Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1993, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1993, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1993 Erlend bóksjá Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Terry Pratchett: Small Gads. 2. John Grisham: The Pellcan Bríef. 3. Michael Críchton: Jurassic Park. 4. Robert Harris: Fatherland. 5. Jack Higgins: Eye of the .Storm. 6. Stephen King: Gerald's Game. 7. Bernard Cornwell: Sharpe’s Devil. 8. Joanna Trollope: The Rector's Wife. 9. lan McEwan: Black Dogs. 10. Adam Thorpe: Ulverton. Rit almenns eðlis: 1. J. Peters & J. Níchol: Tornado Down. 2. Brian Keenan: An Evil Cradling. 3. Piers Paul Read: Alive. 4. Bill Bryson: The Lost Continent. 5. Miles Morland: The Man Who Broke Out of the Bank. 6. Bill Bryson: Neither here nor there. 7. Charles Nicholl: The Reckoníng. 8. David Gowor: Gower: The Auto- biography. 9. Andrew Morton: Díana: Her True Story. 10. Benjamin Hoff: The Te of Piglet. (Byggt á The Sunday Times) Danmörk Skáldsögur: 1. Hanne Marie Svendsen: Under solen. 2. Tor Norrestranders: Mærk verden. 3. Alice Adams: Carolines dotre. 4. Jan Guillou: Díne fjenders fjende. 5. Jostein Gaarder. Kabalemysteriet. 6. Regine Deforges: Sort tango. 7. Peter Hoeg: Forestillinger om det 20. árhundrede. (Byggt á Politiken Sondag) Golding er allur Breska nóbelsskáldiö William Golding efndi til fimmtíu manna veislu að kvöldi fostudags í síðustu viku. Hann lést morguninn eftir á heimili sínu í Truro á Comwall í Englandi, 81 árs að aldri. Golding var að mörgu leyti sér- stæður höfundur og ferill hans óvenjulegur. Hann var orðinn 43 ára þegar fyrsta skáldsaga hans fékkst loksins útgefin. Það var árið 1954. Handritið að þeirri sögu, Lord of the Flies (Flugnahöfðinginn), hafði þá farið mikla píslargöngu milli for- leggjara, en fimmtán þeirra höfnuðu því að gefa söguna út. Nú er hún löngu sígild og víða skyldulesning í skólum. Myrkur mannshjartans í Flugnahöfðingjanum tók Golding fræga bamasögu R.M. Ballantynes, Corai Island, og sneri henni á haus ef svo má segja. Ævintýrið varð að hatrammri baráttu þar sem hið góða mátti sín lítils gegn myrkrinu í mannshjartanu, en það var aha tíö eitt helsta viðfangsefnið í skáldskap Goldings. Árið eftir, 1955, birtíst The Inherit- ors sem margir, þar á meðal Golding sjálfur, telja bestu skáldsögu höfund- arins. Þar segir frá því hvemig homo sapiens ber sigurorð af ljúfum, barnslegum Neanderdalsmönnum. Pincher Martín fylgdi í kjölfarið, 1956. Sú saga gerist í stríðinu, sem Golding þekkti vel til af eigin raun vegna þjónustu sinnar um árabil í William Golding, breska nóbels- skáldið sem andaðist síðastliðinn laugardag á heimili sinu í Cornwall. Símamynd Reuter Umsjón Elías Snæland Jónsson breska sjóhemum, og segir frá sjó- manni af skipi sem óvinurinn hefur sökkt. Tveimur ámm síðar, 1959, kom út saga um erfðasyndina, Free Fah. Langt hlé Golding stundaði ritstörfin sam- hliða kennslu fram til ársins 1961. Þá hafði Flugnahöfðinginn slegið svo rækhega í gegn, meðal annars í Ameríku, að hann gat helgað sig rit- störfum. Árangurinn mátt sjá í The Spire sem kom út árið 1964 og segir frá manni sem leggur allt í sölurnar th að reisa kirkjuspíru mikla - með af- drifaríkum afleiðingum. Næstu fimmtán árin var hins vegar sem Golding væri hættur að skrifa. Útbrunninn, sögðu margir. Hann sendi að vísu frá sér ritgerðasafn (The Hot Gates and Other Occasional Pieces, 1966), minni háttar skáldsögu (The Pyramid, 1967) og smásagna- safn (The Scorpion God, 1971), en engin meiri háttar skáldverk. En Golding sneri aftur af kraftí árið 1979 með skáldsögunni Dark- ness Visible, mikilh harmsögu sem höfundurinn fékkst reyndar aldrei th að ræða um opinberlega. Booker og nóbel Og þar með var hann kominn á skrið á ný og það svo um munaði. The Rites of Passage (1980) um sjó- ferð frá Bretlandi th Ástrahu á tím- um Napóleonsstyrjaldanna hlaut hin eftirsóttu Booker-verðlaun í Bret- landi og fékk auk heldur góðar við- tökur lesenda og gagnrýnenda. í kjölfarið fylgdu sjálf nóbelsverðlaun- in, 1983, en Golding var fimmti breskra höfunda th að hlotnast sá heiður. Hann hélt áfram að rekja sjóferð- ina eftírminnhegu í tveimur öðrum skáldsögum: Close Quarters, 1987, og Fire down below, 1989. Þessar þrjár samtengdu skáldsögur telja reynar sumir besta skáldverk Goldings. Metsölukiljur Bandaríkin Skáldsögur: 1. Michael Crichton: Jurassic Park. 2. John Grisham: The Firm. 3. John Grisham: The Pellcan Brief. 4. V.C. Andrews: Darkest Hour. 5. John Grisham: A Tíme to Kill. 6. Johanna Lindsey: The Magic of Vou. 7. Terry McMillan: Waiting to Exhale. 8. Dean Koontz: Shadowfires. 9. Michael Crichton: Rising Sun. 10. Julie Garwood: Castles. 11. Litían J. Braun: The Cat Who Wasn't There. 12. Michael Crichton: Congo. 13. Alice Hoffman: Turtle Moon. 14. Sue Grafton: „I" Is for Innocent. 15. Robert Harris: Fatherland. Rit almenns eðlis: 1. Gail Sheehy: The Silent Passage. 2. Ross Perot: Not for Sale at Any Price. 3. David McCullough: Truman. 4. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 5. Peter Mayle: A Year in Provence. 6. Maya Angelou: I Knowwhythe Caged Bird Sings. 7. Deborah Tannen: You just Don't Understand. 8. Wallace Stegner: Where the Bluebird Sings to the Lemonade Springs. 9. Susan Faiudi: Backlash. 10. Peter Mayle: Toujours Provence. 11. Gloria Steinem: Revolution from within. 12. Nancy Friday: Women on Top. 13. William Manchester: A World Lit Only by Fire. 14. Bernie $. Slegel: Love, Medicine and Mirac- les. 15- R. Marcinko 8t J. Weisman: Rogue Warrior. ( Byggt á New York Times Book Review) Vísindi Draga and- ann 200 milljón sinnum Öll spendýr draga andann 200 millj- ónum sinnum á meðan þau lifa. Þau sem draga andann hratt deyja yngri. Þau sem draga andann hægt og ró- lega ná hærri aldri. því ekki lengi. Því stærri sem spendýrin eru þeim mun eldri verða þau. En það er munur á lífaldri dýra af sömu stærð. Afgerandi þáttur er hvort þau eru fómarlömb rándýra. Antí- lópur geta til dæmis aldrei slappað af því þær þurfa alltaf að vera til- búnar til að leggja á flótta. Það er streituvaldandi og því iifa antílóp- ur ekki lengi. Þær geta náð allt að nítján ára aldri. Leðurblökur ná miklu hærri aldri en mýs og skordýraætur af sömu stærð, fuglar verða yfirleitt eldri en spendýr af sömu stærð og skjaldbökur verða miklu eldri en skriðdýr með köldu blóði af sömu stærð. Fuglar og leðurblökur geta auðveldlega flúið óvini sína og skjaldbökur geta treyst á skjöldinn sér til vamar. Af náttúrunnar hendi eiga þessi dýr möguleika á löngu lífi. Skyndikaffi vöm gegn hjartasjúk- dómum Þeir sem drekka fleiri en fimm bolla af skyndikaffi á dag fá fæst hjartaáfóll. