Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1993, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1993, Blaðsíða 36
44 LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1993 Sviðsljós .. .að Bjðrn Borg hefði fundið sér nýja dömu. Hún er 21 órs, heitir Kari Bernhardt og er frá Houston. t>að vírðist ekki skipta þau málí þótt aldursmunur sé sextán ár. Sagt er að stúlkan sú hafi verið dansmær á nætur- kiúbbi. Ástarsambönd Börns Borg hafa verið mjög skrautleg til þessa og slúðurblöðin hafa jafnan komist i feitt þar sem hann er. v .. .að Hákon, krónsprins Noregs, hafi orðiö tvitugur sl. þriðjudag. Norðmenn eru þegar farnir að velta fyrir sér kvonfangi og hefur dóttir milljónamærings í Ósló oft verið nefnd til sögunnar. Ekki eru gerðar sérstakar kröfur um að hann nái sér i konu með blátt blóð enda er móðir krónsprins- ins, Sonja, komin af alþýðufólki. Það ætti þó að vera nægur tími til stefnu því varla getur stráksi talíst aldraður enn. .. .að ieikarinn heimsþekkti, Sidney Poitier, 69 ára, hafi geng- ist undir skurðaðgerð fyrlr stuttu vegna krabbameins I blöðru- hálskirtli. Sagt er að leikarinn munt ná sér að fullu eftir aðgerð- ina sem tókst vet. Eiginkona Po- itiers og sex dætur sátu við rúm- stokkinn þegar hann vaknaði eft- ir aðgerðina. .. .að Arnold Schwarzenegger hafi verið ansi pirraður þegar kona ein, sem stödd var ásamt honum og 80 öörum gestum um borð í snekkju, fór að kvarta undan sjóveíkf. Leikaranum hefndist fyrir ókurteisina því tutt- ugu mínútum síðar varð hann grænn i framan og lét sig hverfa... Clint Eastwood neitar að giftast bamsmóður sinni: Eiga von á stúlku- bami í september Clint Eastwood vill ekki kvænast Frances Fisher, jafnvel þótt hún beri barn hans undir belti. Clint Eastwood, sem er orðinn 63 ára, og kærasta hans, Frances Fis- her, 41 árs, eiga von á hami í sept- ember. Þau hafa verið saman um nokkuð langt skeið en Clint hefur ekki viljað kvænast Frances. Hið ófædda bam, sem mun vera stúlka, verður eitt af ríkustu bömum heims. Frances segir að Chnt hafi sagt sér fljótlega eftir að þau byrjuðu að vera saman að hann hygðist ekki kvænast á nýjan leik. „Ég mun ekki þrýsta á um það þrátt fyrir að við eignumst bamið saman,“segir Frances. Hún hefur verið gift áður en þetta er fyrsta barn hennar. „Ég hélt að ég gæti ekki eignast bam enda kom- in á þann aldur,“ segir hún. „Núna er ég líklega hamingjusamasta kona í heimi.“ Cfint Eastwood á tvö böm fyrir, Alison, sem er 21 árs, og Kyle, sem er 25 ára, sem hann eignaðist með Maggie, fyrram eiginkonu sinni, en þau voru gift í 31 ár. Maggie og Clint skildu árið 1984. Frances á von á stúlkubarni í sept- ember og faðirinn, Clint Eastwood, hlakkar mjög til. Hér er dóttir hans úr hjónabandi með Maggie, Ali- son, sem er 21 árs, en hún hlakkar ekki minna til að fá litla systur. Sagt er að Clint sé moldríkur þótt hann berist ekki mikið á. Hann er enn að leika og framleiða myndir og þénar dável á þeim. Auk þess rekur hann vel þekkt og vinsælt veitinga- hús í Carmel í Kafiforníu en í þeim bæ var hann eitt sinn bæjarstjóri. Þrátt fyrir að Clint hugsi sér ekki að kvænast barnsmóður sinni hefur hann sagt að hið ófædda