Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1993, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 10.07.1993, Blaðsíða 31
LAUGÁRDAGUR 10. JÚLÍ 1993 Ungur fram- kvæmdastjóri með kransæðastíflu Flestir þekkja helstu áhættu- þætti hjarta- og æðasjúkdóma, reykingar, háan blóðþrýsting, of- fitu og háar blóðfitur. Færri vita að streita og spenna skiptir ákaf- lega miklu máli. Sænskar rann- sóknir sýna aö leigubílstjórum, rútustjórum, veitingafólki og öðr- um sem hafa óreglulegan svefn- og vinnutíma er hættast við hjarta- slagi. Streita á vinnustað skiptir verulegu máli. Orri er liðlega fer- tugur framkvæmdastjóri hjá um- svifamiklu innflutningsfyrirtæki á Reykjavíkursvæðinu. Hann hóf feril sinn sem sölumaöur og vann sig upp í fyrirtækinu af miklum krafti. Með fádæma dugnaði, keppnishörku og eljusemi tókst honum að koma sér á ágæta hillu í lífinu. Vinnan skipti hann mestu. Þegar konan kvartaði undan þessu vitnaði hann í orð foringjans og sagði: „Arbeit macht frei“ eða \dnn- an mun gera yður frjálsa. Orri var alltaf á hraðferð. Honum hafði aldrei tekist að þurrka hendur sín- ar á almenningssalemum með hitablásara enda mátti hann ekki vera að því að standa í 45 sekúndur með hendurnar í blæstrinum. Hann átti þýskan bíl, raðhús í góðu hverfi, hálfkláraðan sumarbústað við silungsveiðivatn og hlutabréf í bankahólfi. Hann reykti lítið, drakk næstum ekki neitt og stund- aði ýmiss konar líkamsrækt. Kon- an hans taldi þó að Orri slakaði aldrei á í líkamsræktinni. Hann gerði allt að keppni. í hlaupum keppti hann við klukkuna, í bad- minton barðist hann við að vera bestur allra. Golfiðkun varð elt- ingaleikur við mót, verðlaunapen- inga og forgjöf. Allt sem hann tók sér fyrir hendur varð að keppni enda vildi hann alls staðar vera bestur. Lítil kransæðastífla Orri fékk kransæöastíflu fyrir nokkrum mánuðum. Hann var staddur í sumarbústaðnum eina helgi til að slaka á. Farsíminn og ferðatölvan voru þó með í fór enda var hann í stöðugu sambandi við fyrirtækið. Skyndilegafékk hann sáran verk fyrir brjóstið og var fluttur til Reykjavíkur. Á Landsp- ítalanum greindist hann með litla kransæðastiflu. Umfangsmikil æðamyndataka sýndi engin frekari þrengsli í æðakerfi hjartans. Hann fór heim eftir tveggja vikna legu til að hvíla sig. „Hvað á ég að gera?“ sagði hann við lækninn sinn þenn- an dag. Læknirinn virti Orra fyrir sér og spáði fævi- og sjúkrasöguna. Á læknavaktímti Greinilegt er að Orri er svokallaöur A-persónuleiki. Hann berst af öll- um lífs og sálarkröftum fyrir ákveðnum lífsgæðum en nær þó sjaldnast þeim árangri sem stefnt er að. Orri var eiginlega aldrei full- komlega ánægður. Hann fann sér alltaf einhver ný markmið, flottari bil, glæsilegri heimilistæki, um- fangsmeiri ferðalög, stórkostlegri árangur í vinnunni. Allt hans líf mótaðist af sigrum sem hann var aldrei ánægður með. Hann minnti einna helst á hástökkvara sem stöðugt hækkar rána með miklum formælingum og tryllingi. Öll fyrri afrek gleymast í sókn eftir nýjum. Enginn árangur var nægilega góð- ur fyrir Orra. Hann varð alltaf að gera aðeins betur næst. Orri átti erfitt með að spila við börnin sín því að hann varð að vinna. Trivial pursuit í jólaboði varð æöisgengin keppni þar sem Orri lagði sig allan fram og reiddist mjög ef hann tap- aði. Þá ásakaði hann mótspilara um svindl og æsti sig upp á heim- leiðinni út af óheiðarleika og svik- semi fólks. Á sama tíma var Orri fullur fyrirlitningar á öllum þeim sem ekki tókst að halda sama hraða og hann sjálfur. Vegna alls þess var Orri erfiður eiginmaður. Kona hans var löngu orðin þreytt á öllu æðinu, tryllingnum, vinnunni og keppnishörkunni. „Þú tekur aUt fram yfir mig og fjölskylduna," sagði hún stundum. „Vinnan kem- ur alltaf í fyrsta sæti.