Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1993, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1993, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1993 Erlendbóksjá Að vera eða vera ekki Cardenio Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Michael Crichton: Jurassic Park. 2. Maeve Binchy: The Copper Beoch. 3. Colin Doxter: The Way throuph the Woods. 4. James Herbert: Portent. B. Donna Tartt: The Secret History. 6. John Grisham: The Pelican Brief. 7. Robert Goddard: Hand in Giove. 8. Terry Pratchett: Smali Gods. 9. Patricia D. Cornwell: All That Remains. 10. Gerald Seymour: The Journeyman Tailor. Rit almenns eðlis: 1. Jung Chang: Wild Swans. 2. Brian Keenan: An Evil Cradling. 3. J. Peters & J. Nichol: Tornado Down. 4. Michael Caine: What's It All about? B. Paul Theroux: The Happy Isles of Oceania. 6. Christabel Bíelenberg: The Road Ahead. 7. Barbara Thiering: Jesus the Man. 8. Bill Bryson: The Lost Continent. 9. D. Shay & J. Duncan: The Making of Jurassic Park. 10. Alan Bullock: Hitler 8t Stalin: Paraliel Lives. (Byggt á The Sunday Tímes) Danmörk Skáldsögur: 1. Hanne Marie Svendsen: Under solen. 2. Tor Norrestranders: Mærk verden. 3. Alice Adams: Caroiines dotre. 4. Jan Guillou: Dine fjenders fjende. B. Jostein Gearder: Kabalemysteriet. 6. Regine Deforges: Sort tango. 7. Peter Hoeg: Porestiilinger om det 20. árhundrede. (Byggt i Politiken Sendag) Bandarískur fræðimaður, Charles Hamilton, vakti athygli á dögunum með þeirri fullyrðingu sinni að hann heíði „fundið“ handrit að leikriti sem tahð er aö Wiltiam Shakespeare hafi samið ásamt lærisveini sínum, John Fletcher, árið 1612. Hamilton þessi hefur samið heila bók um þennan „fund“ sinn og frá henni var skýrt í bandaríska tímarit- inu Newsweek. Breskir sérfræðingar voru hins vegar fljótir að mótmæla niðurstöðum hans. Umsjón: Elías Snæland Jónsson En hvað er almennt vitað um Car- denio Shakespeares? Fræðimenn segja að þetta leikrit hafi einungis verið sýnt einu sinni, og þá sem innlegg í jólagleðskap kon- ungsfjölskyldunnar veturinn 1612- 1613. Prentuö útgáfa af Cardenio var auglýst síöla á sautjándu öld en ekk- ert eintak hefur fundist af því riti. Reyndar telja enskir sérfræöingar að leikritiö hafi endanlega glatast þegar safn Covent Garden leikhúss- ins brann árið 1808. Um verkið sjálft er vitað að það var byggt á hinni miklu sögu Cervantes um riddarann sjónumhrygga, Don Kíkóta, sem barðist einkum við vind- myllur. Meistarinn William Shakespeare: sérfræðingar deila um hvort leikritið Cardenio sé komið í leitirnar. Rök Hamiltons Lítum þá á fullyrðingar Hamiltons. Hann segist hafa fundið nafnlaust og óundirritað handrit í bókasafni British Museum. Samanburður á handritinu og erfðaskrá Shake- speares sýni að sami maður hafi haldiö á penna í bæði skiptin. Fram til þessa hefur reyndar verið talið að einu sýnishomin, sem til séu af rithönd meistarans, séu fáeinar undirskriftir á opinberum skjölum og aö erfðaskráin hafi verið skrifuð af löglærðum aðstoöarmanni. En Hamilton heldur öðm fram og er svo sannarlega kokhraustur: „Ég væri ekki í neinum vandræðum með að sanna fyrir rétti að þetta er rit- hönd Shakespeares." Hann segir ennfremur að handritið samsvari einstaklega vel öllu því sem vitað sé um Cardenio og telur sig jafnvel hafa fundið