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem gerö var á tíu þús- und körlum og konum í Skotlandi. Rannsóknin sýnir að þeir sem drekka færri en fimm bolla fá fleiri hjartaáfóll og þeir sem drukku alls ekki kaffi fengu flest hjartaáfóll. Þessi niðurstaöa er í andstöðu viö aðrar rannsóknir sem sýnt hafa tengsl á milli hjartasjúkdóma og kaffldrykkju. Einn sérfræðinganna sem stóðu aö rannsókninni, Cohn Brown viö Ninewells sjúkrahúsið í Dundee, segir fyrri rannsóknir hafa verið gerðar á fólki sem drakk ketilkaffi eða kaffi úr sjálfvirkum kaffivélum. í Skotlandi er aðallega drukkið skyndikaffi og 80 til 90 pró- sent þeirra sem rannsakaðir vom drukku það. Skyndikaffi er veikara og með minna koffinmagni. Aukiö kólest- erolmagn hefur verið tengt drykkju á ketilkaffi. Talið er mögu- legt að suða á kaffi hafi einhver áhrif á fituna og olíima í því. í skýrslu frá Ninewells sjúkra- húsinu í fyrra sagði að ekkert sam- band væri- á milli kaffidrykkju og hás blóðþrýstings. Kaffi úr sjálfvirkum kaffivélum er óhollara en skyndikaffi. Hreistur notað við greiningu kíghósta Með því að setja ensím, mótefni, frumu, bakteríu, bananasneið eöa hreistur á straumbreyti tengdum örgjörva er búinn til lífnemi. Líf- nemar geta iiratt og ömgglega mælt margvísleg efni, allt frá hormónum til þungmálma í um- hverfinu. Niðurstöður mæling- anna koma oft í ljós eftir nokkrar sekúndur eða mínútur. Með notkun lífnema má komast hjá dýrum og stundum ónákvæm- um mælingum á rannsóknarstof- irni. Innan skamms geta læknar gert margvíslegar mælingar á stof- Umsjón Ingibjörg Bára Sveinsdóttir um sínum og jafnvel sjúkhngarnir sjálfir í heimahúsum. Sænskir vísindamenn hafa þróað lífnema sem byggður er á hreistri fisks sem skiptir um ht þegar hann verður stressaður eða vill fela sig. í hreistrinu er fjöldi frumna með hreyfanleg htarefni og taugaþræði sem innihalda efnið noradrenalín. Þegar taugamar verða fyrir ert- ingu safnast Utarkornin í miðju frumuhópsins. Við rannsókn kom í ljós að eitur- efni frá kíghóstabakteríum kemur í veg fyrir að litarefnin í frumunum safnist saman þrátt fyrir snertingu við noradrenahn. Lífneminn getur því greint kíghósta. Hann getur jafnframt mælt streitu. Fjölvítamín draga úrvan- skapnaði Ef kona neytir daglega flölvíta- mína með fólínsýru, sem telst til B-vítamína, á getnaðartímabiii geta verið helmingi minni líkur á að hún eignist bam með alvarlegan fæðingargalla. Þetta er niðurstaða Andrew Czeizels, vísindamanns í Búdapest. Könnun Czeizels náöi til 4.156 bamshafandi kvenna sem ýmist höfðu tekið fjölvítamín með flórín- sým eða tekið óvirkt efni. Þær sem tóku óvirka efnið fæddu nær tvö- falt fleiri vansköpuð böm en hinar. Svín ræktuð fyrir líffæra- flutninga Eftir átta ára rannsóknir hefur breskum vísindamönnum í Cam- bridge tekist aö rækta svín, sem þeir kalla Astrid, með mannagen- um. Slík svín hafa veriö ræktuð Innan fárra ára er mögulegt að líf- færi úr svínum veröi grædd í menn. áður en Astrid er fyrsta svínið með genaeiginleika sem geta komið í veg fyrir að mannslíkaminn hafni líffæmm sem hafa verið grædd í hann. Vísindamennimir tóku ftjóvgað egg úr gyltu og settu það í tilrauna- glas með mannagenum. Síðan komu þeir egginu aftur fyrir í legi gyltunnar. Markmið ræktunarinnar er að fá mannslíkamann til að hafna ekki ígræddum lifiærum. Ef rannsóknin gengur vel vonast vísindamennim- ir til að geta grætt líffæri úr svínum í menn innan fárra ára.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.