Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1993, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1993, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 1993 27 Magnús ísfjeld Magnússon byggingatæknifræðingur stundar alþjóðaviðskipti og óskar eftir að komast í samband við íslenska bisnessmenn með viðskipti við Kína í huga. DV-mynd JAK Stundar alþjóðaviðskipti í Asíu og Afríku: Kína er land tækifæranna - segir Magnús ísfjeld Magnússon sem rekur iðnaðarfyrirtæki í Kína „Eg er búinn að setja upp fram- leiðslufyrirtæki í léttiðnaði í Kína. Það hefur leyfi til að framleiða allt sem flokkast undir léttiðnað, svo sem í rafeindaiðnaði, fataframleiðslu eða varðandi vélar. Fyrirtækið er þegar komið í fullan gang og ég vonast til að komast í samband við íslenska aðila sem áhuga hafa á samstarfi en ég er þess fullviss að ég gæti lækkað ixmflutningsverð, t.d. á fatnaði, tals- vert hingað til lands,“ segir Magnús ísfjeld Magnússon byggingatækni- fræðingur sem undanfarin fimmtán ár hefur starfað í Afríku og Mið- Austurlöndum en hefur nú sett upp eigið fyrirtæki í Kína. „Ég fór til Nígeríu fyrir fimmtán árum og sá um byggingafram- kvæmdir þar ásamt íslenskum aðil- um. Nokkru seinna voru Þjóðveijar að leita að fólki hér til uppbyggingar í Sádi-Arabíu og var þá bent á mig. Ég réð mig þangað að beiðni þessara þýsku aðila og vann aðahega við tæknistörf. Síðan hélt ég til íraks þar sem ég setti upp þijár verksmiðjur og var með yfirumsjón með því verki. Þetta voru kalksteinaverksmiðjur sem við settum upp í írak og unnum að þessu meðan stríðið stóð yfir við írana. Einnig var ég með verkefni í Egyptalandi og var því oft á þeyt- ingi. Eför aUa þessa reynslu lá bein- ast við að fara til Kína.“ Magnús rekur tvær skrifstofur í Egyptalandi og hefur átt mikU við- skipti þaðan við Asíulönd og Banda- rikin. „Þeir sem fylgjast vel með því sem er að gerast í heimi viðskiptanna sjá að Kína er það land sem hefur mestu möguleikana í Asíu. Kína hef- ur eflst gífurlega mikið á undanfóm- um árum. Mér fannst því ástæða tíl þess að flytja þangað og fylgjast með vextinum innan frá. Það getur nefni- lega verið mjög erfitt að ná til fyrir- tækja í Kína, jafnvel finna þau. Ef maður leitar til sendiráða þeirra á maður á hættu að fyrirspumum verði ekki svarað eða jafnvel svarað vitiaust. Það er þess vegna nokkur áhætta að stunda viðskiptin utan frá enda getur það tekið óralangan tíma,“ útskýrir Magnús. Hann telur nauðsynlegt, til að hafa góða yfirsýn, aö vera í landinu enda geti hann þá gert mun betri við- skipti. „Mér fannst spennandi að prófa þetta enda þekkti ég góða aðUa sem störfuðu í kínverska sendiráð- inu í Egyptalandi. í gegnum þá kynntist ég sterkum aðUum í Kína en öðmvísi er þetta varla hægt. Ég fékk atvinnuleyfi í febrúar sl. og er núna með sex starfsmenn í vinnu hjá mér.“ Harður og erfiður verktakabisness Magnús hefur veriö með allra þjóða menn í vinnu hjá sér í gegnum árin og hann segir að oft hafi þetta verið harður bisness. „Verktaka- bransinn er bæði harður og erfiður. Ég var stundum með hundmð manna í vinnu, Kínveija, Pólverja, Júgóslava, Þjóðveija og araba. Þetta er auðvitað skapandi starf því maður sér mannvirkin rísa nánast upp úr sandinum. Þetta er líka mjög skemmtUeg vinna þegar vel gengur. Erfiðast fannst mér oft að eiga við íraka varðandi samninga. AUt þeirra fé fór í að halda úti stríðinu og það fór'langur tími í að ná greiðslum frá þeim.