Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1993, Blaðsíða 23
23
„Ég er ekki meira ein hér heldur en
útfrá. Hérna tala ég viö dýrin, tala
við fuglana. Þeir þekkja mig. Stund-
um kemur selurinn og hoppar hér
hátt í loft upp en hann er hættur því
nú. Hann kom á hverjum einasta
degi og var í leikfimi. Hann hoppaöi
alveg upp og ég sá afturhreifana á
honum og hann skellti sér þannig aö
það kom þessi voða skvetta. Mér
fannst þetta svo skrýtið. Ég er búin
að sjá margt í náttúrunni bara við
að sitja héma við gluggann," segir
Guðrún Jónasdóttir listakona þar
sem hún situr með kaffið sitt og síg-
arettuna og lítur út um gluggann á
skáianum sínum í Galtarey.
Guðrún í Galtarey er óvenjuleg
kona og gleymist ekki þeim sem hana
hitta. Hún er 79 ára gömul en aldur-
inn aftrar henni ekki frá að eyða
hveiju sumri ein í Galtarey. Hún
keypti Galtarey af fóður sínum áður
en hann lést og byggði þar skála fyr-
ir tæpum 25 árum.
„Ég kem snemma vors en fer þegar
fer aö hausta. Þegar fuglarnir fara,
þá fer ég. Ég bíð alltaf eftir vorinu.
Það er erfiðasti tíminn fyrir mig frá
hausti og þangaö til 21. desember
þegar koma vetrarsólstöður og dag-
inn fer að lengja,“ segir Guðrún. Hún
segist ekki vera mikið í eyjunni í lok
ágúst eða byrjun september en kem-
ur til að taka upp kartöflur og ganga
frá. Á veturna býr hún í Stykkis-
hólmi.
í fremra herbergi skálans hennar
Guðrúnar era veggimir hrein meist-
araverk. Hún hefur þakið þá og
skreytt með náttúralegum listaverk-
um eins og skeljum, kuðungum og
ígulkerum. Mikla athygli vekja líka
lampar úr hvalbeini.
Strax í upphafi var sett rafmagn í
skálann en vatnið nær hún í þarna
skammt frá. Engan ísskáp hefur hún
og segist ekki vera í neinum vand-
ræðum með mat. „Maður þarf svo
lítið að borða. Ég er í engum vand-
ræðum en ef maður er með fólk þá
Guðrún Jónasdóttir, listakona í Galtarey:
Það er best
að vera einn
- þá drepur maður engan
voða mikið í bókum þegar ég var
krakki, las mikið, sérstaklega ljóð.“
Á sumrin lætur Guðrún sér nægja
að lesa blómin. Hún hlustar líka tals-
vert á gömlu Gufuna, segir rás 1
bjóða upp á svo mikið af góðum er-
indum og lífsspeki. Svo sé fólki kennt
hvernig eigi að lifa.
Guðrún lætur þau orð falla að „það
sé best að vera einn, þá drepi maður
engan.“ En það langbesta við einver-
una sé: „Friðurinn, þessi eilífi friður.
Ég er mikið meira einmana úti í
Stykkishólmi. Þetta er mitt líf, ég
held aö það sé nóg að verða af kerl-
ingum á elliheimilinu. Þetta fólk fer
alveg úr sínu umhverfi og er alltaf
að tala um að aörir verði að leika við
það eins og böm. Maður á að starfa.
111 hvers á maður að leggjast iim við
fulla heilsu. Það er ekkert að mér.
Ég vildi bara að allir væru eins
hraustir. Svo er þetta unga fólk, frá
því að það er ekki ársgamalt, alltaf í
læknisaðgerðum. Það var aldrei sótt-
ur læknir fyrir þessi tólf börn í Öxn-
ey,“ segir Guðrún.
Hún eignaðist 11 systkini en móðir
hennar lést af barnsforum og 12.
bamið um leið. „Þá hét ég því að ég
skyldi aldrei gifta mig og ég hef hald-
ið það heit. Eg var í 20 ár í sambúð
með manni og eignaðist þrjú börn.
Eftir það varð ég sjálf og hef verið
það síðan, erfið viðureignar," sagði
Guðrún Jónasdóttir listakona að lok-
um.
-GHK
borðar það ekki tveggja daga brauð
og svoleiðis. Þetta er voða vont, t.d.
með krakka, ég var nú oft með barna-
börnin mín. Þau vantar kók og pyls-
ur og svona. Það þarf annars ekki
mikið fyrir eina manneskju," segir
Guðrún.
Guðrún fer á milli Stykkishólms
og Galtareyjar á opnum báti. „Ég var
um klukkutíma hérna inn eftir um
daginn, það er misjafnt eftir veðri.
Hann getur stundum verið hvass
þegar það er norðan leiðindaveður.
Þá er erfitt að fara,“ segir hún. Hún
bætir því við að fyrstu árin hafi hún
ekki áttað sig á að þó það væru 6-7
vindstig í Stykkishólmi gæti verið
blankalogn í Galtarey.
Náttúran sjálf er efniviður Guð-
rúnar. Hún vinnur úr því sem hún
finnur hverju sinni á rölti sínu um
eyjuna, hvort sem það eru skeljar eða
steinar. Einnig gerði hún eitthvað að
því að vefa teppi en segist vera hætt
því núna.
í Galtarey er Guðrún ekki fjarri
bemskuslóðum sínum þar sem hún
er alin upp í Öxney. Á uppvaxtarár-
um hennar var búið í flestum eyjun-
um, t.d. í Brokey, Rifgirðungum, Ól-
afsey og Gvendarey. í Galtarey hefur
ekki verið búið frá því að Bárður ríki
tók sig upp og yfirgaf eyjuna árið
1715. Enn má sjá tóftir fjögurra eða
fimm bæjarhúsa.
„í þessum eyjum var öllum búið.
Maður fór mikið á milli, alltaf sigl-
andi. Við meira að segja lékum leik-
Lampar úr hvalbeinum skreyta
veggi skálans auk hins fjölskrúðuga
úrvals af skeljum, kuðungum og
öðru sem Guðrún hefur fundið í fjör-
unni.
rit og allt mögulegt. Þetta var aldrei
neitt mál,“ segir Guðrún.
„Ég fékk kennslu í hálfan mánuð
yfir ævina þegar farkennari kom út
í Öxney, svo var ég á Blönduósskóla,
grautarskóla sem kallað var þá. Það
einhvern fór þannig að ég fékk aldrei
að fara að heiman til þess að vera
með öðrum krökkum í námi. Ég lá
—
Guðrún i Galtarey við gluggann góða. Hún nýtur þess að vera ein með
sjálfri sér og dýrunum á eyjunni á sumrin. DV-myndir GHK
Vertu með
draumurinn gæti orðið að veruleika !
GRAFÍSK HÖNNUN: MERKISMENN HF