Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1993, Blaðsíða 20
20
LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1993
Kvikmyndir
Búddha litli
Umsjón
Baldur Hjaltason
ar fengnir til aö leika í myndinni.
Þetta var mikið ævintýri fyrir
strákana, sem veröa tímabundið á
ævi sinni aö dveljast i búddha-
klaustri, því í Bhutan er aðeins eitt
kvikmyndahús og höföu því fæstir
þeirra séö kvikmynd áöur. Hins
vegar tók Bertolucci meö sér frá
New York Khyongla Rato, til aö
leika abótann. Khyongla er sjálfur
frá Tíbet og var sem barn 1928 tal-
inn líkt og Jessie sjálfur Lama end-
urholdgaður. Hann stundaði nám
viö fjölmörg klaustur áöur en hann
neyddist til að flýja Tíbet 1959 eins
og sjálfur Dalai Lama vegna of-
sókna kínverskra kommúnista.
Hann endaði í Bandaríkjunum þar
sem hann rekur nú miöstöö Tí-
betbúa í New York.
Stærsta trompið hjá Bertolucci
er líklega kvikmyndatökumaður-
inn Vittorio Storaro. Mörg mynd-
skeiöin í The Last Emperor og The
Sheltering Sky eru ógleymanleg og
samkvæmt þeim ljósmyndum sem
hafa borist af gerð myndarinnar
ætti Little Buddha að slá út allt
annaö sem Storaro hefur gert. Það
er því ekki nema von aö aðdáendur
Bertolucci og Storaro bíöi spenntir
meö öndina í hálsinu eftir því að
Búddha sjálfur birtist á hvíta tjald-
inu.
Nú eru 6 ár liöin síðan ítahnn Bern-
ardo Bertolucci heillaði heims-
byggðina með verðlaunamynd
sinni The Last Emperor. Myndin
var byggð á ■ sannsögulegum at-
burðum og fjallaði um líf Pu Yi,
síðasta keisarans í Kína. Hann varð
keisari aðeins þriggja ára gamall
og bjó í Forboönu borginni allt
þangað til byltingin var gerð en þá
neyddist hann til að verja hendur
sínar. Myndin hlaut ein níu óskars-
verðlaun, meðal annars fyrir leik-
stjóm, handritagerð, kvikmynda-
gerð, khppingu og svo sem besta
myndin. En það er alltaf erfitt að
fylgja eftir stórmyndum. The Shelt-
ering Sky, sem Bertolucci gerði
1990, hlaut litla eftirtekt þótt hún
hafi hlotið verðlaun bresku kvik-
myndakademíunnar árið 1990 fyrir
kvikm; ndatöku. Myndin var
byggð á sögu Paul Bowles og þótti
langdregin þótt Debra Winger og
John Malkovich sýndu góða takta
í leik sínum. Myndin fjallaði um
bandarísk hjón sem ferðast til Afr-
íku um 1950 ásamt vini sínum í leit
að ævmtýrum og spennu. Ferðin á
að hjálpa upp á hjónabandsörðug-
leika þeirra og blása nýju lífi í sam-
band þeirra. En margt fer á annan
veg en ætlað var.
Önnur stórmynd
Nú virðist Bertolucci ætla sér að
leita aftur th SA-Asíu þvi hann er
þessa dagana að fullgera kvikmynd
sem ber heitið Little Buddha.
Myndin var tekin upp að mestu í
Himalajafjöllunun, í Nepal og kon-
ungsríkinu Bhutan. Bertolucci er
nú kominn til Rómarborgar og er
aö klippa myndina.
Það hefur verið erfitt að fá upp-
lýsingar um efni myndarinnar.
Hún fjallar þó um hóp búddha-
presta sem telja sig hafa fundið
Lama, trúarleiðtoga Tíbetbúa, end-
urholdgaöan í formi bandarísks
stráks. Ef htið er á sögu Tíbets
kemur í ljós að á 7. öld var Tíbet
sameinað í eitt konungsríki. íbú-
amir kynntust búddhatrú um 640
og þar þróaðist sérstakt afbrigði
hennar, svo kahaður lamasiður,
sem er kenndur við Dalai Lama
trúarleiðtoga Tíbetbúa. Dalai Lama
varð veraldlegur höfðingi landsins
1640. Þess má einnig geta að á 13.
