Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1993, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1993, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1993 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NUMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Nú þarf að kúvenda Margt þarf aö breytast, svo aö unnt verði að halda uppi sjálfstæöu þjóðfélagi viö fámenni og einangrun ís- lands fram eftir næstu öld. Hætt er viö, aö blóminn úr ungu kynslóðunum reyni að flytjast á brott, ef við fest- umst í gömlum atvinnugreinum og atvinnuháttum. Til þess aö framtakssamt fólk vilji festa rætur hér á landi, þurfum viö aö hta til atvinnugreina og atvinnu- hátta framtíöarinnar. Viö þurfum að búa svo um hnút- ana, að ungt fólk geti horft með bjartsýni fram á veg og hafi menntun, aöstöðu og kjark til að nýta sér hana. Við þurfum á hverjum tíma aö leggja mesta áherzlu á þróun hátekjugeira á borð viö gerð hugbúnaðar fyrir tölvur. Sumpart er hægt að reisa þá á grunni tækniþekk- ingar úr hefðbundnum greinum. Tölvuþróun í tengslum við siglingar og sjávarútveg er gott dæmi um það. Mikilvægt er, að sem mestur hluti atvinnulífs íslend- inga sé í nýjum greinum vaxtar og hárra tekna og sem minnstur í gömlum greinum, þar sem keppa þarf við ódýra vöru og þjónustu frá láglaunalöndum. Við þurfum að breyta ört til að verða í fararbroddi lífskjara. Við eigum ekki að keppa að stækkun atvinnugreina, þar sem ómenntað fólk stendur daglangt við færibönd, heldur keppa að stækkun greina, þar sem hámenntað fólk selur hugvit og þekkingu til þeirra þjóða, sem hafa ekki náð að hlaupa eins hratt og við inn í framtíðina. Við þurfum að gera fiskvinnsluna eins sjálfvirka og mögulegt er og selja útlendingum þekkingu okkar á því sviði. Við eigum fremur að efla hönnun en beina fram- leiðslu. Við eigum að losa okkur sem hraðast við sem mest af hefðbundum landbúnaði í vonlausri samkeppni. Við sætum um þessar mundir átta þúsund manna at- vinnuleysi og þurfum að útvega tólf þúsund störf til við- bótar handa þeim, sem koma á vinnumarkað á sjö árum, sem Hða til aldamóta. Þetta verður erfitt, því að sjávarút- vegur mun ekki gefa mikið svigrúm á næstu árum. Þessi þörf fyrir samtals tuttugu þúsund störf segir ekki aha söguna. Ef takast á að ná þeim markmiðum, sem hér hefur verið lýst, þarf að færa að minnsta kosti tíu þúsund störf frá úreltum greinum á borð við landbún- að, ýmsum færibandagreinum og annarri útgerð lág- launa. Við eigum ekki að sóa tugum mihjarða á hverju ári til að varðveita atvinnugreinar og atvinnuhætti fortíðar- innar. Við eigum að nota þessa peninga tíl að mennta þjóðina í hátæknigreinum, efla trú hennar á framtíðar- möguleikana og þor hennar til að takast á við þá. Við eigum aUs ekki að láta atvinnuleysi hðandi stund- ar hrekja okkur út í þann vítahring að fara í auknum mæh að greiða niður láglaunastörf af ýmsu tagi og búa tU þykjustuverkefni á þvi sviði. Slíkt dregur okkur bara dýpra niður í svaðið, sem við þurfum að lyfta okkur úr. Ef við höldum áfram áherzlu á hefðbundinn landbún- að, gæludýrasukk og aukna atvinnubótavinnu, munum við standa andspænis 15-20% atvinnuleysi um aldamót- in, vonleysi og atgervisflótta. Atvinnuleysi hðandi stund- ar má ekki mæta