Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1993, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1993, Blaðsíða 22
22 LAUGÁRDAGUR 24. JÚLÍ 1993 Sérstæð sakamál Hún lét bjóða sér næstum hvað sem var í litla fiskimannabænum Sid- mouth á suðurströnd Englands gerðist furðuleg saga á átta ára tímabili. Aðalpersónumar vom tvær, Paul Sainsbury, sem var þijátíu og fimm ára, og sambýlis- kona hans, Pamela, sem var tutt- ugu og níu ára. Nokkm eftir að sambúð þeirra hófst tók hún sér eftimafnið Sainsbury. Þau voru undarlegt par. Hann var hár, grannur og konur gáfu honum hýrt auga en hún smávax- in, Ijóshærð og dálítið feitlagin. En það var ekki aðeins í útliti að þau vom ólík. Þau vom það einnig að flestu öðm leyti og sömuleiðis í félagslegu tiiliti. Pamela kom upphaflega til Sidmouth í leyfi en hún bjó hjá for- eldrum sínum í fallegri íbúö í efna- mannahverfi í London. Hún hafði gengið í dýran einkaskóla, fengið mörg verðlaun fyrir iðni og ástund- un og var nýbúin að hefja nám í efnafræði þegar hún kynntist Paul Sainsbury. Það sem enginn vissi í leyfum drýgði Pamela vasapen- inga sína með því að afgreiða í ýmsum dýmm tískuvöruverslun- um við Regent Street í London. En þegar hún kom til Sidmouth kynnt- ist hún Paul og hann varð elskhugi hennar. Hann var ofsafenginn, fhnnstæður og grunnhygginn maður sem átti sér langa leiðinda- sögu. Helst var hann þekktur fyrir að eltast við konur á næturklúbb- unum í Sidmouth. Paul og Pamela umgengust hvort annað um hríð en gerðust síðan sambýlisfólk. Þau giftu sig aldrei en eignuöust tvö böm. Eftir átta ár gerðust þeir atburðir sem hér er sagt frá. Sambýlisfólkið hélt einkalífi sínu að mestu leyrídú fyrir öðmm og til þess var góð og gild ástæða. Paul var lengst af í svo miklu andlegu ójafhvægi að jaðraði við geðveiki og smám saman fór hann að leggja hatur á Pamelu. Loks fór hann að hæða hana í annarra viðurvist en það var ekk- ert á við það sem hann gerði henni þegar þau vom ein heima. „Ég er að brjóta niður ríka norn,“ sagði hann eitt sinn við kunn- ingja sinn þegar sá spurði hann að því hvort það ósætti sem stundum mætti greina milli hans og Pamelu ætti sér djúpar rætur. En meira fékk kunninginn ekki að heyra. Pamela lét Paul kúga sig og fór smám saman að láta undan öllum kröfum hans og skipti þá engu hversu ruddaleg og furðuleg fram- koma hans var. Uppáhaldsaðferð Pauls til að nið- urlægja Pamelu var að skipa henni að skríða um húsið á fjórum fótum og þröngva henni til að borða úr hundabakkanum. Pamela, sem hafði áður verið þekkt fyrir iðjusemi, áhuga og ótrúlega þekkingu, var nú orðin að hálfgerðum svefngengli. Hún þorði ekki að andmæla bamsfoður sín- um því ef húrí gerði það barði Paul hana vepjulega og neyddi hana á ný til að skríða um húsið. Loks var svo komið að hún var hætt að taka þátt í samræðum á eðlilega hátt og brá helst fyrir sig eins atkvæðis orðum. Sýðurupp úr Það var í september 1990 að þátta- skil urðu í lífi þeirra Pamelu og Pauls. Þau höfðu farið í nætur- klúbb með nokkrum vina sinna. Pamela Sainsbury. Skyndilega fór Paul að gagnrýna Pamelu fyrir að gefa öðrum manni auga. Það kom henni á óvart því hún þekkti manninn ekki mæli hennar lét Paul sem eyrun þjóta og hélt áfram að ásaka hana. Loks dró hann hana með sér heim þar sem hann barði hana og sparkaði í hana. Að því búnu gekk hann að fataskápnum og tók fram hundahálsband, keðju, písk og sterkt reipi. Hann setti hálsbandið á Pamelu, batt hendur hennar með reipinu en dró hana síðan um gólf- ið í svefnherberginu, barði hana og sparkaði í hana. Þegar Paul var orðinn þreyttur lagöist hann á rúmið og lét Pamelu liggja örmagna og miður sín á gólf- inu. skelfilegur hluti þessarar sögu. Hún tók fram sög, sem Paul hafði átt, og beittan eldhúshníf og fór að hluta líkið sundur. Fyrir utan garðinn Handleggina, fótleggina og búk- inn setti Pamela í plastpoka. Þá setti hún svo í skáp og beið þess að dimmdi. Er komið var fram á nótt sótti hún hjólbörur út í áhalda- skúr, setti pokana upp í þær og kom þeim út fyrir girðinguna umhverfis garðinn, á engi sem þar var. Af óskýraníegum ástæðum lágu plast- pokamir þar óhreyfðir í rúmlega níu mánuöi. Það eina sem eftir varð í húsinu Hefndin