Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1993, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1993, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ1993 Alda Sigurðardóttir er aðalleikkona kvikmyndarinnar Hin helgu vé sem frumsýnd verður í haust: „Ég leik Helgu, heimasætuna á bænum. Hún er hlý og hún er góð, ljúf og eðlileg. Ég held að Helga geymi mikið af sveitinni í sér. Úti á landi finnst mér eins og hægist á tím- anum,“ segir Alda Sigurðardóttir, tvítug aðalleikkona nýjustu myndar Hrafns Gunnlaugssonar. Hún er ómenntuð í list sinni; hefur blá, tindrandi augu og fallegt bros. „Hin helgu vé er svolítið frábrugð- in öðrum myndum Hrafns. Hún er falleg." Og Alda hlær. „Þetta hljóm- aði nú líklega undarlega." Hin helgu vé geyma ekkert ofbeldi, hrottaskap eða morð. „Stráknum verður rétt flökurt einu sinni.“ Hin helgu vé „Hin helgu vé eru víkingahaugur á einni af Breiðafjaröareyjunum. Þjóð- trúin segir að ef grafið er í hauginn þá brenni bærinn sem við hann stendur. Myndin fjallar um borgar- barnið Gest sem kynnist sveitalífinu. Hún snýst um samband níu ára drengs og tvítugrar heimasætu sem fóstrar hann.“ Hrafn skrifar handrit- ið og byggir það aö einhveiju leyti á eigin reynslu og æskuminningum. Sögusviðið er í nútímanum þótt yfir því hvíli fornlegur ævintýrablær. „Strákurinn tekur ástfóstri við heimasætuna en hún er hrifin af ungum manni á nálægri eyju. Af- brýðisemi og kvöl kviknar þess vegna hjá drengnum. Þegar parið unga giftir sig tekur hann til sinna ráða. Brúðgumann leikur Valdimar Örn Flygenring." Pilturinn Gestur er leikinn af ung- um Reykvíkingi, Steinþóri Rafni Matthíassyni. „Hlutverk okkar Steinþórs eru líklega stærst. Aðrir sem koma mikið við sögu eru karlinn á bænum, sem Helgi Skúlason leik- ur, kærastinn Hjálmtýr og Kolla sem er lítil stúlka sem verður vinkona Gests.“ Átta ára snót, Tinna Finn- bogadóttir, leikur þessa jafnöldru sína. Með hlutverk móður Gests fer Edda Björgvinsdóttir. Ömmu hans leikur sænsk revíuleikkona. Hvíturvíkingur „Ég hafði unnið með Hrafni áður en ég fékk hlutverkið í Hinum helgu véum.“ Alda fór með hiutverk í síð- ustu mynd hans, Hvíta víkingnum. Hún lék víkingsdóttur sem haldið var í gíslingu í nunnuklaustri. Þar mátti hún dúsa ásamt Emblu, heit- mey víkingsins hvíta, og þriðju vík- ingsdótturinni. „Ég hét líka Helga í þeirri mynd, hvort sem það er tilviljun eða ekki. Helga þýðir heilög. En varla eru afiar Helgur þó ljóshærðar." Andlitið er fullt af lífi þegar hún segir frá og svo þessi dillandi, bjarti hlátur. Alda er dóttir Sigurðar Guðjóns- sonar leigubílstjóra og Steinunnar Gísladóttur sjúkrahða, næstelst í hópi þriggja systkina. Hún ólst upp á Réttarholtinu og sótti bamaskóla í Bústaðahverfinu. Hún stefnir nú að stúdentsprófi frá Fjölbrautaskól- anum í Armúla en var áður í Versl- unarskólanum. 1300 stúlkur vildu hlutverkið „Ég var búin með eitt ár í Versló Úr Hinum helgu véum sem frumsýnd verður í haust. „Hin helgu vé fjalla um níu ára dreng sem verður hugfanginn af heimasætunni þar sem hann er í sveit.“ Alda Sigurðardóttir og Steinþór Rafn Matthíasson í hlutverkum sinum. Stolt meö vel verkaða grásleppu. „Ég var viku í Flatey til að læra réttu handtökin." Alda eignaðist tígur sem hún gaf nafnið Víkingur. „Ég færi nú ekki langt með hann í dag.