Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1993, Blaðsíða 32
44
LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1993
Sviðsljós
Leikarinn og kyntáknið Harry Hamlin:
Konur eru mitt
stærsta vandamál
Harry Hamlin hefur oröið frægur fyrir leik sinn sem lögfræðingurinn Micha-
el Kuzak í Lagakrókum. Nú hefur hann snúið sér að kvikmyndaleik og er
hættur að leika lögfræðing.
Ólyginn
sagði...
... að Madonna hefði ákveðið
að efna til miðdegisverðarboðs
og fengið fyrirtæki, sérhæft í
þeim efnum, til að s|á um mat-
reiðslu og þjónustu. Á minnis-
tista, sem söngkonan sendi fyrir-
tækinu, stóð meðal annars:
„Ungir og íturvaxnir svarthæröir
þjónar - alls ekki Ijóshæróir"!
Fallegar
mæðgur
Fyrirsætan og eiginkona söngv-
arans Rod Stewart, Rachel Hunt-
er, var á ferð nýlega með litlu
ellefu mánaða dótturina Renee
og vöktu þær mikla athygli. Þær
fengu góða hjálp frá Ron Wood
og konu hans. Rachel hefur sagt
að sú litla sé svo fjörug að ekki
megi líta af henni eitt augnablik
þá sé hún horfin.
Yoko
og
sonur
Sonur Yoko Ono og Johns Lenn-
on, Sean Lennon, er oröinn full-
orðinn maður og sést æ oftar í
fylgd móður sinnar í samkvæm-
um. Nýlega voru þau mæðginin
saman í mikilli galaveislu á Ítalíu
sem haldin var til styrktar sam-
tökum eyðnisjúkra.
Leikarinn og kyntáknið Harry Haml-
in, sem er best þekktur úr þáttunum
Lagakrókum, segist vera í ástarsorg.
Harry, sem er fertugur, hefur átt í
mörgum ástarsamböndum um
ævina og einnig á hann misheppnuð
hjónabönd að baki. Harry Hamlin
hefur verið að vinna við nýjustu
mynd sína Under Investigation að
undanfornu en þar leikur hann eitt
aðalhlutverkið. Það er stærsta hlut-
verk leikarans frá þvi hann lék í
Lagakrókum. í myndinni leikur
hann spæjara sem á erfltt með að
koma lagi á einkalíflð.
Söguþráðurinn er ekki óhkur lífl
leikarans í raunveruleikanum því
hann hefur verið í þunglyndi og ást-
arsorg á undanfórnum mánuðum.
„Það hefur verið erfitt tímabil hjá
mér en hlutverk mitt í kvikmyndinni
um einkaspæjarann Keaton hefur
hjálpað mér mikið,“ segir hann.
Harry Hamlin vakti fyrst athygli
er hann var 28 ára gamall og varð
reyndar frægur fyrir það eitt að
kvænast leikkonunni Ursulu Andr-
ess sem þá var 43ja ára. Þau kynnt-
ust árið 1979. Ári seinna varð fyrrum
James Bond stjaman og hinn ungi
vinur hennar foreldrar því þau eign-
uðust soninn Dimitri sem er 13 ára
í dag og býr hjá móður sinni í Róm.
Aðalhlutverkið
nauðsynlegt
Harry er ekkert sérstaklega hrifmn
af að tala um einkalíf sitt enda gæti
það verið betra. Konur hafa ekki
veitt honum neina sérstaka ham-
ingju í gegnum tíðina. „Frá því ég
var ellefu ára gamall hef ég lent í
vandræðum með konur,“ segir hann.
„Þá varð ég ástfanginn-af stelpu sem
lék prinsessu í skólaleikritinu og ég
gerði allt til að komast í leikritið.
Hins vegar fékk ég bara lítið hlut-
verk. Hún varð hins vegar skotin í
prinsinum. Ég lærði það að ef ég
ætlaði að ná í prinsessuna þá yrði
ég að fá aöalhlutverkið," segir Harry.
