Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1993, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1993, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1993 Skák DV I krappri vöm með tvo hróka til góða - Ævintýraleg skák Jóhanns Hjartarsonar við Arencibia á millisvæðamótinu í Biel Jóhann Hjartarson stórmeistari haföi vinningi minna en efstu menn að loknum fimm fyrstu umferðunum á millisvæðamótinu í Biel í Sviss. Hann er vel með í baráttunni um tíu efstu sætin, sem gefa þátttökurétt í áskorendaeinvígjunum, en of snemmt er að segja til um það hversu raunhæfir möguleikar hans eru. Þrjátíu stórmeistarar meðal 74 kepp- enda hafa 2600 Elo-stig eða meira og allir ætla sér að verða meðal hinna tíu heppnu. Taflmennska Jóhanns hefur verið frískleg fram að þessu en skák hans í 2. umferð við Kúbumanninn Walter Arencibia slær þó öll met. Líklega er skák þeirra sú æsilegasta sem tefld hefur verið á mótinu til þessa. Um tíma hafði Jóhann tveimur hrókum meira. Mótherji hans, sem er fyrr- verandi heimsmeistari unglinga, hafði þó í frammi stöðugar ógnanir. Niðurstaðan varð jafntefli eftir 77 leiki sem telja verður sanngjöm úr- sht eftir atvikum! Við fómm hratt yfir sögu framan af tafli en frá stöðumyndinni hefst darraðardansinn. Hvítt: Jóhann Hjartarson Svart: Walter Arencibia (Kúbu) Spænskur leikur. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rffi 5. 0-0 Be7 6. Hel b5 7. Bb3 d6 8. c3 0-0 9. h3 Rd7 10. d4 BfB 11. Be3 Ra5 12. Bc2 Rc4 13. Bcl Bb7 14. b3 Rcb6 15. Be3 He8 16. d5 Dc8 17. Rbd2 c6 18. c4 cxd5 19. cxd5 Dc3 20. a4 Hec8 21. Ha2 bxa4 22. bxa4 a5 23. Rbl Dc4 24. Hb2 Ba6 25 Rfd2 Dc7 26. Ra3 Rc5 27. Rb5 Dd8 28. Dal Be7 29. Hebl Rbd7 30. Da2 RfB 31. Kh2 g6 32. g3 h5 33. f3 h4 34. g4 Re8 35. Rc4 Bg5 36. Bf2 Df6 37. Kg2 Rd7 38. Bd3 Df4 39. Be2 RdfB! Rétt fyrir tímamörkin bíður svart- ur upp á riddaragaffal á b6 - á þessu stigi er ekki auðvelt að sjá að hann fái nægar bætur í staðinn. En eitt- Jóhann Hjartarson stórmeistari á erfiða viku fyrir höndum á millisvæöamótinu í Biel í Sviss sem lýkur nk. laugar- dag. Barist er um tíu efstu sætin sem gefa þátttökurétt í áskorendaeinvígjunum en margir eru um hituna. hvað verður svartur að taka til bragðs því að hvíta staðan er orðin ógnandi. 40. Rb6 Bxb5 41. axb5 Hc3 8 7 6 5 4 3 2 1 ABCDEFGH 42. Rxa8 Rxe4! 43. Da4 Viröist sjá við hótununum á ein- faldan hátt. Ef riddarinn á e4 svo mikið sem hreyfir litla fingur nær hvítur kaupum á drottningum og með hrók meira og bmnandi frels- ingja á b-línunni þarf ekki að spyija að leikslokum. Vart þarf að taka fram að 43. fxe4? kemur ekki til greina þó ekki væri nema vegna 43. - Dxe4+ 44. Kfl Dhl + 45. Bgl Hg3 og vinnur. 43. - R8fB! Skyndilega blasir önnur hótun við: 44. - Rxg4! (hótar 45. - Dh2+) 45. hxg4 h3+ 46. Kgl Hxf3 47. Bxf3 Dxf3 og eftir 48. Ba7 á svartur þráskák. Jóhann hindrar þetta með næsta leik sínum en svartur hefur enn ekki sagt sitt síðasta orö. 44. Hhl Ha3!! 45. Dxa3 Rxf2 46. Kxf2 Dg3+ 47. Kfl Rxd5 48. Hgl Ef 48. Hb3 Rf4 49. Hgl Dxh3+ 50. Kel Dh2 o.s.frv. 48. - Dxh3+ 49. Kel Dh2 50. Bfl Nauðvöm Jóhanns er slík aö hann kýs að kasta heiium hrók til þess að ná andanum. Eftir 50. Hfl Dg3+ 51. Hf2 h3 er h-peðið orðið óstöðvandi (52. Bfl h2 53. Bg2 Dxg2! 54. Hxg2 hl=D+ 55. Kf2 Bh4+). 