Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1993, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1993, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1993 19 Kate Nelligan og R.H. Thomson í hlutverkum sínum í Leiðinni til Avonlea. Sjónvarpið annað kvöld: Leiðin til Avonlea aftur á skjáinn Hinn vinsæli íjölskylduþáttur Leiöin til Avonlea birtist aftur á skjá Sjónvarpsins sunnudaginn 11. júlí næstkomandi eftir árshlé. Nú hafa verið fest kaup á 13 þáttum sem veröa sýndir næstu sunnu- dagskvöld. Til upprifjunar skal hér rakinn gangur mála í stuttu máli. Höfuð- paurinn er Hetty frænka sem býr í Avonlea ásamt Ólivíu systur sinni. Sagan hefst á því að systir þeirra deyr og þær taka dóttur hennar, Söru, að sér. Þær Hetty og Olivía telja að eiginmaður systur- innar eigi sök á dauða hennar þar sem hann hafi farið með hana í burtu frá Játvarðseyju. Sara verð- ur ein aðalpersónan í þáttunum og bjargar ýmsu sem annars færi úr- skeiðis. Hún finnur ýmsar lausnir á vandamálum sem öðrum eru huldar. En hún á öðru hverju í erj- um við frænku sína, Felicity, sem býr með fjölskyldu sinni í nágrenn- inu. Brúókaup í fjölskyldunni Þessi nýja þáttaröð hefst á því að Ólivía frænka ætlar að giftast ljós- Grillmeistarinn á Stöð 2 myndara sem er í hæsta máta óframfærinn og stamar heil ósköp. Sara hafði komið á kynnum þeirra en Hetty verið á móti því að þau gengju í hjónaband. Þegar hún fær ekki komið í veg fyrir það fer hún að skipta sér af. Eins og ævinlega verða minnstu atriði stórmál í höndunum á henni. Turtildúfumar ætluðu upphaflega að gifta sig í kyrrþey en allt í einu er fyrirhugað heljarmikiö brúðkaup, brúöarkjóll er keyptur frá Karlottuborg og mikill undirbúningur í gangi. Spurningin er bara sú hvort tekst að koma skötuhjúunum í hnapp- helduna þrátt fyrir afskiptasemi Hettyar. „Þetta eru ekta fjölskylduþættir, mjög vandaðir, í anda Önnu í Grænuhlíð og Pollýönnu," segir Ýit Bertelsdóttir, þýöandi þátt- anna, í stuttu spjalh við DV. „ Per- sónurnar eru voða góðar inni við beinið þótt sumar þeirra séu kald- ranalegar á yfirborðinu.“ - Með helstu hlutverk fara Sarah Polley (Sara Stanley), Jackie Burr- oughs (Hetty King), Miklos Perlus (Peter Craig), Gema Zamprogna (Felicity King), Mag Ruffman (Óli- vía King Dale), R.H. Thomson (Jasper Dale) og fleiri. Svínarif fyrir 4 Útsending 12. júlí Svínariffyrir4 Magn: Efni: 1,6 kg svínarif, kjötmikil /i dl barbeque-sósa 1 tsk. engiferduft 4-8 hvítlauksrif 1 msk. púðursykur 1 tsk. paprika 1 msk. hoisinsósa 2 tsk. hunang 'h dl tómatsósa 1 msk. dijon-sinnep 1 tsk. season-all krydd 1 msk. indónesísk soja-sósa Vi dl jómfrúrolía safi úr einni sítrónu 6 cl Jack Daniels Bourbon (tvöfaldur) Meðlæti 1 Magn: Efni: heill ananas,nýr,ísneiðum hlynsíróp (mable) til penslunar Meðlæti 2 Magn: Efni: 2 dl hrísgrjón 'á tsk. saffran 1 dl pastaslaufur, hálfsoðnar Gestir þáttarins: Björgvin Halldórs- son og Magnús Kjartansson. HUGMYNDASAMKEPPNI BÚNAÐARBANKANS OG UMFERÐARRÁÐS ERTU AÐ TAKA BILPROF? Sendu okkur nokkrar línur um þetta efni og taktu þátt í samkeppninni! ArsfjórSungslega fá 10 nýir ökumenn bílprófsstyrki - að þessu sinni þeir sem tóku bílpróf í apríl, maí og júní. MeS efninu þarf aS senda Ijósrit af báSum hliSum ökuskírteinis. EfniS á aS senda til BúnaSarbanka Islands, MarkaSsdeildar, Austurstræti 5, 155 Rvík. BILPROFSSTYRKIR FYRIR FÉLAGA VAXTALÍNUNNAR „Þa8 sem kom mér mest á óvart þegar ég kom út í umferðina" VAXTALÍN AN (J) BIJNAÐARBANKIÍSLANDS || U^FéTOAR FJÁRMÁLAÞJÓNUSTA UNSLINQA NÁNARI UPPLÝSINGAR ERU VEITTAR Á AFGREIÐSLUSTÖÐUM BÚNAÐARBANKANS. BMBHggwigwi mmmmmaii Á VERÐLÆKKUN! Afmœliskynning á Ömmuflatkökum I tilefni af40 ára afmœli Ommubaksturs bjóðum við landsmönnum Ömmuflatkökur með 40% afhuelisafiLetti. Nýttu þér afmœlistilboðið okkar og meldu þér íþennan jyrirtaks smeðingfrá Ömmubakstri. Ömmuflatkökur eru alveg ómissandi í ferðalagið og sjálfiagðar á matar- og kajfiborðið. Svipastu um eftir flatkökum frá Ömmubakstri á ajrmelisafihetti í versluninniþinni. 3ÍÉÖS —w w li'frir cr* Freijtingar 1 40 Arl | \ Bakarí Friðriks Haraldssonar sf. Kársnesbraut 96, Kópavogi Sími 91-41301

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.