Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1993, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1993, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1993 í þessari opnu eru birtar niðurstöð- ur verðkönnunar sem gerð var fyrir DV á ýmsum vörutegundum í Reykjavík, London og á Flórída. Könnunin nær til helstu vöruflokka en meginuppistaðan er þó matvörur og nauðsynjavörur. Leitast var við að bera saman sam- bærilegar vörur á þessum stöðum og þeim sleppt ella en umreikna þurfti þyngd nokkurra vörutegunda til að fá raunhæfan samanburð. Ekki var tekið tillit til gæða varanna að neinu leyti og tilboðsverð var ekki tekið með. Það var Bjöm Jóhannsson við- skiptafræðingur sem stóð að könn- uninni en hann hefur sl. fimm ár starfað fyrir verslanir og verslana- fyrirtæki. Á Flórída kannaði hann verð í versluninni Publix, í London varð Safeway fyrir valinu og í Reykjavík Hagkaup. Karfan 140% dýrari hér en á Flórída Innkaupakarfa með tuttugu al- gengum vörutegundum kostar 140% meira hér á landi en á Flórída og 80% I það kostaði 255 krónur í London og einungis 170 krónur á Flórída. Það er því hægt að fá tvö tímarit á Flórída fyrir sama verð og eitt hér á landi. Kjötið vegur þyngsthér Þegar innkaupakarfan er flokkuð niður í vöruflokka kemur í ljós að kjötvaran vegur þyngst hér á landi en 39% af heildarupphæðinni er eytt í kjöt, eða 1.611 krónum. Næst á eftir kemur mjólkurvaran sem kostar samtals 785 krónur og vegur 19% af heildarupphæöinni. Þetta era tveir langstærstu flokkamir. Þetta em líka langstærstu flokk- , amir í London og á Flórída en mun- urinn á kjöt- og mjólkurvörum er þó ekki nálægt því eins mikill þar og hér. í London kostar kjötvaran 566 krónur og vegur því einungis 25% og mjólkurvaran 512 krónur, eða 22%. Á Flórída kostar kjötvaran 417 ' krónur og vegur 24% af heildarverði körfunnar á meðan mjólkurvaran vegur 23% og kostar 403 krónur. Verðkönnun á matvöru í Reykjavík, London og á Flórída: Dýrast aö versla á Islandi - matur allt að sjö sinnum dýrari hér á landi l ( meira en í London. í krónum talið kostar þessi innkaupakarfa 1.722 krónur á Flórída, 2.293 krónur í Lon- don en 4.136 krónur á íslandi. Þarna munar heilum 2.414 krónum á hæsta og lægsta verði, eða rúmlega helm- ingi. I súluritinu hér á síðunni hafa tólf vömr verið valdar úr körfunni til að sýna verðsamanburðinn. Innkaupakarfa - samtals - London Flórída -....-............ Vægi vöruflokka London Rórída 22% 11% 14% 11% 10% 24% 23% ( r UJ Kjötvörur Bl Glamour U Drykkir H Egg ö Mjólkurvörur O Hreinlætisvörur ö Ávextir § Rúnstykki Dósamatur Ávextirhlutfalls- lega ódýrastirhér Ótrúlegur yerðmunur á kjúklingum Þar er mest áberandi hvað verð á kjúklingi er langhæst hér á landi en munurinn á hæsta og lægsta verði er 400%. Kjúklingurinn kostar því fjórum sinnum meira í Reykjavík en á Flórída, eða m.ö.o. á Flórída kostar hann 20% af því sem hann kostar í Reykjavík. Verð á 1 'A kg af kjúklingi kostaði 186 krónur á Flórída, 246 í London en 930 krónur í Reykjavík. Einnig var sláandi verðmunur á eggjum eða rúmlega 500% á hæsta og lægsta verði. Tíu egg kostuðu 214 krónur hér, 102 krónur í London en einungis 35 krónur á Flórída þannig að hægt var að fá 6 egg á Flórida fyrir sama verð og eitt egg hér. Verðmunur á nautahakki hér og á Flórída er 211% en 600 g kosta 123 krónur á Flórida þegar þau kosta 383 krónur hér á landi. Þannig má fá nautahakk í þrjár máltiðir á Flórída fyrir sama pening og eina hér. Epli ódýrari hér í allri innkaupakörfunni vora að- eins tvær vörutegundir sem voru ódýrari hér á landi en á Flórída, Dolé ananassneiðar (397 g) voru 4% ódýrari hér og kíló af eplum var 39% ódýrara í Reykjavík. Kílóið kostaði 179 krónur á Flórída en 109 krónur hér. Tvær vörutegundir vora einnig ódýrari hér á landi en í London, Col- gate Gel tannkrem (4,6 oz) var 31% ódýrara hér og WC pappír (6 rl) var 5% ódýrari hér. Hér kostuðu þær 159 krónur en 167 í London. Tímaritið Glamour var 115% dýr- ara hér á landi en á Flórída. Það kostaði 366 krónur í Reykjavík þegar Ávextir virðast hlutfallslega dýrir á Flórída þar sem þeir em 14% af verði innkaupakörfunnar. Prósentu- talan er mun lægri í Reykjavík (6%) og í London (8%) og em ávextir því hlutfallslega ódýrastir hér. Hreinlætisvörur vega þyngst í Lon- don af þessum þremur löndum, 14%, en minnst hér á landi þar sem þær ' em einungis 7% af heildarverði inn- kaupakörfunnar. Lítill munur virðist á vægi drykkj- arvara í innkaupakörfum landanna þar sem þeir vega á bilinu 6-8% og { emm við þar í miðið, þó hver lítri af t.d. hreinum appelsínusafa sé næstum því þrisvar sinnum dýrari hér en á Flórída.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.