Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1993, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1993, Blaðsíða 28
40 LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1993 „Það kemur vel til greina að sækja um stól aðalbankastjóra Seðlabank- ans í haust, um leið og Seðlabanka- frumvarpið hans Jóns nær fram - nema náttúrlega mér verði boðin Tryggingastofnun áður.“ Þannig mælist rafvirkjameistaran- um Kristjáni S. Kristjánssyni þegar hann er inntur eftir viðbrögðum við skipun Jóns Sigurðssonar, fyrrver- andi viðskiptaráðherra, í stól seðla- bankastjóra. Kristján var einn sjö umsækjenda um þá stöðu. Það kom víst fáum á óvart að fyrr- um bankamálaráðherrann skyldi hreppa hnossið. Stjómmálaflokk- amir hafa aUa tíð haft tögl og hagld- ir um ráðningu bankastjóra Seðla- bankans. Stólamir eftirsóttu em þrír og hafa Alþýðuflokkur, Framsóknar- flokkur og Sjálfstæðisflokkur jafnan skipt þeim bróðurlega á milh sín. Þó með undantekningu í Guðmundi Hjartarsyni, alþýðubandalagsmanni, sem Lúðvík Jósepsson skipaði bankastjóra árið 1974. En hver er þessi óþekkti umsækj- andi og hvað gengur honum tfl? Bókhneigður alþýðumaður „Ég er frá Brekku á Ingjaldssandi, af alþýðufólki kominn aftur í ættir. Þó að einum áa undaskUdum. Sá var landfógeti í hálfan mánuð, en þá ’57-'64 • skipaður af Lúövíki Jósepssyni Guðmundur Hjartarson ’74-'84 • skipaöur af Lúövíki Jósepssyni lón '57-'67 • skipaður af Lúðvíki Jósepssyni Sigtryggur Klemenzson '66-71 • skipaður af Gylfa Þ. Gíslasyni skipaður af Gylfa Þ. Gíslasyni Svanbjörn Frímannsson 71-74 • skipaður af Gylfa Þ. Gíslasyni Jóhannes Nordal ’61-’93 • skipaöur af Gylfa Þ. Gíslasyni Hallgnmsson af Matthíasi Bjarnasyni Jón Sigurðsson '93- • skipaöur af Sighvati Björgvinssyni '91- • skipaður af Jóni Sigurðssyiy—---- Tómas Arnason '85- • skipaöur af Matthíasi Á. Mathiessen Kristján S. Kristjánsson rafvirkjameistari, umsækjandi um stól seðlabankastjóra: Aðrir en ég hafa stöðuveit- ingar að fíflskaparmálum - vill leggja niður lánskjaravísitölu, afnema virðisaukaskatt og fella gengið hrökklaðist hann líka frá, áreiðan- lega fyrir drykkjuskap." Kristján kímir þegar hann víkur tahnu að forfóður sínum. „íslendingar eru þó yfirleitt ekki að draga yfirvöld til ábyrgðar. Ef það breytist er ég hræddur um að hér fykju menn,“ segir hann og er staðinn upp til að sækja okkur sopann. „Það er reyndar sérstakt umhugsun- arefni hvers vegna íslenskir dóm- stólar eru jafnan hallir undir ríkis- valdið þegar hagsmunir þess stang- ast á við mannréttindi . Þetta sér hver maður sem les stjórnskipunar- rétt og þarf ekki lögfróða til. Því miður eru fleiri en Jón Hreggviðsson sem þurfa aö sigla til að leita réttar síns.“ Kristján hefur sérstakan áhuga á mannréttindamálum og segist lesa mikið. Ekki síst lög og dóma. Þarf ekki að efast um þau orð. Bókahill- umar tala þar sínu máli og auðheyrt er að hér fer lesinn maður og vel að sér. „Ég hef ekki minni áhuga á bættu siðferði. Ég held að það sé allt- af farsælla að láta lög ráða fremur en menn,“ segir hann íbygginn en glottir svo. „Ég er farinn að hljóma eins og raf- virki sem heldur að hann viti allt um guðfræði, heimspeki og lög, af því að hann veit eitthvað meira um raf- magn en aðrir. Þannig er ég ekki, vona ég.