“ „Þetta er ekki rétt,“ sagði Orri, „manstu þeg- ar við fórum saman til Spánar fyr- ir 2 árum?“ Konan þagði en hugs- aöi með hryllingi til þessarar ferð- ar. Orri hafði þeyst um allan Spán á bílaleigubíl milli safna, veitinga- húsa, golfvalla og íþróttahaUa. Fjölskyldan var lengi að jafna sig eftir skemmtiferðina. Öll þessi keppni endaöi í kransæðastíflu. Aðvörunar- bjöllur klingja Orri hlustaði aldrei eftir aðvör- unarbjöllum eigin líkama. Blóð- þrýstingurinn hækkaði, adrenalín- magnið jókst og blóöið varð þykk- ara í æðunum. „Þú veröur að læra á líkamann, ef þú ætlar þér að kom- ast hjá fleiri svona áföllum,“ sagði læknirinn. „Þú verður að temja þér nýja lífssiði; losa þig við farsímann og gefa þér tíma til að lifa líflnu. Hættu að borða fyrir framan sjón- varpið, talaðu meira við ijölskyld- una, hættu að þeytast á vegunum í tryUingi. Reyndu ekki að taka fram úr öllum. Sættu þig við að sumir eru hægfara. Þú verður að læra að segja nei og koma af þér verkefnum til annarra. Reyndu að líta á sjálfan þig af meira raunsæi. GUdi manneskjunnar fer ekki eftir því sem hún gerir heldur hvernig hún er.“ Orri hlustaði þegjandi á þessa ræðu. Læknirinn fór í taug- arnar á honum sakir stirðmælgi og hægagangs. „SennUega hefði ég átt að velja mér annan lækni," hugsaði hann með sér. „Einhvern sem talar hraðar og er fljótari að afgreiða máUn. Eiginlega má ég ekki vera að þessu. Ég á að vera mættur á fund í hádeginu og æf- ingu í endurhæfingarstöð hjart- veikra klukkan 2.“ Hann leit á klukkuna og sagðist þurfa að fara. „Ég ætla að athuga þessi mál,“ sagöi hann, stóð á fætur og hraðaði sér út í bílinn og brenndi á braut á gulu ljósi á næstu gatnamótum. 43 Höfum kaupanda að Nissan Pathfinder, árg. ’92, eða Toyota 4Runner, árg. ’92. BO«CA^^ASAT.AW GRENSÁSVEGI 11, SÍMAR 813085 OG 813150 Opið virka daga 10-6.30, laugard. 10-5, sunnud. 1-5. "ÁHUGAFÓIK UM KÖFUN" Langar ykkur að kanna undirdjúpin? Býð upp á byrjenda- og framhalds- námskeið. Alþjóðleg skírteini. Nýr og fullkominn búnaður frá PRÓFUN HF. til leigu. Mæti á staðinn fyrir tvo eða fleiri þátttakendur. Vinsamlegast hafið samband ísíma 96-61445 W Pi\DI Þ6SS' LEIO'^ HREDAVATNSSKALI BOGO OG MILJÓNAMÆRINGARNIR LAUGARDAGSKVÖLD Aldurstakmark 20 ár, snyrtilegur klœðnaður Á laugardagskvöldum er boðið upp á hópmatseðla og er dansleikurinn innifalinn sem auka desert, og fyrir þá sem vilja gista er boðið upp á svefnpokapláss (kr. 1200.-1yrir 2) einnig uppábúin rúm (kr. 3600.- fyrir 2) 5ÚÐUIÍ fÍJf[ NDA EFTIR EINN EIAKI NEIN%* BORÐAPANTANIR OS AÐRAR UPPLVSINGAR í SÍMA (93) 50011 SUPER SWAMPER VINS/tLUSTU TORF/tRUDEKK I AMERIKU SMN) GEtO STGR.VERÐ 215/85R15 RADIAL/TSL 8.550.- 32X10.50R15 RADIAL/TSL 13.775,- 38X15.50R15 RADIAL/TSL 26.220,- 265/80R16 RADIAL/TSL 13.281- 36X14,501116,5 RADIAL/TSL 22.976,- 38X15.50R16.5 RADIAl/TSL 25.665,- 36/12,50-15 TSL/SX 17.290.- 38/14,50-15 TSL/SX 20.140,- 36/12,50-16,5 TSL/SX 17.723,- 44/19,5-15 TSL/BOGGER 38.048,- 44/19,5-16,5 TSL/BOGGER 39.112,- 33X12,50-15 TSL/THORNBIRD 15.604,- GÚMMÍVINNUSTOFAN HF. RÉTTARHÁLSI 2 SÍMI 814008 OG 814009 SKIPHOLTI 35 SIMI 31055

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.