Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1993, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1993, Blaðsíða 29
LAUGARDAGUR 10. JÚLI 1993 41 Skrifaði bók fyrir aðstandendur alkóhólista: Fjölskyldan er oft veikari en alkinn - segir Gizur Helgason, meðferðarfulltrúi við Fredriksberg sjúkrahúsið í Kaupmannahöfn, en starf hans vekur mikla athygli Gizur Helgason, meóferðarfulltrúi við Fredriksberg sjúkrahúsiö I Kaup- mannahöfn, hefur vakið mikla athygli i Danmörku fyrir nýútkomna bók sína sem ætluð er aðstandendum alkóhólista. DV-mynd Brynjar Gauti — ftmi i M I »IU>,tU „Ég gaf út bók fyrir tveimur árum þar sem ég fjallaði um alkóhólista. í gegnum þau sjö ár sem ég hef starfað að meðferðarmálum hef ég komist að því að aðstandendur alkóhóhsta eru oft á tíðum miklu veikari en alk- inn sjálfur. Alkóhólistinn hefur brennivínið eða piUumar til aö hugga sig við en fjölskyldan veröur að taka niðurlæginguna og vonbrigði án nokkurra deyfmga. Eg skrifaði þessa bók meðal annars til aö benda aðstandendum á að tíl er leið út úr þessu hvort sem alkóhóUstinn kýs að drekka sig í hel eða verða edrú,“ segir Gizur Helgason, meðferðarfuU- trúi við Fredriksberg sjúkrahúsið í Kaupmannahöfn, en nýlega kom út bókin Lev mens du kan (Lifðu meðan þú getur) eftir hann. Bókin hefur vakið mikla athygU í Danmörku og öU stærstu dagblöð hafa fjaUað um hana og birt viðtöl við Gizur. í bókinni bendir Gizur aðstandend- um alka á meðferðina sem er ætluð þeim. „Eftir þá meðferð stendur fjöl- skyldan venjulega frammi fyrir því hvort hún eigi að vera áfram hjá alk- anum, beita þá sínu eigin hegðunar- mynstri og athuga hvort hann gefst þá ekki upp, eða yfirgefa hann. í fyrstu umferð hefur fólk vaUð að vera áfram hjá alkanum vegna þess að breytt hegðunarmynstur, á þá lund að fjölskyldan tekur ábyrgð á sjálfri sér og lætur alkann taka eigin ábyrgð, verður tU þess að alkinn leit- ar hjálpar. Það hefur margsannast að þetta þrýstir feiknarlega á að hann geri það.“ Bömintekin af foreldrum Bækur Gizurar hafa aðeins komið út á dönsku en hægt er að fá þær hjá MáU og menningu. Hann segist ekki hafa hugleitt að þýða þær á íslensku enda hafi hann ekki fengið fyrir- spumir um það. Hins vegar hefur verið óskað eftir nýju bókinni til kennslu fyrir félagsráðgjafa í Kaup- mannahöfn. „Það er mikið um það á Norðurlöndum að börn séu tekin frá foreldrum sem eiga við einhver vandamál að stríða. Bömunum er þá komið í fóstur til vandalausra og borgaðar stórar upphæðir fyrir umönnunina. Margar fjölskyldur lifa á því aö taka börn í fóstur. Minna er gert að því að reyna að stinga á meininu, setja fjölskylduna í meðferð og reyna að leysa vandamáUn með þeim hætti. Þessi bók mín bendir á að hægt er að breyta fjölskyldu- mynstrinum hvert svo sem vanda- máUð er.“ Gizur Helgason hefur starfað á meðferðarstofnunum í Kaupmanna- höfn í sjö ár. Á undanfomum þremur ámm hefur hann unnið á Fredriks- berg sjúkrahúsinu sem er einn virt- asti spítaU í Kaupmannahöfn. Áður en Gizur hélt til Köben hafði hann starfað sem dönskukennari í fjöl- braut. Þegar íslendingar opnuðu meðferðarheimili í Danmörku 1986 bauðst honum starfið enda hafði hann verið á mörgum námskeiðum í Bandaríkjunum og kynnt sér hvernig áfengismeðferð væri háttað þar. Miðaldakerfi ríkjandi „Mér fmnst þetta mjög spennandi starf og eiginlega hreinasta ævintýri að fá að vera með í þessu í Danmörku þar sem algjört miðaldakerfi hefur verið ríkjandi. Daninn er iðinn við að nota sína eigin uppfmningu, anta- bus sem gerir nánast ekkert gagn. íslendingar þekkja hins vegar banda- ríska meðferðarkerflð vel og það hef ég notað í Danmörku. Það er samt langt í land ennþá hjá Dönunum. Meðferðardeildin mín er sú eina sem fengið hefur inni á opinberum spítala i Danmörku en þar er pláss fyrir 24 í einu. Síðan erum við með eftirmeð- ferð og um tvö hundruð manns stunda hana um þessar mundir.“ Gizur segist hafa gert fimm ára starfssamning við spítalann fyrir ári og vonast til að hann verði endurnýj- aður að þeim tíma liðnum. Þá hefur hann hugsað sér að gefa út fleiri bækur. Reyndar er ein þeirra Minne- sota-modellens Mysterier eftir Gizur og samstarfskonu hans, Guðrúnu 0. Islandi, væntanleg frá útgáfunni inn- an skamms. Hún fjallar um hið am- eríska meðferðarkerfi. Bókin er fræðslubók og eingöngu ætluð þeim sem starfa að málefnum alkóhólista og fikniefnaneytenda. Þvingaðir í meðferð Gizur segir að litið sé mjög niður á alkóhólista í Danmörku og því sé mjög erfitt að fá fólk til að viður- kenna sjúkdóminn og koma í með- ferð. „Flestir sjúklinganna sem koma til okkar eru þeir sem hafa verið þvingaöir af atvinnurekanda ella verði þeir reknir. Því hærra sem fólkið er í meðorðastiganum því verra er að fá það til að viðurkenna sjúkdóminn. í augum flestra er alkó- hóhsti sá sem er í strætinu. Raunin er sú að aðeins þrjú prósent alkóhól- ista eru í ræsinu, 97% þeirra taka ræsið með sér heim. Þeim tekst líka að leyna hlutunum betur og lengur. Hins vegar verða skandalarnir stærri í efstu þrepum metorðastig- ans. Nýlegt dæmi er ráðherrá sem var svo drukkinn á EB þingi að þeir sem áttu að þýða það sem hann sagði neituðu vegna þess aö það var tómt rugl,“ segir Gizur. Aðeins einn íslendingur hefur ver- ið í meðferð á Fredriksberg sjúkra- húsinu. Flestir eru Danir en einnig hafa aðrir Skandinavar komið þang- að. Meðferðin, sem tekur sex vikur kostar 12 þúsund danskar krónur og innifalin er einnig eftirmeðferð sem venjulega stendur í tólf mánuði. -ELA Úrklippur úr dönskum blöðum þar sem sagt er frá starfi Gizurar og nyut- kominni bók. SUMARTILBQ A-F IÐ tm rblóm kr. afsláttur af garðkönnum jiSS n| garðyrkjuáhöldum og llU / U úti blómakerum | Garðrósir á 390 kr. 1 Sumai m á 40 30-50% afsláttur af trjáplöntum opið 10-19 GARÐSHORN! ðlla daga Vjg Fossvogskirkjugarð - sími 40500 ií -ft> I (- l

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.