Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1993, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1993, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1993 Vísnaþáttur_ Þið skuluð ekkihafa hátt Það eru ár og dagar síöan Guð- mundur Sigurðsson gamanvísna- höfundur sá um vísnaþátt í Ríkis- útvarpinu. Hann vakti strax mik- inn áhuga vísnavina um land allt en Guðmundi var ljóst að sá áhugi yrði enn meiri gæti hann komið hagyrðingum „í hár saman“ eins og greinilega kemur í Ijós í eftirfar- andi ummælum hans: „Ég hef reynt með aUs konar skætingi að leysa úr læðingi þá margumtöluðu þingeysku hag- mælsku, en með litium árangri. Þeir fóru þá fyrst af stað fyrir al- vöru, er Böðvar Guölaugsson gauk- aði að þeim þessari vísu: Ef ykkur skortir efnivið ykkur vil ég benda á mývetnskt grobb í miðrímið og mont í báða enda. Fyrstur til svars þar nyröra verð- ur Valdimar Hólm Hallstað en veröur það á að eigna Böðvari ljóðabók, sem hann ekki á, það er bókina í fölu grasi. Valdimar segjr: Fátt er satt í þinu þrasi þar var öllum dygðum rænt. Feyskið strá í fölu grasi fannst það vera orðiö grænt. Þessu svaraði Böðvar af hóg- værð: Jcifnvel skáldum skýzt á marga lund skírieikurinn bæði í sögu ogljóði, í fölu grasi fól ég ei mitt pund farðu heim og lestu betur - góði. Nú kemur til sögunnar Karl Sig- tryggsson á Húsavík og vill einnig rétta hlut þeirra nyrðra: Ósköp hljótt er mn þann völl sem ól þig sinuskúfur. Aldrei þekktu íslenzk íjöll allar hundaþúfur. Æðir að sunnan ylgja grá einhver þekkti veðraharann. Af monti situr suðrið á svikráðum við norðurþjarann. Þó geti okkar innra flör ennþá dalaö hérna nyröra virðist andleg afturför útilokuö syðra. Böðvar er ekkert mjúkmáli frek- ar en fyrri daginn þegar hann svar- ar Karli: Skörulega skal mér hegnt skeytin ekki vanda. Betur heföi eg aldrei egnt á mig þennan fjanda. Stormar fram með stélið sperrt stefja brýnir gogginn skáldahjörðin hnakkakert hnýfilyrt og roggin. Líkja þeir við landsins fjöll ljóðasmíði sinni. Vitieysan er ekki öll eins í framkvæmdinni. Ég vil biðja fremst og fyrst filelfd kvæðatröllin að salla á mig að sinni lyst en svívirða ekki fjöllin. Nú fór að berast allmikið af bréf- um frá móðguðum Þingeyingum, sem von var. Jón Bjamason í Garðsvík sendi mér t.d. gott ljóða- bréf. Og þrátt fyrir ergelsi yfir þess- um skætingi í garð sýslunga sinna er hann með vinsantiegar hugleið- ingar um mig persónulega og segir meðal annars: Ekki veit ég ætt þess manns en eitthvað minnið stingur. Mikið ef hún amma hans er ekki Mývetningur. Auðvitað varð ég að leiðrétta þetta: Þótt í mývetnsk myndarfljóð margt sé kannski spunnið frá þeim er ei hið bláa blóð Borgfirðinga runnið. Þessi vísa varð tveimur þing- eyskum konum hneykslunarhella. Þær kváðu okkur Borgfirðinga hafa af litlu að státa og engan hag- yrðing heföum við átt á borð við Égti Jónasson á Húsavík. Ekki vtidi ég samþykkja það: Þið skuluð ekki hafa hátt hugsast jafnvel getur að við höfum líka Egti átt sem orti kannski betur. Eftir síðustu kveðju Böðvars til Karls Sigtryggssonar biður Karl mig að svara þessari spumingu: Fékk hann oft svona andleg flog alltaf stærri og stærri? Því var honum komið í Kópavog fyrst Kleppur er svona nærri? Ég svaraði þannig: Auðnan gerist endaslepp og íslenzk byggð í vanda. Ef þið dæmið alla á Klepp sem ykkur framar standa. Þegar Böðvar heyrði vísu Karls varð honum að orði: Það veit guö ég þykist heppinn þegar birtast skeyti slík. Að eiga styttra í aðalkleppinn en útibúið á Húsavík. Karl Sigtryggsson sendi mér þessa vísu fýrir síöasta útvarps- þátt: Loksins tapað öllu er ekkert mína læging stöðvar ef að Gvendur ýtir mér ofan fyrir sig og Böðvar." Lengra kemst ég ekki að sinni en lofa framhaldi í næsta þætti. Torfi Jónsson Vísnaþáttur .... ... .. Torfi Jónsson IVtatgæðingur vikuimar ftalskar svínalimdir „Þetta er einfaldur og þægtiegur réttur þegar gesti ber að garði og alltaf vinsæll,“ segir Guðný Jakobsen, sjúkraliði og matgæðingur vikunnar. Hún ætiar að bjóða lesendum upp á svínalundir að ítölskum hætti og bakaða kartöflumús með. Guðný segir að þetta sé mjög vinsæll réttur enda góður. Það sem þarf í réttinn er eftirfarandi: 2 svínalundir salt og pipar 50-70 g smjör 200 g svínaflesk dijon sinnep ostsneiðar, helst 27% 1 laukur karrí 1 Zi dl ijómi 1 dl tómatpurré Svínalundimar em skomar í um það bti 2 sm sneið- ar og barðar létt. Kryddaðar með salti