Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1993, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1993, Blaðsíða 20
ao LAUGARDAGUR 24, JÚU 1993 Kvikmyndir Hér er Orlando með Elísabetu I Englandsdrottningu. Aö undanfórnu hafa tvær breskar kvikmyndir vakið nokkra athygli og veriö sýndar á kvikmyndahátíöum víða um heim. Það er ekki þar með sagt að bresk kvikmyndagerð sé að fá aftur vind í seglin heldur undir- strikar þetta frekar að enn Mr í gömlum glæðum. Það hefur alltaf veriö erfitt fyrir breska kvikmynda- gerð að rífa sig upp úr sínu hefð- bundna munstri og höfða til fleiri en sinna eigin landa. Breskar myndir vilja því miður veröa allt of oft svo „breskar“ í eðli sínu að þær ná ekki að höfða til þeirra sem búa fyrir utan breska landsteina. ■ Uinsjón Baldur Hjaltason Þótt báðar ofangreindar myndir sæki efnisþráð sinn til þátíöarinnar að mestu leyti hefur leikstjórum þeirra tekist að gæða þær miklu M og í öðru tilvikinu tengja efnið skemmti- lega við nútímann. Myndin OR- LANDO, sem gerð er eftir sam- nefndri sögu Virginíu Woolf frá 1928, hefst árið 1600 í Englandi. Ungur aðalsmaður, Orlando að nafni, ákveður ásamt fjölskyldu sinni að halda dansleik heima þjá sér og býð- ur þangað meðal annars Elísabetu I. Englandsdrottningu. Drottning- unni líst svo vel á hinn unga Orlando aö hún gefur honum afsal að landar- eign foreldra hans. Svefninn mikli Tíu árum síðar, eftir lát bæði drottningarinnar og foreldra Or- lando, er honum boðið í hóf sem haldið er í tilefni heimsóknar rúss- nesku konungsfjölskyldunnar. Or- lando, sem var trúlofaður, verður ástfanginn af rússneskri prinsessu en þegar hún svíkur hann um stefnu- mót leggst hann í dvala og vaknar ekki fyrr en 1650. Þá ákveður hann að gerast ljóðskáld sem hann og ger- ir allt til 1700 þegar Orlando hellir sér út í sfjómmál sem endar með því að hann er gerður að sendiherra Breta í Asíu. Tíu árum síðar er erkihertogi send- ur til að veita Orlando orðu fyrir vel unnin störf. Rétt áður en veislan á að hefjast brýst út stríð á svæðinu og enginn mætir. Orlando sér fram á að verða að taka þátt í stríðinu og beijast en eins og áöm- fellur hann í dásvefn þegar erfiðleikar steöja að og vaknar síðan aftur sem kona. Hann snýr því aftur til Englands 1750 sem hefðarmær. Hins vegcur er henni tilkynnt þar að hún geti ekki lengur gert tilkall til eigna ættarinnar þar sem hún sé nú kona. Erkihertoginn býðst til að giftast henni en hún neit- ar því staðfastlega. íslandsvimir Það er ekki fyrr en 100 árum síðar að hún hittir riddarann sinn á hvíta hestinum. Hann heitir Shelmerdine, bandarískur ævintýramaður. Hún ber fram bónorð en hann neitar þótt þau búi saman um hríð. En síðan snýr Shelmerdine aftur til sinna heimkynna og Orlando missir allar eignir sínar vegna þess að hún hafði ekki eignast son. Tíminn líöur og þegar myndin endar erum við komin til nútímans og Orlando býr í London ásamt dóttur sinni. Þetta er enginn venjulegur sögu- þráður enda Sally Potter enginn venjulegur leiksfjóri. Það má til gam- ans geta þess að fyrsta mynd Potters í fullri lengd var kvikmynduð á ís- landi að hluta árið 1981. Þetta var myndin THE GOLD DIGGERS sem að mörgu leyti var tímamótaverk. í fyrsta lagi stóð eingöngu kvenfólk að gerð myndarinnar og er þetta fyrsta breska myndin sem var unnin þannig. í öðru lagi er hér um mikiö þrekvirki að ræða af hendi Potters því á listrænan hátt reynir