Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1993, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 24. JÖLf 199S Fréttir „Náttúrulegt“ eiturefni á grenitré: Þangvökvi útrýmir lús á f ullnægjandi hátt - trén hreinlega grétu, segir Steinn Kárason gar ðyrkj ufræðingur Steinn Kárason garðyrkjufræðing- ur hefur gert tilraunir með þang- vökva sem notaður er sem venjuleg- ur blómaáburður til að losna við lýs af grenitrjám. Steinn hefur þreifað sig áfram með vökvann og telur sig geta losnað við lýs í 90-95 prósentum tilfella með því að blanda þangvök- vann helmingi sterkar en framleið- endur mæla með til áburðar. „Ég hef gert tilraunir með þetta í sumar á tíu tU fxmmtán grenitijám og árangurinn er áhugaverður að mínu mati. Ég byrjaði með mjög veika blöndu og þá hvarf lúsin í 60 prósentum tilfella. Ég jók smám sam- an styrkleikann og með mesta styrk- leika sem ég þorði að nota bar þetta 90-95 prósenta árangur. Þangvökv- arm virðist vera hægt að nota meö vatni og umhirðu svo fáist fullnægj- andi árangur," segir Steinn. Steiim hefur einnig gert tílraunir með aö nota þangvökvann á lauftré en þau fengu vott af bruna þegar blandan var orðin sterk. „Eg held að enginn viti hvað gerist í raun og veru þegar þangvökvinn er notaður á þennan hátt en mér virðist sykurinn úr lúsinni aukast við áburöinn. Trén hreinlega grétu meira og það meira en venjulega. Það kom mér verxUega á óvart aö hægt væri að ná fullnægjandi árangri með fuUkomlega hættulausu og lífrænu efni,“ segir hann. „Þangvökvinn getur alveg haft þessi áhrif á lúsina, það er ekki hægt að útiloka það. Lýsnar eru ipjög vandfýsnar á plöntur og ef eitthvað ruglar skynjun þeirra á plöntuna missa þær áhugann á henni,“ segir Jón Gunnar Ottósson, náttúrufræð- ingur í umhverfisráðuneytinu, þegar þetta var borið undir hann. „Ýmis baneitruð efni eru í plöntum og mörg eiturefni eru einmitt unnin úr plöntum þannig að þetta getur vel staðist. Það þyrfti þó að skoða þetta vísindalega til aö hægt sé aö segja eitthvað nánar um það,“ segir hann. -GHS Steinn Kárason garðyrkjufræðingur blandaði þangvökva helmingi sterk- ar en mælt er með til áburðar með þeim árangri að lýs hurfu af greni- trjám. DV-mynd JAK Stefánsgangan: Mér list bara veláþetta hjá honum - segir Reynir Pétur „Mér finnst þetta bara ansi sniðugt hjá honum Stefáni," segir Reynir Pétur sem fyrir átta árum gekk hringinn í kringum landið eins og frægt er orðið. „Það er aldrei of seint að byrja og það er númer eitt að hafa góða heilsu.“ Reynir sagðist hafa heyrt í Stefáni stuttu áður en hann lagði af stað. „ Jú, það var einhver útvarpsmaöur sem hafði samband og stefndi okkur sam- an. Ég sagði nú bara við Stefán að hann yrði að vera bjartsýnn og mætti ekki láta þreytuna á sig fá,“ sagði göngugarpurinn Reynir Pétur Ingv- arssonísamtaliviðDV. -bm Reynir Pétur Ingvarsson. 1 %j£3i ■ SBE" 1 Eskfirðingar ganga með Stefáni inn í bæinn. DV-mynd Emil Líf ið og veðrið leikur við okkur - sagði Stefán Jasonarson við komuna til Eskifjarðar Emil Thoraiensen, DV, F-skifirði: Göngugarpurinn landskunni, Stef- án Jasonarson, kom til Eskifjarðar rétt fyrir kvöldmat 22. júlí. Eskfirð- ingar fógnuöu þessum unglega og spræka bónda en jafnframt löglega gamalmenni á Hólmahálsi og gengu með honum síðasta hálftímann inn í kaupstaðinn. Máttu þeir hafa sig alla við svo léttur var Stefán á sinni göngu, þótt hann væri elstur allra. Stefán lék við hvem sinn fingur þegar fréttaritari DV hitti hann og bað fyrir kveðju til Jónasar, ritstjóra DV, og sagðist minnast með ánægju kapphlaupsins