“ Hann setur í sterklegar herðamar orðum sínum til áherslu. Taugaveiklaðir stjómmálamenn „Hugmyndin að umsókninni kviknaði þegar ég heyrði viðtal við Ágúst Einarsson, formann banka- ráðs Seðlabankans. Þar sagði hann að allir umsækjendur yrðu teknir til gaumgæfilegrar athugunar á jafn- réttisgrundvelli. Svo er auðvitað samdráttur hjá iðnaðarmönnum og í ekkert land að hverfa ef menn vildu flýja. Ég held samt að það hafi verið mistök að auglýsa stöðuna, algjör taugaveiklim." Hann hægir ferðina. „Það kom mér á óvart að vera ekki kallaður í viðtal, sem ég hafði lýst mig fúsan til. Bankaráðsformaður- inn sagði þó alla umsækjendur hæfa til að gegna stöðunni." Það hleypur fjör í glettin augun. „Rétt að það komi fram.“ Framtíðin er björt enda maðurinn ungur, ekki nema 36 ára. „Það kemur vel til greina að sækja um stöðu aðalbankastjóra Seðla- bankans í haust. Nema mér verði áður boðinn forstjórastóll Trygg- ingastofnunar í sárabætur." Kristján brosir en lækkar þó hvergi flugið. „Sjáðu, þá tæki iðnaöarmaður við af iðnaðarmanni, eins og Vestfirðingur af Vestfirðingi. Eggert G. Þorsteins- son er nefnilega múrari að mennt þó hann hafi líklega í mesta lagi verið frímúrari síðustu áratugi." Siðavandan Seðlabanka Tal okkar beinist nú að siðferði. „Á íslandi fara mannaráðningar eftir flokkum, allt niður í smæstu stöður. Jafnvel sumarmenn í lögregl- unni voru ráðnir í gegnum ráðherra, man ég. Og ef flokkstruntan var yfir aldursmörkum, ja eða undir heilsu- mörkum var henni bara veitt undan- þága. En Seölabankinn verður að vera sjálfstæður og hreinn. Jafnvel á Ítalíu er Seðlabankinn hreinn.“ Hlutverk Seðlabankans er augljós- lega skýrt í huga Kristjáns. „Hann á að standa vörð um gjaldmiðilinn, hafa eftirlit með bankastofnunum en ekki síst vera öðrum fyrirmynd í sið- ferðilegum efnum.“ „Viðskiptasiðferði þekkist varla á íslandi. Seðlabankinn á þess vegna að beita sér fyrir siðbót. Sumir verk- takar til dæmis þyrftu ekki að skipta um siðferöi til að fara yfir í eiturlyfja- viðskipti, heldur aðeins að skipta um efni. Og ég er þó alls ekki að segja aö þeir séu verstir." Fyrstaverk bankastjórans Kristján var ekki í vafa um að „Stjórnmálafræðin segir manni hvað eigi að gerast á morgun og eyðir svo morgundeginum í að út- skýra af hverju það gerðist ekki.“ Kristján S. Kristjánsson, hinn orð- hvati umsækjandi. hans fyrsta verk í Seðlabankanum hefði orðið að leggja niður svokallaða lánskjaravísitölu. Hún hafi á hðnum árum rokið fram úr SDR, „þeim gjaldmiöilspotti sem búinn hefur verið til“. Kristján fullyrðir að miðað er við ímyndaðan upphafspunkt árið 1979 sé lánskjaravísitalan nú komin yfir 3000 stig, en SDR í rétt rúm 1700. „Þetta er staðreynd jafnvel þó stærð- imar hafi haldist nokkurn veginn í hendur fyrstu árin.“ „Þarna er gap sem almennir lán- takendur og sérstaklega fólk í greiðsluþroti þarf að fylla. Þetta er í raun aukaafgjald af lánuðum pening- um - ekkert annað en hreinir vextir. “ Hann horfir út um gluggann andar- tak eins og til að virða hugmyndir sínar fyrir sér. „Þetta er á endanum spurning um mannréttindi. Sá sem lifir í skulda- fiötrum er sviptur öllum tækifæmm til að njóta lífsins. Maður í brenn- andi húsi hugsar aðeins um að kom- ast út.