Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1993, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1993, Blaðsíða 27
26 LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1993 T LAUGARDAGUR 26. JÚNÍ 1993 Séra Pálmi Matthíasson í Bústaðasókn hefur miklar áhyggjur af steggja- og gæsapartíum: Lífi fólks er hrein- lega stefnt í voða „Sögur, sem maður heyrir af þessum steggja- og gæsapartíum, eru með eindæmum og lífi fólks er hreinlega stefnt í voða. Fólk verður að vakna og átta sig^ á því aö það er að ganga inn í sína hátíðlegustu stund í lífinu og aö ætla að koma hálfvængbrotinn inn í slíkt er alveg með fádæmum," segir séra Pálmi Matthíasson, prest- ur í Bústaðasókn. Pálmi segist hafa miklar áhyggjur af því hvemig þau mál hafi þróast og nefnir dæmi um væntanlegan brúðguma sem hent var í höfnina í spennitreyju. Önnur dæmi séu um menn og konur sem skilin hafi verið eftir af vinum sínum á Sandskeiði og skipað að ganga í bæinn. „Uppátækin eru í þá veru að ganga lengra en sá næsti og menn sjást ekki fyrir í hugmyndum ef þeir eru orðnir skraUhálfir í þokkabót. Að gleðjast með vinum með léttvægu sprelli er allt annar hlutur en slíkur fáránleiki. Bæði hér í Reykjavík og úti um land hafa menn fengið lög- regluna í hð með sér til þess að taka þátt og lögreglan verður ekki nær fólkinu með slíku. Innan lögreglunn- ar hefur sem betur fer verið tekið fyrir þetta. Ég hvet ungt fólk til að fara með gát í þessu máli því þetta er stórhættulegt." í vatnsrennibraut með sóknarbami Séra Pálmi hefur vakið athygli fyr- ir óvenjuleg störf sem safnaðarprest- ur. Hann hefur messað um páska í Hfíðarfjalli á Akureyri og í Bláfjöll- um, haldið sunnudagsmessu í Laug- ardalslaug á íþróttadegi Reykjavíkur og í vikunni gaf hann áttræðu sókn- arbami sínu, Mörtu Tómasdóttur, ferð niður vatnsrennibraut í afmæl- isgjöf. „Margir úr sókninni mæta í sund á hveijum morgni og það er svolítið sérstakur hópur sem gefur mér vega- nesti út í daginn. Marta er í öldrunar- starfi í kirkjunni og þótt hún sé átt- ræð sýnir hún það að gamalt fólk getur svo sannarlega tekið þátt í líf- inu. Við erum alltof gjöm aö ákveða fyrir gamalt fólk hvað það eigi að gera. Við tökum jafnvel stjórnina eins og um böm sé að ræða,“ segir Pálmi og viðurkennir aö hann hafi sjálfur haft gaman af ferðunum ekki síöur en Marta. Þéttskipaður dagur Þaö var ekki auðvelt fyrir séra Pálma aö finna tíma fyrir blaðamann DV í þéttskipaðri dagskrá vikunnar. Prestastefna stóð yfir og auk þess biðu sóknarprestsins ýmis verk sem tilheyröu starfinu. Besti tíminn var klukkan átta aö morgni þegar flest fólk er rétt að fara í gang. Pálmi lýsti því einu sinni yfir í viðtali við DV að hann væri árrisull og oft væri hann kominn á stjá klukkan 5 að morgni. Þegar blaðamaður mætti með stírumar í augunum rétt fyrir átta var Pálmi auösjáanlega löngu kominn í gang af krafii. í sjónvarp- inu vora morgunfréttir Sky News á dagskrá. „Hinkraöu aðeins á meðan. Stundum er þetta eina stundin sem gefst til að skoða fréttir dagsins." Prestur í borg Sitt sýnist hveijum um það hvað sé