út hvað í verkinu sé samið af Shakespeare og hvað sé eftir Fletcher! Eftir Middleton? Breskir sérfræðingar segja hins vegar að þetta sé tómt rugl. Þeirra á meðal em forystumenn Shakespeare-stofnunarinnar við há- skólann í Birmingham. „Svo virðist sem Hamilton hafi rek- ist á leikrit sem allir vissu að væri til í Breska bókasafninu," segir einn þeirra, Martin Wiggins. í raun er ekki vitað eftir hvern þetta leikrit er. Sérfræðingar hafa hins vegar lengi tahð að þaö væri að öllum líkindum samiö af Thomas nokkrum Middleton sem var uppi á sama tíma og Shakespeare. Þeir hafa nefnt verkið „Second Maiden’s Tra- gedy“ og á handritinu er opinber stimpill frá árinu 1611 sem bendir til þess aö það hafi verið sýnt þaö ár. Meginröksemd sérfræöinganna fyrir þessari skoöun mun vera sú aö verkið sé hreinlega of lélegt til aö vera eftir meistarann sjálfan. Hamilton er hins vegar á öðru máli og telur sig hafa fundið marga meistaratakta í textanum. Því verður vafalaust áfram deilt um það hvort Cardenio sé kominn í leitirnar eða ekki. Bandaríkin Skáidsögur: 2. Michael Crichton: Jurassic Park. 1. John Grisham: The Fínti. 3. John Grisham: The Pelican Brief. 4. John Grisham: A Time to Kill. B. Michaet Crichton: Rising Sun. 6. Patricia D. Cornwell: All That Remains. 7. Michael Críchton: Congo. 8. Stephen King: Gerald's Game. 9. Anne Rivers Siddons: Colony. 10. Clive Cussler: Sahara. 11. Janet Dailey: Tangled Vines. 12. M ichael Crichton: Sphere. 13. Judith Krantz: Scruples Two. 14. Lawrence Sanders: McNally’s Luck. 15. Julie Garwood: Castles. Rít almenns eðlis: 1. Don Shay 8( Jody Duncan: The Making of „Juraasic Park" 2. James Herriot: Every Living Thing. 3. David McCullough: Truman. 4. Gail Sheehy: The Silent Passage. 6. M. Scott Peck: The Road Less Travelled. 6. Peter Mayle: A Year in Provence. 7. Maya Angelou: I Know why the Caged Bird Sings. 8. Deborah Tannen: Youjust Don'tUnderstand. 9. Tina Turner 8t Kari Loder: I, Tina. 10. Ross Perot: Not for Sale at Any Price. 11. Peter Mayle: Toujours Provence. 12. Garry Wills: Lincöln at Gettysburg. 13. P.J. O'Rourke: Give War a Chance. 14. William Manchester: A World Lit only by Fíre. 15. Watlace Stegner: Where the Bluebird Sings to the Lemonade Springs. (Byggt á New Yark Times Boak Review) Vísindi Við rannsókn á ýmsum eyðimerk- urjurtum fengu vísindamenn hug- mynd að bóluefnisdufti. Bóluefnis- duft á mark- aðinn Verið er að þróa nýja tegund bólu- efna úr dufti sem blanda á vatni áður en þau eru tilbúin til notkun- ar. Bóluefnisduft mun koma sér vel í þróunarlöndunum þar sem raf- magn er af skomum skammti og fáir kæliskápar. Þau bóluefni sem nú eru í notkun verður að geyma í kulda til að þau eyðileggist ekki. Vísindamenn fengu hugmynd að bóluefnisduftinu við rannsóknir á eyðimerkuijurtum. Vissar tegundir þeirra geta lifað þurrar og að þvi er virðist líflausar árum saman. Komi hins vegar skúr reisa þær sig og blómstra. Eyðimerkiujurtimar innihalda sykurefni sem sér um varðveislu mikilvægra prótína í frumum jurt- arinnar í þurrki. Með því að nýta þetta sykurefni í bóluefnisdufti fær það sömu eiginleika og eyðimerkur- jurtimar. Það þýðir að hægt er að geyma bóluefnin áram saman áður en þau em blönduð vatni fyrir notk- un. Gert er ráð fyrir að nýja bóluefn- ið verði prófað á fólki innan tveggja