Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1993, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1993, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUK 24. JÚLÍ 1993 15 Jóhanna Sigurðardóttir og Rannveig Guðmundsdóttir koma hér saman inn í fundarsal flokksstjórnar Alþýðuflokksins. Þar skildu leiðir: Rannveig fann sér skjól í hlýjunni hjá formanninum en Jóhanna settist hjá vinum úti í sal. DV-mynd GVA Vinurinn Brútus íslenska þjóðin hefur síðustu vikur fylgst með refskákinni í Al- þýðuflokknum af álíka samblandi ákefðar og óhugar og væntanlega hefur einkennt tilfmningar áhorf- enda að opinberum aftökum á fyrri tíð. Atburðarásin hófst sakleysislega með margboðuðum flótta Jóns Sig- urðssonar úr állausum iðnaðarráð- herrastóli í mjúkt sæti bankavalds- ins í svörtu höllinni við Amarhól. Enginn átti von á meiri háttar umskiptum í Alþýðuflokknum í kjölfarið. Einungis var reiknað með hefðbundnum og að mestu fyr- irsjáanlegum mannabreytingum. Það fór á annan veg. Þegar upp var staðið fáeinum vikum síðar hafði mikið pólitískt gjörningaveður gengið yfir og valdastaða einstakra forystu- manna í Alþýðuflokknum tekið veigamiklum breytingum. Valdið og vináttan Það var þó öðru fremur hinn per- sónulegi, mannlegi þáttur sem kom róti á tilfinningar jafnvel þeirra sem aldrei hafa nálægt Alþýðu- flokknum komiö. Afsögn Jóhönnu Sigurðardóttur sem varaformanns átti sér nefni- lega sögulegari eftirleik sem beindi kastljósinu að sígildri spumingu um hollustu og vináttu einstakl- inga andspænis pólitískum metn- aði og metorðagimd. Niðurstaðan virtist koma ýmsum á óvart. Það var þó ástæðulaust því sagan hefur svo rækilega undir- strikað þá staðreynd að í stjórn- málunum er enginn annars vimu- þegar valdastólar og persónulegur frami er annars vegar. Við slíkar aðstæður gerist það oft að valdið og vináttan verða álíka andstæður og eldur og vatn. Sögufrægir svikarar Stimdum hafa einstök verk stjómmálamanna svo sterk tilfmn- ingaleg áhrif á almenning að nöfn þeirra sjálfra verða táknræn fyrir tiltekna athöfn og festast sem slík í málinu. Nýlegt dæmi um þetta er norski pólitíkusinn Vidkun Quisling. Nafn hans er ódauðlegt í enskri tungu og á fleiri málum sem tákn um kvishnga, þá menn sem svíkja þjóð sína. Svo er einkum Plútark og Shake- speare fyrir að þakka að nafn hins rómverska Brútusar hefur með hhðstæðum hætti orðið táknrænt fyrir svik vina í póhtískmn tryggð- um. Hver var annars þessi Brútus? Jú, hann var tahnn af rómversk- um aðalsættum og að eigin áhti og ýmissa annarra borinn til forystu. Hann naut virðingar meðal stjórnmálamanna en hafði hvorki alþýðuhylh né leiftrandi hugsjónir til að ná til æðstu metorða á eigin spýtur. Því gerðist hann handgeng- inn þeim manni sem sagan þekkir sem hinn mikla Sesar Rómaveldis. Júhus Sesar tók Brútus upp á arma sína. Þeir bundust sterkum böndum vináttu og stjómmálalegr- ar samstöðu á leið til æðstu valda. Brútus launaði upphefðina illa. Áhrifastaða hans í rómversku stjómmálalífi var nefnilega for- senda þess að samsærið gegn Ses- ari varð að veruleika. Og hann tók sjálfur þátt í drápinu. Sagan segir að Brútus hafi síðast- ur samsærismannanna stungið sveðju sinni í blóði drifinn líkama Júhusar Sesars sem horfði á þenn- an póhtíska fóstbróður sinn og mælti hin ódauðlegu orð hins svikna: Þú líka, Brútus? Skikkja Brútusar Það er auðvitað engin nýlunda í íslenskum stjómmálum frekar en erlendum að stjómmálamenn svíki póhtíska feöur sína, félaga og jafn- vel vini til að komast í valdastöður. Kunnastur slíkra atburða úr stjórnmálasögu þessarar aldar er líklega meðferðin sem Jónas Jóns- son frá Hriflu fékk hjá póhtískum uppeldissonum sínum, Hermanni Jónassyni og Eysteini Jónssyni. Hitt er sjaldgæft að stjómmála- menn íklæðist skikkju Brútusar með eins snöggum og kaldrifjuðum hætti og Rannveig Guðmundsdótt- ir gerði í Alþýðuflokknum. Hún hafði sýnilega ákveðið að koma inn úr hinum póhtíska kulda og stunda út í ystu æsar það sem hún nefhdi „strákavinnubrögð“ í viðtölum eft- ir ráðherraskiptin. Jóhanna og Rannveig hafa verið nánir póhtískir samheijar nokkur undanfarin ár. Jafriframt hefur Laugardags- pistill Elías Snæland Jónsson