Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1993, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 24.07.1993, Blaðsíða 47
LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ1993 55 Fréttir Á myndinni er hluti skipverjanna 62 og ef vel er að gáð má sjá þarna einu konuna sem vinnur um borð - hún er læknir á skipinu. DV-mynd ÞÖK Danska varðskipið Vædderen í heimsókn: Til sýnis í Reykjavíkurhöfn Það var tilkomumikil sjón að sjá hið danska varðskip Vædderen sigla inn sundin að Reykjavíkurhöfn, í gærmorgun, í fylgd varðskipsins Ægis. Þyrlur skipanna flugu einnig með þeim. Dönsku gestirnir heiisuðu með þremur fallbyssuskotum, þegar komiö var á móts við gamla Batteríið og svarað var með þremur skotum úr byssu Landhelgisgæslunnar við Reykjavíkurhöfn. Varðskipið Vædderen er hér komið í tilefni af hafnardeginum í gömlu höfninni sem er í dag, laugardag. Að sögn Axels Fiedler skipstjóra var skipið tekið í notkun árið 1991. Það her sama heiti og danska eftirlits- skipið er færði Islendingum heim Konungsbók Eddukvæða og Flateyj- arbók, árið 1971. Axel sagði eitt helsta verkefni áhafnarinnar á nýja skipinu vera eftirht með fiskveiðum við Grænland, Færeyjar og í Norður- sjónum, enda væri það hannað sér- staklega með tillit til aðstæðna á þessum slóðum. Almenningi gefst kostur á að skoða skipið bæði í dag og á morgun. Þá mun danska þyrlan ásamt þeirri ís- lensku sýna björgunaræfingu og list- flug kl. 10.30 til 11.30 og aftur kl. 13.15 til 13.45. -as Þríburaforeldrar stofna félag: Gætum lært mikið hvert af öðru - segir Guðbjörg Gunnarsdóttir formaður Um síðustu helgi var haldin nokk- uð sérstök garðveisla á Selfossi. Veisluna sóttu sjö fjölskyldur og slík samkoma væri kannski ekki í frásög- ur færandi nema vegna þess að þetta voru allt þríburaforeldrar sem komu með börn sín og skemmtu sér vel saman. Nú hefur verið settur á laggimar félagsskapur foreldra sem eignast hafa þríbura og Guðbjörg Gunnars- dóttir, formaður félagsins, segir að það sé mikilvægt að þessir foreldrar hafi samband sín á milli. „Reynslan hefur kennt okkur að við getum miðlað af reynslu okkar hvert til annars og því fleiri sem við erum því auðveldara verður að vinna að hags- munamálum okkar. Við viljum einn- ig ná til eldri þríbura því þeir hafa einnig frá mörgu að segja,“ segir Guðbjörg. Hagsmunamál „Við þurfum að vinna að því að fá lengingu á fæðingarorlofi fyrir for- eldra þríbura. Þeir eru fáir sem gera sér grein fyrir því að við fáum aðeins átta mánaða fæðingarorlof fyrir þrí- bura: sex mánuði fyrir þann sem kemur fyrst og síðan einn mánuð fyrir hina tvo. Þessu viljum við breyta því það fer enginn að vinna eftir átta mánuði með þijú börn. Við ætlum einnig aö vinna að því að fá afslátt fyrir þríbura á leikskóla." Fríður hópur þríbura í garðveislu á Selfossi. DV-mynd Þóra Karlsdóttir Mikill kostnaður Það er mikill kostnaður sem fylgir því að eignast þrjú börn í einu og Guðbjörg segir að foreldrar innan þessa hóps reyni að styðja hverjir aðra. „í mörgum tilfellum eru for- eldrar innan hópsins þeir einu sem geta hjálpað því við eigum náttúrlega þrennt af öllu. En við höfum einnig