Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1993, Blaðsíða 4
4
LAUGARDAGUR 10. JÚLl 1993
Fréttir
Skýrsla Rikisendurskoðunar um Hrafn og Kvikmyndasjóð:
Hrafn, Friðrik og Guðný
með sömu styrkhlutföll
- sjóðurinn hefur styrkt þau að meðaltali um 15-16 milljónir fyrir hvert verkefni
Sé litið til fjölda styrktra verkefna
hafa þau Guðný Halldórsdóttir,
Hrafn Gunnlaugsson og Friðrik Þór
Friðriksson hlotið hlutfallslega jafn-
háa styrki úr Kvikmyndasjóði -15-16
milljónir króna á hveija kvikmynd.
Hrafn hefur hins vegar fengið mest
úr sjóðnum frá upphafi, 91 milljón
króna fyrir 6 verkefni, Friðrik tæpar
77 fyrir 5 verkefni en Guðný 65 fyrir
4 verkefni.
Guðný Halldórsdóttir er eini kvik-
myndagerðarmaðurinn sem á tvær
kvikmyndir á „topp tíu“ lista yfir
dýrustu kvikmyndirnar sem Kvik-
myndasjóður Islands hefur veitt
styrki til. Hún er hins vegar í þriðja
sæti yfir þá kvikmyndagerðarmenn
sem mesta styrki hafa hlotið úr
sjóðnum frá upphafi. Guðný fékk
25,5 milljónir króna styrk fyrir
Kristnihald undir jökli og 22,2 millj-
ónir króna fyrir Karlakórinn Heklu.
Sú kvikmynd sem hæstan styrk
hefur fengið úr Kvikmyndasjóði er
mynd Hrafns Gunnlaugssonar, í
skugga hrafnsins. Hún fékk 42,3
mfiljónir króna. í öðru sæti er Magn- í skýrslu Ríkisendurskoðunar um kemur fram að þegar á heildina sé til hans sé ekki óeðlilegt í ljósi þess
ús, Þráins Bertelssonar, með 34,9 „viðskipti" Hrafns Gunnlaugssonar litið skeri hann sig ekki úr öðrum fjölda mynda sem hann hafi gert og
milljónir. við Kvikmyndasjóð meðal annars styrkþegum. Umfang styrkveitinga þess hve lengi hann hafi starfað að
kvikmyndagerð.
Hrafni hafa verið veittar 91 milljón
króna í styrki úr Kvikmyndasjóði
fyrir 6 verkefni. Þessi upphæð er 11,4
prósent alls íjár sem veitt hefur verið
úr sjóðnum frá byrjun.
Friðrik Þór Friðriksson er í öðru
sæti (sjá graf) á lista yfir þá sem
mesta styrki hafa hlotið frá upphafi.
Fimm verkefna hans hafa verið
styrkt með samtals 76,6 milljónum
króna. Sú upphæð er 9,5 prósent af
öllum þeim styrkjum sem veittir hafa
verið úr Kvikmyndasjóði. Kvikmynd
hans, Bíódögum, er ólokið en henni
voru veitiar 26 milljónir króna úr
Kvikmyndásjóði.
Guðný Hcdldórsdóttur hefur fengið
samtals tæplega 65 milljónir króna
fyrir 4 verkefni - 8 prósent allra
styrkveitinga.
Á yfirstandandi fjárlagaári var 111
milljónum króna veitt til Kvik-
myndasjóðs. Framlög til annarra
lista voru 273 milljónir. Sinfóníu-
hljómsveit íslands fær hins vegar 102
milljónir, Þjóöleikhúsið 300 milljónir
og íslenski dansflokkurinn fær 43
milljónir.
-Ótt
Jú, það er ekki um að villast, Fylkismenn fá bikarmeistara Vals i heimsókn
i 8-liða úrslHum keppninnar. Gunnar Þór Pétursson, Fylkismaöur, kíkir í
mjólkurbrúsann hjá Bjarna Sigurðssyni, markverði Vals. Leikirnir í 8-liöa
úrslitum verða 19. júli. DV-mynd ÞÖK
Akureyri:
Leikhópur ungl-
inga frá sjö þjóð-
um með sýningar
Gyffi KristjánsEon, DV, Akureyri:
Unglingaleikhús, sem skipað er
unglingum frá íslandi, Danmörku,
Svíþjóö, Noregi.Finnlandi, Færeyj-
um og Síberíu. hefur tvær sýningar
á Akureyri um helgina. Fyiri sýn-
ingin er í dag kl. 17, hin á sunnu-
dag á sama tíma en báðar sýning-
amar veröa í íþróttaskemmunni.
Þetta er í þriðja skiptið sem ungl-
ingar frá Norðurlöndunum koma
saman á Akureyri til að æfa og
sýna verk sín sem ganga undir
nafhinu Fenris. Hópurinn frá Sí-
beríu er gestahópur að þessu sinni.
