Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1993, Blaðsíða 16
16
LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1993
Bridge
EM í Menton:
Vel heppnuð útspil
Flestum bridgespilurum er ljóst
hve gríðarlega þýðingarmikið fyrsta
útspilið er og á það ekki síst við, þeg-
ar andstæðingarnir eru komnir í
slemmu.
Á Evrópumeistaramótinu í Menton
björguðu félagarnir og heimsmeist-
ararnir, Þorlákur Jónsson og Guð-
mundur Páll Arnarson, fjölmörgum
impum með því að „drepa“ tvær
slemmur með fyrsta útspili.
Fyrra dæmið er úr leik íslands og
Frakklands, en Frakkar unnu leik-
inn naumlega, 16-14.
N/N-S
* KG632
V G8
* 74
* 9873
♦ 10
V ÁD65432
♦ 9632
+ Á
♦ 98754
9 109
♦ ÁKG5
+ 102
♦ ÁD
V K7
♦ D108
+ KDG654
Sagnir í lokaða salnum voru ekki
mjög flóknar. Jón Baldursson opnaði
á tjórum hjörtum og enginn hafði
neitt að athuga viö það. Austur tók
tvo hæstu í tígli og gaf makker
stungu. Það voru 620 til íslands.
í opna salnum sátu n-s Chemla og
Perron, en a-v Guðmundur og Þor-
lákur. Sagnir voru nokkuð fleiri:
Noröur Austur Suður Vestur
lhjarta lspaða 21auf 4spaðar
pass pass 61auí! pass
pass pass* * dobl
heföi beðið um hjartaútspil
Þorlákur átti að spila út og 26 imp-
ar ultu á útspilinu. Honum þótti sýnt
að þrátt fyrir ábendingu Guðmund-
ar, þá væri spaðaútspil ekki sigur-
stranglegt. Alla vega var Perron við-
búinn því. Hann spilaði þvi út tígui-
fjarka og ísland fékk 200 í viðbót.
Seinna dæmiö er úr síðasta leikn-
um, sem var við Dani. ísland vann
leikinn, 18-12, eftir að hafa haft góða
forystu í hálfleik.
♦ 10632
V 1065
♦ D9742
+ 5
I lokaða salnum spiluðu Aðalsteinn
A/A-V
♦ D9
V ÁK93
♦ G63
+ 10943
* ÁKG
V G842
♦ ÁK1(
+ 6
og Björn þrjú grönd og fengu alla
slagina. Það voru 520 til íslands.
í opna salnum sátu n-s Kock og
Auken, en a-v Guðmundur og Þor-
lákur.
Bridge
Stefán Guðjohnsen
Sagnir gengu þannig:
Austur Suður Vestur Norður
pass 1 tígull pass 2 lauf
pass 2hjörtu pass 4lauf
pass 4tíglar pass 4hjörtu!
pass 4spaðar pass 6grönd
pass pass pass
Aftur ultu 26 impar á útspilinu. Eins
ug flestum mun kunnugt er spila-
burðinu skipt með tjaldi á ská, þann-
ig að norður og vestur eru saman bak
við tjaldiö svo og austur og suður.
Þorlákur sýndi Kock spilin á með-
an þeir biðu eftir útspilinu. Þegar
tjaldinu var lyft og hjartafimman lá
á borðinu, sópuðu þeir saman spilun-
um og stungu í bakkann, Guðmundi
og Auken til mikillar furðu.
Stefán Guðjohnsen
Þorlákur íhugar útspilið.
Skák
World Open skákmótið í Philadelphiu:
Ráðgátan um Von Neumann
World Open skákmótið í Philadelp-
hiu, sem nú var haldið í 21. skipti,
er stærsta mót sinnar tegundar í
heimi. Þátttakendur alls í íjölmörg-
um styrkleikaflokkum voru nú um
ellefu hundruð, þar af yfir tvö hundr-
uð í opnum flokki. íslendingar hafa
verið tíðir gestir á mótinu og oftsinn-
is átt velgengni aö fagna. Ingvar Ás-
mundsson varð efstur 1978, Haukur
Angantýsson ári síðar og Jóhann
Hjartarson fetaði í fótspor þeirra fyr-
ir tveimur árum. Nú voru íslensku
keppendurnir þrír: Helgi Ólafsson,
Jón L. Árnason og Ingvar var mætt-.
ur aftur.
