Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1993, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1993, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1993 RAFMAGNSEFTIRLIT RÍKISINS Auglýsing um faggildingu Rafmagnseftirlit ríkisins auglýsir eftir aðilum sem hyggjast sækja um faggildingu til að annast fram- kvæmd eftirlits með raforkuvirkjum. Skriflegt erindi þar að lútandi sendist Rafmagnseftir- liti ríkisins, Síðumúla 13, 108 Reykjavík, fyrir 15. júlí nk. Rafmagnseftirlit ríkisins Til sölu Fiskveiðasjóður íslands auglýsir til sölu fasteignina Hafnarbraut 1 í Njarðvík ásamt tilheyrandi búnaði til meltuframleiðslu (áður eign Valfóðurs hf.). Tilboð í eignina óskast send á skrifstofu sjóðsins fyrir 28. júlí nk., merkt „Hafnarbraut 1". Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu sjóðsins, Suðurlandsbraut 4, Reykjavík, í síma 679100, og hjá Valdimar Einarssyni í síma 33954 eða 985-23355. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Fiskveiðasjóður íslands Þjóðarbókhlaðan Tilboð óskast í smíði og frágang á innveggjum og hurðum i Þjóð- arbókhlöðu. Um er að ræða 1400 m2 gifsveggi, 580 m2 gler- veggi, 350 m2 spónlagða veggi, 175 m2 flísalögn og 109 stk. inni- hurðir. Verktími er til 1. mars 1994. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík, til og með föstudeginum 30. júlí nk. Verð útboðsgagna er kr. 12.450 með virðisaukaskatti. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Innkaupastofnunar ríkisins, Borg- artúni 7, þriðjudaginn 3. ágúst 1993 kl. 11.00. IIMIMKAUPASTOFNUIM RÍKISINS BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK Útboð Vatnsnesvegur, Kárastaðir - Skarð, 1993 Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í lagningu 2,9 km kafla á Vatnsnesvegi frá Kárastöðum að Skarði. Helstu magntölur: Fyllingar og fláar 4.500 m3, neðra burðarlag 6.500 m3, ræsi 90 m, frágangur fláa 47.000 m3. Verkinu skal lokið 1. október 1993. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Sauðárkróki og Borgartúni 5, Reykjavík (aðal- gjaldkera), frá og með 12 þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 26. júlí 1993. Vegamálastjóri Sjúkrahús og heilsugæslustöð á Akranesi Framkvæmdadeild Innkaupastofnunar ríkisins, f.h. heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og hlutaðeigandi sveitarfélaga, óskar eftir tilboðum i að byggja við og endurinnrétta sjúkrahús og heilsugæslustöð Akraness. Verkið tekur til byggingar brautar aðkeyrslu að inngangi, nýbygg- ingu framan við anddyri og endurinnréttingar afgreiðslu- og mót- tökusvæðis. Verktími er til 15. febrúar 1994. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Innkaupastofnunar ríkisins, Borgartúni 7, Reykjavík, frá og með þriðjudeginum 13. júlí til og með fimmtudeginum 22. júlí. Verð útþoðsgagna er kr. 12.450 m/vsk. Tilboð verða opnuð á sama stað mánudaginn 26. júlí 1993 kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.