Þegar Harry varð eldri fékk hann
aðalhlutverk í kvikmyndinni Clash
of the Titans og vann hjarta mótspil-
arans, Ursulu Andress. „Ég var bara
barnið,“ segir hann um samband
þeirra sem entist í fjögur ár. „Ursula
liföi sínu lífi á Ítalíu og ég mínu í
Kaliforníu. Hvorugt vildi breyta lífi
sínu fyrir hitt.“
Draumadísir í röðum
Þegar sambandi þeirra loks lauk
leiö ekki á löngu uns Harry hitti aðra
draumadís, Falcon Crest stjörnuna
Lauru Johnson. „Hún sagði alltaf
það sem hún meinti, var heiðarleg
og hreinskilin. Við urðum mjög ást-
fangin og giftum okkur,“ segir hann.
Hjónabandinu lauk hins vegar í mik-
illi heift fimm árum síðar og þá var
Harry ekki eins hrifinn af hreinskilni
Lauru. Hún sagði hverjum sem
heyra vildi að Harry hefði gert allt
til að eyðileggja frama hennar í kvik-
myndaheiminum.
Þó Harry segi það ekki er það á
allra vörum í Hollywood aö hjóna-
band þeirra hafi sprungið vegna
framhjáhalds hans. Þegar Harry lék
í kvikmyndinni Deceptions kynntist
hann hinni langleggjuðu Nicolette
Sheridan. Þau uröu ástfangin upp
fyrir haus og fóru ekki leynt með
sambandið. Harry fékk strax skilnað
frá Lauru og kraup á kné fyrir Nico-
lette og bað hennar. Hjónaband
þeirra entist einnngis í ellefu mán-
uði. í Hollywood var talað um að
Nicolette, sem er ensk, hafi gifst hon-
um einungis til að fá atvinnuleyfi í
Bandaríkjunum. Að minnsta kosti
varð hún fljótlega ástfangin af söngv-
aranum Michael Bolton og flutti til
hans frá Harry. Skilnaðurinn fékk
mjög á hann og sagt er að ennþá eigi
hann eftir að jafna sig. „Áfóllin í líf-
inu eru til aö þroska mann,“ segir
leikarinn. Hann þykir standa sig vel
sem leikari um þessar mundir, er
hættur í Lagakrókum og hefur snúið
sér alfarið að kvikmyndum.
Harry varð í rauninni fyrst frægur er hann hóf ástarsam- Harry Hamlin og eiginkonan Laura Johnson. Þau skildu
band við Ursulu Andress sem varfimmtán árum eldri. í mikilli heift er hann byrjaði með Nicolette Sheridon.
segir söng- og leikkonan Cher
sem er 46 ára gömul en hún mun
ætla að ganga upp að altarinu
með hínum 28 ára Rob Camil-
letti. „Ég vil endllega að barnið
okkar fái að vera með í alhöfn-
inni.“
„Ég hef altt frá þvi ég var smá-
potli haft mikinn áhuga á sögu
Rússlands, tónlist, listum og
menningu," segir Bilt Clinton,
forseti Bandarikjanna. Það er því
engin furða þó hann og Boris
Jeltsin hafi fundið tóninn.
Sumum finnst vera kominn tími
til að barnabókahöfundurinn
Astrid Lindgren, sem allir stórir
og smáir þekkja mætavel, fái
nóbelsverðlaun. Lína langsokk-
ur, Ronja og allar hinar hetjurnar
eiga það sannarlega skiiíð.
Leikkonan Barbra Streisand var
ægiglöð er hún frétti að mynd
af henni myndi skreyta nýtt frí-
merki í Grenada. Gleðin breyttist
þó talsvert þegar leikkonan sá
frfmerkið og sá að nafnið hennar
var vitlaust stafað - þar stóð
nefnilega Barbara!