Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1993, Blaðsíða 4
4
LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1993
Fréttir
Guðmundur Ami Stefánsson, nýr heilbrigðis- og tryggingaráðherra:
Guðmundur Árni Stefánsson, heiibrigðis- og tryggingaráðherra: „Mér finnst við í sumum tilfellum vera komn-
ir aö leiðarlokum þegar kostnaöarþátttaka sjúklinga er annars vegar.“ DV-mynd GVA
- Þú boðar nýtt verklag í ráðuneyt-
inu og breyttar áherslur. Skýrðu
það nánar.
„Verklagið hlýtur að mótast af
þeim ráðherra sem er í starfi
hveiju sinni. Ég þekki mikilvægi
þess, sem framkvæmdastjóri stórs
sveitarfélags, að fá fólk til sam-
starfs, ekki síst þegar þarf að stíga
á bremsuna og hagræða til að ná
fram spamaöi. Ég mun freista þess
að halda þeim vinnubrögöum
áfram sem ég hef viðhaft í Hafnar-
firði. Á hinn bóginn geri ég mér
einnig ljóst að ákvörðunin og
ábyrgðin er ráðherrans. Þó ég
reyni að halda góðu sambandi viö
samstarfsfólk mitt í heilbrigðis-
geiranum er ekki þar með sagt að
ekki kunni hressilegir vindar að
blása. Ég mun láta verkin tala og
vil vera dæmdur af þeim verkum
sem ég skil eftir mig en ekki af ein-
hverjum fyrirheitum sem nóg er
af í íslenskri pólitík."
- Niðurskurður er orð dagsins.
Hvar ætlar þú að skera niður og
hvaða stofnanir eru þá á niður-
skurðarlistanum?
„Ég ætla ekki að segja þér ná-
kvæmlega til um það en ég vil ekki
segja að um verði að ræða niður-
skurð á þjónustu við almenning,
þannig að fólk fái ekki þá nauðsyn-
legu þjónustu í velferðarkerfi heil-
brigðismálanna sem því ber. Nið-
urskurðarhugtakið hefur fengið á
sig þann blæ að þá fari um vondir
menn með stóra hnífa og séu vond-
ir við menn og málleysingja. Þegar
um takmarkað fjármagn er að
ræða í svo stórum og viðamiklum
málaflokki er verkefni mitt fyrst
og fremst að fá sem mesta þjónustu
fyrir fólkið fyrir sem minnsta pen-
inga. Hvort það þýðir að stofnanir
þurfi að sameinast eða aðrar geti
ekki opnað á áætluðum tíma verð-
ur tíminn að leiða í ljós.
En eftir reynslu mína af sveitar-
stjómarmálum er ég eindregið
þeirrar skoðunar að við eigum að
færa verkefni frá ríkinu til sveitar-
félaganna. Mér finnst að heilsu-
gæslu eigi flytja yfir á sveitar-
stjómimar, þrátt fyrir að ríkið hafi
tekið við henni með verkaskipta-
lögunum 1990.“
Styö ekki gjaldtöku
á sjúkrahúsum
- Þú gagnrýndir oft niðurskurð
velferðarkerfisins hjá forvera þín-
um og flokksbróður, sagðir að verið
væri að víkja frá grundvallar-
markmiðum jafnaðarstefnunnar.
Hvernig ætlar þú að halda í þessi
markmið?
„Ég gagnrýndi einstakar tillögur
forvera míns og stend við þá gagn-
rýni. Ég hef ekki veriö stuðnings-
maður gjaldtöku á sjúkrahúsum,
að fólk þurfi að greiða innritunar-
gjöld á sjúkrahús. Ég tel hins vegar
að kostnaðahlutdeild notenda heil-
brigðisþjónustunnar eigi aö vissu
marki rétt á sér. Kostir þjónustu-
gjalda em að við fáum eftirlitsaðila
í neytandanum sjálfum, sem skynj-
ar hver kostnaður við einstök
læknisverk er hverju sinni og hef-
ur eftiriit með framkvæmd þeirra.