“ „Nekt þarfnast hugrekkis og er alls ekkert sjálfsagt mál,“ segir Alda m.a. í viðtalinu. Alda nakin (til vinstri) í hlut- verki sínu í Hvíta víkingnum. þegar Hrafn valdi mig í Hvíta víking- inn. Hann auglýsti í Morgunblaðinu og200 íslenskar stelpur svöruðu. Mér skilst að í Noregi hafi þær verið 500 og 600 í Svíþjóð." Hún lætur á engu bera. „Auðvitað var mikið ævintýri að vera valin úr svona stórum hópi. Það var þó verið að prófa í fleiri hlut- verk en það sem ég fékk. Við vorum látnar hvæsa eins og kettir og gelta eins og hundar - sýna reiði og blíðu. Og svo tóku við fleiri próf.“ Sjálf vinnan við myndina var þó ekki ein- tómur dans á rósum. „Langerfiðast var atriði þar sem við vorum skírðar í klausturlaug- inni. Við áttum nefnilega að vera allsnaktar. Spennan magnaðist því við þurftum að bíða lengi á sloppun- um.“ Og nú er andlitið alvarlegt. „Það vildi til að norska mótleikkonan mín brotnaði gjörsamlega saman. Ég einbeitti mér þess vegna að því aö hughreysta hana og varð rólegri sjálf. Öll atriðin mín í Hvíta víkingnum voru tekin upp í Noregi. Mér fannst rosalega stór hópur vinna við mynd- ina og ég hitti ekki næstum því alla. Þegar ég rakst á Helga Skúlason á frumsýningunni var hann til dæmis mjög lengi að átta sig á því hver ég væri.“ Alda hlær hvellt. „Og svo sagðist hann bara ekki hafa þekkt mig í fóturn." Helga var þó vorkunn því Alda va/Tiær hárlaus og auk þess haugskítug í hlutverki sínu. „í Hinum helgu véum voru hins vegar bara átta bak við myndavélina. Við vorum nær ekkert förðuð og hópurinn bæði lítill og samstæður.“ Ævintýraþrá og sjálfstæði „Ætli ég hafi ekki tekið þátt í Hvíta víkingnum í leit að ævintýrum. Ég missti töluvert úr skólanum meöan ég var í Noregi. Ég fómaði því þó- nokkru til að vera með og fór að vinna þegar heim kom um haustið." Alda hefur sterka skapgerð og ein- beittan vilja. „Ég held ég hafi alltaf verið sjálfstæð og hef lengi unnið fyrir mér.“ Hún leigði herbergi ein síns liðs „á þrjóskunni einni" aðeins sextán ára gömul. „Á þeim árum vann ég svo mikið á varaorkunni að ég gat sofnað alls staðar - meira að segja í prófum.“ Nú býr Alda hjá móður sinni og á kærasta. Hann heitir Ómar Kaldal og þau hafa verið saman í eitt og hálft ár. „Ég vann lengi á veitingahúsinu Ítalíu. Það þótti nú ekkert slor af fimmtán ára stúlku. Svo var það einu sinni að ég þjónaði enskri fjölskyldu til borðs. Þau báðu mig að skrifast á við dótturiha sem er á mínum aldri. Og það varð úr.“ Tígurinn Víkingur Englendingarnir reyndust eiga dýragarð í Bretlandi. Álda fór utan veturinn eftir ævintýrið kringum Hvíta víkinginn og gerðist au pair í London. Um sumarið vann hún í dýragarði vinaijölskyldu sinnar. „Þetta var ótrúlegt sumar. í þess- um dýragaröi er meðal annars stærsta slöngusafn í Evrópu. Ég var hins vegar svo heppin að fá að hirða tígrisdýraungana og sjá um þá. Við vorum reyndar mjög fá sem fengum LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1993 37 að koma nærri þeim.“ Alda fékk svo einn ungann að gjöf í lok sumarsins. „Ég hefði aldrei getað tekið hann með mér heim. Fyrir utan vinnu og fyrirhöfn kostar tæpa milljón að fæða fullvaxinn tígur í eitt ár. En ég gaf honum nafn. Hann heitir Víking- ur.