fengið mjög góðar viðtökur hjá heild- sölum, sem selja bleiur og annað, þannig að það hefur hjálpað okkur mikiö." Allir þríburar Guðbjörg leggur áherslu á að þau vilji að sem flestir hafi samband við félagið. „Við bjóðum ekki aðeins for- eldrum þríbura heldur einnig þrí- burum á öllum aldri að ganga í félag- ið,“ sagði Guðbjörg að lokum. Hægt er að hafa samband við Guðbjörgu í síma 45283 og einnig veitir Þóra Karlsdóttir upplýsingar í síma 658690. -bm Smáauglýsingar - Sími 632700 Þverholti 11 ■ Jeppar MMC L-300, 4x4, disil, ’91 (’92), ek. 45 þús., og Range Rover Vogue ’85, sjálfsk., ek. 100 þús., einstaklega góð- ur bíll. Góðir greiðsluskilmálar. Skipti koma til gr. S. 98-75838 og 985-25837. Toyota double cab, árg. '90, dísil, þungaskattsmælir, 38" dekk o.fl. o.fl. Mikið breyttur bíll. Uppl. í símum 9146647 og 985-31485. Jeep Cherokee Pioneer, árg. 1987, 5 dyra, sjálfskiptur, 6 cyl., 4,0 1 vél, 173 hö., samlæsingar, rafdrifhar rúður, gangbretti, krókur, skoðaður ’94. Frá- bær jeppi fyrir 1.250 þús. Nánari upp- lýsingar hjá Bílasölu Matthíasar, sími 91-624900 eða hs. 91-24995. Scout 800, árg. 1967, til sölu. Þá er sá gamli falur, nokkuð breyttur, 258 vél, 4 gíra kassi, splittað afturdrif, hækk- aður fyrir 35" dekk. Tilboð óskast. Upplýsingar í sima 9143256. Suzuki ’84, Volvo B 18, Ranco fjaðrir, 33" dekk, jeppaskoðaður ’94, útv. + segulb. + magnsu-i, CB talstöð, 40 rásir, dráttarkúla, verð 490 þús., skipti á japönskum möguleg. Sími 650887 og símboði 984-50365. Tll sölu breyttur Range Rover, vél 360 cc Chrysler, New Process girkassi, einn gír extra lágur, 250 New Process millikassi (skotheldur), tvöfaldur hjöruliður á báðum sköftum, Scout hásingar, 4:88 drifhlutfoll, no spin á báðum hásingum, nýir gormar úr Range Rover að aftan, 4 nýir gorma- demparar, nýlegir þræðir og lok í kveikju, elektrónísk kveikja, nýr tímagír, þrír 100 1 bensíntankar, raf- lögn fyrir kastara, 40 rása talstöð, 44" góð dekk. Uppl. í síma 985-33678 og 92-68653 á kvöldin. Fjallatrukkur, Hanomag '66, 4 cyl., dísil, 4x4, ekinn 75 þúsund km. Metinn á 650 þúsund á bílasölu í vor. Bilaður gírkassi. Verð 350 þús. staðgreitt, skipti á ódýrari. Upplýsingar í sím- boða 984-58550. Ivar. Til sölu Chevrolet pickup, árg. 1972, með uppgerða 350 cu. 4 bolta vél og turbo 350 sjálfskiptingu, mikið end- urnýjaður. Nánari uppl. í s. 91-22747 og 91-13045. Toyota 4Runner V-6, árg. '91, til sölu, ekinn 45 þús. km, beinskiptur, topplúga, steingrár, 31" dekk. Verð 2.250.000 kr. Uppl. í síma 92-12064. ■ Ymislegt Heimasætutorfæran verður haldin í Vík í Mýrdal um verslunarmanna- helgina. Keppnin fer fram sunnudag- inn 1. ágúst kl. 14. Skráning keppenda í síma 91-674590 milli kl. 10 og 15 fimmtudag, föstudag og ménudag. SKAGAFJARÐAR Lokaskráning f Hótel Áningar-rallý verður að Bíldshöfða 14 26. júlí, kl. 20-22. Nánari upplýsingar á staðnum. Bílaklúbbur Skagafjarðar. 40% VERÐLÆKKUN ÁÐUR NÚ 1,5tonn 1600,- 960,- 2,0tonn 1900,- 1140,- 3,0 tonn 2700,- 1320,- 5,0tonn 2900,- 1746,- 8,0tonn 3800,- 2280,- m ■■ A VOKVATJOKKUM GS varahlutir Hamarshöfða 1 - S. 67-67-44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.