En gallamir koma í ljós ef menn
ganga svo langt að notandinn, sem
nauðsynlega þarf á þessari þjón-
ustu að halda, getur það ekki vegna
fjárskorts. Þama þurfa menn að
gæta mjög vel að og mér finnst við
í sumum tilfellum vera komnir að
leiðarlokum þegar kostnaöarþátt-
taka sjúklinga er annars vegar.
Heilbrigðiskerfið er orðið til fyrir
fólkiö og ekki síst þá sem lakar
standa fjárhagslega, félagslega og
heilsufarslega. Það má aldrei taka
einn þátt þessara mála, hinn fjár-
hagslega, út úr. Eg mun gæta að
því og vænti þess að fá ábendingar
og gagnrýni ef ég vík af vegi dyggð-
arinnar.“
Óttastu óvinsældir í sama mæli og
forveri þinn ávann sér?
„Ég geri mér grein fyrir að ýmsar
ákvarðanir sem ég mun taka munu
skapa óvinsældir á ýmsum stöðum
en ég væri yfirhöfuð ekki í pólitík
ef ég óttaðist að taka ákvarðanir.
Stundum em ákvarðanir óvinsæl-
ar þegar til skemmri tíma er litið
en njóta vinsælda þegar frá líður.
Ég læt sögunni eftir að dæma þær.“
Útiloka ekki
erlenda lántöku
- Styður þú skattahækkanir og er-
lendar lántökur?
„Við þá erfiðleika sem nú em hef
ég alls ekki viljað útiloka erlendar
lántökur til arðbærra verkefna
sem væm atvinnuskapandi til
skemmri og lengri tíma, ekki síst
þegar horft er til stefnumörkimar
í nýgerðum kjarasamningum, meö
mjög ákveðinni hlutdeild ríkisins,
þar sem markmiðið er aö efla at-
vinnu og smyija hjól atvinnulífins.
Þá tel ég óráðlegt að útiloka skatta-
breytingar. Ég er sannfærður um
að fj ármagnstekj uskattur er rétt-
látur skattur í okkar samfélagi. Ég
Yfirheyrsla
Haukur Lárus Hauksson
styö skattabreytingar og skatta-
hækkanir."
- Hvað um tekjuskattinn?
„Ég ætla ekki að leggja dóm á
það. Hann verður ríkisstjómin að
skoða í samhengi."
- Haft er eftir Rannveigu Guð-
mundsdóttur að i Alþýðuflokknum
séu harðir framapotarar verðlaun-
aðir með ráðherraembættum, ekki
þeir sem láta sér nægja vinnusemi
og samviskusemi.
„Ég held að Rannveig hafi alls
ekki beint þessum orðum til mín.
Við ákvörðun um breytingar á rík-
isstjóminni hlaut tillaga formanns
um mig sem heilbrigðisráðherra
einróma stuðning, þar með Rann-
veigar. Þvi fer fjarri að svona lýsing
geti átt við mig að öðm leyti þar
sem ég hef starfað í flokknum í 20
ár og gegnt ýmsum trúnaðarstörf-
um. Ég vil láta dæma mig af verk-
um en ekki yfirlýsingum."
Leysum sjálfir okkar mál
- Haft er eftir Matthiasi Bjarnasyni
að ráðherraskiptin sýni veikleika
Alþýðuflokksins og nú sé heimilis-
vandamál Jóns Baldvins orðið að
heimilisvandamáli forsætisráð-
herra.
„Ég ætla ekki að „kommentera"
á þessa yfilýsingu Matthíasar.
Hann sagðist heldur ekki hafa
nema gott eitt um nýju ráðherrana
að segja. Andinn í viðtalinu, sem
vitnað er til, var á þeim nótum að
hann vildi lægja öldurnar í Sjálf-
stæðisfloknum og kanna horfur á
friði. Þá er ósköp þægilegt að víkja
talinu að samstarfsflokknum. Við
alþýðuflokksmenn leysum sjálfir
úr okkar málurn."
- Hverjusvararþúþeimfullyrðing-
um að Jón Baldvin hafi múlbundið
þig með ráðherrastarfi?
„Það er ein af mörgum vitleysis-
kenningum sem eru í gangi. Ég hef
ekki setið á þingi sem þingmaður
og hef ekki haft bein tök á því að
leggja mín lóð á vogarskálarnar í
málfutningi flokksins í landsmál-
um. En ég hef haft mínar skoöan-
ir.“
- En áttu ekki erfiðara um vik að
gagnrýna af sama krafti þegar þú
ert sjálfur sestur í ráðherrastól?