ára. Lyktarlaus skítur Það er ekkert sérstaklega góð lykt af fljótandi svína- og hænsnaáburði. Nú er hins vegar til ráð við skíta- lyktinni. Dýralæknirinn Udo Lewitz frá Malente norðan við Lubeck í Þýskalandi segir að nóg sé að bæta möluðu kvarsi við áburðinn. Að sögn Lewits veit enginn enn hvemig á því stendur að lyktin hverfur en þeir sem hafa farið að ráðum hans era sammála um að skítalyktin minnki. í Þýskalandi em það nú afis 22 þúsund bændur sem nota aðferðina sem dugar bara þeg- ar um er að ræða fljótandi áburð. Farsímar trufla heymartæki Ný gerð stafrænna farsíma, sem verið er að kynna í Norður-Amer- íku, Evrópu og Ástralíu, getur vald- ið truflunum í heymartæki ef not- andinn stendur í nokkurra metra fjarlægð frá símnotanda. Þetta kom fram á alþjóðlegri ráðstefnu um að- stoð við heymardaufa. Samkvæmt könnun geta nýju GSM-farsímamir valdiö truflunum í heymartækjum í allt að tíu metra fjarlægð. Jafnvel bestu heymartæki verða gagnslaus í minna en 1,5 GSM-farsímar valda truflunum í heyrnartækjum i allt að tiu metra fjarlægð. metra fj arlægð frá stafrænum far- síma. Nýttflutn- ingatæki lyftir 600 tonnum Flugtæknistofnunin í Moskvu hef- ur þróað nýtt flutningatæki sem er bæði ódýrara og kemur að betri notum en þyrlur, flugvélar og vöm- bílar. Tækið, sem hlotið hefur nafn- ið Rossiya, er nokkurs konar blanda þyrluogloftskips. Það er 200 métrar í þvermál og 70 metra hátt. Venjulegur flughraði er 150 kílómetrar á klukkustund. Mestm- flughraði er 220 kílómetrar á klukkustund. Rossiya getur flogið allt að 4 þúsund kílómetra á einum tanki. Ákjósanlegasta flughæð er 1500 metrar. Þetta nýja flutnings- tæki getur flogið með 600 tonna farm. Kostur við nýja flutningstækiö er flugeiginleikar þess sem minna meira á flug þyrlu en flugvélar. Það þýðir að hægt er að nota Rossiyu eins og fljúgandi krana. Auk þess þarf hvorki vegi né lendingarbraut- ir. Fjallgarðar Asíu leifar eldfjallaeyja Stóru fjallakeðjumar í Mið-Asíu eru leifar risastórra eldfjallaeyja fremur en samansafn fjallgarða eins og áður hefur verið haldið. Tyrk- neskir jarðfræðingar greina frá þessu í tímaritinu Nature. Ef þessi kenning er rétt bendir hún til þess að það svæði sem nú er kallað Asía hafi stækkað um 5,3 milljónir ferkílómetra á fomlífsöld (fýrir 250 til 600 milljónum ára) eða sem samsvarar tveimur fótbolta- völlumáári. Sólheldur fatnaður á markað Vísindamenn í Ástralíu, þar sem húðkrabbamein er algengara en annars staðar, hafa þróað efni sem sett er í fatnað til að vemda húðina betur fyrir útfjólubláum geislum sólarinnar. Fatnaður með efninu í vemdar húðina fimm til níu sinnum betur fyrir útfjólubláum sólargeisl- um en sólvemdarkrem. Efnið er borið í vefnaðinn áður en fatnaður- innersaumaður. Með nýuppiundnu efni i veitir fatn- aður betri sólvernd en sólvernd- arkrem. Þéttofinn, þungur og litaður fatn- aður vemdar best gegn sólinni en hann er óhentugur í miklum hita. Léttur fatnaður, eins og stutterma- bolir úr bómull eða blöndu úr bóm- ull og pólíester, er þægilegur en hann vemdar aðeins gegn útfjólu- bláu geislunum í um 2,5 klukku- stundir. Sé nýja efnið borið í fatnað- inn er hægt að vera aö minnsta kosti flmm sinnum lengur í sóhnni án þess að húðin skemmist. Umsjón: Ingibjörg Bára Sveinsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.