Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1993, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1993, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1993 5 't______________________________________________Fréttir Ákæru á hendur kynferðisafbrotamanni vísað frá: Urskurður héraðsdóms kærður til Hæstaréttar - forsendur frávísunar eru að maðurinn rauf ekki skilorð Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá ákæru ríkissaksóknara á hendur 26 ára fótluðum kynferðisaf- brotamanni. 15. júlí gaf ríkissaksóknari út ákæru á hendur manninum en hafði áður ákveðið að fresta ákæru á hend- ur honum skilorðsbundið í þijú ár vegna játningar hans og fótlunar. Blaðaumfjöllun ekki í samræmi við játningar Viðmælandi blaðamanns DV hjá ríkissaksóknarembættinu sagði að ákvörðun um að gefa út ákæru á hendur manninum, þrátt fyrir ákærufrestinn til þriggja ára, væri til komin vegna umfjöllunar íjöl- miðla um máhð sem hefði á engan hátt verið í samræmi við játningar mannsins við yfirheyrslur. Þetta varð þess valdandi að hvorki sak- borningur né ákæruvaldið sáu sér fært að koma leiðréttingum á fram- færi opinberlega. Rauf ekki skilorð Júlíus B. Georgsson, settur héraðs- dómari, vísaði ákæru ríkissaksókn- ara frá á þeirri forsendu að kynferð- isafbrotamaðurinn hefði ekki brotið skilorð á meðan ákærufresturinn var í gildi. Um leið og þetta var ljóst kærði saksóknari úrskurðinn til Hæstaréttar í því skyni að hann yrði felldur úr gildi og héraðsdómaranum skylt að dæma í málinu. Lokkaði til sín börn með sælgæti Forsaga málsins er sú að í byrjun júlí á seinasta ári bjó maðurinn í sama fjölbýhshúsi og nokkur ung börn. Voru sum þeirra aðeins fjög- urra til fimm ára. Eitt barnanna greindi móður sinni frá því að það hefði ásamt öðru bami verið inni hjá manninum í umræddu fjölbýlishúsi þegar maðurinn fór fram á að börnin tækju þátt í grófum kynferðislegum athöfnum með sér. Að sögn mæðra í húsinu virtust bömin hafa sótt tals- vert í að fara inn í íbúð hans þar sem hann bauð þeim sælgæti. Eftir að þessar upplýsingar komu fram var lögregla köhuð til. í kjölfarið var rætt við fjölmarga foreldra og börn í húsinu. Kom þá í ljós að sum böm- in höfðu svipaðar sögur að segja um manninn. Ein móðirin sagði í samtali við DV í maí að það hefði í raun verið tílvilj- un sem réð því að málið komst upp. Þegar foreldrar í húsinu fóru að bera saman bækur sínar kom síðan í ljós að sum börnin áttu það sameiginlegt að hafa hagað sér einkennhega und- angengnar vikur. Vaknar skjálfandi á næturnar „Stúlkan mín hefur verið hrædd og vaknað skjálfandi upp á nótt- unni,“ sagði ein móðirin við DV í fyrra. Önnur sagði að bömin sín hefðu tekið upp á því að fara í „skrítna leiki“ og sú þriðja sagði barn Engin hátíð á Lýsuhóli „Við komumst aö því að hingað ætlaði fjöldi fólks um verslunar- mannahelgina en hér verða engin hátíðahöld og tjaldstæðin lokuð. Sundlaugin er það eina sem verður opið hér um verslunarmannahelgina þannig að okkur fannst rétt að benda fólki á þetta svo hingað komi ekki hundmð eða þúsund manns fýlu- ferð,“ sagði Ragna ívarsdóttir, hús- vörður á Lýsuhóh á Snæfehsnesi. -pp sitt ekki hafa farið út úr húsi í nokkra daga. Máhð vakti mikla reiði foreldra í húsinu og flutti maðurinn þaðan í sömu viku og böndin bárust að hon- um. Máhð fór síðan í rannsókn og 'viðurkenndi hann við yfirheyrslur hluta af meintu athæfi. Að rannsókn lokinni var máhð sent ríkissaksókn- ara sem 17. mars ákvað að fresta því í þrjú ár að gefa út ákæru á hendur manninum. -pp I N N A N N D S Akureyri Egilsstaðir Hornafjörður Húsavík ísafjörður Patreksfjörður Sauðárkrókur Þingeyri 6.490 8.550 7.570 7.300 6.080 5.890 5.860 5.830 Vestmannaeyjar 4.330 NOHH.... KEMURA OVART Miðað er við að greitt sé fyrir báðar leiðir, fram Fokker SOflyturþig og til baka, með a.m.k. tveggja daga fyrirvara og að áfljúgandiferð milli Reykjavíkur dvalið sé lengur en þrjár nætur. Bókunum er ekki hægt og níu áfangastaða að breyta. Flugvallarskattur, 330 krónur, er inni- á íslandi á ótrúlegu APEX verði falinn og sætaframboð er takmarkað. Það hefur aldrei verið jafnhagstætt að fljúga innanlands. FLUGLEIDIR þjóðbraut innanlands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.