Klukkustund leiö. Paul var sofn- aður fyrir löngu. Allt í einu varð Pamelu Ijóst að hún gæti ekki hald- ið áfram að lifa á þennan hátt. í reiði, sem kom skyndilega yfir hana, losaði hún af sér reipið, tók það og læddist að rúminu. Öðrum endanum vafði hún um rúmstólp- ann en brá lykkju á hinn og setti um háls sambýlismanns síns. Svo togaði hún í. Paul vaknaði strax og angistin skein úr svipnum. í örvæntingu reyndi hann að losa snöruna af sér en Pamela togaði stöðugt fastar. Svo lokaði hún augunum og tók á af öllum kröftum. Brátt var dauða- stríðinu lokið. Þegar allt var afstaðið fór Pamela að gráta. En langur tími leið þar til henni var ljóst að hún var enn með hundahálsbandið. Þá fylltist hún aftur viðbjóði, tók það af sér og kastaði því frá sér. Að losna við líkið Nú hófst ný barátta. Pamela reyndi að lyfta líkinu af Paul en Paul Sainsbury. komst að því að það var allt of þungt til þess að hún gæti það. Hún stóð um hríð og velti þvi fyrir sér lvað hún gæti gert. Hvernig gæti losnaö við lík sem h^p gæti borið og yrði að draga? Það yrði ekki létt verk. En hún yrði áð fela þaö því annars kæmist þegar í stað upp um morðið. Eftir nokkra íhugun ákvað Pa- mela að setja líkið inn í skáp. Fjórum dögum síðar hafði hún samband við vinafólk sitt og gerði sér upp ástæðu til að biðja það að taka bömin í nokkra daga. Það sagðist gjaman skyldu gera það og kom hún þeim nú til þess. Er Pamela kom heim tók hún lík- ið fram úr skápnum og hófst nú var höfuðiö af Paul. Það hafði hún sett í sérstakan poka sem hún geymdi undir stiganum. í þá rúma tvo mánuði, sem hún geymdi það þar, tók hún það nokkrum sinnum fram og skoðaði. Loks fannst henni ekki ástæða til að hafa það lengur í húsinu og kastaði því í ruslatunn- una. Höfuðið hefur aldrei fundist. Sagði þau skilin að skiptum Að sjálfsögðu tóku vinir og ná- grannar eftir því að Paul var horf- inn. Pamela gaf þá skýringu að hann hefði loks farið frá henni. Hann hefði misþyrmt henni illilega um langt skeið en hún loks hótað honum því að skýra lögreglunni frá framkomu hans við sig og þeirri auömýkingu sem hún hefði orðið að þola. Að hann hafði komið illa fram við hana kom nánustu vinum þeirra ekki beinlínis á óvart því þeir höfðu tekið eftir mikilli breyt- ingu á Pamelu á liðnum árum og getið sér til um að ekki væri allt með felldu. Pamela sagðist nú vera byijuð nýtt líf með bömunum og það gerði hún að þvi marki sem hún gat við þessar aðstæður en brátt fór hún að fá martraðir sem gerðu henni erfitt fyrir. í þeim sá hún höfuðið af Paul svífa yfir rúminu sínu. Komin í þrot Þannig gekk þetta til um nokk- urra mánaða skeið en loks kom þar að Pamela þoldi ekki lengur mar- traðimar og þá byrði sem leyndar- málið um morðið var henni. Hún fór því til bestu vinkonu sinnar, Angelu Daley, og sagði henni allt af létta. Angela hlustaði með athygli og gerði sér ljóst að játningin var í raun hjálparbeiðni Pamelu. Angela leitaði því til lögreglunnar sem hlustaði með athygli á frásögn hennar. Rannsóknarlögreglumenn komu nú á fund Pamelu og sögðust verða að handtaka hana vegna þess sem hún hefði játað fyrir Angelu Daley. Þá svaraði Pamela: „Mér þykir þetta leitt með höfuðið. Ég kastaði því í mslatunnuna en öðrum lík- amshlutum kastaði ég út fyrir girð- inguna." Leitað var á enginu og þar fund- ust þeir. Pamela var nú færð til frekari yfirheyrslu og gerði þá fulla játn- ingu. Var henni þá gerö grein fyrir því að hún yrði ákærð fyrir morð. Málalok Saksóknaraembættið í Plymouth fékk málið til meðferðar. Það taldi að um morð að yfirlögðu ráði hefði verið að ræða en dómur fyrir slíkt brot hefði kallað á þunga refsingu. Pamela neitaði því hins vegar statt og stöðugt að hún hefði skipulagt morðið á Paul fyrirfram og neitaði að játa á sig annað en manndráp. Verjandi hennar hélt fram þess- ari skoðun og fyrir rétti var lýst öllum aðdraganda þess að Pamela réð Paul Sainsbury, sambýlis- manni sínum, bana. Kviödómendur hlustuðu með at- hygli á lýsingamar á misþyrming- unum og niðurlægingunni sem Pamela hafði orðið að þola og fékk hún vægan dóm. Pamela er nú að hefja nýtt og rólegra líf en það sem hún lifði árin átta í Sidmouth.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.