bam muni njóta afis þess sem hjónabandsbarn býðst. Það þýðir í raun að hið ófædda bam verði eitt af ríkustu börnum Ameríku. Clint var afar glaður þegar Frances sagði honum frá því að þau ættu von á bami. Hann sagði að það væri dá- góður bónus í ellinni að fá fitið krífi. Hann segist vera hamingjusamur og að samband þeirra Frances eigi eftir að ganga vel þótt hann vilji ekki kvænast henni. Spænsku prinsessumar mega ekki giftast: Krónprinsinn á að kvænast fyrst Sofia Spánardrottning hefur gefið dætrum sínum tveimur, Elenu, 29 ára, og Cristinu, 27 ára, þau fyrir- mæli að þær megi ekki giftast - að minnsta kosti ekki strax. í gömlum siðareglum fyrir kóngafólk á Spáni segir að ríkisarfinn verði að kvænast fyrst systkina sinna. Þær systur verða þess vegna að bíða uns yngri bróðirin og krónprinsinn, Felipe, finnur sína heittelskuðu. Það getur þó vel verið að sú bið verði nokkur því hann er talsvert yngri en systur hans. Systur Spánarkonuns, þær Pilar og Margarita, urðu að bíða á sínum tíma uns bróðirinn, Juan Carlos, hafði kvongast Sofiu frá Grikklandi og nú er sagan að endurtaka sig. Þær systur hafa óskað eftir að búa einar en móðir þeirra þvertekur fyr- ir það og segir að þær eigi að búa í höllinni þangað til þær verði giftar konur. Systumar eru báðar á föstu. Elena er með arkitekt sem heitir Miguel Santos Galera og kærasti Cristinu heitir Alvaro Bulto og er hönnuður. Báðir eru þeir af alþýðu- fólki komnir. .. að ieikarinn Horst Tappert, sem er orðinn sjötugur og best þekktur sem lögreglumaðurinn Derrick, hefðí komið sér upp sumarhúsl i Noregí. Þar dvelur hann alloft ásamt eiginkonu sinni, Ursulu, en hún er einmitt norsk. Norðmenn eru að vonum atar kátir með að hafa þennan iræga leikara svo oft í heimsókn. .. .að það yrði varla sagt að rík- ir menn kæmu vel út úr því að skilja við konur stnar. Söngvar- inn Rod Stewart var að tapa máli gegn fyrrverandi eiginkonu sinni, Kelly Emberg, og var hon- um gert að greiða henni 200 milljónir vegna skilnaðarins. Rod Stewart hefur oftar tapað á skiln- uðum því fyrrum kona hans, Britt Ekland, fékk væna fúigu á sinum tíma þegar þau skildu. Það er eins gott fyrir söngvarann að halda sig í ektasambandinu. .. .að hin átján ára gamia Leona Næss, stjúpdóttir Dtönu Ross, hefði orðið svo hrifin af stjúp- móður sinni að hún hefði nú ákveðið aö feta í fótspor hennar. Leona hefur komist í samband við stórt útgáfufyrirtæki i London og ætlar að gefa út eigin lög og texta. Stelpan er músíkölsk og hefur frá tólf ára aldri skifað eig- in texta. Auk þess mun Leona leika í nýrri sjónvarpsmynd nú í sumar þannig að segja má að lífið hafi breyst hjá þessari ann- ars óþekktu stúlku. .. að eftir að Mia Farrow vann forræðismál gegn Woody Allen vilji hún ekkert frekar en hafa öli bömin hjá sér. Hún hefur því stöðugt reynt að fá Soon-Yi til að koma heim aftur. Mia segist vilja gleyma sambandi slnu við Alien. Hann fær ekki einu sinni að sjá son þeirra nema hún sé með né heldur Dylan, 7 ára fóst- urdóttur þeirra, en hana fær Al- len ekki að sjá næsta hálfa árið þar sem hann var sakaður um að hafa notað hana kynferðis- lega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.