með vöm, heldur eingöngu með sókn. TU þess að svo megi verða, þurfa bæði landsfeður og aðrir Islendingar að lyfta ásjónu sinni úr holunni og hta upp í framtíðina. Við- verðum að breyta og snúa flestum áherzlum í stjómmálum og þurfum sennUega að skipta að verulegu leyti um póhtíska yfirstétt í landinu. Framtíð okkar felst í þekkingaröflun í fjármálum, rekstri og nýjum atvinnugreinum; í þjálfun við hönnun hugbúnaðar og tækja, og í eflingu kjarks og bjartsýni. Jónas Kristjánsson Umtumuní Japan hefur heimsáhrif Kaflaskipti í stjómmálasögu Jap- ans þykja fyrirsjáanleg eftir kosn- ingar til neöri deildar þingsins 18. júlí. Fijálslyndi lýðræðisflokkur- inn, sem stjómað hefur Japan óslit- ið frá samruna margra hægri- flokka 1955, er í upplausn. Vinsæld- ir núverandi flokksleiötoga og for- sætisráðherra, Kjitsi Mijasava, mælast inn£m við tíu af hundraði. Mijasava rauf þing og efndi til kosninga eftir að 39 flokksbræður hans gengu til liðs við stjómarand- sötðuna og samþykktu vantraust á ríkisstjómina. Tilefni vantraustins var að ráðandi öfl í stjórnarflokkn- um knúðu forsætisráðherrann til að legga til hhðar efndir á helsta kosningaloforði sínu um aö breyta kosningarfyrirkomulaginu til að reisa skorður við íjármálaspill- ingu. Kosningum var hraðað, jafnvel þótt það kostaði að fundur leiðtoga sjö helstu iðnríkja heims í Tokyo 7. til 9. júlí lendi í miðri kosninga- baráttunni, vegna þess að viku eft- ir kjördag hefjast réttarhöld yfir tákni fjármálasukksins í japönsk- um stjómmálum, Shin Kanemaru. Uppljóstranir sem þar má vænta hefðu enn spillt málastað stjómar- flokksins. Kanemám bíður réttarhalda í fangelsi en fram á síöasta ár var hann voldugasti maöur í Frjáls- lynda lýðræðisflokknum. Árum saman hefur hann deilt og drottnaö meðal valdstreituhópanna innan flokksins, ráðið forsætisráðherrum og úrslitum þýðingarmestu mála. Vald Kanemara byggðist á því að hann var helsti farvegurinn fyrir fjárfúlgur frá fyrirtækjum og sam- steypum þeirra til hópanna í stjómarflokknum. Stjómmálabar- áttan í Japan er svo fjárfrek sem raun ber vitni vegna þess að kosiö er í frá þriggja til fimm manna kjör- dæmum þar sem frambjóðendur úr sama flokki keppa innbyrðis um atkvæðin og kaupa sér beinlínis kjörfylgi. Einatt er um hreinar mútur að ræða og vænn skerfur fjárins verð- ur eftir hjá þingmönnum. Viö hús- leit hjá Kanemam fundust staflar af reiðufé og gullstöngum svo nam hundruðum milljóna króna. Fyrsta úttekt á efnahag japanskra þing- manna leiddi nýlega í ljós meðal- eign hjá þingmönnum stjómar- flokksins sem nemur 75 milljónum króna, og þurfti þó hvorki að telja fram markaðsverð fasteigna, reiðufé, dýra málma né eignir á nafni skyluhös. Yngri menn úr Fijálslynda lýð- ræðisflokknum beittu sér fyrir aö fella ríkisstjórnina og hafa nú um Tsutova Hata, fyrrum fjármálaráðherra og formaður nýja flokksins Shin- seito, veifar til fréttamanna eftir fund meö Mijasava forsætisráðherra. Simamynd Reuter að aflóga ríkisstjórn í Tokyo á þess engan kost að beita forsætinu á fundi iðnveldanna sjö th að hafa frumkvæöi í aökahandi verkefnum eins og að lífga-viö heimsverslun og ýta undir skjóta lausn í samn- ingaumleitunum um frjálsari heimsviðskipti á ýmsum sviðum. Fyrstu viöbrögð á mörkuðunum