleiðslu, og halli atvinnuveganna eykst. Sjáv- arútvegurinn mun líklega standa mjög illa á árinu. Verð á útfluttum sjávarafurðum er nú vafalaust 4-5 prósentum lægra eri það var í fyrra. Þorskkvótinn verður skertur. Nú í ár veiðast 230 þúsund tonn af þorski. Þetta verður miklu minna á næsta ári. Hafrannsóknastofnun leggur til minnkun niður í 150 þús- und tonn. Líklegt er, að ríkisstjóm- in taki ákvörðun um til dæmis 170 þúsund tonn. Þótt farið verði fram úr því, verður skerðingin mikil. Þetta þýðir, að erfiðleikamir í sjáv- arútvegi munu vaxa, sem kemur fram í töpuðum lánum hjá bönkun- um. Verra en annars staðar Munurinn á vöxtum útlána og innlána er meiri hér á landi en annars staðar. í skýrslu Hagfræði- stofnun- ar Háskóla íslands kemur fram, að vaxtamunurinn er mun hærra hlutfall af heildareignum banka og sparisjóða hér en í nágrannalönd- um. Þetta skýrir, hvers vegna mér og þér gengur svo illa að borga skuldir okkar. Vaxtamunur hefur þó heldur minnkað hér á landi. Hann var hálfu prósentustigi meiri á íslandi en í Bandaríkjunum árið 1990 en til dæmis 2,5 prósentustig- um meiri hér en í Finnlandi. Erlendis hefur vaxtamunur yfir- leitt vaxið eftir mikið útlánatap. Því má búast við, að vaxtamunur- inn hér muni nú aukast að nýju. Nafnvextir ættu að geta minnkað eitthvað á næstunni, vegna þess hve lítilli verðbólgu er spáð nú eft- ir kjarasamningana. Raunvextir, vextir umfram verðbólgustig, eru háir hér, einkum vegna umsvifa ríkisins á lánsfjármarkaði, en einn- ig vegna erfiðrar stöðu bankanna. Hætt er við, að vextir verði áfram Laugardags- pistill Haukur Helgason aðstoða rritstj ó ri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.