sæmandi aö prestur taki sér fyrir hendur. Sumum finnst séra Pálmi ekki nógu alvarlegur en fleiri eru á því að svona eigi nútímaprestur að vera. En hvað finnst honum sjálfum um hlutverk prestsins? „Presturinn getur ekki verið aö leika alla daga. Hann verður að vera hann sjálfur og standa og falla með því rétt eins og hver annar. Með brosi og léttleika er ekki verið að kasta neinu burt. Boðskapur kirkjunnar er gleði og fagnaöarboðskapur og því þarf gleðin áö vera nálæg. I tilbeiðslu og lotningu getur verið þessi einlæga gleði án þess að helgi stundarinnar sé 1 hættu. í borgarsamfélagi er kirkjan aö breytast og hún verður aö taka þátt í breyttu viðhorfi og aðstæöum í hverri borg fyrir sig. Prestar úr Reykjavíkurprófastsdæmi hafa farið til útianda til aö kynna sér kirkju- starf í stórborg og hafa í kjölfarið messað víöar en í kirkjum og til dæmis var sett upp kapella í Kringl- unni. Þessar tilraunir eru í anda þessa en það veit enginn hvort þetta breytta form er komið til að vera. Sjálfur held ég að þetta sé gott meö en ekki vil ég sjá slíkt form taka í öllu við af þvi gamla," segir hann. „Þegar ég var á Akureyri messaði ég á hveijum páskum uppi í Fjalli en það var eins og það þætti ekki jafnmerkilegt og þegar ég fór að messa uppi í Bláfjöllum. Það segir okkur hvað landsbyggðin er lengra frá í öllum fréttum heldur en höfuð- borgarsvæðið." ísköld samskipti Áður en Pálmi kom til starfa í Bú- staðakirkju var hann prestur á Ak- ureyri. Hann segir mannlífið og þar með starfið mjög ólíkt á þessum tveimur stöðum. Hraðinn sé meiri í borginni og þar séu tengsl milli fólks minni. Fóik, sem búi í sömu götu í mörg ár, þekkist varla og hafi jafnvel lítinn áhuga á velferð nágrannans. „Aldurssamsetningin í höfuðborg- inni er öðruvísi því hingaö koma margir fullorðnir utan af landi og setjast að. Því miður held ég að margt af þessu gamla fólki einangrist frá samfélaginu og þá kirkjunni um leið. Erill dagsins er hraðari og síminn notaður til að fylgjast með börnun- um heima. Þegar símasambandið datt út um daginn varð ég vitni að því að fólk hafði stórar áhyggjur af bömunum heima sem ekki náöist samband við.“ Pálmi kallar þetta „ísköld sam- skipti" og í því sambandi segir hann sögu af dreng sem sótti mikið í kirkj- una en þá til þess að hrópa að fólki sem átti leið í hana. Þegar hann gaf sig að strák og vann traust hans kom á daginn að strákur vildi vera kaldur eins og ísskápurinn heima. „Hann sagði að ísskápurinn væri eini vinur- inn sem gæfi honum eitthvað." Unga fólkið er þroskaðra Sumarið er tími giftinga og sagt er að séra Pálmi sé vinsæll í þau verk. Hann segir ungt fólk í dag vera eldra og þroskaðra þegar það ákveður að ganga í hjónaband en áður. „Mér finnst ungt fólk í giftingar- hugleiðingum bera fram mun ígrundaðri spurningar en ég hefði sjálfur lagt í að spyija á sínum tíma. Vilji þess til að vera trúr í heitinu er mjög sterkur. Það gerir sér grein fyrir því að þaö er að kasta sér út í mestu erfiðisvinnu lífs síns sem gef- ur mikla gleði ef vel tekst til. Þetta snýst ekki um þessa tvo einstaklinga heldur um íjölskyldur þeirra sem eru líka að tengjast. Mörgum gengur líka illa að slíta naflastrenginn heim.