íslendingar urðu af verðlaunasæt-
um í þetta sinn. Helgi og Jón fengu
6 vinninga af 9 mögulegum og Ingvar
5,5 v. Iielgi missti flugið er hann tap-
aði á sama degi í 5. og 6. umferð fyr-
ir Kudrin og Martinovsky; Jón tapaði
í 6. umferð fyrir Benjamin og tókst
ekki að vinna í síöustu umferð. Ingv-
ar stóð sig vel, tapaði fyrir Gulko en
vann m.a. Robert J. Fischer - sem
raunar er ungur alnafni þess eina
sanna.
Sigurinn féll í skaut Alex Yermol-
inskys, rússneskum stórmeistara
sem búsettur hefur verið í Banda-
ríkjunum síðustu ár og tefldi á 1.
borði meö bandarísku sveitinni á
ólympíumótinu í Manila í fyrra. Yer-
molinsky hlaut 7,5 v. og fyrstu verð-
laun, tólf þúsund Bandaríkjadali,
óskipt.
Stórmeistararnir Gata Kamsky,
Alexander Shabalov, Alexander
Ivanov, Lubomir Ftacnik, Walter
Browne og Alonso Zapata deildu 2.
sæti með 7 v. og Michael Rohde, Jaan
Ehlvest, Rcman Dzindzihashvili,
Alexander Wojtkiewicz, Nick de
Firmian, Alexander Fischbein,
Gennadi Zaichik og Emil Sutovsky
fengu 6,5 v. Með 6 v. voru meðal ann-
arra Helgi og Jón eins og fyrr segir
og jafnir Ingvari með 5,5 v. má nefna
stórmeistarana Minasian frá Armen-
íu, Kudrin og Alburt, Bandaríkjun-
um og Garcia frá Kólombíu. Neðar
voru kappar eins og Gulko og Fed-
orowicz, sem fengu 5 v.
Nýstárlegt
fyrirkomulag
Síðustu fimm umferðir mótsins
voru tefldar á þremur dögum. Tíma-
mörkin voru 2,5 klst. á 40 fyrstu leik-
ina og síðan klukkustund á keppanda
til þess að ljúka skákinni. Mögulegt
var því að siija að tafli í fjórtán stund-
ir á dag sem er dálítil breyting frá
því í „gamla daga“ þegar hæfilegt
þótti að tefla í fimm stundir og síðan
var ótúkljáðum skákum skotið i biö.
Umsjón
Jón L. Árnason
Keppnisfyrirkomulag var nýstár-
legt. Skákmenn gátu valið um það
að tefla alls í 7 daga, 5 daga, eða 4
daga. Með öðrum orðum stóð valið
um það að tefla fjórar fyrstu umferð-
irnar á fjórum dögum, tveimur dög-
um (tvær skákir á dag), eða fjórar
klukkutíma skákir á einum degi. í
fimmtu umferö sameinuðust síðan
mótin þrjú og teflt var í þrjá daga til
viðbótar. Ef skákmanni gekk illa í
fyrstu umferðunum á 7 daga mótinu,
gat hann hætt og skráð sig aftur í 5
eða 4 daga mótið. Þetta færðu tíu
skákmenn sér í nyt, þar á meðal
Helgi, sem hætti eftir 2. umferð á 7
daga mótinu er hann gerði jafntefli
við dularfyllsta keppanda mótsins,
John Von Neumann að nafni.
Furðufugl
eða svindlari?
Þátttaka Von Neumanns var á allra
vörum að mótinu loknu. Hann er
stigalaus og var að taka þátt í sínu
fyrsta skákmóti. Þeldökkur mætti
hann til leiks með forláta eyrnaskjól
Gerði Helgi Ólafsson stórmeistari
jafntefli viö stigalausan keppanda í
2. umferð World Open skákmótsins
eða tefldi hann við töivuforrit?
og virtist ganga um í reggae-takti.
Iðulega gleymdi hann að styðja á
klukkuna, stundum stóð hann upp
þegar hann átti leik og sagöist hafa
spurningu fram að færa við skák-
stjóra. Og hann kunni tæplega að
skrifa niður skákina.
Samt fékk hann 4,5 vinninga og
átti að fá verðlaun fyrir besta
frammistöðu stigalauss keppanda.