við ritstjórann 1978. Aöspurður hvort hann ætlaði að bjóða Jónasi aftur í slíka keppni sagði Stefán að aldrei væri aö vita hvað svona gömlum mönnum eins og sér dytti í hug. „En fæst orð hafa minnsta ábyrgð," bætti hann við. Stefán hafði hér lokið við um 150 km af þeim 500 sem hann hyggst ganga í kringum landiö. Jafnframt er ein vika af fimm búin og ætti hann til góða nokkra kílómetra í „göngu- bankanum", eins og hann orðaði það. „Ég er mjög ánægður með allan undirbúning göngunnar. Hana ann- ast félagasamtökin íþróttir fyrir alla, Fimleikasamband Islands, Öldrim- arfélag íslands og Ungmennafélag íslands. Bíllinn, sem Globus lánaði til ferðarinnar, hefur reynst vel, að ógleymdum bílstjóranum, Sigur- steini Ólafssyni, sem er fermingar- bróöir minn,“ sagði Stefán. Stefán sagðist standa í þakkarskuld við alla þessa aðila, svo og Mjólkur- dagsnefnd og fleiri fyrir aðstoð í orði og verki. Stefán heilsaöi upp á vistmenn og starfsfólk Dvalarheimilisins Huldu- hlíðar á Eskifirði og þá þar kvöldmat og gistingu og hélt áfram göngu sinni til Neskaupstaöar á fóstudag. „Það leikur við okkur lífið og veðr- ið enn sem komið er, veðrið svo gott,“ sagði Stefán að lokum, geisl- andi af ánægju og ótrúlegri orku. Fatlaöri stulku meinaður aðgangur að Almenningsvögnum: Lög sem tryggja jaf nrétti fatlaðra banna slíkt „Eg trúi því ekki aö hægt sé aö neita stúlkunni um far. Það eru í gildi lög um jafnrétti fatlaöra og ófatlaðra í landinu þannig að ég get ekki með nokkru móti séð að það sé hægt að neita fólki um slíkt,“ sagði Margrét Margeirsdóttir, deildarsfjóri hjá fé- lagsmálaráðimeytinu, í gær. Stúlkan brast í grát í DV í gær lýsti Elías Fannar Haf- steinsson því yfir í viötali að fótluö stiilka hefði beðið hann og vinnufé- laga hans að aðstoða sig við að kom- ast inn í vagn Almenningsvagna BS. Þeir fylgdu henni út á biðstöð og biðu þess að vagninn kæmi en þegar hann nam staðar við biðstööina og dreng- írrnr spurðu hvert í vagninn þeir ættu aö fara með stúlkuna neitaöi vagnstjórinn henni um far á þeim forsendum aö engar öryggisólar væru í vagninum til að festa hjóla- stólinn og við það ók hann í burtu. Stúlkan brast í grát við svör vagn- stjórans en kona, sem hafði komiö úr vagninum á biðstöðinni, huggaði hana. Úr því að málin voru komin í þessa stöðu og konan var að hugga stúlk- una fóru Elías Fannar og félagi hans í burtu. „Það var alveg ofsalega leið- inlegt að horfa upp á þetta og sjá stúlkuna fara að gráta og ég skil hreinlega ekki svona framkomu," sagði Elías Fannar að lokum. I viðtali við DV í gær sagði Pétur Fenger, framkvæmdastjóri hjá Al- menningsvögnum BS, að augljóst væri að um misskilning vagnstjóra væri að ræða í þessu tilviki. Hann sagði að allir farþegar væru vel- komnir, þetta væri sennilega mis- skilningur starfsmanns. Þaö væri leiðinlegt að svona lagaö hefði gerst. Óvíst um eftirmál Gunnlaugur Óskarsson, vaktfor- maður hjá SVR, segir að vagnstjórar hjá SVR reyni hvað þeir geti til að sinna viöskiptavinum í hjólastólum eins og öðrum. Hann segir að ef fólk í hjólastól æski flutnings með SVR þá sé það lítiö mál ef aöstoðarmenn eru með í fór en ef fólk í hjólastól kemur án aðstoðar þá sé erfiðara um vik fyr- ir vagnsfjóra aö aðstoða þaö fólk. Margrét Margeirsdóttir sagðist ekki geta sagt til um hvort einhver effirmál yröu í þessu tilviki því að hún væri í sumarfríi en benti á að félagsmálaráðherra kynni að geta veitt frekari upplýsingar. Ráðherra reyndist í fríi og ekki tókst að ná sambandiviðhana. -np
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.