„Ég sest ekki í ráðherrastól til að
láta múlbinda mig eða til að vera
samsekur eins og einhvers staðar
heyrðist. Ég sest í ráðherrastól til
að vera samábyrgur og taka þátt í
þeim erfiðu störfum sem við blasa,
að leiða þjóðina upp úr öldudaln-
um. Það yerður að koma í Ijós hvort
ég verð gagnrýninn á einstakar til-
lögur. Ég lofa engu til eða frá um
það.“
- Munt þú, með ráðherradóm í far-
teskinu, sækjast eftir formennsku
á næsta flokksþingi Alþýðuflokks-
ins?
„Það er algjörlega út í bláinn að
velta því fyrir sér nú.“
- Hefur þú hugleitt örlög vinsælla
borgarstjóra sem farið hafa í lands-
málapólitík og valda þau þér ein-
hveijum áhyggjum?
„Nei, ég hef ékki velt fyrir mér
framtíðinni í þessu ljósi. Þessi
innáskipti í ríkisstjóm voru tíma-
mótandi í þá vem að hreyfanleiki
í íslenskri pólitík verður kannski
regla frekar en undantekning."
Allir vildu Lilju
kveðið hafa
- Skuldir bæjarsjóðs Hafnarfjarðar
eru 1,9 milljarðar þegar þú skilur
við. Skýtur það ekki skökku við
þegar Hafnfirðingar njóta mikilla
umframtekna vegna álversins í
Straumsvik?
„Það er ein bábiljan um fjármál
Hafnarfjarðar þegar menn halda
að bæjarsjóður njóti umframtekna
vegna álversins. Beinar tekjur bæj-
arsjóðs af álverinu em innan við
eitt prósent af heildartekjunum.
Raunskuldir hvers manns í Hafn-
arfirði, þegar útistandandi kröfur
eru dregnar frá, eru 780 milljónir
króna eöa 48 þúsund §_.íivert
mannsbarn. Skuldir hvers íslend-
ings í útlöndum eru hins vegar ein
milljón. Hafnarfjörður er fjárhags-
lega stöndugt bæjarfélag."
- Vegna ágreinings um byggingu
háhýsis i Hafnarfirði lést þú hafa
eftir þér að því óvinsælli sem mál
væru því betri væru þau. Muntu
beita sömu röksemdafærslu við
ákvarðanatöku í heilbrigðisráðu-
neytinu?
„Þetta er mgl úr Fjarðarpóstin-
um. Ég sagði að allur þorri Hafn-
firðinga mundi fagna af heilum hug
þegar húsið væri risið. Enda er það
svo að þegar húsið var aðlagað
ábendingum mótmælir varla nokk-
ur maður. Mál geta verið óvinsæl
til að byrja með en það þarf að ryðja
málum braut og fylgi með kynn-
ingu og umræðu. Það gildir um
þetta mál og mun sjálfsagt gilda um
mörg mál sem ég kem nálægt hér
í ráðuneytinu.“
- Voru ekki sjónhverfingar í gangi
varðandi lækkun hússins?
„Það eru fullyrðingar út í bláinn.
Fólk sem hefur skoðað þessi mál
fyrir og eftir breytingar með hlut-
lægum hætti er ekki í vafa. Þetta
mál verður rós í hnappagat þeirra
sem unnu að því. Allir vildu Lilju
kveðið hafa þegar upp verður stað-
iö.“
_________________________________ '
- Munt þú sækja alla bæjarstjórn-
arfundi í ráðherraönnum þínum og
þiggja laun fyrir?
Ég ætla að sækja bæjarstjórn-
arfundi og taka virkan þátt í starfi
bæjarmálaflokksins í Hafnarfirði
eftir þvi sem kostur er. Bæjarstjóm-
arfundirerubaratoppurinnáísjak- .
anum í því starfi sem fram fer í ;
sveitarfélögum. Þrátt fyrir annir í |
ráðuneytinumunégallavegamiöla '
af reynslu minni til þeirra félaga
minnasemviðtaka." -hlh