Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1993, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1993, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1993 21 Carola Köhler smiðar tennur upp í fólk á morgnana en eftir hádegið gerir hún símaat fyrir þáttinn Tveir með öllu. Hún er bæði stríðin og hrekkjótt: Samstarfsmenn Carolu á Bylgjunni; Jón Axel, Gulli Helga og Magnús Viðar sem stjórnar útsendingu. „Sum- ir geta alls ekki tekið gríninu og verða fjúkandi illir," segir Carola. DV-myndir Brynjar Gauti „Eg hef alla tíö veriö stríðin og hrekkjótt enda er þaö í ættinni - afi minn var svona líka. Hins vegar erum viö alltaf á varðbergi gagn- vart fólki því viö höldum alltaf að þaö sé aö hefna sín á okkur," segir Carola Ida Köhler tannsmiöur sem er oröin fræg fyrir hrekki sína í þættinum Tveir meö öllu á Bylgj- unni. Carola hringir í fólk og fyrir- tæki meö hinar margvíslegustu furöufyrirspurnir sem sumir hverjir eiga erfitt með að svara. Þegar DV óskaöi eftir spjalli viö hana spurði hún strax hvort nú væri verið aö gera at í sér. Það tók Carolu heilan dag aö komast aö raun um aö enginn á Bylgjunni væri aö stríða henni. „Þaö var algjör tilviljun aö ég byrjaði að hrekkja í útvarpinu," segir hún. „Bróöir vinkonu minnar vann á Bylgjunni og þaö var hann sem baö mig upphaflega að gera at í vini sínum. Þeim hrekk var síðan útvarpaö hjá Jóni og Gulla. Það var upphafið að þessu samstarfi.“ Gerðijóla- sveininn reiðan Carola segir aö hún hafl verið ung aö árum þegar hún byrjaöi aö gera símaat í fólki og vinir hennar hafi sérstaklega orðið fyrir barðinu á þessari stríðni. Hún rifjar upp atvik frá því fyrir nokkrum árum þegar hún pantaöi jólasvein til aö skemmta börnum í fjölbýlishúsi þar sem hún bjó. Stuttu síðar hringdi síminn og spurt var hvort hún hefði pantað jólasvein. Carola var þess fullviss aö þetta væri vinur hennar, sem hún haföi nýlega stritt nokkuð andstyggilega, og svaraöi því jólasveininum meö miklum skætingi og stælum. Símtaliö end- aði með því aö jólasveinninn skellti á Carolu, fokillur yfir viöbrögöum hennar. Síöar komst hún aö því að þetta hafði verið hinn „raunveru- legi“ jólasveinn og varð því aö hringja og biðja hann afsökunar. „Oft er mér kennt um eitthvað sem ég á ekkert í,“ segir hún. „Þaö er kannski þess vegna sem ég er alltaf á varðbergi. Hins vegar sagði faöir minn viö mig, þegar ég byrj- aöi í útvarpinu, að loksins væri ég komin á rétta staðinn - ég fengi þá aö minnsta kosti borgað fyrir lygina. Ég haföi ekkert kynnst dag- skrárgerö áður en mér flnnst út- varpsvinna mjög skemmtileg," seg- ir Carola. „Ég hef alltaf hlustaö mjög mikiö á útvarp og haft sérstaklega gaman af léttum þáttum eins og Tveimur með öllu. Það kitlaöi mig þegar Jón og Gulli voru aö hrekkja fólk. Þaö var því kærkomiö að fá aö starfa með þeim.“ Svið með bakaðri og bearnaise - Er fólk ekki fariö að þekkja þig? „Ég breyti röddinni þannig að fólk á ekki aö þekkja mig,“ svarar Carola. „Reyndar tók þaö mig einu sinni tuttugu mínútur aö fá mann til að trúa mér en þaö tókst á end- anum. Ég þóttist vera í vandræðum meö tölvuna mína og þetta endaði með því aö ég bauö honum í hvít- vín og grillaðan húmar heim til mín,“ segir hún. - En áttu ekkert erfitt meö að hlæja ekki? „Nei, ég hef bara einu sinni sprungiö úr hlátri. Þá var ég aö panta sviö með bökuðum kartöfl- um og bearnaisesósu á pítsustað." Lék kynskipting Carola segist aldrei hafa látiö sér detta í hug aö fara í leiklistarnám. Hún hefur þó einu sinni leikið. „Ég lék kynskipting í viðtalsþætti Ei- ríks Jónssonar 1. apríl. Eiríkur hnngdi í mig meö mjög stuttum fyrirvara og baö mig um þetta. Ég smíðaði upp í mig hræðilegar tenn- ur til þess að enginn þekkti mig. Síöan fundum viö viöeigandi hár- kollu og förðunardeildin sá um sminkiö. Viötalið var algjörlega óæft og við létum það rúlla eins og þaö kom fyrir. Við tilkynntum aö kynskiptingurinn yrði í Kornhlöö- unni síöar um kvöldiö með ljós- myndir fyrir og eftir aögerð og þaö varð hreinlega allt vitlaust þar,“ segir Carola. Margir létu blekkjast, þar á meöal tengdamóöir Carolu sem þekkti hana ekki. í vetur starfaði Carola með Krist- ófer Helgasyni í kvöldþætti Bylgj- unnar en þar var öllum hrekkjum sleppt. Smíóartennur og gerir at Fyrir hádegi smíöar Carola tenn- ur upp í fólk en eftir hádegi gerir hún at í því. Oft biðja hlustendur um aö hringt sé í ákveðnar persón- ur og margar slíkar beiönir berast á hverjum degi. „Við fáum yfirleitt ekki nógu góðar upplýsingar frá fólki til að hægt sé aö gera almenni- legt grín og þess vegna verðum viö oftast að finna viðmælendur sjálf. Hrekkirnir eru teknir upp áöur en þeir eru sendir út. Carola, sem er 31 árs, er gift og tveggja barna móðir. Andrea Ida, dóttir hennar, hefur erft hæfileika móöur sinnar og er þegar byrjuö aö atast í kunningjum og vinum. Arnar sonur hennar, sem er átta ára, lætur sér hins vegar fátt um finnast. Carola er af þýskum ættum, ahn upp í Smáíbúðahverfinu. Hún var mikill prakkari í skóla og segir aö árin í Réttó hafi verið einstaklega skemmtileg. „Viö hittumst alltaf á fimm ára frésti krakkarnir sem vorum saman þar,“ segir hún. í fyrstu haföi hún hugsað sér að veröa dýralæknir en hætti viö þaö þegar hún horföi einu sinni á skurðaðgerð sem framkvæmd var á hestinum hennar. Hún geröist "klínka" hjá fööur sínum, sem er tannlæknir, og þar eö bróöir henn- ar er einnig tannlæknir ákvaö Ca- rola aö fara í tannsmíöar. - En hver er erfiðasti hrekkurinn hennar? „Það hefur enginn hrekkur verið neitt sérstaklega erflöur nema kannski helst þeir sem viö höfum ekki fengið aö útvarpa. Sumir hafa alls ekki getað tekiö þessu og oröið alveg fjúkandi vondir. Maður þarf stundum að sitja undir ofboðsleg- um svívirðingum. Viö gerum þetta auövitað allt í gamni en ef fólk get- ur ekki tekið gríninu þá biðjumst viö afsökunar og því er auövitað ekki útvarpaö. Fólk má alls ekki misskilja grínið því viö erum sann- arlega ekki aö þessu af kvikindis- skap,“ segir Carola sem ætti að verða heiðursfélagi í Hrekkjalóma- félaginu. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.