“ Og Kristján býr yfir fleiru. Hann segist vilja sjá Seðlabankann beita sér fyrir greiðslumiðlun að norskri fyrirmynd. „Greiösluerfið- leikalán Húsnæðisstofnunar voru stórgölluð. Skuldbreytingin sem í þeim fólst var gerð með öllum áfölln- um vöxtum og dráttarvöxtum, lög- fræðikostnaði og lánskjaravísitölu." Þetta leiddi til þess að mörgum var þessi leið út úr vanda sínum ókleif frá upphafi, segir hann. „Enginn hluti skuldanna var felldur niður. Erfiðleikarnir urðu því mörgum óviðráðanlegir. Fólk komst í þrot, bæði einstaklingar og fyrirtæki, sem aftur varð til þess að aukinn vaxta- þungi lagðist á þá sem skuldugir voru við bankana. Stjómmálamenn- irnir kenna svo húsbréfunum um vaxtaokrið og gapa yfir því að vaxta- lækkun sé ómöguleg." Plastminkabú Það veður á Kristjáni þegar kem- ur að göllum núverandi stjómkerfis. „Ég er uppahnn í sveit og er fylgj- andi landbúnaði. En þegar stað- reyndimar hrópa hærra en trúar- brögðin þá segi ég stopp. Það verður ekki á styrkjakerfið logið, sama hvað um þaö er sagt. Og þetta getur hver sem vih lesið, t.d. í Handbók bænda.“ Kristján lagði á sínum tíma til aö í stað loðdýra yrði fiárfest í plastdýr- um. Þannig mætti spara stofnkostn- að, viðhaldskostnað og sölukostnað fyrir svo utan fóðurkostnaðinn. „Mönnum fannst ekki taka því að hlæja að þessu. En hver er svo niður- staðan? Mín thlaga hefði kostað hth 30% af loðdýraævintýrinu. Þýðir það ekki 70% vitrænni thlögu?“ Nýleiðí efnahagsmálum? „Ef einhveijir hafa stöðuveiting- ar að fíflskaparmálum eru það ein- hveriir aðrir en ég,“ segir Kristján. Svo mikið er víst að Kristján er ekki skoðanalaus þegar kemur að efna- hagsaðgerðum og peningEimálum. „Væri ekki leið að feha gengið um th dæmis 23% og afnema virðisauka- skattinn um leið?“ Hann bíöur ekki svars. „í fyrsta lagi missir ríkið skatttekjur sínar af virðisaukanum, u.þ.b. 15 mhljarða nettó. En sjáum hvað á móti kemur." Hann skýrir að útgerðin yrði rekin með hagnaði og gæti því farið að greiða auðhnda- skatt. Frystingin myndi skila hagn- aði. Iðnaðurinn stæði það vel að hann yrði útflutningshæfur. Jafnvel landbúnaðurinn gæti orðið útflutn- ingsgrein. Ekki þyrfti í það minnsta að óttast fijálsa verslun með land- búnaðarvörur, því erlendar afurðir stæðust varla samkeppnina. Og tekjuskattar ykjust vitanlega þegar tap snerist í hagnað. Kristján leggur áherslu á atvinnu- sköpunina í kjölfar breytinganna. „Atvinnuleysi og útgjöld því tengd mundu hverfa. Atvinnustigið yrði svipað og áður. Og ekki munar minnst um það að viðskiptasiðferði mundi batna. Virðisaukinn er drag- bítur á almennu siðferði." Aðspurð- ur um þensluáhrif og verðbólgu svarar hann því til að missir virðis- aukans myndi gleypa gengisfelhng- una svo niðurstaðan yrði hklega verðhjöðnun. Skúffunni lokað Hugmyndimar eru þó ahs ekki fullfrágengnar, kveður Kristján. „Ég verð að viðurkenna að hinir hámenntuðu starfsmenn bankans yrðu að taka út úr sér blýantana og fara að reikna í svona mánuð áöur en þetta yrði framkvæmt." Og hann er augljóslega ekki skihnn við hug- myndina um seðlabankastjórastól. „Ég myndi svo hætta eftir sex ár. Þá væri hka búiö að búa svo um hnútana aö hægt væri að koma Seðlabankanum aftur fyrir í skúffu hjá Landsbankanum. Og þá ætti bara eftiraðloka." DBE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.