Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1993, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1993, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1993 17 Lilja Skaftadóttir og Anthony Quinn virða fyrir sér nýsteyptar lágmyndir eftir Dali. íslensk kona tengd listaverkstæði í París: Anthony Quinn er góðvinur okkar - segir lilja Skaftadóttir en unnusti hennar rekur bronssteypu fyrir myndhöggvara „Anthony Quinn er afskaplega ljúfur maður og gott að vinna með honum. Hann kemur reglulega hing- að á verkstæðið og lætur steypa stytt- umar sínar,“ segir Lilja Skaftadóttir en unnusti hennar, Leonardo Ben- atov, rekur bronssteypuna Valsuani í París þar sem margir frægustu myndhöggvarar heims koma og láta steypa verk sín. Auk þess rekur hann gallerí í miðborg Parísar þar sem seld eru verk fjölmargra listamanna, auk verka Anthonys Quinn. Myndhöggvari oglistmálari Það eru margir sem muna eftir ástríðufuUum leik Athonys Quinn í kvikmyndinni um Grikkjann Zorba sem dansaði sig frá sorgum og óham- ingju. Hann hefur leikiö 1 fjölmörg- um öðrum kvikmyndum, meðal ann- ars Arbabíu-Lawrence og Byssunum í Navarone, ásamt því að leikstýra myndum og koma fram á leiksviði. Nú síðast lék hann ítalska föðurinn í mynd Spike Lee, Jungle Fever. Hins vegar eru þeir færri sem vita að kvik- myndaleikarinn Quinn er einnig af- kastamikill myndhöggvari og Ust- málari. „Hann hefur alltaf verið að búa til styttur öll þessi ár sem hann hefur verið að leika í kvikmyndum," segir Höggmynd eftir Quinn, steypt á Valsuani-verkstæðinu. Lengst til vinstri stendur Anthony Quinn og fylgist með verkinu. Lilja. „Hann kemur héma og fylgist þessa vinnu. Við höfum farið með með steypuvinnunni og á miiii okkar honum í nokkur ferðalög, til dæmis hefur tekist vinskapur í gegnum fórum við með honum til Argentínu La Mystique des Indiens, lágmynd eftir Anthony Quinn. fyrir nokkrum árum þar sem haldin var sýning á verkum hans og við höfum einnig heimsótt hann í New York og Róm þar sem hann býr líka,“ segir Lilja. Elska París Lilja er fædd og uppahn í Reykja- vík. Hún bjó með foreldrum sínum á Kambsveginum og afi hennar er Skúii Pálsson frá Laxalóni sem nú er nýlátinn. Hún fluttist til Svíþjóðar þegar hún var nítján ára gömul og bjó þar nokkur ár. „Mig langaði hins vegar alltaf að læra frönsku og 1981 dreif ég mig til Parísar í frönskunám. Þar kynnist ég Leonardo, unnusta mínum, og festi þar að auki ást á landinu og borginni þannig að ég fór aftur til Svíþjóðar, sagði upp vinn- unni og flutti til Frakklands þar sem ég hef verið með annan fótinn síð- an,“ segir Lilja. Ein af bestu bronssteypunum Unnusti Lilju heitir Leonardo Benatov og þau eiga saman sjö ára dóttur. Leonardo er rússneskur að uppruna en hefur búið lengi í París. Hann er myndhöggvari og hóf rekst- ur bronssteypunnar 1978. Nú er svo komið að frægustu myndhöggvar- arnir láta steypa styttur sínar hjá Leonardo enda þykir bronssteypan hans með þeim bestu. „Hér eru steyptar til dæmis styttur eftir Rodin, Cesar og Ásmund Sveinsson," segir Lilja, en íslandsbanki keypti einmitt mynd eftir Ásmund, Móðir mín í kví kví, sem steypt er á verkstæðinu Valsuani. „Verkstæðið er þaö eina í heiminum sem getur steypt stórar bronsstyttur úr listabronsi í heilu lagi og þess vegna koma margir hing- að, þótt þessi þjónusta sé dýr. Þegar Leonardo byijaði að láta steypa stytt- urnar sínar sá hann að það var erfið- leikum bundið að gera stórar styttur þannig að hann keypti ákveðið merki, Valsuani, sem er nokkurs konar gæðastimpfll fyrir bronsstytt- ur, svipað og Bing og Gröndahl fyrir postulín, og þróaði aðferð tfl að steypa bronsstyttur í stór mót.“ Heim til íslands Lilja kemur reglulega heim tfl ís- lands að heimsækja ættingja hér. En það er ekki það eina sem hún gerir hér á íslandi. „Ég stóð fyrir því að lítfll bær, Gravelines, í norðurhluta Frakklands gerðist vinabær Fá- skrúðsfjarðar. Það var nú ekki bara vegna þess að pabbi minn á heima þar,“ segir hún og hlær. „Mér fannst það alltaf vera bæimir í kringum Reykjavík sem höfðu vinabæi þannig að ég fór alla leið tfl Fáskrúösfjarðar því þar, eins og annars staðar á Aust- flörðum, hafa alltaf verið mikfl tengsl við Frakkland. Á Fáskrúðsflrði eru grafir franskra sjómanna og þeir höfðu komið á fót sjúkrahúsi á staðnum." Undanfarin ár hefur Lflja einnig staðið fyrir kynningu á íslandi í frönskum fjölmiðlum. „Það var upp úr því að Gravelin gerðist vinabær Fáskrúðsfjarðar að bæjarsfjórann þar langaði svo að koma tfl íslands. Ég tók að mér að skipuleggja ferðina og bauð með blaðamönnum frá út- breiddu vikublaði hér í Frakklandi,“ segjr Lflja. Hún hefur einnig komið fram í frönskum fjölmiðlum og kynnt landið. Lflja hefur auk þess komið á fót nokkurs konar „ungmennaskiptum" milli vinabæjanna Fáskrúðsfjarðar og Gravelin því á hverju ári fara krakkar milli landanna og kynnast nýju fólki og nýjum siðum. „Ég hef farið tvisvar sinnum með frönskum krökkum til íslands og ferðast með þeim hringinn í kringum landið. Ég hef sjálf mjög gaman af þessu starfi og ég held að krakkamir hafi líka gottafþessu." - -bm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.