“ Flatey, Grótta og grásleppa „Tökur á Hinum helguvéum fóru allar fram síðasta sumar. í júní voru æfingar en upptökur stóðu frá byrj- un júlí og fram í miðjan ágúst." Með- al annars var myndað á Vestfjörðum, Amarstapa og á eyjum Breiðafjarð- ar. Mestur hluti myndarinnar var þó tekinn í Gróttu. „Hún hentaði myndinni geysilega vel - enda Grótta alveg ekta Breiðaflarðareyja." Alda dvaldist í Flatey í viku áður en tökur hófust. „Það er atriði í myndinni þar sem Helga verkar grá- sleppu. Ég hafði hins vegar varla komið nálægt fiski. Hafsteinn bóndi úr Skáley var því fenginn til að kenna mér réttu handtökin. Hjá hon- um var Hrafn einmitt í sveit sem strákur. Ég lærði þó ekki bara að verka fisk heldur líka að tína egg og borða sel. Þetta var frábær tími,“ segir Alda og viðurkennir fúslega að hún væri lík- lega blómstrandi sveitastúlka ef ör- lögin hefðu ekki sett hana niður á Réttarholtinu. Nekt var skilyrði „Ég hef engin efni á að segjast ætla að verða stjama. Þetta er bara tækifæri sem ég fékk.“ Alda segir að Hrafn hafi verið búinn að láta sig hafa handritið að Hinum helgu véum áður en hlutverkið var auglýst. Fjölmiðlar fluttu á þessum tíma fréttir af því að Linda Pétursdóttir, fyrrverandi fegurðardrottning, hefði hafnað hlutverkinu. Var sagt að það væri vegna nektarsenu í myndinni sem hún hefði ekki getað sætt sig við. „Það var auðvitað svolítil pressa á mér út af þessu. Nekt þarfnast hug- rekkis og er alls ekkert sjálfsagt mál. Satt að segja leist mér ekki á þetta fyrst." Alda bætir þó grallara- lega við: „Maður er kominn á vafa- sama braut, farinn að fækka fótum í hverri mynd.“ Hún skiptir þó fljótt um svip. „Ég get vel skilið að Linda hafi vilj- að snúa þessu máli sér í hag. Kannski er erfitt að verða aftur sveitastelpa eftir að hafa verið glæsikona í stór- borgum - jafnvel svo erfitt að borgar- barn eins og ég getur leikið það bet- ur. Það er eitt að sitja fyrir og annað að leika.“ Það er auðsætt að Alda getur haft ákveðna skoðun þótt brosið sé sjald- an fjarri. Hún strýkur mikið, ljóst háriö aftur og horfist í augu við heiminn án þess að blikna. Ást á tjaldi „Þegar fiarar út myndast pollar í klöppunum við sjávarmálið. Þar baðar heimasætan sig nakin. Atriðið finnst mér reyndar bæði eðlilegt og mjög fallegt." Litli strákurinn verður áhorfandi að athöfninni og heillast af þessari sjón. „Við Steinþór sjáumst reyndar bæði ber í mynd- inni. En það má ekki misskiljast," segir hún og hlær, „það er hvort í sínu lagi.“ Ástaratriði á móti Valdimar Emi Flygenring fannst Öldu þó ekki síður reyna á. Hann leikur ástmann heimasætunnar Helgu. „Við vorum þó vel búin undir tökur á öllum atriðum myndarinnar. Það skiptir ekki minna máli en handritið sjálft." Alda segir að hjálp Maríu Sig- urðardóttur hafi þar oft skipt miklu en hún aðstoðaði við leikstjórn. „Hópurinn var reyndar bæði fá- mennur og góður.“ „Þaö er þó áreiðanlega miklu erfið- ara að horfa á sjálfan sig á tjaldi fyr- ir fullu húsi en að leika fyrir lítinn hóp og myndavél. Og svo er hitt; þótt að ég sé ekki afbrýðisöm hugsa ég að mér þætti erfitt að sjá kærast- ann í faðmlögum - jafnvel þótt það væri í kvikmynd." Álda segir að sér hafi þó reynst auðvelt að skilja að líf og leik. Alda Sigurðardóttir, ný stjarna Hrafns Gunnlaugssonar. „Ég hef engin efni á að segjast ætla að fengi annað tilboð myndi samhengið skipta miklu máli. Ég vil ekki festast í