og pipar og steiktar á pönnu þar tti þær hafa fallegan ljósbrúnan lit. Þá er sneiðunum raðað í eldfast fat, fleskinu raðað ofan á og smurt með sinnepinu. Loks er ostinum rað- að ofan á sneiðamar. Karríið er brúnað í smjöri á pönnu ásamt lauknum, sem hefur verið hakkaður smátt, og ijómanum hellt yfir ásamt tómatpurré. Bragðbætt með salti og pipar. Sósunni er hellt yfir kjötiö og allt bakað í 225 gráða heitum ofni í ca 30 mínútur. Sósuna má þykkja eða þynna eftir því sem fólki finnst best. Með kjötinu er borin fram bökuð kartöflumús en í hana fer: Bökuð kartöflumús 750 g kartöflur 50 g smjör Zi dl ijómi 2 egg * 1 dl hakkaðar heslilhnetur (má sleppa) salt og pipar Þegar kartöflumar em soðnar em þær músaðar og hrærðar með smjöri og ijóma. Þá era eggjarauður þeyttar samanvið, ein og ein. Hnetunum, salti og pipar bætt út í. Loks er stífþeyttum eggjahvítum hrært var- lega í blönduna. Kartöflumúsinni er skipt í litlar truff- Guðný Jakobsen, sjúkraliði og matgæðingur vikunn- ar. leskálar, ef til eru, annars sett í eina stóra eldfasta skál. Mjög skemmttiegt er aö hafa músina í litiu skál- unum og setja þær beint á borðið. Músin er bökuð við 225 gráður í 25 mínútur í htiu skálunum en við 200 gráður í 35 mínútur í stóra skáhnni. Gott salat passar vel við og einnig rauðvin. Guðný segist hafa mjög gaman af að prófa nýja rétti og bæta við gamla. Hún bjó lengi í Danmörku og þar segist hún hafa getað vahð mun fjölbreyttara hráefni en hér. „Það var miklu oftar boðið í mat í Danmörku, þó maður reyni að gera þaö hér heima líka þá mætti það vera meira,“ segir Guðný. „Það er svo gaman að bjóða gestum í mat,“ segir hún. Guðný ætlar að skora á Önnu Margréti Stefánsdótt- ur, afgreiðslustúlku í Kópavogi, að vera næsti matgæð- ingur. „Hún er eldklár í matargerð og mikti og góð húsmóðir.“ -ELA Hinhliðin Æfi 5-6 sinnum í viku - segir Helgi Sigurðsson fótboltakappi „Fótboltinn tekur mestahan minn frítíma. Ég æfi 5-6 sinnum í viku og svo era það leikimir," seg- ir Helgi Sigurðsson, fótboltakapp- inn góðkunni, sem leikur í meist- araflokki Fram. Helgi er nú marka- hæsti leikmaðurinn í 1. detidinni. Hann segir að fótboltinn eigi hug sinn allan. Persónulega hafi hon- um gengið vel að undanfömu og hðið sé nú að komast í gang. „Ég er handviss um að þvi á eftir að vegna miklu betur,“ segir Helgi sem sýnir á sér hina hhðina að þessu sinni. Fullt nafn: Helgi Sigurðsson. Fæðingardagur og ár: 17. septemb- er 1974. Maki: Er á lausu. Böm Engin. Bifreið: Engin. Starf: Nemi í Menntaskólanum við Sund og vinnur við garðyrkju hjá Borgarspítalanum í sumar. Laun: Um 60.000. Áhugamál: Fótbolti og skemmtan- ir. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Fjórar, en vann ekki nema um 2000 kah. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Spila fótbolta, skemmta mér með vinum mínum, fara í bíó og ferðast. Hvað finnst þér leiðinlegast aö gera? Tapa í fótbolta og taka til Helgi Sigurðsson. heima. Uppáhaldsmatur: Hamborgara- hryggur með tilheyrandi eða McDonalds hamborgarar. Uppáhaldsdrykkur: Gamla góða kókið. Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag? Marco van Basten. Uppáhaldstímarit: íþróttablaðiö. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð? Cindy Crawford. Ertu hlynntur eða andvígur ríkis- stjóminni? Hlutiaus. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Marco van Basten. Uppáhaldsleikari: Steve Martin. Uppáhaldsleikkona: Kim Bassing- er. Uppáhaldssöngvari: Ég hef ahtaf haldið mikið upp á Freddy Merc- ury sem nú er látinn. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Jón Baldvin Hannibalsson. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Grettir. Uppáhaldssjónvarpsefni: íþróttir og góðar bíómyndir. Ertu hlynntur eða andvígur veru vamarliðsins hér á landi? Hlynnt- ur. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? FM 95,7 Uppáhaldsútvarpsmaður: Jón og Gulh. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður?Bjami Fel. er ahtaf traustur. Uppáhaldsskemmtistaður: Glaumbar. Uppáhaldsfélag í iþróttum: Fram og Víkingur. Stefnir þú að einhveiju sérstöku i framtíðinni? Ég reyni að stefna á atvinnumennsku í fótboltanum en auk þess að standa mig í námi og klára það. Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí- inu? Ég fæ ekkert sumarfrí því sumarið nota ég tti að vinna mér inn peninga fyrir veturinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.