50. - Dxgl 51. Hg2?! Það er skiljanlegt að Jóhann vilji losna við drottninguna en nú tekst svörtum loks að endurheimta liðsafl- ann. Betra er 51. b6 og nú gæti teflst 51. - Rxb6 52. Rxb6 h3 53. Dd3 og lætur síðan hrókinn fyrir h-peðið, eða 51. - Dg3+ 52. Hf2 Be3 53. Db2 (53. Dxe3? Rxe3 54. b7 Rc2+ 55. Ke2 Rd4+ og 56. - Rc6) Rxb6 54. Rxb6 h3 55. Bxh3 Bxf2+ 56. Dxf2 Dxh3 og í báðum tilvikum er líklegasta niður- staðan jafntefli. Athyglisverð tilraun svarts er að láta b-peðið lifa, leika 51. - h3!? 52. b7 Bh4+ 53. Kd2 Dxfl en þetta gefur í allra mesta lagi jafntefli. 51. - Da7! 52. b6 Dxa8 53. Dxd6 Be7! 54. Dxe5 Bb4+ 55. Kdl Rxb6 56. De4 Dd8+ 57. Kc2 Dc7+ 58. Kbl Ra4?? Umsjón Jón L. Árnason Þetta er ekki fórn þrátt fyrir það sem á undan er gengið. Svartur leik- ur einfaldlega af sér manni. Á hinn bóginn ætti 58. - h3 að leiða til vinn- ings. 59. De8+ Kg7 60. Dxa4 Hvítur er aftur orðinn heilum hrók yfir en hjá því verður ekki komist að h-peðið taki sinn toll. 60. - h3 61. Hc2 Dg3 62. Dal+ Kg8 63. Hc8+ Bf8 64. Hxf8+! Eftir 64. Bxh3 Dxh3 getur hvítur ekki unnið. 64. - Kxf8 65. Dh8+ Ke7 66. Dxh3 Del+ 67. Kc2 DÍ2+ 68. Kdl? Nokkur vinningsvon er fólgin í 69. Kd3. 68. - Dd4+ 69. Kel a4! Kóngurinn er sloppinn yfir á kóngsvæng, h-peðið falliö og hvítur manni yfir en þá kemur a-peöið til skjalanna! 70. Dg2 Dal+ 71. Kd2 a3 72. De2+ Kf8 73. Dd3 a2 74. Da3+ Kg8 75. Bd3 Et upp drottningu. 75. - Dbl! 76. Da8+ Kg7 77. Bxbl - Og keppendur sættust á jafntefli sem við blasir eftir axbl = D. Skákir gerast varla fjörugri en hversu rétt var teflt skal ósagt látiö. _jj^ Bridge EM1 Menton: Austur hélt að jólin væru komin Kvennalandslió íslands í bridge ásamt liðsstjóra. Þegar 13 umferðum af 21 var lokið á Evrópumeistaramótinu í Menton var íslenska kvennasveitin í öðm sæti og allt virtist leika í lyndi. En í 14. umferð mætti sveitin þýska landsliðinu sem haíði látið undan síga eftir góða byrjun. Þær þýsku spiluöu leikinn mjög vel og hefðu unnið leikinn með há- marksstigafjölda ef eftirfarandi heppnisslemma hefði ekki komið í hlut íslands. N/0 * 642 V Á3 ♦ 3 + KG1Ó9864 * ÁG873 V 94 ♦ ÁG108 + Á5 ♦ 105 V DG87 ♦ D75 + D732 í lokaða salnum sátu n-s Hjördís og Ljósbrá en a-v Vogt og Nehmert: Norður Austur Suður Vestur 3lauf 3spaöar pass 41auf pass 4tíglar pass 4grönd pass 5lauf pass 6tíglar pass pass pass Það var auðvelt fyrir austur að finna tíguldrottninguna en hún varð að gefa tvo slagi á hjarta. Einn niður. í opna salnum sátu n-s Zenkel og Von Amim en a-v Esther og Valgerð- ur: Noröur Austur Suður Vestur 31auf 3spaðar pass 41auf pass 4tíglar pass 4hjörtu pass 51auf pass Stíglar pass 5 spaðar pass 6 spaðar pass pass pass Umsjón: Stefán Guðjohnsen Mér finnst hjartaútspilið blasa við en Von Amim var á annarri skoðun og þar með var slemman unnin. Allt 'sem Esther þurfti að gera var að trompa eitt lauf og finna tíguldrottn- inguna. Hún var fljót að því og græddi 14 impa. En skoðum annað spil. Sömu spil- arar í sömu sætum. N/N-S * G9762 V D10985 ♦ G53 + - ♦ Á108 V 743 ♦ 942 + 7632 * 53 V G62 ♦ KD106 + K1054 i lokaða salnum hélt austur að jólin væm komin, þegar Hjördís dró fram vafasamt „leynivopn": Norður Austur Suður Vestur 2grönd* dobl pass pass 3hjörtu dobl pass pass ♦ hálitir Ef til vill fékk Hjördís betri blindan en hún átti skilið en það kostaði samt 500. Og það sem verra var, þijú grönd töpuðust á hinu borðinu: Norður Austur Suður Vestur pass llauf pass ltígull dobl* 2grönd pass 3grönd pass pass pass * hálitir eða láglitir Suður var fljótur að spila út hjarta og þar með vom þijú grönd töpuð. Stefán Guðjohnsen V K10652 ♦ K9642 ▲ _ 1\U 1 AK A87 .1. a npno
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.