Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1993, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1993, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1993 13 Salih Heimir Porca, einn besti knattspymumaður landsins: lifi fyrir morgundaginn „Lífið er barátta. Barátta í fótbolt- anum, ég berst í vinnu, ég berst fyrir lífi mínu. En ég þoli ekki stríð,“ segir Fylkismaðurinn Salih Heimir Porca, einn besti leikmaður íslenskrar knattspymu. Hann er hæglátur en málgefinn. Talar ágæta íslensku og einfalt mál. Salih Porca var einn þeirra þriggja Júgóslava sem fengu íslenskan ríkisborgararétt á dögun- um. Þá tók hann upp millinafnið Heimir. Hinir „nýju“ íslendingarnir eru Luca Kostic, sem býr á Akra- nesi, og Izudin Daði Dervic sem leik- ur með KR og íslenska landsliðinu. „Við Dervic komum hingað saman og ætluðum að vera í eitt ár. Það var 4. febrúar 1990. Selfoss, Valur, Fylkir Fyrst fómm við saman á Selfoss. Við höfðum verið að spila með fyrstu deildar hði í Júgóslavíu, Olympia Lublena, en Lublena er höfuðborg Slóveníu." Eftir tvö ár á Selfossi fór Salih í herbúðir Vals en nú leikur hann með Fylki í 1. deildinni. „Mér líkar mjög vel hjá Fylki. Þetta er lít- ill klúbbur, gott fólk og strákarnir eru góðir vinir. Maður er samt einhvern veginn alltaf útlendingur í fótboltanum. Ef einhver Pétur er latur þá er Pétur latur. Ef einhver „útlendinganna“ er með leikaraskap þá eru , júkkarnir" leikarar," segir Sahh og brýnir raust- ina: „Ég þoh ekki að vera kallaður leikari. Og heldur ekki letingi." Enda er hann mikill keppnismaður. Bosníumúslími „Ég gleymi aldrei hvaðan ég kom. Jafnvel þótt ég sé orðinn íslenskur ríkisborgari er ég frá Bosníu. Ég er múshmi og aht mitt fólk er múshm- ar,“ segir hann. Sahh Heimir hefur tvisvar komið til fóstuijarðar sinnar frá því hann fyrst kom til íslands. „Nú er enginn eftir í Bosniu nema gamalt fólk. Mamma og pabbi eru til dæmis ein eftir.“ Bræður Heimis eru nú landflótta og búa í Svíþjóð. Systir hans flytur bráðlega til Þýskalands. „Pabbi deyr frekar en að flytja. Hvert á hann að fara? Hann býr í húsinu sem hann byggði, á staðnum þar sem hann hefur lifað aha sína ævi. Það er ekki hægt að segja göml- um manni að byrja nýtt líf, í nýju húsi, á nýjum stað. Við erum múshmar, í næsta húsi búa Serbar og hinum megin við Kró- atar. Og þannig hefur það verið í fimmtíu ár. íslensk knattspyrna - íslensk þjóð íslendingar eru svolítiö lokaðir. Ég fór snemma að læra íslensku þó ég hafi ekki ætlað að vera lengi á ís- landi. íslenska er mjög erfitt mál. En um leið og maður byrjar að reyna þá vhja íslendingar strax hjálpa. Þeir opna sig þá meira og allir eru tilbún- ir að spjalla." Salih Heimir brosir glaðhlakkalega og andlit hans verður grallaralegt. Hann hefur ríka kímni- gáfu. „Ég held að íslensk knattspyrna hafi batnað síðan ég kom hingað fyrst. Nú er líka meiri spenna því allir geta unnið alla. Þess vegna er gaman að spha,“ segir Porca. Honum finnst einkenna íslenska knatt- spyrnumenn hvaö þeir eru stórir og sterkir. „Ekki endilega grófir en sterkir og suma vantar kannski meiri tækni." Hann segir þó að „út- lendingarnir" í deildinni séu ekki endhega betri en aðrir leikmenn. „Það eru ekki allir sem fmna sig hér.“ Salih Heimir Porca hefur þó gengiö vel að aðlagast. Félagar hans bera honum vel söguna og frægð fer af honum sem knattspyrnumanni. Hann á íslenska kærustu og sér sig hvergi annars staðar í framtíðinni en á Islandi. Og fótboltinn á hug hans allan. Framtíðin, íþróttir og stríð „Ég er íþróttamaöur en ekki stjórn- málamaður. Reglulega tala ég við fólkiö mitt í síma. Ég reyni samt að hugsa sem minnst um stríðið og Júgóslavíu. Oft slekk ég á fréttun- um,“ segir Sahh og htur í átt að glugganum. „Ég vildi að sjálfsögðu að stríðið hætti á morgun. Samt skh ég ekki hvernig það ætti að vera hægt. Ég held að það geti staðið í mörg ár enn. Þetta stríð er orðið bis- ness,“ og hann htur á mig. „Ég skh ekki hvernig menn halda að þeir geti skipt landinu upp. Bosnía er ein stór blanda. Ólíkt fólk hefur búið saman, gifst innbyrðis og haldið frið. Þannig hefur þetta gengið. Fullt af fólki er í stríði án þess að vita af hverju. Rauða stjarnan var besta knatt- spyrnulið Júgóslavíu og eitt besta félagshð heims. Þar voru Bosníu- menn, Serbar, Króatar og Makedó- níumenn. Það skipti engu máli hveij- ir þeir voru eða hvað þeir hétu. Þeir voru bara spurðir hvort þeir gætu sphað. Þetta þekkist ekki lengur." -DBE „island hefur kennt mér að vinna. Hér verða allir að kaupa sjónvarp, bíi og hús. Og þá verður maður að vinna frá morgni til kvölds," segir knattspyrnumaðurinn og járnsmiðurinn Salih Heimir Porca. DV-mynd GS bhBBi VISA ISaBBB V HR J j| Sawteort KORTHAFAR fá 15% afslátt með beinhörðu að hringja og gamla saga eins og þeir sem greiða smáauglýsingar út í hönd im peningum. Það eina sem þú þarft að gera er smáauglýsingin verður færð á kortið þitt. Það er n: Þú hringir, við birtum og það ber árangur! imáauglýsingadeild OV er opin: Virkadaga kl. 9.00-22.00 Laugardaga kl. S.00-16,00 Sunnudaga kl. 18.00-22.00 Auglýsing í hHgarblað OV þarf að berast fyrirkl. 17.00 éföstudag. SMAAUGLÝSINGAR 63 2700 Steinvari 2000 í>egar engin önnur málning er nógu góð Þeir sem vilja vanda ril hlutanna, eða berjast gegn alkalí- og frostskemmdum, mála með Steinvara 2000 frá Málningu hf. Steinvari 2000 býður upp á kostí, sem engin önnur utanhússmálning á stein hefur í dag. Hann stöðvar því sem næst vatnsupptöku steins um leið og hann géfur steininum möguleika á að „anda“ betur en hefðbundin plastmálning. Viðloðun Steinvara 2000 við stein er gulltrygg, unnt er að mála með honum við lágt hitasrig, jafnvel í frosti, hann þolir regn efrir um eina klst. og hylur auk þess fullkomlega í tveimur um- ferðum. Steinvari 2000 er góð fjárfesring fyrir húseig- endur. Veðrunarþol hans og ending er í sérflokki og litaval fallegt. Steinvari 2000 er málning fagmanns- ins, þegar mæta þarf hæstu kröfúm um vernd og end- ingu. Næst þegar þú sérð fallega málað hús - kynntu þér þá hvaðan málningin er Jmálningh/f - það segir sig sjálft -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.