Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1993, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1993, Blaðsíða 32
40 LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ1993 íþróttir Spj aldakóngurinn - Egill Már Markússon er spjaldaglaðasti dómarinn í Getraunadeildinni ö&wjftr gsls spióldk? 2 Dómari ® Spjöld Orrason Egill Már Markússon Gísli Guömundsson Ari Þórðarson Sæmundur Víglundsson Guðmundur Maríasson Bragi Bergmann Kári Gunnlaugsson Eyjólfur Ólafsson Gunnar Ingvarsson Þorvarður Björnsson Ólafur Ragnarsson mmm (Mmrnm? mm» %% mmm* §»13 (ms» S»® <mm> 137® mmim %7© <m?_ %7§ m? %7§ mm %7§ Egill Már Markússon, knatt- spymudómari úr Gróttu, fær þann heiður að vera spjaldaglaðasti dóm- arinn í Getraunadeildinni þegar 8 umferðum er lokið þar. Egill hefur ekki verið spar á spjöldin í þeim fjór- um leikjum sem hann hefur dæmt; hann hefur lyft þeim 18 sinnum á loft og fjórum sinnum hafa þau verið í rauðum Ut sem þýðir brottrekstur. EgiU er því samkvæmt þessu harð- asti dómarinn í deildinni. Reyni að leggja ákveðna línu „Ég veit ekki hvort ég er nokkuð harðari en aðrir dómarar. Ég reyni að leggja ákveðna Unu fyrir leikina og verð að vera samkvæmur sjáifum mér. Ég telst kannski strangur en mér finnst ekkert að því. Alþjóða knattspymusambandið (FIFA) hefur sett fram mjög skýr fyrirmæU og þau eru ströng. Þar er lagt upp að dómar- ar séu strangir og taki fast á málum. Dómgæslan hefur raunar breyst mikið undanfarin 2 ár og nú er tekið harðar á brotum en áður,“ segir Eg- iU Már í spjalU við DV. EgiU hefur dæmt í 1. deild 1 5 ár og er einn af yngstu dómurunum sem dæmt hafa í deUdinni. Hann er auk þess með alþjóðleg línuvarðarrétt- indi og hefur dæmt alþjóðaleiki á erlendri grund. „Þaö má segja að ég sé með algera dómaradeUu. Ég tók ungUngadóm- araprófið 1981 og sjö ámm síðar varð ég landsdómari. Ég dæmdi síðan minn fyrsta leik í 1. deUd í júh 1989, þá 24 ára gamaU. Ég hef verið á kafi í dómgæslunni síðan og reyndar einnig dæmt í handboltanum. Ég dæmdi þar fjögur ár í 1. deUd en síð- ustu 2 árin hef ég einbeitt mér að knattspymunni. Dómgæsla er í heUdina sú sama og hugsunin er aUt- af eins þó að reglumar séu mismun- andi. Ég hef mjög gaman af að dæma og ég held að þetta haldi mér hrein- lega gangandi." Dómari má ekki gera mistök „Dómari má ekki gera mistök í leik, þá verður aUt vitlaust. Sem dómari er maður bara eins góður og maöur var í síðasta leik. Það skiptir engu máli þótt maður dæmi 10 góða leiki í röð því ef manni verða á mistök í 11. leiknum þá muna menn bara eft- ir þeim slæma. Þetta er harður heim- ur og það þarf ekki mikið tíl að dóm- arinn sé dæmdur skúrkur en hann er aldrei hetja. Það er auðvitað misjafniega erfitt að dæma leiki. Sumir leikmenn og Uð eru erfiðari en önnur en dómari á náttúrlega aldrei að láta leikmenn eða Uö komast upp með neitt óprúð- mannlegt. Inni á vellinum hefur dómarinn völdin og enginn annar. Það sem er hins vegar oft erfiðara er mannskapurinn utan vaUar, áhorfendur eða forráðamenn Uð- anna. Inni á vellinum getum við vemdáð okkur meö spjöldum en ut- an vaUar erum við nánast vamar- lausir. Þá em skýrslur eftirUts- manna okkar eina vemd. Þó hafa flest 1. og 2. deUdarhðin eflt gæslu við vellina en sumir vellir era þann- ig gerðir að dómarar geta lent í vand- ræðum eftir leiki; þeir þurfa að ganga langa vegalengd að búningsklefum og þá oft í gengum hóp af fólki.