“ Pálmi er á þeirri skoöun að foreldr- ar séu alltof fúsir til að leyfa börnum sínum að stíga skrefið of langt og leyfa þeim að búa saman á heimilinu þegar þau era bamung og alls ekki tilbúin til þess að binda sig til fram- búöar. „Foreldramir segjast heldur vilja vita af börnum sínum heima en úti á nóttunni. En það er engin kominn til með að segja að þetta verði fram- tíðarsamband. Þegar ungmennin ætia kannski að slíta sínu sambandi er það ekki bara að slíta sambandi við hvort annað heldur líka við fjöl- skyldu sem reynst hefur þeim vel. Foreldrar verða að axla ábyrgð í því að leiðbeina sínum bömum og taka af skarið þegar einhver flytur inn með plastpoka og sest upp sem einn af heimilisfólkinu. Öll ábyrgð er erfið og ábyrgð foreldra kallar oft á það svar sem unglingurinn vtill ekki heyra. Boð og bönn gagna ekki ef umhyggja og traust er ekki til stað- ar.“ Ekkert kemur í stað- inn fyrir gott heimili Að mati Pálma hugsar unga fólkið í dag um sínar aðstæður áður en þaö ákveður að eignast böm þó í hjóna- bandi sé. „Það heyrist oftar hjá ungu fólki að það vilji reyna að koma sér fyrir á einhverri framtíðarbraut áður en fjölskyldan stækkar. En val á fram- tíðarbraut er fjarri því að vera auð- velt í dag. Ég held að kynslóðin, sem nú er að koma út í lífið og stendur á fyrstu árum í bameignum, hafi alist upp á barnaheimilum og vilji því ekki bjóða sínum börnum upp á sömu aðstæður. Ég er ekki að gera lítið úr því starfi sem unnið er á bamaheimilum en það kemur ekkert í staðinn fyrir gott heimili og fjöl- skyldulíf. Mér finnst það til dæmis vera umhugsunarefni fyrir fólk, sem er að skilja, hvað það er að setja bömin sín út í. Foreldramir geta spjarað sig en ég óttast alltaf um bömin í þeirri upplausn sem fylgir skilnaði." Starflögreglu og presta skarast Á námsárunum starfaði Pálmi í lögreglunni og segir starf prests og lögreglumanns að mörgu leyti líkt. „í dag finnst mér þessi tími í lögregl- unni ómetanlegur miðað við þá reynslu sem ég fékk. Samstarfið við lögregluna er líka betra þegar hún veit að viðkomandi prestur hefur unnið þar og þekkir starfsreglur lög- reglumanna. Lögreglan vill gera vel og nærfærni hennar í starfi er mjög mikil þegar hún þarf að sinna erfið- um málum.“ Kirkjan er virkt afl Pálmi segir kirkjuna í dag vera virkara afl í daglegu lífi fólks en áður var. Margs konar starfsemi fyrir böm, unglinga, gamalt fólk og fleiri hópa standi á sterkum granni. „Mér finnst fólk fúsara að játa sína trú og presturinn er fyrst og fremst til þjónustu og hans hlutverk er að koma til móts við þarfir fólksins inn- an þess ramma sem vígsluheitiö hef- ur gefið. Kirkjan er samfélag kristinna manna og presturinn er hirðir safn- aðarins. Presturinn deilir stundum með söfnuðinum gleði og sorg og binst böndum sem eiga grundvöll í trúnni." Erill dagsins Fæstir gera sér grein fyrir um- fangi starfs sóknarprestsins og halda jafnvel að hann vinni aðeins á sunnudögum þegar messaö er. í Bú- staðasókn eru