Við mótslok var skákstjóra hins veg-
ar farið að gruna að ekki væri allt
með felldu varðandi þátttöku hans.
Hvemig gat maður sem bersýnilega
kunni tæplega mannganginn fengið
svo marga vinninga?
Þegar Von Neumann kom að sækja
verðlaunin sín stillti mótsstjórinn,
Bill Goichberg, upp stöðu af einföld-
ustu gerð þar sem hvítur átti að leika
drottningu upp í borð og máta í 2.
leik. „Hvað leikur þú í þessari
stöðu?“ spuröi hann. Von Neumann
fómaði höndum í geðshræringu og
hrökklaðist út án þess að taka við
verölaununum með þau orð á vörun-
um að von væri á bréfi frá lögmanni
sínum.
Að sögn Goichbergs er rökstuddur
grunur um það að Von Neumann
hafi tekið við skilaboðum frá félaga
sínum um eymahlífarnar góðu og
tilkynnt svarleiki mótherjans með
nierkjasendingum. Félagi Von Neu-
manns gæti hafa setið í makindum
fyrir framan tölvuskjá á hótelher-
bergi sínu og látið tölvuna um aö
tefla. Forritið M-Chess var nefnt til
sögunnar. Þeir félagamir höfðu aftur
á móti ekki unnið tæknivinnuna
nægilega vel og stundum komu upp
fjarskiptavandamál, þegar boðin
misfórust.
Félagi Von Neumanns þvertók fyr-
ir það aö maðkur heföi verið í mys-
unni. „Vinur minn var að tefla á sínu
fyrsta skákmóti og var taugaóstyrk-
ur,“ sagði hann, eins og til aö skýra
hvers vegna hann hefði stundum
horfið frá boröinu þegar hann átti
leikinn. Og eyrnaskjólin voru ein-
ungis venjulegar hlífar, sem menn
nota við skotæfingar, sagði félaginn
og bætti við: „Hann notaði þau held-
ur ekki alltaf."
Spurningunni um það hvort Von
Neumann hafði rangt við er því enn
ósvarað en hér fær lesandinn tvö
sýnishorn af taflmennsku hans á
mótinu:
Hvítt: John Von Neumann
Svart: Helgi Ólafsson
Sikileyjarvörn.
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4
Rf6 5. Rc3 a6 6. Bg5 e6 7. f4 b5
Polugajevsky-aíbrigðið alræmda
sem Helgi hefur nýlega bætt í vopna-
safnið.
8. e5 dxe5 9. fxe5 Dc7 10. exf6 De5+
11. Rde2(?)
Nýr leikur i stöðunni? En betra er
11. De2, eða 11. Be2.
11. - Dxg5 12. Re4 Dh4 + ?
Eftir 12. - De5! má svartur vel við
una.
13. R2g3 gxf6
,aai m
7 81A A
6 A A A
5 A 4 1 w
3 ■
2 A A A tvrvn , n WW0L A A
A B C D E F G H
14. Dd4!
Svartur er nú í hvínandi vandræð-
um. Aðalhótunin er 14. Rxf6+ eða
14. Rd6+ og vinna drottninguna.
14. - Ke7 15. Dc5+ Kd8 16. Db6+ Ke8
17. Dd4 Ke7 18. Dc5+ Kd8 19. Db6 +
Ke8 20. Dd4 Ke7 21. Dc5+
Og Helgi þóttist góður aö hafa
sloppið með jafntefli. Hvítur hefði
getað teflt áfram með t.d. 21. 0-0-0
er svarta staðan er varasöm.
í einni skák sinni átti Von Neu-
mann í þekktri stöðu, að drepa á f5
með peði en í staðinn tók hann með
biskup og tapaði manni. Það þótti
einkennilegt. í þriðju umferð tefldi
hann við Invgar og féll á tíma eftir
27 leiki. Skák hans í 4. umferð tefld-
ist þannig:
Hvítt: John Von Neumann
Svart: Daniel Shapiro
Skoskur leikur.
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. d4 exd4 4. e5
Rge7 5. Be2 Rf5 6. 0-0 Be7 7. Rbd2 0-0
8. Rb3 d6 9. exd6 Dxd6
- Og í þessari stöðu, eftir níu leiki,
féll Von Neumann á tíma!
-JLÁ