“ Áður en ævintýrin fóru að gerast hjá Magnúsi starfaði hann hjá borg- arverkfræðingi um nokkurt skeið en flutti síðan til Hveragerðis þar sem hann gerðist bæjarbyggingatækni- fræðingur. Þá setti hann á stofn fyr- irtækið Samtak á Selfossi sem er húseiningafyrirtæki. Ejölskylda hans býr enn í Hveragerði en hefur í gegnum árin dvalist hjá Magnúsi á miUi þess sem hann dvelur hér á landi. Pólóskyrta eðaDC-lOþota Magnús telur þó erfiðara að koma eins oft hingað heim eftir að hann setti upp eigin fyrirtæki enda em þau orðin umsvifamUtil og kreflandi. Hann segir að Kínveijar hafi áhuga á aðstoð útiendinga við hina miklu uppbyggingu sem á sér stað. Hins vegar sé afar erfitt fyrir útiendinga að komast inn í landið. „Maður verð- ur að vera í sambandi við sterka aðUa, helst að þekkja réttu ættirnar sem geta stutt mann.“ Fyrirtæki Magnúsar er í Nanking sem er ekki langt frá Shanghai. Nanking er þekkt iðnaðarborg. Magnús er einnig að opna skrifstofu j í Hong Kong. „Sú borg er góð vegna jþess að þar er hægt að versla með , smærri einingar en annars staðar í Kína,“ segir hann. Útiendingar geta ekki sett upp skrifstofu fyrir hreinan bisness í Kína. Þar sem Magnús hafði mestan áhuga á slíku varð hann að setja upp rekstur til að fá þau leyfi sem þarf. „í viðskiptum tengist ég síðan Egyptalandi og löndum í Afríku. Það skiptir í raun engu máh hvers er óskað, hvort það er DC-10 þota eða pólóskyrta, oha, bensín, timbur eða jám, ég útvega það sem þarf,“ segir Magnús. „Ég leita uppi hagstæðustu kjörin og reyni að útvega hestu samninga." Hann segist vilja koma á viðskipt- um við íslendinga. „Ég er með vörur í Kína sem fást hvergi á betra verði. Ég gæti gert tilboð í vörur eða fundið aðUa sem gætu framleitt fyrir íslend- inga, t.d. hluti eða vélar. Þaö er erfið- ara að koma vörum héðan til Kína en hins vegar vantar tækniþekkingu þar og þá helst í sjávarútvegi." Hagkvæmt vinnuafl Magnús segir aö mjög hagkvæmt sé að láta framleiða vörur í Kína, hvort sem það er í sambandi við raf- eindabúnað eða fatnað. Vinnuafl er ódýrt en ábyrgt. „Það er reyndar mjög margt aö breytast 1 Kína,“ segir hann. „Launamunur er orðinn vem- leiki sem þekktist ekki áður. Eftir- spum er mikU eftir hámenntuðu fólki og því em greidd hærri laun en áður þekktust," segir Magnús. Þess má geta að prófessor í Kína hefur um 35 doUara á mánuði en háskóla- menntaður maður sem einkafyrir- tæki kaupir hefur um þrefalt hærri laun. Magnús segir að það sé ekki hægt að líkja uppganginum í Kína við þær breytingar sem eiga sér stað í fyrrum Sovétríkjum né heldur Austur-Evr- ópu. „Rússland er ónýtt og verður næstu tíu árin, ef ekki lengur. Stjóm- völd hafa farið svo vitiaust að og þess vegna á landið sér enga von nema útiendingar sjái um upphygg- inguna. Austurblokkin, eins og Rúm- enia, Búlgaría og Pólland, á mjög erfitt uppdráttar. Kínveijar em miklu sterkari. Þeir em agaðri enda reka þeir öll viðskipti í Taílandi, Fihppseyjum og annars staðar á þessum slóðum. Kínveijar gefa sér alltaf góðan tíma til allra verka og setja sér takmark til lengri tíma. Það er ekki eins og hér á landi þar sem allt þarf að gerast strax,“ segir Magn- ús. Það má segja að Magnús komi víða við í bisness því hann hefur komið sér í samband við kínverskt fyrir- tæki sem á vöraskipti við Rússland og önnur lönd. „Kínveijar hafa áhuga á timbri, olíu, stáli og brota- jámi, sem mikill skortur er á, og þeir láta í staðinn hina ýmsu vöm enda hafa þeir nóg að selja. Einnig emm við að ná samningum við Egypta um að setja upp fataverk- smiðju á frísvæði í Súes. Þar væri hægt að framleiða mjög ódýrar galla- buxur, skyrtur og annan sportfatn- að.“ Magnús hefur lifað viðburðaríku lífi á undanfórnum fimmtán árum. Hann starfaði í írak meðan stríðið geisaði við írani og var oft í lífshættu á þeim árum. Hann rétt slapp frá landinu áður en írakar réðust inn í Kúveit. Nú eiga alþjóðaviðskipti hug hans allan. -ELA Magnús ásamt konu sinni, Pameiu, og dóttur, Ástu Rós, í Kaíró árið 1986. Magnús hefur tíðum búið á hinu fræga hóteli Al Rasheed í Bagdad sem var mjög í fréttum í Persaflóastrfðinu. Magnús ásamt ráðuneytismönnum frá Bagdad þegar þeir heimsóttu verksmiðju sem hann reisti í Basra í írak.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.