nærri átta þúsund manns og prestur í svo stórri sókn þarf að skipuleggja sína vinnu vel. Pálmi segir helgarfrí nær óþekkt hjá sóknarprestum. „Það era ekki mörg ár síðan prest- ar fengu viðurkenndan einn frídag í viku og þótti sigur. En því miður gengur verr að taka fríið. Það lítur vel út á pappír en í framkvæmd trúi ég að prestsfjölskyldan fmni lítinn mun. Presturinn á erfitt með að segj- ast vera í fríi heima hjá sér þegar kallað er. Hann þyrfti í raun að fara aö heiman en það er sárt að geta ekki líkt og aðrir leyft sér að vera í fríi heima við í faðmi þess fjölskyldu- lífs sem við í orði hvefjum aðra til að rækta," segir hann og vitnar í könnun sem námsmenn í hjúkrunar- fræði gerðu en þar kemur fram að prestar vinni að meðaltali 50 stimdir á viku og margir mun meira. Líkam- legt ástand þeirra er ekki of gott og þriðjungur presta er of þungur og 80% hafa of litia hreyfingu. „Prestar búa við truflun í félagsleg- um samskiptum og þeir sitja uppi með gífurlegt álag sem á þá er lagt. Þeir eru bundnir þagnarheiti og þetta álag bitnar oftar en ekki á fjölskyld- unni. Streita er í þessum hópi því menn era sífellt að elta skottið á sjálf- um sér og verkefnum dagsins lýkur ekki klukkan fimm. Ég þekki engan prest sem í einlægni getur sagt við sjálfan sig að kvöldi að hann hafi lokið öllum verkefnum dagsins. í þessu skiptir engu hvort prestakallið er lítið eða stórt. Stærðin hefur áhrif á áherslumar en ekki aö allir prestar hafi ekki nægan starfa. Launakjör presta hafa verið í slík- um ólestri að fáheyrt er. Kjaradómur úrskurðaði um laun presta en síð- astliðin þrjú ár höfum við verið án kjarasamnings. Föstu launin era lág en greitt er sérstaklega fyrir verkefni eins og hveija aðra yfirvinnu. Fjöldi aukaverkefna fer eftir stærð sóknar- innar og ungir prestar, sem fara út á land í fámenn prestaköll, gera lítið annað en halda sjó. Þeir varla geta haldið við húsunum sem þeir leigja af ríkinu. Það sem bjargar þeim er að makinn, í flestum tilfellum eigin- kona, getur unnið utan heimilis. En það er ekki hægt að gera út á þaö að embættismaðurinn sé vel giftur. Þetta er ekki bara vandi kirkjunnar heldur þjóðfélagsins af því að prest- urinn þarf að vera til staðar og hann verður að vera þátttakandi í mannlíf- inu á hverjum staö. Kirkjan í landinu getur ekki gert út á það að prestar séu vel giftir." Vinna makans Pálmi segir að til mikils sé ætiast af maka prestsins. Hann sinni síma- þjónustu þegar presturinn sé ekki við og fjölskyldan taki meira og minna þátt í að flytja skilaboð. „Prestsmakinn er í ólaunuðu starfi heima fyrir og oft ofan á sína daglegu vinnu. Þetta er ekki bara starf prests- ins heldur eitt og hálft starf þar sem annar aðilinn er alltaf ólaunaður. Þess er oft á tíðum krafist að prests- makinn sé með í ákveðnum tilfellum. Sumir hafa reynt að bijótast undan þessu en stundum er auðveldara að leggja meira á sig og færa til eigin dagskrá til að gera það sem ætiast er til.