aðstoðarritstjóri ríkt persónuleg vinátta á mihi þeira. Öhum má vera ljóst að Jóhanna bar á því höfuðábyrgð að lyfta Rannveigu úr útkjálka héraðs- stjómmála inn í landsmálapóhtík- ina. Það geröist þegar Jóhanna réð hana til sín sem aðstoðarráðherra árið 1988. Einnig er Ijóst að vinnubrögð for- mannsins við að sniðganga Rann- veigu við val á nýjum ráðherrum flokksins nú í sumar var dropinn sem fyllti mæiinn hjá Jóhönnu og leiddi til þess að hún sagði af sér. Þetta launaði Rannveig henni með því að gleypa við varafor- mennskunni og taka þar með opin- berlega þátt í þeim leik formanns- ins að stimpla uppgjör Jóhönnu sem ómarktækt póhtísk móðursýk- iskast. Þetta em fátækleg póhtísk fóstur- laun og ijóslega mikið áfah fyrir Jóhönnu, bæði póhtískt og per- sónulega. Þótt hún hafí reynt að bera sig vel og komið sér hjá því að gagnrýna rýtingsstungu Rann- veigar opinberlega hlýtur það að vera afar þungbær reynsla að eiga Brútus að einkavini. Refskapur Quisling og Brútus léðu heims- tungunum nöfn sín vegna eigin póhtískra athafna. Nafn Machiavelhs festist hins vegar í timgumálinu vegna kenn- inga hans. Machiavehisminn fjallar öðm fremur um rétt foringjans til aö hefja sig yfir þær siðferðiskröfur sem gerðar em til almúgans og sýna takmarkalausan refskap og samviskuleysi í stjómmálum.. Formaður Alþýðuflokksins er tvímælalaust slyngasti refur ís- lenskra sfjómmála um þessar mundir. Samherjar og andstæðing- ar, sem hafa vanmetið kænsku Jóns Baldvins, hggja eins og hrá- viði um vöh stjómmálanna. Hann komst tíl dæmis í for- mannssætið í flokknum fyrir níu árum með því að fara fram gegn sitjandi flokksformanni og feUa hann. Barátta um völd Framboð Jóns Baldvins gegn Kjartani Jóhanijssyni síðla árs 1984 kom mjög á óvart enda ekki vitað um málefnalegan ágreining hans við formanninn. Jón Baldvin virtist einfaldlega þeirrar skoðunar að sinn for- mannstími væri kominn. Og hon- um tókst á fáeinum dögum aö safna að baki sér nægilegu fylgi til að velta Kjartani úr sessi í atkvæða- greiðslu á flokksþingi. Af pólitískum andstæðingum á Þorsteinn Pálsson væntanlega sár- ast um að binda vegna snilh Jóns Baldvins í hinni póhtísku refskák. Jón Baldvin velti Þorsteini sem kunnugt er úr stóh forsætisráð- herra með eftírminnUegum hætti á einni kvöldstund. Og ein meginrök- semd Davíðsmanna gegn Þorsteini í formannsslagnum í Sjálfstæðis- flokknum var einmitt að hann gæti ekki myndað ríkisstjórn með Jóni Baldvin - en það gæti Davíð. Samstarfsflokkar Alþýðuflokks- ins í síðustu ríkisstjóm vanmátu einnig refskap formannsins og töldu hann stefna á áframhaldandi stjómarsamstarf með sér þegar Viðeyjarbandalagið var þegar að myndast á bak við fjöldin. Þeir munu því margir sem hafa ástæðu til að herma hið fornkveðna upp á formann Alþýðuflokksins: enginn frýr honum vits en frekar er hann grunaður um græsku. Orrustan unnin - en stríðið? Jón Baldvin stendur uppi sem sigurvegari þeirrar oirustu sem háð var í Alþýðuflokknum í sumar. Á því er enginn vafi. Hann hefur afvopnað aha helstu andstæðinga sína í flokknum - ýmist með ráðherrastólum, valda- embættum 1 flokknum eða aftöku þar sem hann fékk vini fómar- lambsins til að höggva. En póhtíkin er ekki bara einstak- ar orrustur heldur langvinnt stríð. Hversu snjöh mun leikfléttan reynast þegar til lengri tíma er lit- ið? Þar er efinn. Formaður Alþýðuflokksins verð- ur næst kjörinn eftír rúmt ár. Fram að því flokksþingi eiga kratar eftir að takast á af miklum kraftí um grundvaharatriði stefnunnar - at- vinnusköpun og velferð eða enn frekari niðurskurð samhjálparinn- ar. í kjölfar þeirra átaka verður gengið tíl kosninga tíl bæjar- og sveitarstjóma þar sem mikið er í húfl fyrir Alþýðuflokkinn. Og á flokksþinginu verða þingkosningar framundan. Jón Baldvin felldi forvera sinn frá formennsku meðal annars vegna þess að gengi flokksins var slakt í skoðanakönnunum og ríkj- andi ótti meðal flokksmanna um að skipstjórinn í brúnni væri hætt- ur að fiska. Kaldhæðni örlaganna kynni að haga því svo að Jón Baldvin stæði sjálfur í sporum Kíartans aö ári. Nema annálaður refskapur dugi honum enn einu sinni á tíu ára afmæh formannsslagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.