Þegar sýningunum lýkur á Akur-
eyri verður haldið í stutta ferð um
ísland en síðan liggur leiðin til
Danmerkur, Noregs og Svíþjóöar.
í hópnum eru 55 erlendir unglingar
og 15 ungir Akureyringar sem eru
í leikklúbbnum Sögu þar í bænum.
Dregið 1 Mjólkurbikarkeppni KSÍ:
Valsmenn í Árbæinn
- og Víkingar halda til Akraness
Næsta hindrun Valsmanna aö
fjórða bikarmeistaratitli þeirra á
jafnmörgum árum er Fylkismenn úr
Árbæ en dregið var í 8-Uða úrsht
Mjólkurbikarkeppninnar í gær. KR-
ingar fengu heimaleik eftir þriggja
ára bið og mæta Eyjamönnum. Kefl-
víkingar fá heimaleik gegn Leiftri frá
Ólafsfirði. Víkingar verða að halda
upp á Akranes og leika gegn íslands-
meisturunum, minnugir útreiðar-
innar sem þeir fengu í 1. deUdinni
fyrir skömmu er þeir töpuöu, 10-1.
Segja má að bæði Fylkir og Valur
eigi harma að hefna. Valsmenn slógu
Fylki út í undanúrsUtum keppninnar
í fyrra en fyrir stuttu voru það Fylk-
ismenn sem höfðu vinninginn í leik
Uðanna í 1. deUdar keppninni. Báðir
þessir leikir voru á Árbæjarvelli og
þar verður einmitt leikur Uðanna í
8-Uða úrslitunum nú.
„Það skiptir í raun ekki máli hverj-
ir mótherjarnir eru þegar komið er
í 8-liða úrsUt. Það verða allir leikir
aö vinnast í bikarkeppni. Fylkis-
menn eru með gott Uð og eru sterkir
á heimavelU. Við fórum í þennan leik
eins og hvem annan, tíl þess að
vinna,“ sagði Bjarni Sigurðsson,
markvörður Valsmanna, eftir að ljóst
var hverjir mótherjar bikarmeistar-
anna yröu.
Sigurganga Valsmanna spannar
þrjú ár. Á þeim tíma hafa þeir sigrað
í 15 leikjum. Af þeim hafa sjö farið í
framlengingu og fjórum lokið með
vítaspyrnukeppni. Á árunum 1960-64
unnu KR-ingar einnig 15 leiki í röð í
bikarkeppninni þannig að sigri Valur
Fylki setja þeir nýtt met í keppninni.
Gunnar Þór Pétursson, leikmaður
Fylkis, á von á Valsmönnum grimm-
um. „Þeir vita hvað við getum á
heimavelU og búa sig undir hörku-
leik. Ég er ánægður meö að við feng-
um heimaleik og vona aö áhorfendur
styðji við bakið á okkur. Ég tel að I
möguleikar okkar séu álíka miklir
og þeirra," sagði Gunnar Þór.
Leikimir fara allir fram mánudag- |
inn 19. júlí kl. 20.00. -BL
Gæslustöð fyrir bíla
á Keflavíkurflugvelli
Ægir Már Kárason, DV, Sudumesjum:
„Þessi hugmynd hefur verið að
gerjast hjá mér í ein 6 ár. í ágúst í
fyrra byrjaði ég að semja við flug-
stöðina og það tók 11 mánuöi. Við
höfum umráð yfir langtímastæði
sem tekur 342 bíla og einnig höfum
við 100 stæði til viðbótar. Við tökum
bíla í gæslu 'fyrir þá sem fara úr
landi. Þeir leggja í langtímastæðin
sem eru vöktuð allan sólarhring-
inn,“ sagði Garðar Steinþórsson,
einn af eigendum Bifreiðageymsl-
unnar hf. við Leifsstöð.
Farþegum, sem nú halda utan, er
bannað að leggja bílum í stæðin við
flugstöðvarbygginguna eins og flestir
gerðu áður. Þar verða nú aðeins
Garðar Steinþórsson við afgreiðslu
i bilageymslunni i Leifsstöð.
DV-mynd Ægir Már
skammtímastæði í 3 klst., bæði við
brottfor og heimkomu. Þau eru ætluð
þeim sem eiga erindi í flugstöðina.
Garðar sagði að þessi þjónusta væri
6 stööugildi og veitir ekki af eins og
háttaö er með atvinnu í dag. Starfs- i
menn eru vel merktir og skúrinn,
sem þeir vinna í, auðfinnanlegur.
Sólarhringsgjald fyrir bíl er 200 l
krónur. I
„Scunningurinn við flugstöðina er
til 31. október í ár, svo aftur frá 1.
apríl til 31. okt. 1994. Við gerum okk- <
ur grein fyrir að þjónustan þarf að
vera allt árið. Menn hafa tekið þessu
vel og það er mikið öryggi að hafa
bíla í gæslu. Oft hafa skemmdarverk
verið unnin á bílum við flugstöð-
ina,“ sagði Garðar.