“ Tappað af í íþróttum Á sínum tíma var Pálmi orðaður við starf varaforseta ÍSÍ en af því varð ekki. Honum fannst of mikil pólitík innan hreyfingarinnar sem hann hafði ekki áhuga á. Engu að síöur á hann sér draum um enn frek- ara samstarf kirkjunnar og íþrótta- hreyfingarinnar. Pálmi er mikill áhugamaður um íþróttir og er óþreytandi þegar kappleikir era ann- ars vegar. Sjálfur stundar hann sund, eróbikk og hlaup til að halda sér í formi. Hann segist vera heppinn að geta „spriklað í íþróttunum" því að þar tappi hann af. Eiginkona Pálma, Unnur Ólafsdóttir, og dóttir- in, Hanna María, taka þátt í þessu með honum. „Það er ekki sjálfsagt að presturinn eigi annan prest að sínum trúnaðar- vini og handleiðara. Það er því fagn- aðarerindi að biskup lætur nú vinna að því að koma á fót handleiðslu fyr- ir presta í tengslum við Fjölskyldu- þjónustu kirkjunnar. Handleiðsla fyrir presta er mjög nauðsynleg og þá fær þjóðin betri presta og skilvirk- ara starf. Presturinn er sem betur fer aldrei einn því hann á leiðsögn á vegi trúar- innar. Bænin er því hin mikla orku- lind sem hann hefur aðgang að. Án hennar og leiösagnar Drottins væri lífið snautt. Það era því forréttindi aö fá að taka þátt í helgihaldinu með söfnuöinum og finna samkenndina og mátt trúarinnar nálægan," segir séra Pálmi Matthíasson. -JJ Guðmund. Guðmundsson verkam. á Akureyri Guðmundur Halldórsson b. á Syðra-Hóli Jóhanna Þorvaldsdóttir húsm. á Akureyri Þorvaldur Helgason keyrari á Akureyri Helgi Guðmundsson b. á Jódísarstöðum Friðrik D. Guðmundsson b. á Naustum Guðmund. Guðmundsson b. íTeigi Guðmund. Halldórsson b. á Jódísarstöðum Anna Guðmundsdóttir húsfr. (Naustum ^ Jóhannes Friðriksson kirkjusm., Litla-Laugarl. Sigríður S. Sigurðard. húfr. í Teigi Sofíía Stefánsdóttir húsfr. á Asláksstöðum Stefán Jónsson b. (Syðra-Garði Guðmpndur Árnason b. á Asláksstöðum Árni Guðmundsson b. á Hesjuvöllum Guðrún Jónsdóttir húslr. að Rima. Tálknaf. Jón Bjarnason b. (Króki Friðrik Friðriksson b. (Rima Friðrik Magnússon b. á Horni og Eyrarhúsi Guðbiörg Vagnsdóttir § húsfr. Litla-Laugarlandi Þorbjörg Kristjánsdóttir húsfr. í Arnarfirði Vagn Jónsson b. í Arnarfirði Aðalheiður Kristjánsdóttir húsfr. á Hlöðum, Grenivík Friðrika Kristjánsdóttir húsfr. í Miðgörðum Lísbet Bessadóttir Bessi Eiríksson húsfr. Végeirsstöðum b. á Skarði, Dalsmynni Stefán Stefánsson útv.b. Miðgörðum Guðbjartur Björnsson b. á Sælandi Sigríður Bjarnadóttir núsfr. á Sælandi | Kristján F. Guðmundsson b. á Végeirsstöðum Guðrún Ásgrímsdóttir húsfr. (Botni Stefán Pétursson b. í Botni, Þorgeirsfiröi Þórey Pétursdóttir húsfr. á Sælandi | Björn Þórarinsson b. á Sælandi AnnaJónasdóttir húsfr. í Brimnesi | Bjami'Einarsson b. í Brimnesi Guðrún Einarsdóttir frá Þingholti (Rvk Ásgrímur Hallsson Rósa Stefánsdóttir húsfr. í Fagrabæ Pétur Flóventsson b. í Fagrabæ, Grenivík Kristján V. Ingólfsson pr. og Skálholtsrektor Jóhanna Þórarinsdóttir húsfr. (Syðra-Garðshorni Bryndís Jakobsdóttir húsm. í Rvk Jakob Frímannsson fyrrv. kaupf.stj. Akureyri Sigríður Björnsdóttir húsm. á Akureyri Svanbjörn Frímannsson seðlabankastjóri (Rvk Jakob Fr. Maanusson menningarfulltrúi (London

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.