einhverju hlutverki." verða stjarna. Þetta er bara tækifæri sem ég fékk. Ef ég DV-mynd JAK Hið ósagða oft sterkast „Mér finnst oft of mikil mötun í kvikmyndum. Það þarf ekki að sýna allt. Hið ósagða og það sem gefið er í skyn er oft sterkara en það sem sést eða heyrist." Og hún heldur áfram er talinu víkur að kvikmynd- um; „Það er annars jákvætt hvað ís- lenskar kvikmyndir eru orðnar fyr- irferðarmiklar. Eitthvað nýtt er komið fram. Þær fialla miklu meira en áður um það sem er að gerast í dag. Mér finnst þær margar mjög skemmtilegar." Alda segir að samstarf þeirra Hrafns hafi gengið vel. Þar geti þó verið flestra veðra von. „Hann vinn- ur sína vinnu og gerir vel. Hrafn sveiflast þó stundum hratt milli ofsa- kæti og hálfgerðrar fýlu.“ Og hún hugsar sig um: „Hrafn er bara Hrafn. En það segir nú kannski ekki mikið? Og þó.“ „Maður lærir að líta á gagnrýni sem leiðsögn þegar maður er undir leikstjórn. Leikstjórinn ræður. Ef hann segir mér að gera eitthvað get ég voða htlu breytt. Það kom þó fyrir að ég sagði stopp." Alda segist eiga auðvelt með að vinna með fólki svo lengi sem það sé sanngjarnt. Það sé þó gott að hafa skap. „Mamma hefur alltaf sagt að skapmesta fólkið sé duglegasta fólk- ið. Og þessu trúi ég.“ Þýtur blóð í æðum „Það getur oft verið erfitt að leika Alda uppáklædd i hlutverki Heigu og Hrafn Gunnlaugs- son leikstjóri: „Hrafn sveiflast hratt milli ofsakæti og hálfgerðrar fýlu.“ og vinnudagurinn er langur. Ná- kvæmnin þarf að vera mikil. Aht krefst aga. Eins þarf maður alltaf að vera tilbúinn í slaginn þótt álagið sé mikið. Ég ákvað snemma að drekka ekki áfengi þennan tíma. Enda held ég að mér hafi aldrei verið boðið jafn- oft í glas.“ Hún brosir að minning- unni. Vætir varirnar. „Fátt er þó eins gaman og að leika. Maður finnur blóðið þjóta um æðarnar. Sífeht kynnist maður nýj- nm hhöum á sjálfum sér. Þetta hefur verið mjög lærdómsríkt. Ég var í Hvíta víkingnum mest af ævintýra- þrá. í Hinum helgu véum vissi ég miklu betur um hvað þetta snerist. Alda og Steinþór í Gróttu. „Steinþór hefur mikla hæfi- leika. Það er frábært að vinna með börnum og finna hvernig allt sem þau gera og segja kemur frá hjartanu - jafnvel leikinn texti.“ DV-mynd JAK Þetta er einlæg mynd og ljúf. íslend- ingar eiga þó kannski eftir að flækj- ast í því að hún er eftir Hrafn. Ég óttast þaö. En ég er ekki hrædd við gagnrýn- ina þótt ég viti að hún getur verið hörð. Ég hugsa að ég vegi hana og meti eins og tilsögn og kennslu. Hún getur verið mjög gagnleg ef hún er ekki ósanngjöm." í framtíðinni hefur Alda hug á að halda áfram aö leika. „Annaðhvort fer ég í leikhst eða sálfræði. TU þess langar mig mest. Mig skiptir það meira máh en flest annað hvað mig langar. Ég er rómantísk og lifi lífinu frá degi til dags.“ -DBE En kannski er ég fyrst núna fullfær nm að leika Helgu." Hún þagnar eins og til að endurhfa hðinn tíma. „Viðhorfin breytast við það að leika. Ég held að ég eigi miklu auð- veldara með að sefia mig í annarra spor nú. Og það er gott að vinna með leikurum og kvikmyndafólki. Þau líta heiminn öðrum augum. Leikarar hafa til dæmis sjaldnast efni á að hugsa um veraldleg gæði. Þeir fá svo Ula borgað." Og aftur glettinn hlátur. Vé í skugga Hrafns „Ég hef trú á Hinum helgu véum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.