Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1993, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1993, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 26. JÚNl 1993 Unnur Steinsson er heimavinnandi og hefur nóg fyrir stafni. DV-mynd GVA Dagur í lífi Unnar Steinsson: Hef unun af því að vera úti í garði „Ég vaknaði rétt fyrir átta á mánu- dagsmorgun og fylgdi eldri drengn- um mínum á sundnámskeið. Nám- skeiðið er í Seltjamameslauginni sem er hér rétt hjá heimili mínu og er ég yfirleitt komin heim eftir klukkutíma. Yngri drengurinn fór með mér og stóra bróður. Á meðan sá eldri lærði að synda var ég með þeim yngri í huggulegheitum í laug- inni og í heita pottinum til að venja hann við. Þegar böm fara snemma í sund verða þau síður vatnshrædd. Það er svo algengt með krakka sem fara ekki í sund fyrr en þeir ná skólaaldri að þeir verði miklu lengur að ná sundtökunum og bjarga sér sjálfir. Markmiðið hjá mér er að börnin mín verði orðin synd sjö til átta ára gömul. Eftir það mega þau fara ein- sömul í sundlaugarnar. Ég fór með stelpuna mína fyrst í laugarnar þeg- ar hún var aðeins tveggja mánaða. Hún var orðin ágætlega synd þegar hún var fimm ára. Börnin mín em þrjú. Elst er stúlka sem er níu ára, þá kemur sjö ára drengur og það yngsta er sjö mánaða drengur. Morgunverkin Síðan útbjó ég morgunmat fyrir restina af fjölskyldunni og fór í vaskahúsið eins og venjulega. Stelp- an mín fór í fimleika en hún er búin að vera í fimleikum frá því að hún var fimm ára. Sá yngsti fór út í vagn að sofa. Þá kom vinkona mín í heimsókn. Margar vinkvenna minna eru heimavinnandi. Annaðhvort em þær að því komnar að eiga eða eru með lítil böm. Æskuvinkonur mínar búa allar á Seltjamamesinu og emm við því duglegar að heimsækja hver aöra. Strákurinn í fótbolta Um hádegið komu aliir heim og fengu hádegismat. Klukkan eitt keyrði ég eldri strákinn á fótboltaæf- ingu en það er mjög mikiö gert fyrir krakka á þessum aldri á Nesinu. iþróttafélagiö Grótta er mjög öflugt og fær krakkana í skólanum til þess að sækja til sín í fimleika, handbolta og fótbolta. í götunni sem við búum við eru örugglega um fimmtíu börn og flestir strákanna eru í fótbolta. Eftir það fór ég í bæinn til aö redda mér tilboði þvi við emm að fara að byggja sólpall og girðingu úti í garði hjá okkur. Síðan fór ég heim og í kaffi til mömmu en hún býr hér í næsta húsi. Þar á eftir tók ég á móti manni frá tryggingafélagi sem er að meta húsið því við emm svo til ný- flutt. Klárað að mála húsið Eftir það arkaði ég út á Eiöistorg með barnavagninn, keypti í matinn og nokkrar trjáplöntur. Við húsið okkar er mjög stór garður og mér finnst ég endalaust þurfa að kaupa plöntur í hann því þetta er alltaf eins og dropi í hafið hjá mér. Þegar ég kom heim fór ég út í garð að gróðursetja þessar nýkeyptu plöntur. Ég málaði líka einn glugga sem ég átti eftir frá því að ég var að mála húsið um daginn. Ég er búin að vera mjög dugleg í garðinum í sumar og hef gróðursett mikið. Ég hef ég unun af því aö vera úti í garði og dunda mér og gefur þetta mér rosalega mikið. Börnunum komið í háttinn Þá var kominn kvöldmatur og var ég með fisk í matinn. Síðan baðaði ég bömin mín, sá yngsti fór að sofa og við hjónin fórum í bíó. Sáum þræl- góða mynd í Bíóborginni sem heitir Faliing Down. Eftir þaö fórum við heim. -as „Hann fann mlg og bar mig heim. Má hann eiga mlg... T Nafn:........... Heimilisfang: Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri. og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum hðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1. verðlaun: Aiwa vasadiskó að verðmæti 4.480 krónur frá Radíóbæ, Ármúla 38. 2. verðlaun: Fimm Úr- valsbækur að verðmæti kr. 3.950. Bækumar, sem eru í verð- laun, heita: 58 mínútur, Sonur Ott- ós, Kolstakkur, Leikmaðurinn og Víghöfði. Bækumar em gefhar út af Frjálsri ijölmiðlun. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 211 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir tvö hundruöustu og níundu get- raun reyndust vera: 1. Óskar Jafetsson Hlíðarvegi 38,200 Kópavogur. 2. Valdís Vilhjálmsdóttir Dalalandi 10,108 Reykjavík. Vinningamir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.