“ Vildu selja á mig veiðileyfi „Axmars hef ég sem betur fer aldrei lent í neinu slæmu utan vaUar. Það er helst á skemmtistöðum sem menn vUja ræða máUn en þaö er aUt í vin- samlegum tón. Menn hafa eflaust misjafnar skoðanir á mér sem dóm- ara en ég hef lokað eyrunum fyrir öUum skömmum ef þær era fyrir hendi. Það er oft sagt að helsti kostur dómara sé að vera heyrnardaufur. Það er alveg ljóst að það fer enginn í dómgæsluna tíl þess að verða vin- sæU. Mér finnst þó allt í lagi að dyggir stuðningsmenn Uðanna kalU á dóm- arann í leik ef þeir em ósáttir við eitthvað því þetta er allt hluti af leiknum. Mér finnst aUtaf gaman að dæma í Eyjum því áhorfendur þar taka ævinlega virkan þátt í leikniun. Það var einu sinni kaUað á mig úr stæðunum á leik í Eyjum að það ætti að bjóða mér á þjóðhátíð og selja á mig veiðUeyfi!" Dómaramálin hér í mjög góðu lagi „Ég tel að dómaramáUn séu í mjög góðu lagi hér heima. Dómaranefnd KSÍ hefur starfað mjög vel undanfar- in ár og þaö hefur skUað sér í betri vinnubrögðum og jafnari og sterkari hóp dómara. Ég tel aö við höfum á að skipa góðum hópi af dómumm. Ég held að dómararnir leggi mikið á sig og hafi mikinn metnað til að standa sig, ekki síður en leikmenn- imir sjálfir. Leikmenn leggja á sig gífurlega vinnu og við verðum ein- faldlega að gera það sama. Það er vel fylgst með okkur og við fáum á okk- ur skýrslur frá eftirUtsmönnum. Fjölmiðlar auka líka kröfuna á dómara um að standa sig. Við erum ekki hafnir yfir gagnrýni og við vUj- um fá á okkur dóma en það er þó stundum sem mér finnst við vera gagnrýndir fullharkalega án rök- stuðnings. Fiölmiðlar geta stimplað ákveðinn dómara þegar þeir fjalla um hann á annað hvort jákvæðan eða neikvæðan hátt og það getur haft áhrif á dómarann í næsta leik.“ Fékk fjögurra leikja bann „Það er dáUtið gaman að segja frá því að ég var sjálfur enginn engiU þegar ég lék með Gróttu í 4. deUdinni hér áður fyrr og maður lét oft dómar- ann heyra það. Það var í leik með Gróttu fyrir mörgum ámm að ég braut gróflega af mér og ólafur Sveinsson rak mig réttilega af veUi. Ég fékk fiögurra leikja bann og eftir þetta sneri ég mér að dómgæslunni og hef ekki snúið aftur síðan," segir EgUl Már að lokum. -RR Egill Már Markússon með spjöldin á lofti. Egill Már hefur gefið fleiri spjöld en nokkur annar dómari í Getrauna- deildinni - samtals 18 i fjórum leikjum. DV-mynd JAK 137 spjöld á lofti í Getraunadeildinni - dómarar gefa að meðaltali 3,4 spjöld í leik Eftir 8 umferðir í GetraunadeUd- inni í knattspymu hafa 137 spjöld verið á lofti hjá dómurunum í þeim 40 leikjum sem leiknir hafa verið í deUdinni. Af þeim hafa 125 veriö gul en 12 rauð hafa fariö á loft. Það gerir að meðaltali um 3,4 spjöld í leik. Þetta er mjög svipað hlutfall og undanfar- in ár og því varla hægt að segja að deUdin sé grófari eða linari en áð- ur. Það er auðvitað mjög misjafnt eftir leikjum hve mörgrnn spjöldum dóm- arar þurfa að lyfta á loft. Sumir leik- ir em harðari og grófari en aðrir og dómarar taka þá að sjálfsögðu fastar á málum og gefa þá líklega fleiri spjöld. Egillmeö fiest spjöld en Ólafur meö fæst DV tók saman hvaða 1. deUdar dóm- arar hafa gefið flest spjöld og hveijir fæst. Útkomuna má sjá á töflunni hér tU hhðar. Samkvæmt töflunni hefur EgUl Már Markússon gefið flest spjöld í GetraunadeUdinni eða 18 talsins en hann hefur dæmt fióra leiki í deUd- inni. Þar af em 4 rauð spjöld og sam- kvæmt þessu er Egill „harðasti" dómarinn í 1. deUdinni. Gylfi Orra- son er þó fyrir ofan hann ef meðaltal er tekið saman en Gylfi hefur gefið 14 spjöld í aðeins þremur leikjum eða að meðaltah 4,6 spjöld í leik. Gylfi hefur þó aðeins gefið gul spjöld. Ólaf- ur Ragnarsson er hins vegar sá sem gefið hefur fæst spjöldin. Hann hefur aðeins þurft að lyfta 9 spjöldum í fiór- um leikjum eða 4,25 spjöldum í leik. Á svipuðu róli eru þeir Þorvarður Bjömsson og Gunnar Ingvarsson með 5 spjöld hvor en þeir hafa aðeins dæmt tvo leiki hvor. Harðasti leikurinn samkvæmt spjöldum var leikur Þórs og Fylkis en þann leik dæmdi Gísh Guðmunds- son og gaf hann fimm gul spjöld og tvö rauð í leiknum. Þess má geta að í þeim 40 leikjum sem leiknir hafa verið í Getrauna- deildinni hefúr aðeins einn leikur verið spjaldalaus. Hann dæmdi Eyj- ólfúr Ólafsson og þurfti hann aldrei að fara í vasann efiör spjöldunum. -RR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.