hún að endurskrifa kvikmyndasöguna út frá sjónarhomi konunnar. Því var hér raunar um að ræða félagslega og pólitíska mynd, gerða innan kvik- myndaiðnaðar sem hingaö til hefur meira eða minna verið stjómaö nær eingöngu af karlmönnum. Það er því forvitnilegt að Sally Potter skuli hafa valið Orlando sem efniviö. Söguhetj- an virðist bæöi ódauðleg og geta skipt átakalaust um kyn. Undir áhrifum Leikurinn er góður eins og við mátti búast. Það er Tilda Swindon sem fer með hlutverk Orlando bæði sem karlmaður og kvenmaöur og fer það vel úr hendi. Það er hins vegar karlmaður sem leikur Elísabetu I. Englandsdrottningu. Það er Quentin Crisp og fer hann á kostum þegar hann daðrar við Orlando. ORLANDO minnir nokkuð á sum- ar myndir Peter Greenaway enda tóku þátt í gerð myndarinnar nokkr- ir af samstarfsmönnum hans. Hins vegar fer Sally Potter sínar eigin leið- ir. Hún hefur þó fengið nokkra gagn- rýni fyrir það að vera of akademísk í myndum sínum. Það er nokkuð til í því en í hóflegu magni getur það gert myndirnar bitastæðari. Það má þó segja með vissu að ORLANDO sé engin gamanmynd fyrir íjöldann en mun eignast sína aðdáendur hér á landi sem annars staðar. alþýð- unnar Hin breska myndin er MUCH ADO ABOUT NOTHING þar sem Kenneth Branagh leitar aftur á slóðir Shakespeare eftir að liafa reynt fvrir sér á öðrum miðum i tveiinur siðustu myndum sínum. Líklega hafa fáir leikarar skot- ist eins hratt upp á stjörnuhimin- inn og Kenneth Branagh. Hann sló eftirmimúlega í gegn með leik sínum, þá rúmlega þrítugur, i myndinni HENRY V sem var byggð á samnefndu verki Shake- speare. Var Kenneth likt við sir Laurence Oliver þegar hann var upp á sitt besta í myndum eins og OTHELLO. En eftir að hafa leikið í og leikstýrt DEAD AGAIN og svo PETER’S FRIENDS, þar sem Kenneth reyndi að endur- skapa sömu stemninguna og í myndinni THE BIG CHILL (1983; Lawrence Kadan), er hann aftur kominn á heimaslóðir. Bæði DE- AD AGAIN og svo PETER'S FRl- ENDS voru sæmilegar en það vantaði eitthvað upp á til að þær næöu vinsældum, sérstaklega sú síðarnefnda. Sérfræðingur í Shakespeare Það virðast hins vegar fáir slá Kenneth Branagh út þegar kem- ur að því að gera Shakespeare alþýðlegan. Hvort sem kvik- myndahúsagestir eru kunnugir þessu verki Shakespeare eöa ekki geta þeir ekki annað en hrifist af efnisþræðinum og meðferð hans í höndum Kenneth. Ekki sakar það aö í einu hlutverkanna er eiginkona hans, Emma Thomp- son, sem m.a. hlaut óskarsverð- launin fyrir leik sinn í HOW- ARDS END. Það virkai- hins veg- ar ósannfærandi hvernig Kenn- etli blandar saman breskum léik- urum, sem hafa áður leikið í kvikmyndum byggðum á verkuin Shakespeare, og svo bandarísk- um leikurum eins ogDenzelWas- hington, Michael Keaton og Ro- bert Sean Leonard. Þessir síðast- nefndu virka þvingaðir á köflum eins-og þeir finni sig ekki í leik sinum. MUCH ADO ABOUT NOT- H3NG íjallar eins og mörg verk Shakespeare um áslir, svik og heimsku. Þegar sigúrsælir her- menn snúa aftur heim eftir erfitt stríð bíða þeirra konur, matur og vin. Sögusviðið er tilbúið, nú skal fariö að undurbúa kvöldskemmt- un. Ekki verður farið nánar út í söguþráðinn heldur verða áhorf- endur að upplifa hann sjálfir þeg- ar myndin kemur til íslands. En einu er þó óhætt að lofa, það er góðri skemmtun. Hjónakornin Kenneth Branagh og Emma Thompson tara með hlutverk i myndinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.