öld lagði Ghengis Khan undir sig
Tíbet áður en Kublai Khan samein-
aði það Kína. Árið 1911 varð TÍbet
sjálfstætt eftir fall kínverska keis-
arans en lenti aftur undir stjóm
Kínverja 1950.
atriðin gerast í þátíöinni, með
tengslum við raunveruleikann í
dag eins og hth bandaríski dreng-
urinn og faðir hans sjá hlutina fyr-
ir sér. Það er ekki mikið um þekkta
leikara í myndinni. Hlutverk
Jessie, litla bandaríska stráksins
er í höndum Alex Wiesendanger
en faðir hans er leikinn af Chris
Hér er Bertolucci að störfum í
Nepal.
Isaak. Það er hins vegar Keanu
Reeves sem leikur sjálfan prins
Siddhartha.
Frábær myndataka
Eins og gefur að skhja er stór
hluti myndarinnar tekinn við
búddhaklaustur. Þar var notast við
Paro Dzong klaustrið í austurhluta
Bhutan og voru viðkomandi munk-
Það er Keanu Reeves sem ieikur Búddha.
Hinn upplýsti
Upprunalegt nafn Búddha er
Siddharta Gaumama en hann var
uppi 563-483 fyrir Krist. Þegar
hann var orðinn 29 ára gamall yf-
irgaf hann fjölskyldu sína til að
leita sannleikans um tilveru
mannsins og varði síðan síðara
hluta ævi sinnar til að boða kenn-
ingar sínar. Það sem Bertolucci
gerir í myndinni er að hann vefur
inn í hinn nútíma sögurþráð hlut-
um úr lífsmynstri Siddharta sjáifs
og hvernig hann lifði meinlætalífi
í 6 ár og öölaðist dýpri skilning á
lífinu og tilveranni og varð þannig
„hinn upplýsti" eða Búddha. Þetta
gerir hann með því að láta sum
Super Mario Bros
Hér eru Mario-bræðurnir í öllu sínu veldi.
Þá er búið að frumsýna Super
Mario Bros sem er byggð á sam-
nefndum persónum í samnefndum
tölvuleik sem hefur farið sigurför
víða um heim. Viðtökurnar hafa
ekki verið sérlega lofandi og hafa
gagnrýnendur líkt þeim við viðtök-
umar sem myndin Howard the
Duck, sem byggð var á teikni-
myndaseríu og gerð 1986, fékk.
Howard the Duck fékk hræðilega
útreið á sínum tíma og hefur stund-
um verið notuð sem kennslubókar-
dæmi um hvernig eigi ekki að gera
hlutina.'
Þetta er nú ef til vill of sterklega
tekið til orða því eftir tvær vikur
var myndin búin að hala inn um
15 milljónir Bandaríkjadala vestan
hafs sem var þó aðeins hálfdrætt-
ingur á við Getin í Ameríku (Made
in America) sem var frumsýnd á
sama tíma. Enn vantar þó mikiö
upp á að framleiðendur nái inn
kostnaðinum við gerð myndarinn-
ar sem var um 50 milljónir dollara.
Tveir heimar
Myndin er samansett af tveimur
formálum og eftirmálum. í upphafi
fræðumst við hvemig nýr heimur
hafi orðið til fyrir 65 milljónum ára
vegna áreksturs loftsteins. í þess-
um heimi, sem liggur samsíða okk-
ar eigin heimi, ræður ríkjum King
Koopa sem er leikinn af Dennis
Hopper. Hann er að leita að broti
úr loftsteininum ásamt prinsessu
sem hefur hann undir höndum svo
hann geti sameinað heimana tvo.
Þegar prinsessan er handtekin af
þorpurum Koopa og færð yfir í
hans heim eru Mario-bræður, hinir
þekktu pípulagningarmenn frá
Brooklyn, sendir á eftir til að
bjarga henni. Og um þetta snýst
myndin.
Þeir bræður eru leiknir af Bob
Hoskins og John Leguizamo. Þetta
er dálítið skrítið val á leikurum því
erfitt er að gera sér í hugarlund að
þeir Bob og John hafi verið eða
geti verið bræður og hvað þá held-
ur ítalar eins og sagan gerir ráð
fyrir.
Þótt mikiö sé um aö vera á tjald-
inu skella áhorfendur sjaldan upp
úr því það virðist vanta húmorinn
í myndina. Það er kannski til of
mikils ætlast að Super Mario Bros
geti höföaö til allrar íjölskyldunnar
þó framleiðendur myndarinar hafi
sett markið hátt. Það er þó næsta
víst að flestir eigendur Nintendo
tölvuleikja með Mario Bros munu
sjá myndina og þetta gæti ef til vill
orðið „bamamynd ársins“.