Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1993, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1993, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ1993 9 Frj als Fr akki - nýr framhaldsmyndaflokkur A mánudagskvöldið mim hefjast ný þáttaröð í Sjónvarpinu sem ber heitið Fij áls Frakki eða The Free Frenchman. AUs verða þættirnir sex. Sagan gerist á þrettán árum og segir frá ungum manni og viðburða- ríku lífi hans bæði í stjómmáium og í einkalífinu. Inn í atburðarásina fléttast seinni heimsstyrjöldin og franska andspymuhreyfingin. í París Fyrsti þátturinn hefst áriö 1931 á Brúðkaupi Bertrands, sem er franskur aðalsmaður og Madeleine dðttur prófessors. Þau em af ólíkum uppmna og hafa því vinir og ætt- ingjar miklar efasemdir um hjóna- bandþeirra. Fyrrum kærasti Madeleine, læknaneminn Michel, kvænist hinni ríku Nellie og flytjast þau til Parísar. Þar hyggst Michel ljúka námi sínu í læknisfræði. Bertrand fær einnig vinnu í París og flytjast þau Madeleine þangað. Næsta árið hjálpar Madeleine fyrrverandi kærasta sínum Michel í kosningabaráttu kommúnista. Nelhe verður ófrísk og Madeleine uppgötvar að nærveru hennar er ekki óskað. Mótmæli gegn frönsku stjóminni Á meðan þetta gerist fara vinsæld- ir Hitlers í Þýskalandi sívaxandi. En jafnframt dregur ríkisstjórn Frakklands úr fjárveitingum til her- mála. Tveimur ámm síðar eða 1934 standa hægri sinnuð öfl fyrir mót- mælum í París gegn ríkisstjóminni. Bróðir Bertrands og frænka hans taka þátt í þeim átökum. Michel fær stöðu á sjúkrahúsinu í Coustiers og flytur þangað ásamt Nellie. Bertrand sem hefur áhyggjur af öryggi fj ölskyldu sinnar í París flyst einnig burt tii bæjar sem er nálægt heimili Michels og Nelhe. Helstu leikarar í þáttunum era Derek de Lint, Corinne Dacla, Jean Pierre Aumont, Barry Foster og BeatieEdney. ? r 7 vZ! í ; 7 * 14% virðisaukaskattur Eftir 1. júlí 1993 greiðist 14% virðis- aukaskattur af afnotagjöldum útvarpsstöðva, sölu blaða og tímarita og sölu bóka á íslensku. RSK RÍKISSKATTSTJ ÓRI Vertu með draumurinn gæti orðið að veruleika ! GRAFÍSK HÖNNUN: MERKISMENN HF

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.