eru að gengishækkun japanska jensins snýst við, nú er það dohar- inn sem hækkar, enda verið stór- lega vanmetinn lengi að marga mati. Shkt veikir jafnframt stöðu þýska marksins og glæðir vonir um vaxtalækkanir í löndum Evrópu- bandalagsins, sem em frumskh- yrði fyrir efnahagsbata í EB. Það virðist ætla að bera upp á sömu misserin að viðurstyggð langþreyttra kjósenda á þaulsætn- um en sphltum valdhöfum knýi fram kerfisbreytingar bæði í Japan og á Ítalíu. Væri það vottur um endurnýjunarmátt lýðræðislegra stjómarhátta. En jafnframt má minna á að sami aðili lagði fjárhagslegan grunn að báðum fyrirbærunum sem nú em að ganga sér th húðar. Bæði Kristi- legi demókrataflokkurinn á ítahu og Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn í Japan nærðust í upphafi á fjár- magni frá bandarísku leyniþjón- ustunni CLA, þegar shkt þótti brýnt í kalda stríðinu. Leyndar fjárupp- sprettur urðu áfram lhibrauð þeirra. Magnús T. Ólafsson Erlend tíðindi MagnúsTorfi Ólafsson fjórir tugir stofnað nýjan flokk sem þegar hefur tekið upp viðræður við sósíahsta og smærri miðflokka um stofnun samsteypustjómar eftir kosningar. Verði af því sjá menn fram á umturnun í japönskum stjómmálum. Þar hafa hagsmunir framleiðenda hingað til gengið fyr- ir en hagur neytenda setið á hakan- um miöað við afköst hagkerfisins. Vegna stöðu Japans á heims- markaði hefði viðhorfsbreyting í þá átt að rétta hlut neytenda víðtæk áhrif á heimsviðskipti. Japanski markaðurinn hlyti að veröa opnari og fjárfesting heima'fyrir að aukast á kostnað fjármagnsútflutnings. í bráð blasir það hins vegar við Skoðanir aimarra I aur upp undir axlir „Staðhæfingamar um spilhngu innan íhalds- flokksins koma sér mjög iha fyrir flokk sem stærir sig af því að halda uppi lögum og reglu. íhaldsmenn geta bara sjálfum sér um kennt ef svo sýnist sem þeir hafi látið völdin spilla sér. Þeir hggja vel við gagnrýni þar sem þeir hafa í áratugi neitað að birta almenningi fjárhagsreikninga og hafa þegið leynileg- ar fégjafir frá svo til öllum, þar á meðal mönnum sem ekki hafa fasta búsetu hér í landi.“ Úr forystugrein Observer 20. júni. Ekki kjarnorkutilraunir „Bandaríkin ættu ekki að verða fyrsta kjamorku- veldið til að brjóta kjamorkutilraunabanniö, einkum þegar leiðtogar landsins eru að reyna að koma í veg fyrir útbreiðslu kjamorkuvopna en samningur þar að lútandi rennur út 1995. Haldin verður ráðstefna til að framlengja hann og' um leið verður reynt að semja um víðtækt tilraunabann. Ef Bandaríkin taka að nýju upp neðanjaröartilraunir, jafnvel í smáum stíl, verður staða þeirra mun veikari." Úr forystugrein Los Angeles Times 23. júní. Talað viö stjórnina í Kiev „Úkraína er fuhvalda ríki og Bandaríkin munu líta á hana sem slíka. Les Aspin vamarmálaráðherra hóf það yfir ahan vafa í heimsókn sinni th Kiev ný- lega. En á sama tíma og þjóðemissinnar þrýsta á úkrcdnsk stjórnvöld um að halda kjarnavopnum sín- um eru uppi efasemdir um hvers konar ríki hún ætlar sér að verða; ríki sem stendur við alþjóðlegar skuldbindingar sínar eða kjamorkuútlagi. Stjórn- völd í Washington geta talaö stjórnina í Kiev th og fengið hana tíl að velja rétt. Úr forystugrein New York Times 22. júní.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.